Tíminn - 09.05.1987, Qupperneq 15

Tíminn - 09.05.1987, Qupperneq 15
Laugardagur 9. maí 1987 MINNING ■1 Óli Halldórsson Gunnarsstöðum Það eru mikil tíðindi vinum og samferðamönnum að heyra lát Óla á Gunnarsstöðum og vita hann fall- inn frá rúmlega sextugan mann stór- huga og lífsglaðan. En banamein hans reyndist öllum læknisráðum ofviða og varð ekki vörnum við komið. Ekki man ég lengur hvenær ég sá Óla fyrst, en þá var hann ungur, mikill á velli, stórskorinn snemma, einbeittur á svip og ekki lágmæltur, en ljómaði af góðleik og gáfum, sem síst leyndu sér þegar hann fór að tala og segja frá. Samtalslistin var Óla meðfædd og frásagnargáfan eftir því. Það var hátíð að eiga von á hans fundum. Það var líka eins og um hann léki eilíft hreinviðri, vekjandi og hressandi. Hins vegar gleymist mér ekki, þegar ég hitti Öla síðast, það var aðeins rúmri viku fyrir andlát hans, og ekki þurfti glöggt auga til að sjá að hverju dró um líf hans. En ekki var honum horfinn karlmennsku- dugurinn og góðvildin eða gáfulegt tal, né að hreinviðrið andaði ekki um hann eins og áður. Sjúkdóms- markið bar hann, en tungutakið var óskert, þessi mergjaða íslenska sem hann talaði, að vísu á lægri nótum en var meðan líkamsþrótturinn var óbugaður. Ekki væri það ofverkið mitt að segja eitthvað frá því sem ég kann að vita um ættir Óla og frændlið, því að það er út af fyrir sig frásagnarvert, enda kjarnmikið fólk og gott sem að honum stóð hið næsta og í framættir. Þó leiði ég ættfærsluna hjá mér að öðru leyti en því að faðir hans, Halldór Ólason, var úr Höfðahverfi í Suður-Þingeyjasýslu, þótt hann byggi lengstan aldur á Gunnarsstöð- um á föðurleifð konu sinnar Þuríðar Arnadóttur bónda þar Davíðssonar, en Árni Davíðsson lifir í minnum manna nyrðra fyrir það hversu vitur hann var og góðviljaður og átti miklu barnaláni að fagna með konu sinni Arnbjörgu Jóhannesdóttur. Eru nú senn 100 ár síðan þau Árni settust að á Gunnarsstöðum, þar sem niðjar þeirra búa enn á fjórum heimilum. Það er því ekki úr lausu lofti gripið að tala um Gunnarsstaða- ætt, og er mér skapi næst að láta þar staðar numið um ættfærslu Óla Halldórssonar, enda laukur í þeirri ætt og gæddur þeirri kynfestu, sem mér finnst einkenna Gunnars- staðafólk, umfram allt einlægni og hreinlyndi. En það gat Óli raunar haft frá föður sínum, Halldóri á Gunnarsstöðum, miklum heiðurs- manni. Óli Halldórsson var fæddur á Ytra-Lóni áLanganesi 1. ágúst 1923, þar sem foreldrar hans bjuggu þá, en fluttist barnungur með þeim að Gunnarsstöðum í Þistilfirði og ólst þar upp og átti heima alla ævi sfðan. ÓIi lagði ekki fyrir sig langskólanám, en var þeim mun betur sjálf- menntaður, enda fæddur með eðlis- gáfur menntamanns og heimspek- ings, allt kryddað fínu skopskyni og listrænni frásagnargáfu sem er reyndar einkennandi fyrir Þistla yfir- leitt og rannsóknarefni út af fyrir sig hvernig á því stendur. Óli var alla ævi meira og minna bundinn við búskapinn á Gunnars- stöðum og bóndi þar með föður sínum og Gunnari bróður sínum lengst af, svo að bóndastarfið mátti heita hans aðalævistarf, enda vel til þess fallinn fyrir flestra hluta sakir. En hann vann einnig utan heimilis, m.a. var hann sláturhússtjóri Kaup- félags Langnesinga á Þórshöfn í 18 ár, en það var fyrst og fremst haustvinna. Þá hafði hann það vetrarstarf á hendi ár eftir ár að kenna börnum. Langlengst kenndi hann í heimasveit sinni eða yfir 20 vetur alls, m.a. var hann skólastjóri heimavistarbarnaskóla á Gunnars- stöðum 12 ár, 1964-1976. Hann kenndi auk þess á fleiri stöðum norðanlands og austan. K.ennaramenntun hafði Óli ekki, en um það hef ég vitnisburði nem- enda hans að hann væri góður kennari og ástsæll af börnum. Gam- an var að heyra Óla segja frá nemendum sínum og kennarareynsl- unni, því að það var hans yndi að meta manngerðir og segja fyrir um hvað í mönnum bjó og hvað þeim væri ætlandi. Að sjálfsögðu hafði Óli ekki við miklar fræðikenningar að styðjast, þegar hann var að kryfja sálir manna, innsæið dugði