Tíminn - 30.07.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 30. júlí 1987
Pétur Blöndal formaöur Landssambands lífeyrissjóða um vaxtahækkun á ríkisskuldabréfum:
Eg tel 7,5*8% raunvexti
mjög gott fyrir sjóðina“
- en vaxtahækkanir fjármálaráöuneytis hæpin stefna
„Persónulega tel ég 7,5 til 8%
raunvexti mjög góða ávöxtun fyrir
lifeyrissjóðina, á svona miklu fé og
til svo langs tíma, sérstaklega hjá
góðum skuldara. Hins vegar finnst
mér sífelldar vaxtahækkanir vera
röng stefna hjá fjármálaráðuneyt-
inu og ákaflega hæpin til árangurs
á meðan landsmenn almennt gera
sér ekki grein fyrir hvað vextir eru.
Ég benti því Þorsteini Pálssyni á
það á sínum tíma að fara út í
umfangsmikla upplýsingaherfcrö
til að kenna þjóðinni að spara. Það
mundi gera þessar stöðugu vaxta-
hækkanir óþarfar og spara ríkinu
og öðrum skuldurum hundruð
milljóna króna í vaxtagreiðslum",
sagði Pétur Blöndal, formaður
Landssambands lífeyrissjóða. En
Tíminn spurði hann álits á ákvörð-
un fjármálaráðherra að bjóða
7,2% vexti á langtíma lánum, en
upp í 8,5% á skammtíma sparisk-
írteinum.
Ekki þáði Þorstcinn ráð Péturs
um sparnaðarkennsluna. En þótt
verja þyrfti 20-30 milljónum til
markvissrar upplýsingaherferðar
telur Pétur þeim fjármunum vel
varið. Bendir t.d. á að í fyrra hafi
hvert 1% í hækkuðum vöxtum
kostað ríkissjóð um 370 milljónir
króna. En jafnframt því að lækka
vaxtaútgjöld ríkissjóðs mundi
þetta leiða til lækkunar allra vaxta
í landinu. Pctur segir almenna
þekkingu landsmanna á vöxtum og
verðtryggingu svo bágborna að í
viðtölum hans við fólk komi það
iðulega fyrir að það rugli m.a.s.
saman nafnvöxtum og raunvöxt-
um. Það sé t.d. að bera 6,5% vexti
á spariskírteinum saman við 23%
óverðtryggða nafnvexti í bönkun-
um.
„Á meðan fólk gerir sér ekki
grein fyrir hvað t.d. 6,5% raun-
vextir eru gífurlega háir, en heldur
áfram að kaupa sér bíla og utan-
landsferðir í þeini geðveikislega
mæli sem nú tiðkast, þá ereitthvað
að. Þetta er upplýsingaskortur. Og
þarna held ég að stjórnvöld hafi
alveg brugðist, þ.c. í því að kenna
þjóðinni að spara. Vegna þessa
gríðarlega upplýsingaskorts finnst
mér það miklu brýnna verkefni að
upplýsa landslýð um gildi verð-
tryggingarinnar og gildi raunvaxta
Pétur Blöndal.
heldur en að eyða hundruðum
milljóna í það að hækka sífellt
vextina".
Pétur sagðist gjarnan bera þetta
saman við skiptinguna yfir í hægri
umferð á sínum tíma, þegar heil-
miklum peningum hafi verið varið
í stórátak til að kenna þjóðinni að
varast slysin. „Það sama vildi ég
einmitt gera við skiptin úr mín-
usvöxtum yfir í plúsvexti. Þá þurfti
ekki síður að verja fjármunum í
það að kenna þjóðinni að bregðast
við breyttum aðstæðum og varast
slysin. Það var ekki gert, enda
lentu margir í slysum -t.d. Sigtúns-
hópurinn og aðrir sem héldu að
lánin væru ennþá gefins eins og í
gamla daga og héldu jafnvel upp á
það með kampavíni að fá stórlán. “
Fólki sem leitar ráða hjá Pétri
sagðist hann númer 1,2 og 3 benda
á að tryggja sér að fá peninga sína
til baka, þ.e. að ávaxta þá með
verðtryggingu. Síðan geti það farið
að hugleiða misjafnlega háa raun-
vexti á hinum ýmsu ávöxtunarleið-
um. Vextirnirskipti auðvitað máli,
en mun minna máli en að hafa
peningana tryggða.
