Tíminn - 30.07.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. júlí 1987
Tíminn 5
Hvalatalningu Hafrannsóknastofnunar lokið:
Rangt að við séum að
veiða síðustu hvalina
Hvalatalningarleiðangri Haf-
rannsóknastofnunar er nú lokið og
starfsmenn stofnunarinnar hefjast
nú handa við að vinna úr þeim ar-
agrúa upplýsinga sem í leiðangrin-
um fengust. Búist er við að úr-
vinnslu verði lokið á vordögum á
næsta ári. Þær verða þá lagðar fyrir
vísindanefnd Alþjóða hvalveiði-
ráðsins, „ef við verðum ennþá í
því“, eins og einn fundarmaður á
blaðamannafundi stofnunarinnar
orðaði það.
Rannsóknirnar eru þáttur í sam-
eiginlegu átaki á Norðaustur-At-
lantshafi og tóku alls átta skip og
þrjár flugvélar þátt í verkefninu,
sem Islendingar höfðu frumkvæði
að, en ásamt þeim tóku
Norðmenn, Færeyingar, Danir og
Spánverjar þátt í því, ásamt fjár-
framlagi frá Norrænu ráðherra-
nefndinni og tókst nú í fyrsta skipti
að telja samtímis á öllu hafsvæð-
inu, „frá Svalbarða til Spánar og
frá Grænlandi til Noregs" eins og
Jóhann Sigurjónsson, sjávarlíf-
fræðingur komst að orði.
Síðastliðnar fímm vikur hafa
þrjú skip á vegum Hafrannsókna-
stofnunar verið við talningar og
athuganir á hvölum á hafsvæðinu í
kringum Island. Rannsóknarskipið
Árni Friðriksson kannaði svæðið
norðvestur undan landinu að ís-
röndinni, norður og austur fyrir
land allt að Jan Mayen. Skírnir AK
fór um hefðbundna stórhvalaslóð
vestan við landið, Grænlandshaf
og austurströnd Grænlands allt
suður fyrir Hvarf. Keflvíkingur
KE hélt til á svæðinu sunnan og
suðaustan við landið, allt að Fær-
evjum og suður undir 55 gráðu,
vitneskju um ástand og veiðiþol
hvalastofnanna og um þátt þeirra í
fæðukeðjunni í sjónum hér við
land. Á grundvelli nýrra upplýs-
inga er ætlunin að ákveða framhald
hvalveiða að lokinni tímabundinni
stöðvun Alþjóða hvalveiðiráðsins
á veiðum í atvinnuskyni.
Leiðangursmenn sáu yfir fjögur
þúsund hvali í ferðunum, þar af
um 1400 marsvín, 370 langreyðar,
176 andarnefjur, 136 hnúfubaka,
105 búrhvali og 46 sandreyðar.
Leiðangrarnir gengu að óskum,
nema hvað veður var leiðin-
legt um tíma. Sagði Jakob Jakobs-
son, forstjóri Hafrannsóknastofn-
unar greinilegt eftir þennan
leiðangur að það væri greinilega
rangt að við værum að veiða síð-
ustu hvalina eins og andstæðingar
veiðanna hafa margoft haldið
fram.
Það vakti athygli leiðangurs-
manna í Skírni að jreirsáu sléttbak,
líklegast íslenskan, en hann hefur
ekki sést við ísland s.l. fimmtán ár,
og þá hafði hann ekki sést í fimmtíu
ár þar á undan. Erlcndar veiði-
þjóðir stunduðu grimmar vciðar á
sléttbaknum á 16. og 17. öld. m.a.
Baskar, Hollendingar og Banda-
ríkjamenn og var tegundinni nán-
ast útrýmt.
Leiðangursstjórar um borð í
skipunum voru þeir Jóhann Sigur-
jónsson og Þorvaldur Gunnlaugs-
son frá Hafrannsóknastofnun og
Michael Payne frá Bandaríkjun-
um. Með í leiðöngrunum voru
fimm útlendingar, þar af einn frá
Alþjóða hvalveiðiráðinu. Kostn-
aður við rannsóknirnar var um 25
milljónir. -SÓL
- segir forstjóri stofnunarinnar
Jóhann Sigurjónssun, sjávarlíffræðingur og lciðangursstjóri útskýrir umfang rannsóknanna á þar til gerðu korti.
Tímamynd: Pjctur
rétt við Rockail svæðið umdeilda.
Undanfamar fjórar vikur hefur
cinnig farið fram talning hvala úr
flugvél á grunnslóðinni í kringum
ísland, þ.e. innan við 600 metra
dýptarlínunnar á meginútbreiðslu-
svæði hrefnu hér við land. Sáust á
annan tug þúsunda hrefna við
landið.
Rannsóknir þessar eru hluti af
fjögurra ára áætlun Hafrannsókna-
stofnunar um eflingu hvalrann-
sókua á hafsvæðinu í kringum
ísland. Samkvæmt áætluninni er
gert ráð fyrir veiðum til rannsókna
á ýmsum mikilvægum þáttum er
varða eftirlit með hvalastofninum
hér við land, svo sem viðkomu,
kynþroska og orkubúskap. Jafn-
framt er gert ráð fyrir víðtækum
rannsóknum, óháðum veiðum,
sem m.a. er ætlað að gefa upplýs-
ingar um fyölda hvala á miðunuin
við ísland, útbreiðslu og göngu-
hegðun. Rannsóknunum er ætlað
að verða framlag Islands til heildar-
úttektar Alþjóða hvalveiðiráðsins
á hvalastofnum heims, sem stefnt
er að Ijúki eigi síðar en árið 1990.