honum, en skynsemin gerði hann réttdæman og ekki síður góðvildin. Enginn maður var svo rúinn mannspörtum, ef einhver var illu borinn, að Öli sæi ekki í honum eitthvað gott, enginn svo heimskur að hann fyndi ekki hjá honum gáfurnar og enginn svo lítill fyrir sér að Óli á Gunnarsstöðum kæmi ekki auga á mannslundina í honum. Þannig gerði hann sér það að leik að snúa sleggjudómum ann- arra um náungann í heilsteypta mannlýsingu. ÓIi stóð framarlega í félags- og menningarlífi sveitar sinnar, sat í hreppsnefnd Svalbarðshrepps 24 ár og var formaður Ungmennasam- bands Norður-Þingeyinga um skeið. Ýmsum trúnaðarstörfum gegndi hann á vegum Framsóknarflokksins, sat í stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra og átti sæti í mið- stjórn flokksins nokkur ár. í öllum þessum störfum var hann vinsæll og mikils metinn. Óli lifði einlífi fram yfir fimmtugt, en tók þá upp sambúð við Hólmfríði Kristdórsdóttur frá Sjóarlandi, sem þá var ekkja, og gengu þau að eigast áður en Óli dó. Var það mikil gæfa Óla að eignast þar góða konu og myndarlega húsfreyju til að annast það gestrisna heimili sem hann vildi hafa. Henni sendi ég innilega sam- úðarkveðju, svo og eftirlifandi systkinum hans. Ingvar Gíslason rml LAUSAR STÖÐUR HJÁ m REYKJAVIKURBORG Matreiöslumaður óskast til sumarafleysinga á dvalarheimili aldraðra, Dalbraut 27. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar. Upplýsingar gefur forstöðumaður mötuneytis í síma 685377. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð sem fyrst á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. rs1! SVR auglýsir eftir í|f vagnstjórum til sumarafleysinga við akstur strætisvagna á tímabilinu júní-ágúst. Umsækjendur eru beðnir að snúa sér sem fyrst til eftirlitsmanna í stjórnstöð SVR að Hverfisgötu 115. Strætisvagnar Reykjavíkur Tíminn 15 rml LAUSAR STÖÐUR HJÁ [m REYKJAVIKURBORG Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: Við Heilsugæsluna Álftamýri 5. Hjúkrunarfræðing og jafnframttil sumarafleysinga. Hjúkrunarfræðing og sjúkraliða. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 688550. Við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Hjúkrunarfræðinga. Ljósmæður. Sjúkraliða og starfsmenn við móttöku og síma. Upplýsingargefurhjúkrunarforstjóri í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Atvinna - Borgarnes Kjötiðnaðarstöð K.B. óskar að ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa: Vegna aukningar á fullvinnslu og framleiðslu tilbúinna rétta viljum við ráða flokksstjóra og iðnverkafólk. Heilsdags- og hálfs- dagsstörf. Einnig óskum við eftir að ráða starfs- mann í söludeild karl, eða konu. Upplýsingar gefa Geir Björnsson og Georg Hermannsson í síma 93-7200. Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Staða forstöðumanns við leikskólann Arborg Hlaðbæ 17. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknar- frestur er til 24. maí 1987. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri og umsjónarfóstrur á Dagvist barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. W Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. gatna- málastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboðum í búnað fyrir umferðarstjórn í þremur bílastæðum / bílageymsl- um í Reykjavík. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 11. júní n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNllN reykjavíkurborgar FríkirLjuV«gi 3 — Simi 25800 rml LAUSAR STÖÐUR HJÁ m\ REYKJAVIKURBORG Mæðraheimili Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða starfsfólk í sumarafleysingar og einnig í fullt starf. Upplýsingar gefur forstöðumaður alla virka daga frá kl. 8.00 til 16.00 í síma 25881. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð sem fyrst á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Til sölu Volvo Lapplander splitt drif, árg. ’80, miðstöð afturí. Ekinn 17.000 km, vel með farinn. Upplýsing- ar í síma 91-619085.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.