Tíminn - 16.07.1987, Síða 6
6 Jíminn Fimmtudagur 16. júlí 1987
Norður-Múlasýsla:
Flugvöllur, fjallskil
og Fljótsdalsvirkjun
- meðal þess sem sýslunefndin fjallaði um á síðasta fundi
Sýslunefnd Norður-Múlasýslu
beindi því til samgönguráðherra á
síðasta fundi sínum, að varaflugvöll-
ur sem talað er um að byggður verði
hér á landi verði byggður á Egils-
stöðum. Minnt er á að margir af
reyndustu flugmönnum þjóðarinnar
hafi lagt þetta til á undanförnum
árum, auk þess sem veðurfar á
Egilsstöðum sé yfirleytt annað en á
Reykjavíkursvæðinu.
Á fundinum voru mörg málefni
rædd sem við var að búast. Fundur-
inn lagði til að fjallskilareglugerð
N-Múlasýslu yrði endurskoðuð, sér-
staklega með það í huga að breyttar
aðstæður væru nú í sveitahreppum
vegna fólksfækkunar og fjallskil því
mun erfiðari en áður.
Fundurinn lagði áherslu á að
vatnamælingar og aðrar rannsóknir
fyrir Fljótsdalsvirkjun verði gerðar
sem allra fyrst þar sem nýjungar í
flutningi rafmagns eru að ryðja sér
braut jafnframt sem markaður fyrir
sölu orkunnar getur breyst. Skv.
lögum nr. 60 frá 1981 á Fljótsdals-
virkjun að verða næsti virkjunar-
kostur á eftir Blönduvirkjun. Einnig
hvatti fundurinn til að lokið yrði
rannsóknum á jarðgasi í Lagarfljóti
og hugsanlegri nýtingu þess. Sýslu-
fundurinn ítrekaði áskorun til iðnað-
arráðherra um framhaldsrannsóknir
á perlusteini í Loðmundarfirði og
aðstæðum varðandi vinnslu hans og
vakin athygli á að fyrirtækið John
Manville hefur nýlega sýnt áhuga á
kaupum á perlusteini.
Sýslunefnd fjallaði einnig um nýt-
ingu háhitasvæðis í Kverkfjöllum
t.d. til ferðamannaiðnaðar og fiski-
ræktar, byggingu lögreglustöðva
með fangageymslum á Vopnafirði
og Egilsstöðum, nytjaskóga ogskóg-
ræktarmál á Austfjörðum og rækju-
vinnslu á Austurlandi.
ABS
Ölvaður á
bifhjóli
Ölvaðir ökumenn finnast ekki
sfður í umferðinni á virkum dög-
um en um helgar. Um miðja
fyrrinótt tók miðborgarlögreglan
ölvaðan mann á tvítugsaldri á
léttu bifhjóli í Pósthússtræti. Sá
mun hafa viðurkennt að hafa
bragðað áfengi, en var engu að
síður settur í blóðsýnistöku
klukkan 2:00 um nóttina til að
ganga úr skugga um hve mikið
áfengismagn væri í blóðinu.
Páll Eiríksson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn, segir að áfengis-
blaðran, sem ökumenn eru látnir
blása í, sé mjög nákvæmt tæki og
gefi í skyn áfengisneyslu hafi
viðkomandi nýlega skolað niður
einni malt eða jafnvel kysst rall-
hálfan vin. Því sé alltaf ráðlegt að
taka bióðsýni leiki grunur á um
ölvun við akstur. þj
Sel II:
Veður-
guðirnir
leika
við Jón
á hjólinu
Hjólreiðakappinn Jón Kristins-
son, sem er á leið sinni frá Akureyri
til Reykjavíkur var um hádegisbilið
í gær staddur í Borgarfirðinum, rétt
kominn fram hjá Munaðarnesi. Jón
lagði upp í ferð sína frá Akureyri s.l.
laugardag kl. 13:30. Tilgangur Jóns
með þessari löngu ferð er að safna fé
fyrir hjúkrunardeildina Selið við
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
auk þess sem hann er að hjóla aftur
til Reykjavíkur, því fyrir 52 árum
hjólaði hann frá Reykjavík til Akur-
eyrar ásamt tveimur öðrum
mönnum. Á laugardaginn hélt Jón
frá Akureyri til Dalvíkur og Ólafs-
fjarðar, þaðan til Siglufjarðar, Sauð-
árkróks, Blönduóss, Hvammstanga
og var í gær á leið til Borgarness. Jón
hefur jafnan heimsótt dvalarheimili
aldraðra á hverjum viðkomustað,
þar sem hann hefur flutt stutta
skemmtidagskrá ásamt dóttur sinni
auk þess að kynna ferðina.
