Tíminn - 16.07.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.07.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. júlí 1987 Tíminn 3 (slensk hjón í fangelsi í Malaga: Skildu við hótel- íbúðina í rústum fslensk hjón á miðjum aldri hafa setið í fangelsi á Spáni frá 5. júlí sl. en borguðu sekt sína í gærmorgun og var þá gefið frelsi. Pau höfðu flogið til Torremolinos 30. júní, en hegðan þeirra á hótelinu varð til þess að hótelstjórinn lét lögregluna handtaka hjónin. Sátu þau fyrst í varðhaldi í Torremolinos en voru síðar færð í fangelsi í Malaga. Hjónin voru vart sjálfbjarga sök- um áfengisneyslu á leiðinni til Spánar hinn 30. júní og máttu þiggja aðstoð fararstjóra og föru- nauta í gegn um tollinn og þaðan á hótelið. Þar urðu þau fyrstu gestir til að gista í nýuppgerðri íbúð og lokuðu sig þar inni í fjóra daga og vildu ekki opna eða hleypa ræsting- arfólki inn. Á fjórða degi skreið fararstjórinn inn um baðgluggann á íbúðinni og aðkoman var vægast sagt skelfileg. Nýuppgerð íbúðin var ekki nema í fokheldu ástandi. Allt var bramlað sem brotnað gat, marmaragólfið þurfti að slípa á nýtt og mála alla veggi, rúmdýnur og sófi voru ónýt og þeim hent og jafnvel segir að hjónin hafi í ölæði gert þarfir sínar hvar sem var í íbúðinni. Hótelstjórinn fór við þetta fram á að ræstingarstúlkurnar fengju að fara inn og þrífa, en maðurinn í íbúðinni greip þá til hans og kom til handalögmála milli þeirra. Hót- elstjórinn mun þá hafa kallað á lögreglu og farið fram á að hjónin yrðu fjarlægð af hótelinu. Kastað- ist þá í kekki milli hjónanna og lögreglu einnig og þess vegna gekk erfiðlega að leita sátta í málinu. Fararstjóri ferðaskrifstofunnar fór um leið til hjónanna í varðhald- ið með föt, þar sem þau voru í sundfötum einum fata, þegar lög- reglan tók þau höndum. Ekki var þakklætinu fyrir að fara og konan nánast reif pilsið úr höndum farar- stjórans og spurði hví hann hefði ekki komið með síðbuxur í staðinn. Fararstjórinn og íslenski kons- úllinn sömdu um sekt og hótelstjór- inn féll því frá kæru á hendur hjónunum, svo þau slyppu úr fang- elsi og kæmust með flugi til íslands sama kvöld. Þar setti þó dómari stólinn fyrir dyrnar vegna viðskipta lögreglu og hjónanna og dæmdi þau til hárrar sektar eða fangelsis í Malaga. Sektina gátu hjónin ekki greitt og voru því færð úr gæslu- varðhaldi í Torremolinos og send til Malaga. Þar sátu þau í fangelsi þar til í gær að þau borguðu sektina sem eftir stóð að frádreginni fangelsis- vist þeirra. Islenski konsúllinn í Malaga varðist allra frétta, en sagði að búið væri að kippa þessum málum í lag og hjónin væru á leiðinni til íslands. þj Tillögur að hagræðingu og fækkun sláturhúsa á landinu: Vilja fækka húsum um 31 Háskóla íslands barst nýlega höfðingteg gjöf frá hjónunum Margréti Finnbogadóttur og Sigurgeiri Svanbergssyni, Miðleiti 7 í Reykjavík. Þau gáfu Háskólanum húseign sína að Sigtúni 1 sem er 386 fermetra hæð auk stórrar lóðar. Húsnæðið hafa þau leigt Háskólanum um árabil og hafa greinar í læknadeild og raunvísindadeild haft aðstöðu í húsinu. Húseignin er að brunabótamati virt á um 11 milljónir króna. Tímamynd brein Nefnd sem skoðað hefur rekstur sláturhúsa hefur skilað af sér áliti og tillögum að skipulagningu sláturhúsa í framtðinni. Nefndin leggur til að sláturhúsum á landinu verði fæakkað úr 49 í 18 á 5 árum sem þýðir að 30 sláturhús verði lögð niður á næstu 5 árum og 1 til viðbótar eftir 10 ár. Þar að auki er gert ráð fyrir að 2/3 slátrunarinnar fari fram í 8 húsum af 18. Ennfremur að verkaskipting verði meiri milli sláturhúsanna en verið hefur, t.d. verði sláturhúsin á Blönduósi, Borg- arnesi, Sauðárkróki og Húsavík not- uð til þess að verka kjöt til útflutn- ings. Flest sláturhúsanna sem lagt er til að lögð verði niður eru nú rekin á undanþágu en þau hús sem mælt er með að haldi rekstri áfram eru •öggild. Nefndin mælir með að þau slátur- hús sem eftir standi verði á Patreks- firði, Hólmavík, Þingeyri, Norður- firði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Húsavík, Kópaskeri, Fossvöllum, Egilsstöðum, Horna- firði, Kirkjubæjarklaustri, Hvols- velli, Selfossi, Þykkvabæ, Búðardal