Tíminn - 30.07.1987, Blaðsíða 23
UM STRÆTI OG TORG
f glerhúsi
Tíminn 23
DREPA
KYNLÍFID
OKKUR
Þörfnumst við kynlífs? Flestar handbækur um hjónabandshamingjuna
fullvissa okkur um að það sé nauðsynlegt svo hamingjan haldist. Læknar
halda því einnig fram, að gott kynlíf sé nauðsynlegt fyrir andlega og
líkamlega vellíðan. Kynlífsfræðingar segja að reglulegt, fullnægjandi
kynlíf sé eina sanna leiðin til lífshamingjunnar.
En hefur þetta fólk rétt fyrir sér?
Er kynlíf svona óskaplega mikil-
vægt? Ég held ekki og ég hef meira
að segja skrifað bók til að afsanna
þessar kenningar, segir breski rit-
höfundurinn Liz Hodgkinson.
Þetta er nokkuð. sem ég hef reynt
á sjálfri ntér. Eftir 15 ára hjóna-
band, fannst okkur hjónum að
kynlíf okkar skapaði fleiri vanda-
mál en það leysti. Við tókum
okkur tak, ræddum málið vandlega
og komumst að raun um að best
væri að hætta þessu um tíma.
f>á gerðist það merkilega, að
hjónabandið fór batnandi. Við lítum
á okkur sem fyllilega heilbrigðar
manneskjur - við erum bæði rit-
höfundar og eigum tvo syni á
unglingsaldri. Við komumst sem
sagt að raun um að tímabil án
kynlífs hafði mikil áhrif í átt til
betra hjónabands.
Langt er frá að ég hafi alltaf
hugsað svona, heldur Liz áfram. -
Ég var unglingur og ung kona,
þegar kylífsbyltingin hófst. Sem
ein þeirra fyrstu, sem fóru að taka
pilluna, var ég sannfærð um að
kynlífið gæti bjargað heiminum.
Ég drakk í mig allar nýjar kenning-
ar um að frjálst kynlíf losaði um
sálrænar hömlur og gerði alla að
betri manneskjum.
Vandinn er bara sá, að þannig
hefur það ekki orðið. Síðan kyn-
iífsbyltingin hófst, hefur kynferðis-
legt ofbeldi aukist til mikilla muna.
Klám veður uppi og fólk á í meiri
og margháttaðri vandræðum vegna
kynlífs en nokkru sinni fyrr.
Jafnframt versnar heilsufarið.
Leghálskrabbantein, sem er sjúk-
dómur tengdur kynlífi, var einu
sini sjaldgæfur, en nú algengur.
Rannsóknir sýna, að pillan og
lykkjan, þeir tveir hlutir, sem áttu
að veita okkur aðgang að áhyggju-
leysi samfara kynlífi, geta haft
alvarlegar afleiðingar á heilsu okk-
ar til langs fima.
Herpes og Aids, sem voru
óþekktir sjúkdómar fyrir rúmum
áratug, breiðast nú út eins og eldur
í sinu.
Að vísu er ekki hægt að kenna
aukinni ástundun kylífs um allt
sem aflaga fer í samfélaginu, en ég
hef lesið mikið af skýrslum og
borið saman ógrynni af tölum.
Fimmtudagur 30. júlí 1987
Liz og eigimaður hennar. Hjónaband þeirra varð ánægjulegra, þegar þau ákváðu að hætta kynlífi.
Þess vegna er ómögulegt annað en
spyrjasem svo: Höfum viðofmetið
kynlífið og talið það allra meina
bót, þegar svo margt bendir einmitt
til að það valdi tjóni?
Óhjákvæmilega leiddi næsta
spurning af þessu: Getur skortur á
kynlífi þá valdið tjóni? Allar vís-
indalegar skýrslur og niðurstöður
sem ég hef komist í, fullyrða að svo
sé ekki.
Nokkrar víðtækar rannsóknir og
kannanir hafa sýnt, svo ekki verður
um villst, að fólk, sem ástundar
ekkert kynlíf er gjarnan heilbrigð-
ara en hitt á allan hátt og lifir líka
lengur.