Aðspurður sagði Jón ferðina og
söfnunina hafa gengið ágætlega og
veðrið hafa verið mjög gott. Dóttir
Jóns, Helga Jónsdóttir, fylgir föður
sínum, á bíl alla leiðina. Helga er
með síma í bílnum svo hægt er að
koma áheitum til Jóns símleiðis.
Síminn hjá Helgu er 98523315.
10 synir hinna kunnu heiðurshjóna á Húsavík þeirra: Olgeirs Sigurgeirssonar og Ragnheiðar Jónasdóttur. Frá vinstri: Heiðar Geir, Bjöm, Kristján
Bergmann, Aðalgeir, Egill, Skarphéðinn, Jón, Pétur, Hreiðar og Sigurður. Tímamynd: Pjetur
Húsavík:
Stór bræðrahópur
Nýr,stór trollbátur hefur nú bæst Sigurgeirssyni komu til landsins frá gær að útbúa sig á troll og hugðust hætta á því að mannafla vanti á
í bátaflota Húsvíkinga eftir að bræð- Noregi á föstudaginn með 27m lang- þeir fara út um miðnætti í gærkvöld. bátinn því bræðurnir eru 10 talsins.
urnir Hreiðar, Jón og Sigurður Ol- an og 8m breiðan bát sem þeir höfðu Síðar hyggjast þeir fara á rækju.
geirssynir ásamt föður þeirra Olgeir nýlega keypt sér. Bræðurnir voru í Hvað sem veitt verður er engin -IDS
Póstur og sími:
Ráöstefna Evrópuráðsins:
Byggir á Blönduósi
Samið hefur verið við Fjarðar-
smiðjuna hf. í Garðabæ um smíði
nýs Póst- og símahúss á Blönduósi.
Húsið verður 355 fermelrar á einni
hæð og mun standa við Hnjúka-
byggð. Húsið mun kosta 16,8 millj-
ónir króna eða 97,5% af upp-
haflegri kostnaðaráætlun. Áætlað
er að byggja síðar við húsið í því
skyni að koma þar fyrir fjarskipta-
búnaði, en hann verður enn um
sinn í tækjahúsi við Húnabraut.
Tvö tilboð bárust í smíði hússins,
hitt var frá Trésmiðjunni Stíganda
á Blönduósi sem bauð 17,9 milljón-
ir í verkið.
Á Sauðárkróki er stafræn sím-
stöð og innan skamms hefst lagning
Ijósleiðarastrengs milli Blönduóss
og Sauðárkróks.
Afram strjálbýli!
Evrópuráðið hefur nú gert málefni
strjálbýlisins að umtalsefni og hefur
fullan hug á því að gera veg strjálbýl-
isins í ríkjum Evrópuráðsins sem
mestan. Á 5. ráðstefnu náttúru-
verndar- og umhverfismálaráðherra
Evrópuráðsríkja sem haldin var í
síðasta mánuði voru aðalviðfangs-
efnin tvö. Annars vegar verndun og
viðhald náttúruarfleifðar strjálbýlis
Evrópuráðsríkja og Náttúruvernd-
arstefnuskrá Evrópuráðsins. í kjöl-
far ráðstefnunnar hófst síðan form-
lega fræðslu- og útbreiðsluátak Evr-
ópuráðsins til að vekja athygli á
vandamálum strjálbýlisins. Mun á-
takið standa yfir til ársloka 1988.
í ályktunartillögum sem sam-
þykktar voru á ráðstefnunni voru
tilmæli og ábendingar til ríkisstjórna
Evrópuráðsríkja um hvað væri brýn-
ast að gera til verndar náttúruarfleifð
Evrópu og fyrirmæli um að samin
yrði náttúruverndarstefnuskrá Evr-
ópuráðsins í anda þeirra draga sem
fyrir ráðstefnunni lágu og með því
markmiði að viðhalda sem mest
þeirri fjölbreytni sem náttúrufar
Evrópu býr yfir.