Tíminn - 30.07.1987, Side 6

Tíminn - 30.07.1987, Side 6
6 Tíminn Fimmtudagur 30. júlí 1987 Boðskapur landlæknis og ráðherra fyrir verslunarmannahelgi: Annað hvort hafa ungir Islend- ingar, á aldrinum 18-24, ekki lesið efni bæklinga um eyðni nægilega vel eða þá að þeir leggja ekki trúnað á upplýsingar Landlæknis og heilbrigðisyfirvalda. Yfir 60% þeirra sem spurðir voru í könnun á dögunum um viðhorf og vitneskju um eyðni, sögðust telja að kossar gætu verið ein smitunarlciða. Al- menningssalcrni, scm smitunar- leiðir, eru einnig ofarlega á blaði í hugum fólksins, ásamt sundlaugar- vatni og hósta. Borið saman við tölur úr öðrum löndum ættu um 200-400 einstakl- ingar að vera sýktir af veirunni hér á landi. Hins vegar er ekki vitað nema um 19 cinstaklinga með ein- kenni sjúkdómsins. Pað virðist því vera eitt aðaláhyggjuefni hérlendra heilbrigðisyfirvalda hversu margir hljóta' aö ganga með vciruna og hversu ilia hefur gengið að ná þeim öllum inn til rannsóknar og eftir- lits. Sameiginlega stóðu Guðmundur Bjarnason og Ólafur Ólafsson Haraldur Briem læknir, Sigurður Guðmundsson læknir, Olafur Olafsson landlæknir og Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og trygginarmálaráðherra. Timamjnd Pjciur landlæknir að blaðamannafundi til kynningar á niðurstöðum nefndrar könnunar þeirrar sent unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla íslands. Lögðu þeir aðallega áherslu á að kynning á því sem þeir nefndu einu smitunarleiðir eyðni væri afáraðkallandi. Nú fyrir versl- unarmannahelgi væri verið að setja í gang niikla herferð gcgn of miklu frjálsræði í vali ogskiptum rekkju- nauta. Hluti af áróðri þeim sem í gangi á að vera er fjöldi slagorða eins og fyrirsögnin hér að ofan. Eitt af því sem kom fram á fundinum hjá Haraldi Briern, lækni, varðandi smitunarleiðir sjúkdómsins var, að þó svo að fræðilega megi segja að eyðni geti borist á milli manna eftir ýmsum leiðum, þá væri ekki reynsla af þvf að um aðrar leiðir væri að ræða en þessar þrjár: a. Með blóði. b. sprautunáium og c. samförum. Einnig kont fram að eyðni geti borist frá móður til ófædds barns. KB Mikil aukning í útflutningi á fiskeldisafuröum: Þegar veitt útflutnings- leyfi fyrir 365 tonnum Það sem af er árinu hafa verið veitt útflutingsleyfi fyrir tæp 365 tonn af ferskum eldislaxi, hjá við- skiptaráðuneytinu. Er þar meðtalinn hafbeitarlax og hverskonar laxeldi á landi og í sjávarkvíum. Er um að ræða mikla aukningu frá því í fyrra, en samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun voru flutt út um 150 tonn af hafbeitar- og eldislaxi allt árið í fyrra. Það skal tekið skýrt fram að leyfisveitingar viðskipta- ráðuneytisins, sem rætt er um að ofan, segja ekki til um hversu mikið er búið að flytja út, þar sem sum leyfin eru ekki nýtt. Miðast afhend- ingartími afurðanna við tímasetn- ingar, allt aftur til loka ágúst mánað- ar. Þrátt fyrir að 365 tonn sé hámarks- tala sem ber að taka með fyrirvara, er ljóst að sprenging hefur orðið í framleiðslu í íslensku laxeldi og hafbeit á einu ári. Árni ísaksson veiðimálastjóri sagði í samtali við Tímann að þetta væru ánægjulegar tölur, en minnti á að ekki væri búið að flytja allt þetta magn út. Árni sagðist telja eina skýringu á þessari auknu framleiðslu vera að mikill fjöldi laxeldisfyrir- tækja fiefði verið að komast á fram- leiðslustig síðustu mánuði og því yrði nú vart viðsvomikla aukningu. Þá er vert að geta þess að stutt er liðið á árið og eftir er að slátra miklu af laxi og segja má að seinni vertíð laxabænda hefjist ekki fyrr en sumarið er búið, þannig að jafnvel gætu 365 tonnin reynst nærri lagi, eða