Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.05.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. maí 1987 Tíminn 3 Stóri dagurinn runninn upp: „VID VERDUM EKKI TIL SKAMMAR!" - segir Halla Margrét í Brussel „Það er voða gaman hérna og vel tekið á móti okkur af hálfu hinna landanna. Það eru jákvæðir straum- ar í okkar garð“ sagði Halla Mar- grét Árnadóttir í Briissel seint í gær. „En þetta er þannig lag að það getur alveg eins lent í 22. sæti. Ég spái hins vegar engu um þetta. Það virðast vera í gangi einhver furðu- legheit. Maður veit ekki eftir hverju er farið. Er farið eftir því hve maður er duglegur að hlaupa á eftir ljós- myndurum, eða er farið eftir góðum lögum? Sumir segja að það borgi sig að hlaupa á eftir Ijósmyndurunum og vera alls staðar brosandi, troða sér inn á allar myndir. Það á að vera í tísku. Maður sér það hjá sumum keppendum. Ef einhver merkilegur sést, þá hlaupa þeir til og þá er ýtt. Þetta er eins og þegar beljunum er hleypt út á vorin. En við höfum látið þetta vera. Þetta er fyrir neðan okk- ar virðingu. Við höfum séð að þetta er ekki leiðin og við höfum fengið alveg jafn mikla athygli fyrir vikið. Þeir koma til okkar ef þeim finnst við áhugaverð. En ég satt að segja bjóst ekki við að athyglin myndi beinast svona mikið að mér, ég hélt að það yrði spilað meira upp á hljómsveitina alla“ sagði Halla Margrét. „Og þeir tala um að hún sé ægi- fögur,“ skaut Ásta Ragnarsdóttir, kona Valgeirs inn í samtalið við lítil fagnaðarlæti Höllu. - Nú spá enskir veðbankar ykkur 14. - 17. sæti. Hvernig líst þér á það? „Mér líst ágætlega á það. Ég held að þetta fari á annan hvorn veginn og það verður bara að hafa það. En við verðum ekki til skammar. Því skal ég lofa ykkur" bætti Halla við ábyrgðarfull. „Lagið fær góðan hljómgrunn hérna og fólkið er yfir sig hrifið af laginu. Það streymir til manns fólk Það er erfitt að halda því fram með góðri samvisku að útlitið sé bjart hjá okkur íslendingum, sé fylgst með veðmálum hjá Lad- broke's í Englandi. Ladbroke‘s, sem er eini löglegi veðbankinn sem tekur á móti veðmálum um úrslit Eurovis- ion söngvakeppninnar, setur ísland í 14.- 17. sæti samkvæmt sínum kokkabókum, með hlutföllin 25:1. írar, með Johnny Logan í farar- broddi, geta hins vegar kæst, því írar hafa nú skotist í 1. sæti, ásamt sem biður um eiginhandaráritanir og er í skýjunum yfir laginu. Hrifn- ingin er næstum svipuð og hjá landanum. Þannig að við finnum að lagið gengur í fólk." - En rígurinn milli frönsku og flæmskumælandi Belga. Verðið þið mikið vör við hann? „Já, óneitanlega ber keppnin þess merki. Það er deginum Ijósara að hér búa tvær þjóðir í einu landi. Keppnin er haldin í innréttuðu vöruhúsi í franska hlutanum, meðan flæmski hlutinn á stórkostlegar tón- Dönum, með hlutföllin 5:2. ísraelar halda áfram fjallgöngunni sinni og eru nú komnir upp í 10. sæti, úr því 13. Svíar eru á hægri niðurleið, en ítalir eru á hraðferð upp listann, fóru úr 18. sæti í það 4. Ladbroke's veðbankinn í London tekur við veðmálum í dag til klukkan 6 að okkar tíma og haldi ísland sínu, og vinni, 25-faldar sá sem veðjað hefur á landið peningana sína. -SÓL Halla Margrét lofar að verða ekki til skammar. leikahallir. En þetta er mjög við- kvæmt mál.“ - Hvernig líst þér á hin lögin? „Þau eru æði misjöfn. Þau eru al- veg frá núll og nixi og upp úr. Mér finnst voða gaman að ísraelunum. Þeir eru mitt uppáhald. Það er voða góður andi á milli okkar. Þeir eru mjög forvitnir um ísland og við um ísrael. Þeir ætla að koma til íslands, alveg gallharðir. Það verður að ber- ast boð frá íslandi. Ég er búin að lofa þeim því. Þjóðin verður að bjóða þeim. Svo cr ég mjög hrifin af Johnny Logan, hann er með fallegt lag og góða framkomu. Þctta eru þessi tvö lög sem ég held hvað mest upp á.“ - En hvernig er stóri dagurinn hjá þér? „Það er æfing og svo bara bíða og gcra sitt besta" - Brjóttu þá fót á morgun! „Ég brýt fullt af fótum á morgun" sagði Halla Margrét hlæjandi og var þotin á eina æfinguna enn. -SÓL Jóhannes Guðlaugsson í íslensku Eurovision- dómnefndinni „Keppnin ósköp svip- uð og undan- farin ár“ „Ég heyrði auglýsinguna á Rás 2 og ákvað að slá til og reyna að komast í dómnefndina" sagði Jóhannes Guðlaugsson, tvítugur verslunar- ntaður í Reykjavík, en hann er einn af ellefu meðlimum í íslensku Euro- vision dómnefndinni. - Hefurðu horft á keppnina undanfarin ár? „Já, maður fylgist alltaf nteð henni. Sumt er í lagi, annað ekki. Ég held að keppnin sé ósköp svipuð og undanfarin ár, lögin eru kannski eilítið rólegri" - Hefur dómnefndin hist? „Nei, aldrei. Ég veit það eitt að við hittumst á samæfingu á laugar- daginn klukkan ellefu, en þá er samæfing hjá öllum stöðvunum. Síðan er bara beðið eftir að keppnin byrji. Við erum svo einangruð um leið og keppnin er búin. Mér líst vel á hina sem eru í dómnefndinni, þetta er breitt og gott úrval af fólki. Það eru rnargir ungir, sjómenn, skrifstofumenn og húsmæður. Það er gott þversnið af þjóðinni. Ég veit ckki til þess að ég hafi hitt ncitt af þessu fólki." - Mun þetta festast við þig að hafa dæmt í Eurovision? „Nei, er það nokkuð?“ - Hvar lendir íslenska lagið að þínu mati? „Það getur allt gerst. Það verður annaðhvort ofarlega eða alveg á botninum. Yfir tíu cða neðan við tuttugu. Ég held að fólk sé alveg ák- veðið í afstöðu, hvort það er nteð því eða á móti. Það er annaðhvort eða.“ -SÓL ÍSLAND 14.-17. - írar og Danir sigurstranglegastir BÍLASÝNING Opið alla helgina frá kl. 10—17. BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur og sunnudag Bestu bílakaupin ídag! Og auk bílanna verða til sýnis og sölu mikið úrval aukahluta á allartegundir Lada bílanna. Bíla- og vélsleðasalan verður opin. Komið, þiggið veitingar og njótið dags- ins með okkur. LWJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.