Tíminn - 16.07.1987, Page 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 16. júlí 1987
frettayfirl.it
ÚTLÖND
KARACHI — Mohammad
Zia-UI-Haq forseti Pakistan
heimsótti þá sem slösuðust í
versta sprengjutilræðinu sem
framið hefur verið í landinu. Að
minnsta kosti 73 manns létust
þegar sprengjur sprungu við
fjölmenn stræti Karachiborgar
í fyrradag.
BAHREIN — Herþotur íraka
gerðu árásir á stöðvar írana í
Persaflóa þar sem byssubátar
þeirra leggja upp í árásir á
flutningaskip. Þetta var, þriðji
dagurinn í röð sem írakar
varpa sprengjum á þessar
stöðvar og virðast þeir ætla að
reyna með þessu að koma í
veg fyrir árásir byssubátanna
sem mannaðir eru af byltingar-
liðum Kohmeinistrúarleiðtoga.
ANNECY, Frakkland -
Að minnsta kosti nítján manns
létust og tuttugu er saknað eftir
að flóð rann yfir tjaldstæði í
Ölpunum og feykti burt
tjöldum, hjólhýsum og bílum.
WASHINGTON - Við-
skiptahalli Bandaríkjanna við
útlönd jókst í maímánuði, var
14,4 milljarðar dollara í stað
13,3 milljarðar dollara í apríl.
LUNDUNIR - Verð á
Norðursjávarolíu hækkaði í
rúma tuttugu dollara á tunnu í
fyrsta sinn síðan snemma á
árinu 1986. Ástæðan var hin
auknaspenna í Persaflóanum.
LAUSANNE - Alþjóða Ól
ympíunefndin bauð Norður-
Kóreumönnum að fá að halda
fleiri íþróttagreinar á Ólympíu-
leikunum á næsta ári og var
þetta tilraun til að koma í veg
fyrir að kommúnistaríkin snið-
gangi leikanna í Seoul.
TRIPÓLI — Sjö manns voru
drepnir og 55 særðust þegar
tvær bílsprengjur sprungu í
líbönsku bæjunum Tripóli og
Baalbeck. Þar ráða Sýrlend-
ingar lögum og lofum.
V
LUNDUNIR — Bandaríkja-
dalur lækkaði í verði á alþjóð-
legum gjaldeyrismörkuðum í
gær eftir að birtar voru slæmar
tölur yfir viðskipti Bandaríkja-
manna. Verð á gulli fór hins
vegar hækkandi en gull er
jafnan örugg höfn fyrir fjárfest-
endur á óvissutímum.
MONRÓVIA — Stjórnin f
Líberíu lét loka öðrum helsta
háskóla landsins eftir að stúd-
entar þar höfðu gengið bers-
erksgang er rafmagn fór af í
miðjum prófum.
John Poindexterfyrrum þjóðaröryggisráðgjafi vitnaði í íransmálinu
vestur í Washington í gær:
Reagan vissi ekki
um Contra aðstoðina
Washington-Reuter
John Poindexter fyrrum þjóðar-
öryggisráðgjafi Bandaríkjanna sagði
í gær að hann hefði persónulega
samþykkt að gróði af vopnasölunni
til írans yrði notaður til að styrkja
Contra skæruliðana í Nicaragua en
hann hefði ekki sagt Reagan forseta
af því til að vernda hann.
Poindexter sagði að Oliver North,
undirmaður sinn, hefði átt hug-
myndina og varpað henni fram í
febrúar á síðasta ári.
North fannst þetta vera góð hug-
mynd og „ég samþykkti hana“, sagði
Poindexter.
Þjóðaröryggisráðgjafinn fyrrver-
andi sagðist hafa tekið þá ákvörðun
að spyrja ekki forseta sinn um málið
til að flækja hann ekki í því ef það
læki út.
Poindexter kom í gær fram fyrir
þingnefndirnar sem rannsaka
hneykslismálið er tengist vopnasöl-
unni til írans og fylgdist bandaríska
þjóðin vel með beinum sjónvarps-
útsendingum frá yfirheyrslunum
enda vitnisburður Poindexters mikil-
vægur í þessu máli.
Víst er að staðhæfing hans á því
að Reagan hafi ekki vitað um pen-
ingasendingarnar til Contra skæru-
liðanna, sem berjast gegn hinni vin-
strisinnuðu stjórn í Nicaragua, kem-
ur forsetanum afar vel og er í
samræmi við fullyrðingar hans.
