Tíminn - 30.07.1987, Síða 8
8 Tíminn
Tímiiin
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-
Framkvæmdaáætlun
í jafnréttismálum
Eitt af stærstu málum þjóöarinnar um þessar
mundir eru jafnréttismálin, sú stefna að vinna að
því að ná fram jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna
og karla. Jafnréttismálið hefur verið baráttumál
kvenna í marga áratugi og sigrar í því máli hafa
unnist í áföngum og í samræmi við breyttar
þjóðfélagsaðstæður og almenningsálit.
Allir stjórnmálaflokkar hafa jafnréttismálin á
stefnuskrá sinni og hafa án efa allir lagt sitt af
mörkum til framgangs þessu málefni. Ekki munu
nein rök fyrir því að einhver tiltekinn stjórnmála-
flokkur „eigi“ þetta mikla málefni eða beri meira
lof fyrir baráttu sína í því en öðrum. Þar er þó
sanngjarnt að undanskilja Kvennalistann, því að
kosningasamtök þessi voru beinlínis stofnuð um
kvenréttindamál, þótt síðar hafi samtökin þróast
til þess að verða almennur stjórnmálaflokkur með
öllum einkennum þeirra.
Á síðasta kjörtímabili var unnið að jafnréttis-
málum af meiri þrótti og með jákvæðari árangri en
nokkru sinni fyrr. Eessi mál heyrðu undir Alexand-
er Stefánsson félagsmálaráðherra, sem sagan mun
sýna fram á að vann að þessum málum af mikilli
framsýni og raunsæi. Núverandi félagsmálaráð-
herra er vissulega treyst til góðra verka í embætti
sínu, en öllum kunnugum má vera ljóst að Jóhanna
Sigurðardóttir nýtur verka fyrirrennara síns og
þeirrar löggjafar sem hann hafði forgöngu um að
sett var í jafnréttismálum.
Merkustu lög sem sett hafa verið í jafnréttismál-
um hér á landi eru lögin um jafna stöðu og jafnan
rétt kvenna og karla, sem samþykkt voru á Alþingi
vorið 1985 í tíð Alexanders Stefánssonar sem
félagsmálaráðherra. Eins og yfirleitt er í yfirgrips-
rhiklu og vandasömu löggjafarstarfi áttu jafnréttis-
lögin sinn aðdraganda, sem m.a. má rekja til
nefndar sem Svavar Gestsson félagsmálaráðherra
í stjórn Gunnars Thoroddsens skipaðí 1981 til þess
að endurskoða jafnréttislögin frá 1976.
Jafnréttislögin sem nú gilda er merk löggjöf fyrir
margra hluta sakir, en ekki síst fyrir ákvæði
laganna um fjögurra ára framkvæmdaáætlun, sem
ríkisstjórn á hverjum tíma er skylt að gera til að
ná fram jafnrétti kynjanna. Alexander Stefánsson
vann að þessari framkvæmdaáætlun í ráðherratíð
sinni í samræmi við lögin. Núverandi félagsmála-
ráðherra tekur við þessu brautryðjandastarfi Alex-
anders og fær það verkefni að fylgja því eftir. Það
sem máli skiptir í jafnréttismálum á næstu árum er
að vinna skipulega að framkvæmd jafnréttislag-
anna frá 1985. F»ar ræður mestu að vel takist til um
gerð og framkvæmd fjögurra ára áætlunarinnar.
Fimmtudagur 30. júlí 1987
GARRI
Að taka sjálfan sig hátíðlega
Eflir aft Garri gérfti fyrstu at-
hugasemdir sínar hér í blaðinu fyrir
alllöngu um nafngift Verslunar-
skóla íslands á fyrirhugaðri tölvu-
deild í skólanum, hefur orðift mikil
umræða um málið, einkum i Morg-
unblaðinu, og niargir lagt þar orð ■
belg, ekki síst lærftir menn með
góða þekkingu á orðskýringum og
hvað sé sómasamlegt að því er
varðar notkun og nafngiftir.
Léttvæg rök
Er ekki að sökum að spyrja að
hinir lærðustu menn eru sammála
Garra um þá niðurstöðu að ótækt
sé að kalla tölvudeild Verslunar-
skóla íslands „tölvuháskóla", enda
sýnast rök skólastjórnar fyrir nafn-
giftinni næsta léttvæg. Sumir við-
mælendur Garra hafa jafnvel sagt
að þessi rök séu hlægileg og minni á
spjátrunga, sem hyllast til að gera
meira úr sjálfum sér en efni,standa
til. Garri ætlar ekki að nota slík
stóryrði um ráðamenn Verslunar-
skólans, enda munu þcir vera
grandvarir menn og eftir því virðu-
legir. Þeini gengur áreiðanlega gott
til með öllu sem þeir taka sér fyrir
hcndur. Þó kann að vera að sá Ijóð-
ur sé á ráði þcirra að þeir taki sjálfa
sig helst til hátíðlega og geri meira
úr Verslunarskólanum cn ástæða
ertil.