DJUPIVOGUR
■J ■ • " " -
Gisting — sérréttir—smáréttir
Sauna — sólarium
Verið velkomin
HÓTEL FRAMTÍÐ
765 Djúpavogi
sími 97-88887
Drögum úr hraða
-ökum af skynsemi!
Slys gera ekk'n^>
■ $C r m r m ÖKUM EMS oo mcmni
boð a undan ser!
Farþegaflutningar á þjóðhátíð:
Samkeppni úr
landi veldur kurr
í Eyjum
Illur kúrr er tekinn að ólga í
heimamönnum í Heimaey, þar sem
þeir sitja ekki lengur einir að flutn-
ingi fólks milli bæjar og Herjólfsdas
þar sem þjóðhátíð þeirra er haldin
um verslunarmannahelgi. Átján ára
gamall strætisvagn frá SVR var
leigður Eyjamanni til þessara nota
og er þess vænst að vagninn ílendist
í Eyjum. En þrír sérleyfisbflar eru
einnig komnir til Vestmannaeyja til
fólksflutninga um verslunarmanna-
helgi og eygja heimamenn enga leið
til að sporna við samkeppninni, sem
sagt er að hafi komið í kjölfar
óeðlilega hárra greiðslna, sem bíl-
stjórar fóru fram á í fyrra fyrir þessa
þjónustu við mótsgesti.
„Bekkjabílarnir, sem einatt hafa
verið notaðir, kostuðu 50 krónur
fyrir fullorðna í fyrra, en það var
frítt fyrir börn yngri en 13 ára,“
sagði bílstjóri á Vörubílastöð Vest-
mannaeyja. Einnig er hægur vandi
að koma barnavögnum fyrir í
bekkjabílunum, sem mun örðugra
er í rútum. í ár verður verð á
þjónustu bekkjabílanna um krónur
60-70, en endanleg ákvörðun um
það hefur ekki enn verið tekin. „Þeir
í rútunum voru að reyna að bjóða
þetta tíkalli lægra, en mönnum finnst
nú meira sport í að fara með bekkja-
bílunum.“
Á síðasta degi þjóðhátíðar í fyrra,
þegar ferðir voru orðnar stopular,
rauk hins vegar verðið upp úr öllu
valdi. „Það er hörkugróði af þessu
og þess vegna taka menn upp sam-
keppni við heimamenn,“ sagði við-
mælandi Tímans.
Haukur Guðjónsson, vörubíl-
stjóri, sem hefur ekið bekkjabílun-
um frægu þessa leið um verslunar-
mannahelgi síðastliðin 23 ár, sagði í
samtali við Tímann að mikill urgur
væri í bílstjórum úr Eyjum vegna
þessa. „Hópferðaleiðir og Vörubíla-
stöðin hérna hafa haft samband við
lögreglu, en ekkert virðist hægt að
gera í þessu nema stækka athafna-
svæðið," sagði hann. „Ekki er hægt
að takmarka á þann hátt að heima-
menn veiti einir þessa þjónustu."
Hann taldi að með því að stækka
athafnasvæðið fjölgaði bílum enn
meira og slysahættan margfaldaðist
í umferðinni. „f fyrra lenti 250 metra
löng halarófa af bílunt í umferðar-
hnút á þessari leið,“ sagði bílstjórinn
og væntir enn meiri vandræða nú,
eftir að bílstjórar úr landi sóttu á
markaðinn.
Of seint var tekið við sér, að mati
bílstjórans, þar sem mögulegt hefði
verið að íþróttafélagið hefði fengið
einkaleyfi fyrir sérstök fyrirtæki til
að annast flutninga úr bænum inn í
dal.
„Ég fullyrði að enginn Vest-
mannaeyingur hafi óskað eftir þess-
ari samkeppni hingað,“ sagði Hauk-
ur. „Manni finnst það hart að jafnvel
Reykvíkingar skuli þurfa að sækja
hingað, eins og SVR hefur gert með
að leigja hingað vagn sinn, því að ég
hef enga trú á að þetta sé gustuka-
verk af þeirra hálfu. Það vilja allir
sneið af kökunni. Það er ekkert
annað en gróðavon, sem leiðir utan-
aðkomandi aðila hingað." þj