undir því sem raunverulega verður flutt út af eldislaxi. -ES Hamingjubréfin: Um 2.000 bréf á hvern jarðarbúa á 3 mánuðum - ef enginn skerst úr leik Ef allir þeir sem eru að fá hamingjubréf í póstinum þessa dagana fjölfalda þau og senda 20 hamingjuþurfandi mönnum og konum (eins og farið er fram á í bréfinu) ætti hver íslendingur að hafa móttekið um 10-15 bréf eftir mánaðartíma eða svo (og Póstur og sími þá að hafa haft um 40 milljóna króna viðbótartekjur af frímerkjasölu). Eitt hamingjubréf getur fjölgað sér upp í um 3,2 milljónir bréfa í aðeins 5 umferðum sem tæpast ætti að taka nema um mánaðartíma ef allir senda sín 20 bréf innan 4 sólarhringa eins og farið er fram á. Með þrem umferðum í viðbót kæmist talan upp í 25.600.000.000 bréf eða rúmlega 5 hamingjubréf að meðaltali handa hverjum þeirra 5 þúsund milljóna manna sem nú búa á jarðarkringlunni. Og aðeins 10 umferðum eftir að fyrsta bréfið er sent, sem ætti ekki að taka nema um 3-4 mánuði, væri bréfafjöldinn kominn í um 10.240 milljarða, eða um 2.000 hamingjubréf á hvern íbúa jarðarinnar að meðaltali. 1 20 400 8.000 160.000 3.200.000 64.000.000 1.280.000.000 25.600.000.000 512.000.000.000 10.240.000.000.000 Á þennan hátt getur einn upp- haflegur boðberi hamingjunnar út- breitt hamingjuna á jörðinni, þ.e. ef enginn móttakandi bréfanna skerst úr leik. „Hamingjan er þér send“, segir orðrétt í bréfinu, sem tekið er fram að hafi farið 10 sinnum umhverfis jörðina. Sam- kvæmt bréfsins hljóðan og reglum ætti því ekki að taka nema um 3-4 mánuði að skapa ómælda hamingju á okkar stríðshrjáðu jarðarkringlu. Hamingjusamastir yrðu þó lík- lega þeir sem hagnast á frímerkja- sölu heimsins. Því aðeins með venjulegu íslensku innanlands- gjaldi mundi það kosta samtals um 133.000 milljarða króna að senda þessar 10 umferðir af bréfum. En sú upphæð nálgast að samsvara 700 földum þjóðartekjum íslendinga á yfirstandandi ári. HEI Skálholt um verslunarmannahelgi: Síðustu sumar- tónleikarnir Síðustu Skálholtstónleikarnir á þessu sumri verða haldnir um versl- unarmannahelgina. Barokksveit Sumartónleikanna sem spilar á barokkhljóðfæri í lágri stillingu eins og tíðkaðist hér áður, flytur tvær efnisskrár með verkum eftir Bach og Hándel. Sveitina skipa 14 manns sem hafa æft saman í Skálholti undanfarnar vikur undir leiðsögn Helgu Ingólfsdóttur og Ann Wallström. Álaugardagogsunnudagkl. 15:00 verða m.a. fluttar tvær kantötureftir Bach. Einsöngvarar eru Michael John Clarke tenor og Margrét Bóas- dóttir sópran. Kl. 17:00 á laugardag verður m.a. leikin efnisskrá með verkum eftir Handel. Konsertmeist- ari og leiðari verður Ann Wallström. Kl. 17:00 á sunnudag verður messa þar sem barokksveit Sumartónleik- anna mun m.a. spila. Aðgangur að tónleikunum er ó- keypis og áætlunarferðir eru frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13:00 og 18:00 „FLUGKOMA" VIÐ MÚLAKOT Flugáhugamenn munu koma sam- an á flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð, yfir verslunarmannahelg- ina. Flugklúbbur Reykjavíkur hefur skipulagt óformlega dagskrá í tengsl- um við versunarmannahelgina. Komið hefur verið upp aðstöðu fyrir gcsti, salerni og flugskýli er til staðar ef mikið rignir. Grillveisla verður á laugardagskvöld og hefst klukkan 21. Geta hungraðir flugáhugamenn tekið þátt í veislunni gegn vægu gjaldi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem flugáhugamenn koma saman við flugvöllinn í Múlakoti. Fyrir tveimur árum hittust flugmenn og var gerður góður rómur að „Flugkomunni" en það er opinbera orðið sem þátttak- endur nota yfir samkomuna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.