John Poindexter lét þingnefndirnar í Washington og reyndar alla bandarísku
þjóðina fá sína útgáfu af franshneykslinu í gær og sagði að forsetinn hefði
ekki vitað um að hluti af gróða af vopnasölunni hefði farið til Contra
skæruliðanna í Nicaragua.
Poindexter sagði hins vegar í vitn-
isburði sínum í gær að Reagan hefði
sjálfur veitt formlegt leyfi til að selja
vopn til frans í skiptum fyrir banda-
ríska gísla í Líbanon. Þetta gerðist í
desember árið 1985.
Reagan hefur ávallt haldið því
fram að vopnasalan til írans hafi
ekki byrjað sem gíslaviðskipti heldur
hafi átt með henni að reyna að hafa
áhrif á hófsöm öfl í íran.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Hvíta hússins, sagði eftir vitnisburð
Poindexters að forsetinn myndi ekki
eftir að hafa skrifað undir leynileg
plögg árið 1985 þar sem gíslavið-
skiptin voru orðuð.
Poindexter gæti átt yfir höfði sér
málsókn á þeim forsendum að hann
hafi framið glæpsamlegt athæfi og
svo á raunar einnig um Oliver North.
Persaflóastríðið:
íranir kok-
hraustir
Lundúnir-Rcutcr
Ráðamenn í íran hafa hótað að
gera árásir á bandarísk herskip og
taka sjóliða til fanga. Nú er aðeins
tæp vika í að bandarísk herskip fari
að vernda kúvaitsk skip er sigla um
Persaflóann með dýrmætan varning
til Vesturlanda, nefnilega olíu.
Ali Akbar Hamhemi Rafsanjani,
forseti íranska þingsins og helsti
talsmaður landsins í stríðsmálum,
sagði í gær að íranir væru tilbúnir í
slag við Bandaríkin og ætluðu sér að
sökkva herskipum þeirra.
Ef Bandaríkjamenn halda inn á
Persaflóann „munum við beina
nokkrum fallbyssum okkar að
Könunum og koma með bandaríska
gísla heim, auðmýkta og með hend-
ur á höfði“, hafði fréttastofa frans
eftir Rafsanjani.
Búist er við að fyrsta olíuflutn-
ingaskipið frá Kúvait fái að sigla
undir bandaríska fánanum á mið-
vikudaginn næsta og þá munu
bandarísk herskip vernda siglingu
þess. í ráði er að önnur tíu skip frá
Kúvait fái samskonar vernd.
Rafsanjani gaf út þessar yfirlýsing-
ar í ræðu sem hann hélt á samkundu
byltingarvarða í Teheran. Það eru
einmitt menn úr hópi byltingarvarða
sem hafa mannað byssubátana er
hafa gert skyndiárásir á flutninga-
skip í flóanum að undanförnu.
Skip frá Líberíu, sem er í eigu
Bandaríkjamanna, og franskt skip
urðu fyrir árásum í síðustu viku.
Einn yfirmaður í íranska hernum
sagði á þessum sama fundi að íranir
biðu í eftirvæntingu eftir bandaríska
flotanum. Raunar hafa nokkur
bandarísk herskip verið á siglingu í
Persaflóanum að undanförnu og
fleiri bíða fyrir utan en bein vernd
hefur ekki enn hafist.
Rafsanjani varaði ríki við Persa-
Rafsanjani forseti íranska þingsins:
Verðum að vera tilbúnir verði „óvin-
urinn brjálaður1'.
flóann, sem flest styðja íraka í stríði
þeirra við írani, við að veita banda-
rískum herskipum aðstoð. Hann
sagði að íranir hefðu engan hug á að
færa út stríðið en yrðu að vera
tilbúnir færi svo að „óvinurinn gerð-
ist brjálaður".
Suöur-Kórea:
Eyðnipassi á
Ólympíuleikum
Seoul-Rcutcr
Ferðamenn sem ætla að fara á
Ólympíuleikana í Seoul í Suður-
Kóreu á næsta ári verða fyrst að
útvega sér skírteini uppá að þeir
hafi ekki eyðni. Það var Rhee
Hai-Won heilbrigðismálaráð-
herra S-Kóreu sem frá þessu
skýrði í gær.
