Tíminn - 16.07.1987, Page 20

Tíminn - 16.07.1987, Page 20
 FRAMARAR sigruðu Keflvík- inga í leik liðanna í 1. deildinni í knattspyrnu í Keflavík í gærkvöldi og skoraði Pétur Arnþórsson annað marka Fram. Víkingar töpuðu fyrir Selfyssingum í 2. deildinni._____ Sjá íþróttir bls. 10 1'.. éi Könnun Neytendasamtakanna á greiðslukortanotkun: Greiðslukortaeigendur vilja borga kostnaðinn .. - nntanHínn ;ptti aö prpiöa knsl Neytendasamtökin hafa kann-1 að viðhorf fólks til notkunar á t greiðslukortum. Hringt var í 1054! á höfuðborgarsvæðinu 712 konur og 342 karla. Hringt var í samtals, 107 á Akureyri, en þar reyndist hlutfall kynjanna nokkuð jafnt. Niðurstaða könnunarinnar var í aðalatriðum sú að 57,5% að- spurðra notuðu greiðslukort og á um helmningi þeirra heimila senv nota kort var fleira en eitt kort til. 75,4% fólks á höfuðborgarsvæð- inu sögðust nota kortin vegna matvörukaupa en 49,2% Akur- eyringa. Yfirleitt var niðurstaðan sú að fólk á höfuðborgarsvæðinu . notar greiðslukortin meira en Akureyringar. Spurt var hver ætti að greiða , kostnað af notkun greiðslukorta. i Svörin voru á þá lund að notandi! kortsins ætti að bera kostnaðinn, annað hvort með sérstöku gjaldi sem innheimt væri af hverjum korthafa eða með staðgreiðslu-, afslætti til þeirra sem ekki notuðu kort. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 86,8% að notandinn ætti að greiða kostnaðinn. Af þeim sem notuðu greiðslukort og tóku afstöðu um þetta, töldu 98,6% að notandinn ætti að greiða kostnað- inn. í könnun Neytendasamtak- anna var einnig spurt um mjólk- urumbúðir og uppþvottavélar. 68,4% fólks á höfuðborgar- svæðinu voru ánægð með mjólk- urumbúðirnar (pakkana) en 31,6% óánægð. Konur voru óá- nægðari með umbúðirnar en karl- ar eða 37% á móti 20%. Á Akureyri eru notaðar fernur. Þar voru 98% ánægð með umbúðirn- ar en 1,9% óánægð. Minnst 32 mismunandi vöru- merki af uppþvottavélum eru í notkun á heimilum á höfuðborg- arsvæðinu og á Akureyri. Það sem bilaði helst í uppþvottavélum var motor, hurðarrofi, hitaele- ment og vatnsdæla. Leki var einnig oft nefndur sem bilun svo og stífla í slöngu og fleira sem teljast verður eðlilegt viðhald. í ljós kom að 28,9% þátttakenda í könnuninni nota uppþvottavél, heldur fleiri á Akureyri en á höfuðborgajrsvæðinu. Áuk þess kom fram að 77% voru ánægð með uppþvottavélina en aðeins 4% óánægð. Hinir þvo upp með gamla laginu, með bursta, vatni, sápu og viskastykki. ABS Hlé gert á vísindaveiðum: Viðræðunefnd til Washington Hlé verður gert á hvalveiðum í vísindaskyni um óákveðinn tíma frá og með næstkomandf sunn- udagskvöldi á meðan viðræður fara fram við Bandaríkjamenn. Það er að ósk Bandarík jamanna sem veið- um er frestað á meðan á viðræðum stendur.en það er sami háttur og hafður var á í fyrra þegar (slensk séndinefnd fór utan. Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur beðið Hval hf. um að stöðva veiðarnar og verður það gert. íslensk viðræðunefnd mun halda til Washington um helg- ina og munu viðræður við fulltrúa bandaríska viðskiptaráðuneytisins hefjast í byrjun næstu viku. Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra mun verða í forsvari íslensku nefndarinnar en aðrir í henni verða, Guðmundur Eiríksson og Helgi Ágústsson frá utanríkisráðu- neyti, Árni Kolbeinsson og Kjart- an Júlíusson frá sjávarútvegsráðu- neyti og Jóhann Sigurjónsson frá Hafrannsóknarstofnun. Aðspurður um hvort hann teldi að endurskoða þyrfti rannsóknar- áætlunina í kjölfar þessara við-, ræðna sagðist Halldór ekkert vilja segja um það á þessu stigi málsins. „Hins vegar höfum við alla tíð sagt að við séum tilbúnir að endurskoða okkar rannsóknaráætlun ef menn geti bent á betri leiðir til að ná því markmiði sem við stefnum að. Það er svo annað mál að sú gagnrýni sem hefur komið fram að undan- förnu er í auknum mæli á þann veg að veiðarnar séu ónauðsynlegar. Aðrir vísindamenn segja aftur á móti að nauðsynlegt sé að veiða þennan fjölda og að hann sé jafnvcl of lítill. Okkar vísindamenn hafa tekið tillit til ábendinga og breytt áætluninni í samræmi við þær og' við erum tilbúnir til að gcra það, áfram. Okkar markmið er að fá niðurstöðu úr þessum rannsókn- um,“ sagði Halldór. Síðdegis í gær voru báðir hval- bátarnir úti en það sem af er vertíðinni er búið að veiða 