Tíminn - 30.07.1987, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. júlí 1987
Tíminn 9
II AÐ UTAN
Amerískar rannsóknarstofur
reknar með erlendum heilabúum!
Nú er hclmingur nemenda próf-
essors Andrew Frank í vélaverk-
fræði við University of California í
Davis útlendingar. U.þ.b. 60 af
300 vísindamönnum sem starfa við
aðalrannsóknastöð Rockwell Int-
ernational Corporation eru erlend-
ir. Og þetta eru síður en svo
einstakar undantekningar í banda-
rískum stofnunum sem fást við
raunvísindi. Á sama tíma og
Bandaríkjamenn hafa vaxandi
áhyggjur af söfnun erlendra skulda
verða þeir í æ ríkara mæli að reiða
sig á heilabú erlendra vísinda-
manna og verkfræðinga. í síaukn-
um mæli eru það útlendingar sem
koma til með að þjálfa næstu
kynslóð bandarískra vísinda-
manna, vinna að nákvæmnisrann-
sóknum og sitja í lykilstöðum sem
virkir vísindamenn í rannsóknar-
stofum bandarískra iðnfyrirtækja,
að því er vísindamenn og skóla-
menn þar í landi halda fram.
Útlendingar í framhalds-
námi stærra hiutfall en
nokkru sinni
Þessa tilhneigingu má glöggt sjá
á straumi útlendinga til framhalds-
náms í bandarískum háskólum en
þangað sækja háskólar og stórfyrir-
tæki í iðnaði starfsmenn sína. Nú
eru 58% þeirra er stunda doktors-
nám í Bandaríkjunum útlendir, en
það er tvisvar sinnum hærra hlutfall
en um miðjan áttunda áratuginn.
Fjöldi útlendinga með Ph.D. gráðu
í stærðfræði og tölvufræði hefur
líka stóraukist, í rúm 40% þeirra
sem þeim árangri hafa náð. Og
útlendingar sem halda áfram rann-
sóknum eftir doktorspróf cru nú
tveir fimmtu hlutar þess hóps, voru
ekki nema þriðjungur 1979.
Hin gífurlega hlutfallslega'fjölg-
un útlendinga á þessu sviði á sér
tværsamtvinnaðarorsakir. Erlend-
ir stúdentar álíta enn háskóla í
Bandaríkjunum bjóða upp á besta
framhaldsnámið í verkfræði og
raungreinum og að þar sé mest um
að vera á tímum gerjunar í tækni-
legum efnum. Útlendingareru líka
orðnir fjölmennari í ýmsum öðrum
greinum við bandaríska háskóla
þ.á m. félagsvísindum og við-
skipta- og hagfræði. En þessi stefna
er mest áberandi í verkfræði og
raunvísindum.
Á sama tíma hefur bandarískum
nemendum í framhaldsnámi í verk-
fræðigreinum farið svo fækkandi
síðan á árunum upp úr 1970 að það
er ógnvekjandi. Þetta ástand
endurspeglar að hluta til versnandi
ástand hvað varðar þjálfun í tækni-
legum efnum í skólum undir
háskólastigi. Kunnátta nemenda
er líka lakari í eðlisfræði, efnafræði
og öðrum raunvísindum en ekki að
sama marki.
Tvíbent að treysta svo
mikið á erlenda menntamenn
Það er tvíbent að verða að
treysta svo mikið á erlenda
menntamenn. Það hefur átt sinn
þátt í því að bandaríska framhalds-
háskólakerfið hefur haldið yfir-
burðum sínum og styrkt Amerík-
ana í samkeppninni á iðnaðarsvið-
inu. Á árunum milli 1972 og 1982
jókst hlutfall útlendinga í liðinu
sem starfar við vísindi og verkfræði
í 17% úr 10% svo að dæmi sé nefnt.
En með tímanum getur þetta
háa hlutfall útlendinga orðið Akk-
ilesarhæll, ef margir þeirra tækju
þá ákvörðun að snúa til síns heima.
