Tíminn - 30.07.1987, Side 3
Fimmtudagur 30. júlí 1987
Tíminn 3
Alþýðubanki ræðir við Iðnaðarbanka, Landsbanka og Samvinnubanka:
Rætt um sameiginleg
útibú og hagræðingu
Alþýðubankinn átti fyrir skömmu
óformlegar könnunarviðræður við
fulltrúa þriggja annarra banka um
möguleika á samstarfi og samvinnu.
Alþýðubankamenn funduðu með
fulltrúum hinna bankanna sínum í
hvoru lagi, en bankarnir sem rætt
hefur verið við eru Iðnaðarbanki.
Samvinnubanki og Landsbanki.
Eins og áður hefur komið fram var
mikiil hallarekstur á Alþýðubankan-
unt á síðasta ári og nýju bankaráði
hefur ekki tekist að rétta reksturinn
viö að því marki sem vonast var til.
Herma heimildir Tímans að hug-
myndin með samstarfi við annan
banka hafi verið að létta á ýmsum
rekstrarliðum til að mæta þessum
rekstrarvanda.
Tíntinn hafði samband við Magn-
ús Geirsson varaformann btinkaráðs
Alþýðubankansog innti hann eftir
þessum viðræðum. Hann sagði að
þessar viðræður hefðu l'arið fram en
undirstrikaði að þetta hafi verið
„frumkönnunarviðræður" og hefðu
kontið til í framhaldi af almennum
umræðum um hagræðingu og sam-
einingu banka eftir fall Útvegsbank-
ans. „Pað scm hefur gerst er að farið
hafa fram óformlegar könnunarvið-
ræður, þar sem skoðaður hefur verið
möguleikinn á ýmis konar hagræð-
ingarmálum. En þetta hefur veriö á
algeru frumstigi og þessar viðræður
eru ekki lengur í gangi," sagði
Magnús. Aðspurður í hverju slík
hagræðing gæti verið fólgin sagði
Magnús: „ Meðal annars því, hvort
ástæða væri til að hafa útibú frá
mörgum bönkunt á sama stað."
Magnús sagöi að þcssar viðræður
mætti flokka sent lauslegar þreyfing-
ar, cnda hefði bankaráð Alþýðu-
bankans í raun enga heimild til að
standa í formlegum viðræðum án
þess að hafa fcngið til þess hcimild
hluthafa.
Aðspurður hvort það væri rétt að
fyrirhugað væri að halda þessum
könnunarviðræðum áfrant í scpt-
entber kvaðst Magnús ckki vita til
þess hvort cða hvenær slíkar viðræð-
ur hafi verið ákveðnar. -BG
0k með
sprengju
til lög-
reglunnar
Lögreglan í Árbæ fékk í hend-
ur 81 mm gamla sprengju eða
sprengjuvörpu frá stríðsárunum,
en á lögreglustöðina kom maður
akandi nteð hana og sagðist hafa
fundið í árfarvegi við Sandskeið.
Það er óhætt að segja að maður-
inn hai'i lagt sig í mikla hættu, en
sprengjan var virk. Landhelgis-
gæslan leggur mikla áherslu á að
þeir sent finna slíka gripi, sem
hér um ræðir, hafi santband við
lögreglu eða gæsluna, en nteð-
höndii ekki sprengiefnið sjálfir.
Sprengjusérfræðingar
sprengdu sprengjuna á nýju æf-
ingasvæði lögreglunnar í Saltvík
og var það mikil sprcnging. þj
Sjómenn ragir viö
loðnuveiöar:
Aðeins einn
bátur búinn
að taka nót
Loðnusjómenn eru ragir við að
hefja veiðar fyrr en verð liggur fyrir,
því aðeins einn loðnubátur hefur
tekið nót, að sögn veiðieftirlitsins.
Það er Pétur Jónsson, rúmlega 1300
tonna bátur, sent Pétur Stefánsson
gerir út.
Allir loðnusjómenn sem vettlingi
geta valdið eru á rækjunni og reyna
þannig að tefja tímann þangað til
ákvörðun um loðnuverð liggur fyrir.
Verðlagsráð sjávarútvegsins mun
funda um málið seint í næstu viku.
-SÓL
Alþýðuflokkurinn:
Ný stjórn
tekur við
Á fundi þingflokks Alþýðuflokks-
ins þann 27. júlí var kosin ný stjórn.
Stjórn þingflokksins er nú þannig
skipuð að formaður er Eiður Guðna-
son, varaformaður Karl Steinar
Guðnason og ritari er Jón Sæmundur
Sigurjónsson.
Forstöðumaður
Listasafns
ráðinn til
bráðabirgða
Menntamálaráðuneytið vill að
það komi fram að Beru Nordal,
starfsmanni Listasafns Islands,
var falið að gegna starfi forstöðu-
manns safnsins til bráðabirgða.
„fyrst unt sinn“, en ekki til eins
árs, enda hefur ráðuneytið þegar
auglýst stöðuna til umsóknar með
ákveðnum umsóknarfresti og þá
gert ráð fyrir að nýr forstöðumað-
ur verði skipaður til fjögurra ára,
en ekki ævilangt. Um stöðuna
geta þeir sótt sem fullnægja sett-
um hæfniskröfum.
os VÍPAR.'