Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 9. maí 1987 Tíminn 9 LAUGARDAGURINN 9. MAI 1987 Nýir tímar - nýjar kröfur í menntunarmálum starfshópanna. Nýjasta dæmið er bréf Félags ís- lenskra rannsóknarlögreglumanna þar sem mjög eindregið er farið fram á tafarlausar úrbætur í menntun rannsóknarlögreglumanna og lög- reglumanna yfirleitt. Ef verða á við óskum hvers þess- ara starfshópa fyrir sig með eflingu þeirra skóla sem fyrir eru eða stofn- un nýrra virðist eðlilegast að kanna fyrst möguleikana á stofnun sem geti þjónað mörgum starfshópum, bæði sameiginlegum þörfum allra og sér- stökum þörfum hvers starfshóps fyr- ir sig. Menntun löggæslumanna er tví- mælalaust skylda ríkisins en hugsan- legt er einnig að ríkinu beri að sinna menntun starfshópa sem gæta örygg- is og sóma stofnana ríkisins, svo sem þingvarða, þjóðgarðsstarfsmanna, landvarða og leiðsögumanna. Síðast töldu hóparnir gegna tvímælalaust mikilvægu hlutverki í gæslu náttúru- verndarlaganna. Auk þess er æskilegt að kannað sé hvort og þá'hvernig slíkur skóli gæti þjónað þörfum starfsmanna Al- mannavarna og hjálpar- og björgun- arsveitarmanna." kjósendur frá Sjálfstæðisflokki og Alþýðubandalagi. Sú tilraun mistókst. Boðberi miðjustefnunnar Framsóknarflokkurinn er frjáls- lyndur umbótaflokkur og í raun eini miðjuflokkurinn sem hér er við lýði. Stefna hans hefur verið nefnd miðj- ustefna. Miðjustefnan er ákveðin stjórnmálastefna sem nýtur mikils fylgis víða um heim, m.a. á Norður- löndunum. Hún boðarhvorkióhefta frjálshyggju né alger ríkisafskipti. Þess í stað boðar hún lausn sameigin- legra viðfangsefna á grunni sam- vinnu og jafnaðar en leggur jafn- framt áherslu á frelsi einstaklinga til athafna. í ávarpi sem Ingvar Gíslason, fyrrverandi alþingismaður flutti á þingi Sambands ungra framsókn- armanna s.l. haust ræddi hann um hlutverk Framsóknarflokksins sem miðjuflokks. Þar sagði hann m.a.: „Midjuflokkur á hvorki að vera eins og bjöllukólfur sem sveiflast ýmist til hægri eða vinstri eða eins og vísir á ónýtri klukku sem alltaf bendir í eina átt. Öðru nær. Miðju- flokkur á að vera kjarninn í flokka- kerfinu, eins konar segull. Pangað eiga hreyfingar samtímans að leita, þangað á straumurinn að liggja. Þar á sundurgreiningin að eiga sér stað. Par áað skilja á milli þess sem ergott og framsækið og þess sem er illt og afturvirkt, þess sem er jákvætt og þess sem er neikvætt. Með öðrum orðum: Miðjuflokkur á að vera eins og flokkunarvél, sem gerir greinar- mun á góðu og illu, velur hið góða en kastar burt hinu illa. Petta er sú miðjustefna sem Framsóknarflokk- urinn á að sækjast eftir, ekki sfst nú þegar ætla má að kaflaskil séu fram- undan í þróun þjóðfélagsins, ekki einungis á íslandi heldur hvarvetna í vestrænum heimi og um heim allan. Flest bendir til þess að pólitísk gildi 19. og 20 aldar verði að mestu þurkuð út. Pau hafa lifað sitt skeið. Pau dugðu meðan þau gátu dugað en sá tími er senn á enda. “ Halda þarf forystunni Niðurstöður kosninganna nú benda vissulega til mikilla breytinga í íslenskri flokkapólitík. Skilgrein- ing á stjórnmálastefnum til vinstri og hægri dugar ekki lengur, svo auðvelt er það ekki. Enginn vafi er á því að Framsókn- arflokkurinn á nú verulegt tækifæri til að styrkja stöðu sína verulega. Vilji landsmanna til mótunar þjóð- félagsins og áframhaldandi þróunar þess fellur vel að stefnu hans og staða flokksins er sterk. Framsóknarflokkurinn verður nú að leggja kapp á að halda þeirri forystu sem hann hefur sem boðberi miðjustefnunnar og gæta þess að láta ekki önnur stjórnmálaöfl stela þeirri senu. Enginn vafi er á að það munu þau reyna að gera ekki síst þeir flokkar sem hafa ómótaða eða enga raunverulega stefnuskrá. Skóli