„Það stríðir gegn okkar þjóðlega
samkeppnisanda að þjálfa starfslið
við háskólana okkar, sem fer svo
heim til að taka upp samkeppni við
okkur,“ segir einn gagnrýnandi
þessa mikla aðgangs erlendra
námsmanna í þessar greinar. Og
forseti bandaríska vísindaráðsins
segir að miklar umræður eigi sér nú
í Bandaríkjunum
búa nú og starfa
fjölmargir erlendir
vísindamenn og
verkfræöingar en
búist er við að
margir þeirra eigi
eftiraðsnúatil síns
heima
Vaxandi þátttaka útlendinga í bandarískum verkefnum doktorsefna
stað meðal bandarískra vísinda-
manna um hvaða hlutverki erlendir
doktorar eigi að gegna í ameríska
kerfinu. „Það eru skiptar skoðanir
um hvort við eigum að reyna að
halda í þá. Eitt sjónarmiðið er það
að við viljum senda þá heim aftur,
sérstaklega ef þeir koma frá fátæku
landi. En annað sjónarmið er að
við höfum þjálfað þá og þeir geta
lagt sitt af mörkum til að banda-
rískur iðnaður og háskólar séu vel
starfhæfir," segir einn þeirra sem
hefur velt þessu máli fyrir sér.
Erlendir vísindamenn
hafa áður gegnt mikilvægu
hlutverki í Bandaríkjunum
Auðvitað er þetta ekki í fyrsta
sinn sem erlendir vísindamenn
hafa gegnt mikilvægu hlutverki í
Bandaríkjunum. A fjórða og
fimmta áratugnum var sá yfirburða
vísindagrundvöllur sem Bandarík-
in byggja enn á lagður að hluta af
miklum aðflutningi afburðamanna
mennina benda til þess að það
sama gildi um þá.
Sögusagnir ganga um að yfirvöld
á Taiwan og Ítalíu gangi fast á eftir
sínum mönnum í framhaldsnámi
með gylliboðum, þar sem m.a. er
boðið upp á aðstöðu á nýtískulega
búnum rannsóknastofum og rann-
sóknastyrki. Sem dæmi má nefna
að risafyrirtækið Istituto per la
Ricostruzione Industriale, sem er í
eign ítalska ríkisins, er að byggja
rannsókna- og þróunaraðstöðu til
að draga að vísindamenn til starfa
í héruðum í grennd Napolí, en þar
er fátækt mikil.
En nú eru líka útlend fyrirtæki
farin að bjóða í bandaríska
vísindamenn
Það má að miklu leyti þakka það
bandarískri þjálfun að nú hefur
öðrum þjóðum tekist í sumum
greinum að veita bandarískum
fyrirtækjum samkeppni á tækni-
lega sviðinu. Það er í fyrsta sinn
að stöðugur straumur útlendra vís-
indamanna haldi áfram að fylla
upp í þá eyðu.
Barátta um vísindamennina
- og stjórnustríðsáætlunin
gerir strik í reikninginn
Fyrirsjáanleg fækkun nemenda í
þessum greinum hefur í för með
sér miskunnarlausa baráttu iðnfyr-
irtækja, opinberra aðila og háskóla
um nemendur sem fara í fram-
haldsnám í verkfræði, tölvufræð-
um, stærðfræði og öðrum raun-
greinum. Einkum er búist við að
stjörnustríðsáætlun Reagans for-
seta þurfi á að halda miklum fjölda
hálærðra manna í þessum greinum.