73 langreyðar af þcim 80 sem taka átti á vertíðinni. I hvalstöðinni í Hval- firði fengust í gær þær upplýsingar að ekki væri ólíklegt að það tækist að veiða upp í kvótann fyrir sunnu- dag. Það ylti fyrst og fremst á veðri því nóg væri áf hval. Leitaö að smitberum: Salmonellan fráSSí Reykjavík Vegna matarsýkingar sem átti sér stað á ættarmóti að Laugum í Dala- sýslu dagana 4. til 5. júlí sl. ítrekar Hollustuvernd ríkisins þá ábendingu að hindra þurfi mengun úr hrámeti í unnin eða soðin matvæli. Fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Holl- ustuverndar á þeim matvælum sem tekin voru vegna sýkingarinnar lágu fyrir seint í gær. Nú er ljóst að í altént einu af 16 sýnum sem tekin voru á hótelinu Laugum voru salm- onellusýklar sömu tegundar og greinst hefur í sjúklingum sem veikt- ust eftir ættarmótið. Umrætt sýni var af hráu frystu svínakjöti frá Sláturfélagi Suðurlands í Reykjavík. Til öryggis hefur fyrirtækið nú þegar gert allar tiltækar ráðstafanir í samráði við Hollustuvernd ríkisins til að tryggja öryggi framleiðsluvara sinna úr sama hráefni. Ekkert bendir til þess að tengsl séu milli þessarar sýkingar og þeirrar sem nýlega átti sér stað í Dölunum sl. páska, þar sem um er að ræða aðra tegund sýkilsins. þj 192.000 kr. kjaftshögg Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokks, og Einar Ólason, ljósmyndari Þjóðviljans, undirrituðu sátt vegna kjaftshöggs sem Albert rak Einari, þar sem hann var að störfum á Hótel Borg. Atvikið hefur kostað Albert samtals 192 þúsund krónur. Hann hefur greitt lögfræðingi krónur 22 þúsund, tannviðgerð Einars krónur 70 þúsund og miskabætur krónur 100. þúsund. þj i /. mnna Tíminn Loðnukvóti ákveðinn íslendingar og Norðmenn hafa komist að samkomulagi um skipt- ingu heildarloðnukvótans sín á milli. Verður í því sambandi stuðst við samning þann sem gerður var í fyrra. Heildar kvótinn verður 500 þúsund lestir og veiða íslendingar 85% og Norðmenn 15% af því, að viðbættum átta þúsund tonnum, sem eru leiðrétting frá því í fyrra. Heild- arkvóti íslendinga verður því 416.891 lest, en Norðmanna 83.109 lestir. Ekki hefur enn verið gengið frá hluta Grænlendinga í veiðinni. Norðmenn eru í þann mund að hefja veiði, og var fjöldi báta á leið á miðin í gær, eða kominn. Heimilt var að byrja veiði í gær og lýkur veiðum 31. október í haust. Ekki er vitað til þess að íslensk skip fari til veiða strax, enda flest útbúin til rækjuveiða og stunda þær veiðar nú. Samkvæmt ákvæðum samnings Norðmanna og íslendinga mega Is- lendingar veiða 83.109 lestir af sín- um kvóta innan lögsögu Jan Mayen, eða sama magn og Norðmönnum er heimilt að veiða. Loðnuveiðar verða óheimilar sunnan 68 N til 30. september. Er það gert til að vernda smáloðnu. Skiptingin á heildarkvótanum milli íslensku skipanna verður eins og síðustu ár, þ.e. 67% prósentum kvótans er skipt jafnt en 33% sam- kvæmt burðargetu. Húsafellsmálið: rógburði Eins og fram hefur komið hélt Félag orlofshúsaeigenda að Húsafelii erindi á fundi stjómar Ungmennasambands Borgar- fjarðar hinn 23. júnt sl. þar sem félagið er mjög harðort í garð U.M.S.B. fyrir slælega frammi- stöðu við útihátíðahald í Húsa- felli um verslunarmannahelgina1 1983 og skemmdir sem unnar voru á eignum orlofshúsaeig- enda. Ungmennasamband Borg- arfjarðar mótmælir harðlega þessum ummælum Félags orlofs- húsacigcnda og segir lítið hæft í erindi því sem félagið hélt á fundi stjórnar U.M.S.B. í Borgarfirði og það því ekki svara vert. Arið 1983 stóð U.M.S.B. ekki að útihátíðahöldum í Flúsafelli, eins og Félag orlofshúsaeigenda vill meina, heldur leigðu landeig- endur tjaldstæði og samstarf var ekki á milli U.M.S.B. oglandeig- enda. Hins vegar stóð U.M.S.B. að dansleikjum sem ckki voru haldnir í Logalandi eins og Félag orlofshúsaeigenda vill meina, því Logaland var lokað þetta sumar. Hins vegar voru dansleikir haldn- ir í Brautartungu. U.M.S.B. telur óeðlilegt af Félagi orlofshúsaeig- enda að telja upp slysasögur eins og gert var í fyrrnefndu erindi því svo víða sé hægt að leita uppi slíkar sögur. Ungmennasam- bandið telur hyggilegra að taka á móti og hlúa að unglingum sem leggja leið sína út úr bænum um verslunarmannahelgina eins og orðin er viðtekin venja. IDS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.