Tíminn - 16.07.1987, Qupperneq 1

Tíminn - 16.07.1987, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987-152. TBL. 71. ÁRG. * m Fréttatímaritið Newsweek segir frá sérkennilegum samtökum í USA Kynlífssýki stórt vandamál í hömlu- litlum samfélögum í síðasta eintaki vikuritsins Newsweek er skýrt frá sérkennilegum samtökum kynlífssjúkra, sem spretta nú upp víðsvegar um Bandaríkin og fjölgar ört. Eru þau byggð upp með líkum hætti og samtök ofdrykkjumanna og raunar líkt við þau í tímaritinu. Kannski eiga þessi samtök eftir að breiðast út til fleiri landa og verða að einhverju gagni. Allir þekkja til frétta hér á landi, þar sem fólki virðist ekki sjálfrátt á sviði kynlífs, og eru nýleg dæmi þar um, sem sagt hefur verið frá í blöðum. Mætti vel ímynda sér að íslensk samtök kynlífssjúkra hefðu kannski getað komið í veg fyrir einhverjar þær hörmungar, sem yfir fólk hafa gengið í þessum efnum bæði fyrr og síðar, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, einkum ef börn hafa verið annars vegar. Sjá bls. 5 HohHn ... lisnotkun i sunwibúðum?. ■HMí 1 . mm a ----- £ . m&>- ------- m Frá Torremolinos Sólarferð hjóna endaðií fangelsi í Malaga Þó flestir íslenskir sólar- landafarar séu óaðfinnan- legir ferðalangar hefur það viljað brenna við að nokkrir einstaklingar bjóði af sér lítinn þokka, oftast sökum óheyrilegrar áfengis- neyslu. Af slíkum einstakl- ingum hafa skapast mikil vandræði sem fararstjórar ferðaskrifstofanna þurfa af lagni og þolinmæði að greiða úr. Miðaldra hjónum bjargaði hins vegar hvorki lagni fararstjóra né konsúls eftir að þau höfðu í ölvímu lokað sig í nokkra daga inni á hótelherbergi og eyðilagt það sem hægt var í herberginu, stimpast við hótelstjóra og lögreglu. Dómari gerði þeim að greiða sektir og voru hjónin fiutt í fangelsi í Malaga en þaðan sluppu þau í gær. Sjá bls. 3 31000 íslendingar eiga nú 6 milljarða króna á GULLBÓK og METBÓK BUNAÐARBANKi ISLANDS traostur bank

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.