lýðveldisins Ein af þeim þingsályktunum sem lögð var fram á síðasta þingi var um skipun nefndar til að fjalla um menntun löggæslumanna. Flutningsmenn tillögunnar voru þáverandi þingmenn þeir Ingvar Gíslason og Helgi Seljan. í ályktuninni er lagt til að ríkis- stjórnin skipi nefnd til að kanna menntunarmál löggæslumanna og gera tillögur um framtíðarskipan þeirra. „Nefndin skal m.a. kanna hvort hagkvæmt og æskilegt sé að koma á fót sameiginlegri mennta- stofnun sem þjóni mörgum starfs- hópum er annast löggæslu, landvernd, öryggisþjónustu og al- mannavarnir í lýðveldinu." Hér er hreyft stóru og þörfu máli sem vert er að vekja athygli á. í greinargerð með ályktuninni seg- ir m.a.: „Löggæslan í lögsögu lýð- veldisins er einn þýðingarmesti þátt- ur stjórnsýslu ríkisins, eitt tákna fullveldis og sjálfstæðis. Lýðræðis- þjóðfélög byggja upp hyrningar- steina síns eigin sjálfstæðis og lýð- ræðis á svo traustum grundvelli sem mögulegt er. Því eru gerðar miklar kröfur til mannafla og starfsemi slíkra stofnana. Þar sitja hagsmunir þegnanna í fyrirrúmi því að öll löggæsla verður að vera örugg og einörð og þar má ekkert bresta. Þetta á við um alla löggæslu á sjó, landi og í lofti. Að mennta löggæslu- menn hlýtur því að vera hlutverk ríkisvaldsins og það þarf að rækja sem best. Verkefni löggæslu fara mjög vaxandi og verða enn viðameiri og vandmeðfarnari. Ríkið rekur Lögregluskóla og Tollskóla en ýmsir starfshópar löggæslu fá litla sem enga menntun frá vinnuveitenda sínum, ríkinu. Þetta á við um land- helgisstarfsmenn, bifreiðaeftirlits- menn, fangaverði og starfsmenn flugvalla." Ennfremur segir í greinargerð- inni: „Flutningsmenn hafa undir höndum gögn frá mörgum starfshóp- um löggæslunnar þar sem bornar eru fram órökstuddar óskir um úrbætur Svo scm greinargerð tillögunnar ber með sér er um viðamikið mál að ræða. Enginn vafi leikur á því að hlutverk lögreglunnar einnar sér hef- ur breyst mikið á síðustu áruin og janfnvel mánuðum. M.a. má þar nefna kröfu um að lögreglumenn beri skotvopn við skyldustörf. Þessi krafa kemur í kjölfar síaukinna og endurtekinna árása öfgahópa sem beinst oft að saklausum borgurum og hafa þá það eitt að markmiði að vekja athygli á sínum málstað. Ætla má að sú krafa verði gerð að öryggi flugfarþega sem eiga leið um Keflavíkurflugvöll verði tryggt gagn- vart skotárásum vitfirringa og við verðum einnig að vera undir það búin að geta verndað okkar æðstu stofnanir fyrir slíkum mönnum. Þá segja staðreyndir okkur utan úr heimi að aukinni neyslu fíkniefna fylgi aukið og grófara ofbeldi og algengt að vopnum sé beitt. Enda þótt fá dæmi séu til um slíkt hér á landi væri það sofandaháttur einn að ætla að slíkt kæmi ekki í kjölfar aukinnar neyslu þessara eiturefna hér á landi sem annarsstaðar. En það þarf að kenna löggæslu- mönnum lýðveldisins fleira en vopnaburð. 1 tillögunni er réttilega bent á nauðsyn fræðslu fyrir aðra mikilvæga starfsmenn á vegum ríkisins sem sinna gæslustörfum í þess þágu. Fyrir nokkrum kvöldum var í sjónvarpinu þáttur um ferðamál og líklega þróun þeirra í framtíðinni. Spáð er stórauknum straumi ferða- manna sem vilja ferðast um landið og skoða „óspillta“ náttúru þess. Tryggja verður að umgengni þeirra svo og landsmanna sjálfra skemmi ekki það sem landið hefur upp á að bjóða og menn sækjast eftir að sjá. Eðlilegt verður að teljast að þeir sem valdir eru til að sinna gæslustörf- um þar að lútandi fái fræðslu um störf á þessu sviði. Þótt hér hafi ekki verið nefnd nema nokkur dæmi um nauðsyn endurbóta á sviði menntunar fyrir gæslumenn lýðveldisins sanna þau þörf fyrir að við höldum vöku okkar og mætum nýjum tímum með betri menntun þeirra og þjálfun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.