Oft er látinn í ljós uggur um að
háskólarnir beri lægri hlut í þessari
samkeppni. Hámarki eiga vand-
ræði háskólanna eftir að ná á
síðasta áratug þessarar aldar þegar
á eftirlaun fer fjöldi þeirra kennara
sem bættust við kennaralið skól-
anna á 7. áratugnum, þegar “barn-
Hlutfall útlendinga sem vinna
að Ph.D. gráðu
Verkfræði Stærðfræði/ Eðlisfræði 60%
> tölvufræði vísindi
50
40
30
20
10
0
Source: National Science Foundation
Útlendu vísinda-
mennirnir hafa fyllt
upp í skarðið þegar
bandarískum ne-
mendum hefur
fækkað. Ef þeirfara
ábraut kemureng-
inn í þeirra stað
frá Evrópu, sem flúðu upplausnina
þar, margir þeirra gyðingar, og
settust að í Bandartkjunum. En
útlendu vísindamennirnir sem
koma til Bandaríkjanna nú eru
ólíkir þeim. Þeir eru ekki útlærðir
í sinni grein heldur koma í leit að
frekari þjálfun og meiri þekkingu
og fjöldi doktora í þeirra hópi sem
kemur á tímabundinni vega-
bréfaáritun - í stað þess að áður
komu þeir á innflytjendapappírum
- hefur aukist verulega. Nú orðið
eru það t.d. meira en 80% þeirra
sem sækja framhaldsnám í verk-
fræði sem eru á slíkum bráðabirgð-
advalarleyfum.
Japónsku og kínversku
nemendumir fara aftur heim
Meira en tveir þriðju hlutar
erlendu doktorsefnanna í verk-
fræði eru frá löndum í Asíu þar
sem þróunin er ör, og margir
þeirra eru aftur á förum heim.
Langflestir japönsku og kínversku
nemendanna fara aftur heim og
smásögur sem ganga um Kóreu-
eftir síðari heimsstyrjöldina sem
málum er þannig komið. Og vegna
þess hvað þessum útlendu fyrir-
tækjum vegnar vel eru þau nú farin
að fara á fjörurnar við bandaríska
afburða vísindamenn og bjóða upp
á vel útbúnar rannsóknarstofur og
spennandi verkefni.
„Síðustu 18 mánuðina hafa jap-
önsk fyrirtæki byrjað að leita fyrir
sér hjá bandarískum verkfræðing-
um og vísindamönnum um að
koma til starfa í Japan. Það er í
fyrsta sinn sem slíkt gerist," segir
rannsóknaforstjóri og yfirmaður
vísindastarfs við Rockwell. Og aðr-
ir kunnugir málum bæta því við að
„japönsku fyrirtækin vildu gjarna
ná í doktorana okkar í svo sem eitt
til tvö ár!“
En þörf Bandaríkjanna fyrir af-
burðamenn á trúlega eftir að verða
mest knýjandi rétt undir aldamót-
in, þegar fjórðungi færri Banda-
ríkjamenn verða á háskólaaldri en
í dag. Það má túlka sem fækkun
nema í verkfræði og vísindagrein-
um gróflega áætlað um 700.000 á
25 árum. Og það er allsendis óvíst
asprenging" eftirstríðsáranna sett-
ist á skólabekk á háskólastiginu.
Nýir menn verða að koma í þeirra
stað upp úr aldamótunum.
Konur og minnihlutahópar
eiga fáa fulltrúa í
raunvísindagreinum
- og undirstóðumenntunin í
molum
Þessi endurnýjun er áhyggjuefni
því að ekki er auðséð hvar á að
grípa upp nýja menn. Konur og
minnihlutaþjóðflokkar (aðrir en
Asíumenn) eiga fáa fulltrúa meðal
verkfræðinga og vísindamanna.
Konur hafa að vísu verið að sækja
á á þessum sviðum, en ekki að því
marki að draga úr fyrirsjáanlegri
mannfæð. Sérstaklega er veitt at-
hygli hversu fáir nemendur af öðr-
um þjóðflokkum en asískum leita
í þessar greinar vegna þess hve
hlutfall þeirra í þeim aldursflokk-
um sem stunda háskólanám fer
stækkandi.
Og enn eitt áhyggjuefni skóla-
manna sem sérhæfa sig í raunvís-
indagreinum er að nemendur koma
út úr skylduskólakerfinu án þess
að hafa næga undirstöðumenntun í
tæknilegum efnum til að tileinka
sér nám í þessum greinum á æðri
skólastigum.