Hagnýtur, gamall skóli
Verslunarskóli íslands er gamall
og gróinn skóli og nýtur virðingar
fyrir þaö sem hann er og hefur
verið. Hann er að formi til einka-
skóli, en hefur lengi notið ríflegra
framlaga úr ríkissjóði. Verslunar-
skólinn hefur þótt hagnýtur skóli
fyrir verslunar- og skrifstofufólk.
Auk þess hefur skólinn veriö
menntaskóli í 45 ár og þykir fylli-
lcga sambærilegur við aðra skóla á
því sviði. Stúdcntar frá Vcrslunar-
skólanum hafa reynst hlutgengir í
háskólanámi og fólk með verslun-
arskólapróf hefur verið eftirsótt til
skrifstofu- og verslunarstarfa. En
þó svo að þetta venjulega fram-
haldsskólastarf Verslunarskólans
hafi lánast vcl og ekki verr en geng-
ur og gerist í sambærilegum
skólum, þá er óþarfi fyrir ráða-
menn skólans að ofmetnast af verk-
um sínum. Þótt góð séu skapa þau
skólanum enga sérstöðu. Ekkert í
sögu eða starfí Verslunarskólans
réttlætir það að ráðamönnum hans
sé veitt sjálfdæmi um hvað nefna
skuli deildir í skólanum, ef nafn-
giftin er á röngu byggð.
Undanþeginn umræðu?
Það er engu líkara en að forráða-
mönnum Verslunarskólans finnist
eins og að önnur lögmál eigi að
gilda um hann en aðra framhalds-
skóla, af því að Verslunarskólinn er
einkaskóii að formi til, þótt hann sé
ríkisstyrktur. Hefur það komið
skýrt fram hjá skólastjórn Verslun-
arskólans að cngrar almennrar um-
ræðu þurfí við né að bera þurfí und-
ir yfirvöld né fjárveitingarvaldiö
hvaða nöfn skólinn gefur hliðar-
greinum eða deildum í starfsemi
sinni. Þess vegna finnst skólastjórn
Vcrslunarskólans tilhlýðilegt og
vítalaust að kalla viðbótardeild við
skólann „tölvuháskóla". Virðist
skólastjórnin skáka í þvi skjóli að
engin viðurkennd skilgreining sé til
urn það hvað orðið „háskóli"
merkir.
Skrýtin skoðun
Þetta er næsta einkennileg
skoðun.
ífyrsta lagi mun ekki vefjast fyrir
sæmilega upplýstum og skýrum
mönnum að skilgreina háskóla-
hugtakið viðunanlega. Það cr t.d.
Ijóst að skóli verður ekki háskóli af
því einu að gera stúdentspróf að
inntökuskilyrði. Fleira þarf til.
í öðru lagier það ímyndun ein að
hvaða skóli sem er geti tekið það
upp hjá sjálfum sér að útdeila lær-
dómstitlum. Þess háttar sjálfs-
afgrciðsla í skólamálum er ekki
annað en fúsk. Auðvitað yrði fyrst
að koma til fullnægjandi opinber
viðurkenning á skólanunt, nánts-
brautum hans, prófum og próf-
gráðum. Ekki hefur það komið
fram opinberlega - nema síður sé -
að ríkisstjórnin hafi vcitt neina
hcintild til þess að nefna þessa viðbót-
ardeild háskóla. A.m.k. hera orð
Sverris Herntannssonar þess engan
vott.
/ þriðja lagi liggur fyrir að þessi
nýja starl'semi Verslunarskólans
skuli hljóta opinberan styrk, þ.c.
framlög úr ríkissjóði. Keyndar er
ekki Ijóst eftir hvaða heimild ráð-
herrar fjármála og menntamála
hafa farið, þegar þeir hétu þessum
ríkisstyrk. En látum svo vera. Það
upplýsist vonandi.
Hvaðgerir Alþingi?
Alþingi fer með fjárveitinga-
valdið og ákveður endanlega ríkis-
styrkinn til tölvudeildarinnar. Þá
getur varla farið hjá því - nema AI-
þingi sé þeim mun geðlausara - að
til umræðu komi hvernig orða
skuli styrkveitinguna, hvort í henni
cigi að felast viðurkenning á því að
Verslunurskólinn geti hafið sjálfan
sig upp á háskólastig, eins og ekk-
ert sé. Ólíklegt erað Alþingi viður-
kenni slíkt fúsk.
Eins og Garri hefur áður sagt, þá
er það út af fyrir sig virðingarvcrt
að Verslunarskóli íslands ætlar að
bjóða fram praktíska tölvukennslu
og stofna til myndarlegs námskeiðs
í þeim cfnum. En það er mikil ford-
ild að kalla þetta náinskeið há-
skóla. Garri
VÍTTOG BREITT
llllll
Tröllatrú og óþarfur ótti
Fróðir telja að aldrei hafi einn
sjúkdómavaldur verið rannsakað-
ur jafn mikið og nákvæmlega og
veiran sem veldur eyðni. Þótt ekki
séu liðin nema örfá ár síðan veiran
var greind hefur verið aflað meiri
þekkingar um hana en flestar eða
allar örlífverur aðrar. Ástæðan er
augljós, áður óþekktur, banvænn
smitsjúkdómur herjaði á mann-
kindina og sá ekki og sér ekki enn
fyrir endann á þeim faraldri.
