Tíminn - 30.07.1987, Page 1

Tíminn - 30.07.1987, Page 1
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987-164. TBL. 71. ÁRG. Síðustu“ hvalirnir taldir í þúsundum Einhverju umfangsmesta talningarverkefni á hvölum sem nokkru sinni hefur verið ráðist í, er nú lokið. Það voru íslendingar sem höfðu forystu um þetta verkefni, en auk okkar tóku þátt í því Norðmenn, Færeyingar, Spánverjar, auk þess sem fjárframlag var veitt frá Norrænu ráðherranefndinni. Leiðangursmenn töldu um 4000 hvali úr skipunum en í talningu úr lofti á grunnslóð við íslandsstrendur sáust miklar hrefnugöng- ur, á annan tug þúsunda. Það verður ekki fyrr en í maí á næsta ári sem niðurstöður úr þessari talningu liggja fyrir. En þessar tölur gefa vísindamönn- um vísbendingu um að hvalastofnarnir séu að stækka, eða þá að stærð þeirra hafi hingað til verið vanmetin. Þeir sem fullyrt hafa að sú rannsóknaráætlun sem þetta talningarverkefni er hluti af, muni leiða til þess að „síðasti hvalurinn verði veiddur í vísinda- skyni“, geta því sofið rólegir. Sja bls. 5 Hnúfubakur, en myndin er tekin í hvalatalningarleiðangri Hafrannsóknastofnunar úti fyrir Islandsströndum. (Mynd: Jóhann Sigurjónsson) Talningarverkefni Hafrannsóknastofnunar: Stólpípur að seljast upp! Allsérkennilegt megrunaræði hefur gripið um sig síðustu daga og vikur. Hér er á ferðinni megrunarað- ferð sem felst í því að viðkomandi fastar í lengri eða skemmri tíma og fær sér síðan stólpípu kvölds og morgna. Læknar segja þetta hins vegar geta verið hættulegt. Stólpípur, einnota og fjölnota, hafa þó rokið út og markaðsstjóri hjá Stefáni Thorarensen, tjáði okkur í gær að á nokkrum dögum hefði sala á þeim 45 faldast, og væru nú uppseldar hjá fyrirtækinu. Sjá baksíðu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.