Maðurinn er eina dýrategundin
sem stundar kynlíf í öðrum tilgangi
en að auka kyn sitt. Kynlíf er öllu
fremur ímynduð þörf en raunveru-
leg.
Tímabil án kynlífs gerir fólki
kleift að kynnast sjálfu sér, verða
sjálfstæðara og öðlast betri heilsu
og meiri lífsorku.
Ég hef rekið mig á, að nær öll
náin sambönd verða einhvern tíma
óþolandi eða það slitnar upp úr
þeim, einmitt vegna kynlífs. Stund-
um er afskaplega hressandi að
þurfa ekki að kynnast annari
manneskju sem kynveru, heldur
einungis vini eða kunningja.
Þegar kynlíf er ekki með í
dæminu, er maður frjáls að
kynnast öðru fólki á heilbrigðan
hátt, þar sem ekkert ógnar kunn-
ingsskapnum og kunningjahópur-
inn er gjarnan fjölbreyttari að
samsetningu.
Ég hef sem sagt komist að raun
um, að kynlíf er ekki grundvallar-
þörf, heldur eins konar fíkn, sem
aldrei verður fullnægt og skilur
ekkert eftir, nema tómarúm, segir
Liz Hodgkinson að lokum.
Þegar ég hugsa um glerbrot,
flöskubrot eða rúðubrot, dettur
mér alltaf í hug sagan að vestan.
Maður nokkur vann í frystihúsi í
litlu plássi á Vestfjörðum. Vinnu-
félagar hans gerðu honum stundum
glens, meðal annars með því að
skjóta að honum tvíræðum vísum.
Einn morguninn birtist hann
óvenjulega hressilegur og þegar
vinnufélagarnir víkja sér að
honum, varpaði hann fram eftirfar-
andi kveðskap:
/ glerhúsi búðu og gáðu að því
að skít ekki spúðu úr nefi.
Pví skít á ég líka og skyrpi þá oft
skáhallt á hamingjudúka.
Segir sagan að fátt hafi orðið um
varnir hjá hans sproksömu vinnu-
félögum, en flótti brostið í liðinu.
Varðandi glerbrot vil ég fyrst
nefna lesendaklausu í DV. þann
13. júlí sl. sem nefnd er „Leigubíla-
hallæri". Þar skrifar einhver E.J.
fyrir hönd unga fólksins og kvartar
undan leigubílahallæri við
skemmtistaði unga fólksins í
Reykjavík. Sem leigubílstjóri skal
ég ekki skorast undan því að svara
þessu hér. Skemmtistaðir unga
fólksins í Reykjavík eru fyrst og
fremst Evrópa, Casablanca og
Hótel Borg (þau kvöld sem leigu-
bílaskortur er frá kl. 3 til 4 að
nóttu.). Aðalástæðan fyrir þessu
er sú, að þessi hús eru þannig sett
gagnvart umferðinni, að leigubíll
sem nálgast húsin er tekinn löngu
áður en hann kemst að viðkomandi
húsi. í öðru lagi, og það á sérstak-
lega við Casablanca, þá er um-
gengni og hegðan unga fólksins þar
þannig að ég kem helst ekki nálægt
því húsi. Skúlagatan, framan við
húsið er um lokun, eitt allsherjar
umferðaröngþveiti. Ungt fólk á
einkabílum lokar öllum hinum
fjórum akreinum götunnar og þó
að stöku sinnum opnist renna í
gegn, þá er hún alþakin glerbrot-
um. Með öðrum orðum: fram-
koma unga fólksins við Casablanca
er þannig að ég sem leigubílstjóri
forðast að nálgast staðinn. Því
miður er það staðreynd að þar sem
unga fólkið er að „skemmta" sér,
þar er umferðaröngþveiti, glerbrot
og leiðinda rugl.
Ég vil svo bæta því við, enn og
einu sinni, að það er ægilegt að
lögreglan skuli hafa gefist upp fyrir
þessum ruslaralýð.