Rhee sagði fréttamönnum að
búist væri við 300 þúsund ferða-
mönnum til Seoul vegna Ólymp-
íuleikanna og margir óttuðust að
eyðnisjúkdómurinn banvæni gæti
breiðst út með ferðamannakom-
unni.
Ráðherrann sagðist vonast til
að aðrar ríkisstjórnir styddu
þessa ákvörðun þ.e. að krefjast
þess að allir sem koma til að
fylgjast með Ólympíuleikunum
beri á sér eyðniskírteini.
Stjórnin f Suður-Kóreu hefur
þegar samþykkt drög að lögum
sem fara fyrir þingið síðar á þessu
ári. Þar er gert ráð fyrir allt að sjö
ára fangelsisdómi fyrir þá sem
fundnir eru sekir um að dreifa
eyðniveirunni og útlendingar sem
bera sjúkdóminn mega, sam-
kvæmt þessum drögum, ekki
koma inn í landið. Ekki er þó
vitað hvernig stjórnvöld ætli að
framfylgja því ákvæði nema
kannski ef eyðnipassinn verði í
framtíðinni skilyrtur fyrir alla þá
sem ætla að heimsækja Suður-
Kóreu.
Indland:
Útgöngubann
kemur sér
illa fyrir
vændiskonur
Nýja Delhi-Reuter
Líknarsamtök á Indlandi hafa
komið upp aðstöðu fyrir vændis-
konur í gamla bæjarhlutanum í
Delhi þar sem þær geta fengið
súpu og brauð og hvílt lúin bein.
Samtökin segja að útgöngubann,
sem í gildi er á næturnar, hafa
komið illa niður á störfum vænd-
iskvennanna.
Einar tvö þúsund vændiskonur
og 2.500 börn þeirra hafa treyst
nær algjörlega á matargjafirnar
síðan útgöngubanninu var komið
á eftir átök hindúa og múslima í
síðasta mánuði.
Forseti samtakanna bað aðra
styrktarhópa að hjálpa til í þessu
máli og hvatti borgaryfirvöld til
að láta vændiskonurnar hafa
passa svo þær gætu ferðast um á
nóttinni.
Kvikmyndaiðnaðurinn í Hollywood:
Vandræði í góðæri
Umsjón:
Heimir Bergsson
Los Angeles-Reuter
Kvikmyndagreifarnir í Hollywood
eiga við peningavandræði að stríða
þrátt fyrir aukna aðsókn að nýju í
kvikmyndahúsin.
Vandræðin eru af auknum fram-
leiðslukostnaði, auknum kostnaði
við auglýsingar og þeirri staðreynd
að fleiri kvikmyndir eru nú gerðar
en nokkru sinni fyrr: „Allt þetta
hefur áhrif á gróðann," segir Ric-
hard Simon sérfræðingur í málefnum
kvikmyndaiðnaðarins.
Ein ástæðan fyrir auknum fram-
leiðslukostnaði eru laun stjarnanna
sem eru himinhá og nægir að nefna
þær sextán milljónir dollara eða 640
milljónir íslenskra króna sem Syl-
vester Stallone fær fyrir leik sinn (ef
leik skyldi kalla) í næstu myndinni
um hetjuna Rambó.
í gær náðu kvikmyndagreifarnir
samkomulagi við samtök leikstjóra
sem þó aðeins er til bráðabirgða.
Leikstjórarnir höfðu hótað verkfalli
eftir að framleiðendurnir vildu
lækka fjárupphæð þá sem þeir fá
fyrir myndir er sýndar eru í
„peningasjónvarpi“, þar sem fólk
borgar fyrir hverja mynd, og myndir
sem endursýndar eru í sjónvarpi.
Formaður leikstjórasamtakanna,
sem telja 8.400 meðlimi, sagði í gær
að þrátt fyrir bráðabirgðasamkomu-
lagið væru vandamálin enn til staðar.
Kvikmyndafyrirtækin geta þó
varla kvartað yfir aðsókninni sem
var geysilega góð í síðasta mánuði,
reyndar það góð að aðeins tvívegis
áður hefur komið meira af peningum
inn í kassann hjá kvikmyndahúsun-
um á einum mánuði.
Það voru myndirnar „Beverly
Hills Cop 11“ með Eddie Murphy og
„The Untouchables" sem áttu mest-
an þátt í að fylla peningakassa
bíóhúsanna í síðasta mánuði.