En í hinum upplýsta heimi bend-
ir flest til að útbreiðsla eyðni hægi
á sér og má vafalaust þakka það
upplýsingastreymi og áróðri. Þótt
lækning hafi ekki fundist eru smit-
unarleiðir þekktar og með öflugri
fræðslustarfsemi er unnið mikið
forvarnarstarf.
í flestum ríkjum hafa heilbrigð-
isyfirvöld veg og vanda af áróðrin-
um og ér mikifs um vert að hann Sé
í höndum hinna hæfustu manna og
sé beitt af viti og skilningi.
Þekking og vanþekking
Hér á landi hefur margt verið vel
gert í þessum efnum. Þó er ekki
örgrannt um að klámfengnir gal-
gopar og fólk sem hefur meiri
áhuga á að vera í sviðsljósinu en
þekkingarmiðlun hafi tekið um of
fram fyrir hendurnar á heilbrigðis-
yfirvöldum og sérfróðum um að
vara við eyðnihættunni.
Nú hefur Félagsvísindastofnun
gert könnun á hver vitneskja fólks
almennt er um sjúkdóminn og
varnir gegn honum. Heilbrigðisyf-
irvöld langar að vita hvað hefur
komist til skila af áróðrinum.
Þeir sem spurðir voru vita býsna
margt, rcyndar meira en góðu hófi
gegnir. En aðalatriðið er að hættu-
legustu smitleiðirnar eru alþekkt-
ar.
Hins vegar virðast fjölmargir
hafa rangar hugmyndir um hvernig
sjúkdómurinn smitast ekki. Það er
til dæmis útbreidd skoðun á íslandi
að hægt sé að smitast afeyðni með
kossum eða af klósettsetum. Yfir-
gnæfandi meirihluti heldur að veir-
an geti borist á milli manna með
matvælum, sem er andstætt því
sem sérfræðingar telja og hafa
margoft reynt að koma á framfæri.
Allt smokkakjamsið hefur kom-
ið því til skila að notkun gúmmí-
verja sé öflug vörn gegn eyðni.
Yfir 90% spurðra eru á því.
Þessi tröllatrú á gúmmíinu er í
öfugu hlutfalli við óttann við að
smitast af klósetti eða með því að
éta.
í áróðrinum eru greinilega ein-
hver oftúlkunaratriði, sem þeir er
fjalla um eyðni á opinberum vett-
vangi ættu að athuga nánar.
Á meðan fræðsla og áróður er
eina vörnin gegn útbreiðslu hættu-
legs sjúkdóms verður að beina
upplýsingaflæðinu í þann farveg að
aðalatriðin komist vel til skila en
hégiljur og hjátrú fljóti ekki með í
of ríkum mæli.
Alhliða fræðslu er þörf
Innan um þau ókjör ferðabækl-
inga sem dreift er til ferðalanga er
loksins kominn einn sem ætlað er
að ráðleggja hvernig komast á hjá
að verða veikur í útlöndum.
Það er fyrir löngu tímabært að
kenna fólki hvað það á að varast á
framandi slóðum og hvernig það á
að haga sér til að forðast veikindi
eða smit landlægra sjúkdóma.
Það er hægt að smitast af ýmsu
öðru en eyðni og sýklar og veirur
eiga margs konar aðgang að líkam-
anum. Almenn vitneskja um
hvernig varast á smit virðist ekki
vera upp á marga fiska og er því
þakkarvert að landlæknir og heil-
brigðisráðuneytið leggi eitthvað af
mörkum til að bæta þar úr, en
bæklingurinn er gefinn út á vegum
þeirra aðila.
Yfirleitt sýnist mikil þörf á að
upplýsa fólkið í landinu um hvemig
það á að halda sér heilbrigðu. Að
reykja ekki og nota bílbelti og
smokk eru þau áróðursatriði sem
öll áhersla hefur verið lögð á. En
fleira kemur til.
Salmonellusýking er að verða
algeng og þótt kunnáttumenn hafi
stunið því upp í framhjáhlaupi í
fréttaviðtölum hvernig koma megi
í veg fyrir hana, hefur það áreiðan-
lega farið fyrir ofan garð og neðan
hjá öllum þorra manna.
Hér er verk að vinna eins og á
svo mörgum fleiri sviðum forvarn-
arstarfs. Heilbrigðisyfirvöld ættu
að nota sér velvilja fjölmiðla til að
halda uppi öflugum áróðri til að
kenna fólki að halda sér heilbrigðu.
En í guðanna bænum látið lækna
og aðra sérfræðinga annast
fræðsluna fremur en skemmti-
krafta og fjölmiðlafólk sem veit
álíka mikið um efnið og kötturinn
á pólstjörnunni. -OÓ