„Skólakerfið okkar, undanfari
háskólanáms, er í reyndinni í mol-
um og víðs fjarri því að vera
sambærilegt við slíkt nám í öðrum
löndum," segir dr. Allen Bromley,
eðlisfræðiprófessor við Yale, en
hann sat sem varaformaður nefnd-
ar sem skipuð var af Hvíta húsinu
1986 til að kanna ástand banda-
rískra háskóla. „Það er þjóð okkar
til sárrar skammar," segir hann.
í viðleitni til að takast á við það
vandamál sem blasir við hafa þegar
hafist umræður milli stóru iðnfyrir-
tækjanna og háskólanna um hvort
og þá hvernig væri mögulegt að
samnýta þá starfskrafta sem völ
verður á. Og nokkur fyrirtæki eru
farin að kljást við vandann. Þannig
hefur t.d. The Digital Equipment
Corporation gripið til þess bragðs
að leggja fram tveggja milljón
dollara framlag á ári í reiðufé og
útbúnaði til að styrkja nám og
nemendur í vísindum og verkfræði^
Og vísindastyrktarsjóður
Bandaríkjanna varði 27 milljónum
dollara á árinu 1986 til að greiða
fyrir stöður ungra prófessora við
háskóla. En þetta framlag sjóðsins
var ekki nema 70% þeirra fjárveit-
inga sem í boði voru þar sem
mörgum ungum vísindamönnum
tókst ekki að útvega þau framlög á
móti frá einkaaðilum sem skilyrði
var að lægju fyrir. Stóru iðnaðar-
fyrirtækin vita óljóst að vandinn er
framundan, en almennt verða þau
ekki vör við hann fyrr en skyndi-
lega þegar vísindamannaskortur-
inn skellur á, segir einn sérfræðing-
ur í markaðsmálum.
Bandarískar reglur þrándur í
götu erlendra vísindamanna
Hvernig sem á málið er litið er
augljóst að Bandaríkjamenn verða
að treysta á erlendu heilabúin í æ
ríkara mæli. En má treysta því að
útlendingar haldi áfram að leita til
Bandaríkjanna f nógu stórum stíl?
Sumir sérfræðingar í skólamálum
segja að sú aukna sókn erlendra
vísindamanna þangað, sem hefur
verið 8% að meðaltali á ári undan-
farinn áratug, geti ekki haldist.
Og þeir útlendingar sem koma
til Bandaríkjanna, staldra þeir þar
við? Strangar bandarískar reglur
sem nú gilda þar um gera það
óhægt um vik að ráða útlendinga í
vinnu. Stundum finnst fyrirtækjun-
um það þess virði að berjast fyrir
að ná í rétta menn, en oftast finnst
þeim fyrirhöfnin við að berjast við
stirt kerfi meiri en svo að hún borgi
sig. Við þessa erfiðleika á að laða
til sín bestu erlendu afreksmennina
á raunvísindasviðinu bætist, að
stjórn Reagans forseta hefur tekið
upp afar stranga stefnu til að
hindra að hátæknikunnátta flytjist
til annarra landa. Afleiðingin ersú
að útlendingum er bannað að vinna
að háþróuðum verkefnum, þar sem
gáfur þeirra gætu komið amerísk-
um iðnaði að mestu gagni. Það
kann því að koma að því að létta
verði eitthvað á þessum hömlum til
að rannsóknarstofnanirnar reki
ekki í strand. Það er a.m.k. von
sumra sem hugleiða þessi mál.
„Hingað til höfum við notið
þeirrar slembilukku að þó nokkuð
margir útlendu vísindamannanna
hafa ákveðið að dveljast um kyrrt
í Bandaríkjunum," segir aðalvís-
indamaður General Electric Com-
pany, Roland W. Schmitt. „í
Bandaríkjunum eru margar rann-
sóknastöðvar, þ.á m. aðalstöð okk-
ar við G.E., sem hefðu verið
óstarfhæfar ef ekki hefði notið
þessara útlendu vísindamanna.“