Markmið rannsóknanna er að afla
Landsvirkjun:
Lántökugjald hækkar
gjaldskrána um 2,5%
Halldór Jónatansson forstjóri
Landsvirkjunar telur að gjaldskrá
Landsvirkjunar þurfi að hækka um
2.4% umfram þá 9.5% hækkun sem
þegar hefur verið ákveðin og tekur
gildi l.ágúst, ef fyrirhugað lántöku-
gjald leggst að fullu á þau erlendu
lán sem fyrirhugað er að taka á
næstunni vegna Blönduvirkjunar og
annarra framkvæmda.
Halldór telur enga möguleika á að
fresta framkvæmdum við Blöndu-
virkjun frekar en orðið er þar sem
hennar er þörf þar sem núverandi
orkukerfi muni ekki anna álagstopp-
um veturinn 1991-’92, en gert er ráð
fyrir að fyrsti hluti virkjunarinnar
verði tekinn í gagnið það haust.
Forstjóri Landsvirkjunar átti fund
með fjármálaráðherra í fyrradag þar
sem hann skýrði frá þeim áhrifum
sem fyrirhugað lántökugjald mun
hafa á fjárhag Landsvirkjunar og
stofnkostnað Blönduvirkjunar.
Jón Baldvin Hannibalsson fjárm-
álaráðherra vildi ekkert segja um
hvort Landsvirkjun yrði undanþegin
fyrirhuguðu lántökugjaldi. Hann
sagði að í fyrsta lagi væri reglugerð
um framkvæmd þcssa máls ekki
fullbúin, hún væri nú í vinnsltj í
ráðuneytinu. I annan stað yrði haft
samráð við iðnaðarráðherra og ríkis-
stjórn um aígreiðslu málsins. í þriðja
lagi verði ákvörðun ekki tekin fyrr
en að vandlega athuguðu máli og
það tæki sinn tíma. Hann sagði
einnig að þetta væri eitt af þeim
málum sem lægi ekki mest á.
Aðspurður hvort hann teldi rétt
að fresta framkvæmdum við Blöndu-
virkjun eins og hefði verið haft eftir
honum, þá sagðist hann ekki geta
slegið því föstu á þessu stigi málsins,
þar væru mörg álitamál í því sam-
bandi. -HM
Slys gera ekki boð á undan sér!
_______________________ ÖKUM KMt 00 MBMI
Borgarráð hækkar
rafmagn um 8,1%
Hækkun Landsvirkjunar gefur aðeins
tilefni til 5,7% hækkunar
Rafmagn í Reykjavík
hækkar mun meira en hækkun á
gjaldskrá Landsvirkjunar gefur til-
efni til. Stjórn Landsvirkjunar á-
kvað fyrir stuttu að hækka
gjaldskrá fyrirtækisins um 9.5%
þann 1 .ágúst. í kjölfar þessa ákvað
borgarráð að hækka gjaldskrá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur um 8.1 %
frá sama tíma að tclja.
Að sögn Halldórs Runólfssonar
forstjóra Landsvirkjunar er ekki
þörf á nema 5.7% hækkun á
gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykja-
vtkur til að vega upp hækkun á
rafmagni frá Landsvirkjun, Eðlileg
hækkun rafmagns frá Rafmagns-
veitu ríkisins og Akureyrarbæ
vegna hækkunar Landsvirkjunar
væri á bilinu 5-6%. Ef gjaldskrár
hækkuðu untfram það væri um
aðrar orsakir að ræða.
Páli Gísiason formaöur stjórnar
vcitustofnana Rcykjavíkur sagði
að vegna kjarasamningu hefði
hækkun gjaldskrár verið minni en
áætlað var. Því hcfði veriö áætlað-
ur 12.9 milljón króna halli á rekstri
Rafmagnsvcitu Rcykjavíkur og
væri sá hulii nú tekinn inn (
gjaldskrána. Þá byði innhcimtu-
kerfi Rafmagnsvcitu Rcykjuvfkur
:kki upp á eins hraðar breytingar
á innheimtukcrfi sínu og þyrfti
þcgar gjaldsskrárhækkun kæmi frá
Landsvirkjun meö svo stuttum
fyrirvara scm nú. Það tæki Raf-
magnsveitur Reykjavfkur að
minnsta kosti einn og hálfan mán-
uð að koniast í takt við hækkunina.
Mcð 8.1% hækkun á gjaldskrá.
Rafmagnsveitunnar nú næðist jafn-
vægi í rekstri stofúunarinnar um
árarnót. -HM
Veitingar
og
ferðamannaverslun
opið alla daga frá kl. 9.00—23.30
VÖRUHÚS KÁ
MIÐSTÖÐ VIÐSKIPTANNA Á SUÐURLANDI OPIÐ: MÁNUD.- FIMMTUD. 09-17.30 FÖSTUD. 09-19 LAUGARD. 09-12