og Borgarnesi. Árið 1987 er lagt til að sláturhúsin í Stykkishólmi, Bíldudal, Flateyri, Þórshöfn, SS við Laxá, Djúpavogi, Vík, Minni-Borg, Grindavík og á ísafirði verði lögð niður, árið 1988 í Króksfj arðarnesi, Borðeyri, slátur- hús Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga, SS Vík og SS Laug- arási, árið 1989 á Skriðulandi, á Dalvík, Akureyri, Svalbarðseyri og Slátursamlags Skagfirðinga, árið 1990 sláturhúsin á Óspakseyri, Vopnafirði, Verslunarfélags Austur- lands, Reyðarfirði, Eskifirði, Norð- firði og Fáskrúðsfirði, árið 1991 húsin á Fagurhólsmýri, Höfn hf. á Selfossi, Breiðdalsvík. Að síðustu verði lagt niður sláturhúsið á Bol- ungarvík árið 1997. Haustið 1985 var meðalslátrun á hús 16.672 kindur en samkvæmt tillögum nefndarinnar verður með- alslátrun 38.066 kindur árin 1989 til 1992. Nefndin telur að forsendur fyrir því að tillögur hennar um fækkun nái tilgangi sínum byggist á stofnun úreldingarsjóðs, breytingu á með- ferð flutningskostnaðar og tilhögun á afreikningi sláturkostnaðar. Hugmyndin að baki úreldingar- sjóði sláturhúsa er sú sama og gildir um úreldingu fiskiskipa, þ.e. að keypt verði á matsverði þær eignir sem þjónað hafa slátrun og ákveðið er að hætta störfum í. Úreldingar- sjóður verði fjármagnaður með því að leggja verðmiðlunargjald á hvert framleitt kg kindakjöts. Með fækkun sláturhúsa lengjast flutningsleiðir víða og kostnaður eykst. Hingað til hafa bændur greitt kostnað af flutningi sláturfjár en hugmyndin er að taka flutnings- kostnað út úr verðlagsgrundvelli bænda og færa hann yfir á vinnslu og dreifingarstigið og skipti þá ekki máli fyrir bændur hve langt þeir þurfa að flytja féð. Að lokum setur nefndin upp nokkrar hugmyndir um hvernig þau hús geti nýst sem lögð verða niður sem sláturhús. í sumum tilvikum verði auðvelt að nýta þau í starfsemi tengdri útgerð eða iðnaði en þau þeirra sem staðsett séu utan þéttbýl- isstaða verði að nýta undir nýjar atvinnugreinar. í því sambandi er framleiðsla á loðdýrafóðri, verk- stæðis- og verslunarrekstur, léttur iðnaður svo sem framleiðsla á minj- agripum og kanínurækt nefnd til sögunnar. ABS Áskrift oa dreifina í Reykjavík og Kópavogi er opin 9-5 daglega og 9-12 á laugardögum. Sími afgreiöslu 686300 Startarar - Alternatorar fólksbíla - vinnuvélar og bátar 12 V og 24 Volta Delco Remy, Bosch Cav, Lucas og fl. fyrir Caterpillar, Perkings, Leister, Volvo, Scania, japanska og evrópska fólksbíla. Cav og Bosch 24 volta alternatorar fyrir báta og vinnuvélar. Spennustillar fyrir flestar gerðir alternatora. Varahlutir fyrir startara og alternatora. Viðgerðaþjónusta. Sendum í póstkröfu. ÞYRILL HF. Tangarhöfða 7 2. hæð 110 Reykjavík Sími 91-673040 Norðurlandakappingen í talvi: Enn eykst forskotið Fjórða umferð í skákþingi Norðurlanda í Þórshöfn á Færeyj- um, sem heimamenn kalla nafla alheims, fór fram í gær. Úrslit í landsliðsflokki urðu þessi: Margeir Pétursson vann Jón L. Árnason, Wedberg sænski tapaði fyrir Hansen danska, Östenstad norski laut í lægra haldi gegn Schneider sænska, Mort- ensen danski sigraði Tisdall norska, Maki finnski vann vinningslausan Ziska færeyska og jafntefli varð með Helga Ólafssyni og Válkesalmi frá Finnlandi. Staðan er því sú að Schneider og Mortensen hafa enn aukið forskot sitt og eru með 3 1/2 vinning hvor. Næstir með 2 1/2 vinning eru Mar- geir, Helgi og Tisdall. Jón L. Árna- son er með einn vinning og næst- neðstur ásamt Wálkesalmi. Neðstur er Ziska frá Færeyjum með engan vinnig enn þá. i,j Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til ísiands á næstunni sem segir: hér Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Alla miðvikudaga Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Skip . 7/8 Gloucester: Jökulfell 28/7 Jökulfell 18/8 Jökulfell 8/9 New York: Jökulfell 1/8 Jökulfell 21/8 Jökulfell 11/9 Portsmouth: Jökulfell 29/7 Jökulfell 19/8 Jökulfell 9/9 SK/PADEILD Y&kSAMBANDSINS LINDARGATA 9A PÓ^TH.1480 • 121 REYKJAVÍK SlMI 28200-TELEX 2101 TÁKN TRAUSTRA FUJTNINGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.