Lögreglan kemur að umferðar-
öngþveiti á þessum stöðum, þar
sem ungir ökumenn loka fjögurra
akreina götu. Við leigubílstjórarn-
ir horfum á þessa handhafa valds
og regiu aka með hægð og töfum
um torfæruna, án þess að lyfta
hendi til áminningar eða leiðsagn-
ar. Svo rammt kveður að ræfildómi
lögreglunnar gagnvart tillitsleysi
unga fólksins, að sagt er að lögregl-
an hreinlega þori ekki að stjórna
liðinu og sé bara fegnust þegar hún
sleppur í gegn. Enn og einu sinni
viðurkenni ég að lögreglan í
Reykjavík er líklega of fámenn, en
það er ekki hægt endalaust að þola
eða líða þá framkomu sem ungir
ökumenn temja sér í umferðinni
við danshúsin og á rúntinum.
En fleira brotnar en ölflöskur.
Úti á malarvegum landsins brotna
gjarnan framrúður og framluktir
bifreiða. Sumir bílar eru búnir
framljósum sem eru sérhönnuð og
þá orðin hluti af sérstöku útliti
bílsins. Þessi framljós eru gjarnan
feikidýr. Einna ódýrust framljós
eru hinar gamalkunnu ljósasam-
lokur sem áður voru í öllum banda-
rískum bílum. Framrúður eru líka
dýrar, sérstaklega þær sem eru
stórar, litaðar og bogadregnar og
svo kostar ísetning sitt. Tjón á
þessum hlutum er væntanlega á
miklu undanhaldi og kemur aðal-
lega tvennt til. Ofaníburður malar-
vega er nú yfirleitt harpaður þannig
að stórir steinar á vegi eru sjaldgæf-
ir og svo hitt að vel miðar lagningu
varanlegs slitlags um fjölförnustu
vegi landsins.
Nú nýverið ók ég hringveginn
með Fornbílaklúbbi íslands. í för-
inni voru 24 fornbílar og með smá
krókum var ekið um 1700 kíló-
metra leið. Fyrir sjálfum mér var
ég löngu búinn að sanna, að sá sem
hægir verulega á bíl sínum við
mætingar, fer niður í 35 til 50
kílómetra hraða, brýtur ekki rúður
né ljósker. Vitanlega alls ekki í
bílnum sem í móti kentur og slepp-
ur sjálfur með heil gler, jafnvel þó
sá sem í móti komi hægi ekki
ferðina og ausi möl yfir bílinn. Það
er staðreynd að þó bíll á t.d. 90
kílómetra hraða þyrli grjóti og möl
yfir bíla annarra vegfarenda, þá er
þessi grjóthríð afllítil. Grjótið og
mölin þyrlast upp í loftið en skýst
ekki frá bílnum eins og skothríð,
enda væru rúðubrot í hliðarrúðum
bifreiða þá algeng. Á ferð fornbíl-
anna sannaðist þetta vel. Undan-
tekningarlaust hægðum við vel
ferðina við mætingar og í bílunum
24 brotnuðu engar rúður né
ljósker. Engar skemmdir urðu á
lakki framan á bílunum en þar
skemmist lakkið helst við hraðar
mætingar. Allir bílar eiga sér hins-
vegar veika punkta varðandi lakk-
skemmdir sem verða vegna malar-
kasts undan eigin hjólum. Það er
gjarnan neðsti hluti bílsins aftan
við hjólin eða eitthvað neðarlega
sem skagar út úr. Á sli'kum stöðum
var hægt að sjá smávægilegar lakk-
skemmdir á einstaka bíl, en það
var allt og sumt. Þó var stundum
ekið greitt, um eða yfir 80 km. Ég
tel eftir þessa ferð Fornbílaklúbbs-
ins ótvírætt sannað að komast má
hjá lakkskemmdum, brotnum rúð-
um og ljósum, aðeins með því að
hægja sjálfur nægjanlega á þegar
mætt er vegasvínum sem stunda
grjót- og malarkast yfir aðra veg-
farendur. Hyggið að þessu og góða
ferð.