Tíminn - 30.07.1987, Page 14
14 Tíminn
Fimmtudagur 30. júlí 1987
FRÉTTAYFIRLIT
RÓM — Cossiga forseti (talíu
afhenti kristilega demókratan-
um Giovanni Goria umboðið til
að leiða nýja fimm flokka sam-
steypustjórn sem reyndar er
stjórn sömu fimm flokka er
farið hafa með völdin undan-
farin ár.
AÞENA — Hitabylgjan sem
herjað hefur á Grikki síðustu
tíu daga virtist vera afstaðin í
gær þegar hitastigið lækkaði
verulega. Taliö er að um þús-
und manns hafi látist beint eða
óbeint af völdum hitabylgjunn-
ar í landinu.
mm
TSJERNÓBÍL — Fyrrum
framkvæmdastjóri kjarnorku-
versins í Tsjernóbíl í Sovétríkj-
unum, þar sem mesta kjarn-
orkuslys sögunnar varð í fyrra,
var dæmdur til tíu ára vistar í
þrælkunarbúðum. Samstarfs-
menn hans voru einnig dæmdir
í tíu ára vinnuþrælkun í lok
réttarhaldanna sem staðið
hafa yfir síðustu þrjár vikur.
GENF — Sovéska sendi-
nefndin lagði fram drög að
tillögum um bann við Frarn-
leiðslu geimvopna á sérstök-
um fundi samningamanna
stórveldanna. Sovétmennirnir
sögðu að semja þyrfti um
geimvopnin áður en farið væri
að ræða um mikla fækkun
langdrægra flauga.
KÚVAIT — Mikill sjógangur
truflaði þá sem unnu við að
fylla kúvaitska olíuflutninga-
skipið Bridgeton og tafði einnig
störf manna úr bandaríska
sjóhernum sem leituðu að
tundurduflum í Persaflóanum.
PARIS — Frönsk stjórnvöld
létu flugmóðurskip og tvær
freigátur sinar sigla úr höfn og
var talið líklegt að skipin héldu
til Persaflóans til að vernda þar
frönsk flutningaskip.
TOKYO — Japanska frétta-
stofan Kyodo hafði eftir æðsta
manni íranskra byltingarvarða
að íranir myndu hefna fyrir
hugsanlegar bandarískar ár-
ásir með því að ráðast gegn
stöðvum Bandaríkjamanna
hvar sem væri í heiminum.
TEL AVIV - ísraelskur sór-
fræðingur í málum er snerta
hryðjuverk sagði að hin leyni-
lega vopnasala Bandaríkja-
manna og Israelsmanna til Ir-
ans hefði fært baráttuna gegn
hryðjuverkamönnum mörg ár
aftur í tímann. Hryðjuverka-
mennirnir sæu nú að verk sín
bæru árangur.
Illllllilillllllllll! ÚTLÚND ..........................lllllllllllllll............ ..........1........... ..............I......I......... ......................................IIIHIIHil......................1.....1..................II.....II.............
: ,--------------------------------------: — =------------------------------=r—-----------------rr---------------------------------------r--------------------------------------
Sri Lanka:
Pappírsfriður í
þjóðflokkaófriði
Júníus Jaywardene forseti Sri Lanka veitti ekki af hervernd í gær þegar hann
undirritaði friðarsáttmála sem veitir tamílum takmarkaða sjálfsstjórn.
Cólombó-Reuter
Miklar óeirðir brutust að nýju út
í Cólombó, höfuðborg Sri Lanka, í
gær stuttu áður en Rajiv Gandhi
forsætisráðherra Indlands kom
þangað í heimsókn og undirritaði
friðarsáttmála ásamt Júníusi Jayew-
ardene forseta Sri Lanka. Friðarsátt-
málanum er ætlað að binda enda á
þjóðflokkastríðið sem geiisað hefur
í landinu síðustu fjögur árin.
Leiðtogarnir tveir undirrituðu
sáttmálann, sem indversk stjórnvöld
ábyrgjast, þrátt fyrir harða andstöðu
margra í meirihlutahópi singhalesa
og minnihlutahópi tamíla.
Ólætin urðu ekki aðeins í Cól-
ombó heldur einnig í mörgum minni
bæjum á þessu eyríki rétt suður af
Indlandi.
Útgöngubann var sett á alls staðar
í landinu eftir ólætin og mikill örygg-
isvarsla var í miðborg Cólombó
þegar Gandhi kom þangað með
fylgdarliði sínu.
Gandhi kom með þær fréttir frá
Indlandi að helsti skæruliðahópur
tamíla, tamíltígrarnir svokölluðu,
hefði látið af mótstöðu sinni við
sáttmálann, a.m.k. að mestu leyti.
Gandhi átti einmitt rúmlega klukku-
stundar langan fund með foringja
tamíltígranna í fyrrakvöld, áður en
hann hélt til Sri Lanka, og virtist sem
honum hefði tekist að sannfæra
skæruliðaforingjann um ágæti friðar-
samningsins.
Tamílar á Sri Lanka hafa undan-
farin ár barist af hörku fyrir sjálf-
stæðu ríki á norður- og austurhluta
landsins. Tamílarnir eru I miklum
minnihluta á eynni en á Indlandi búa
tugir milljóna tamíla og hafa þefr
stutt dyggilega við bakið á bræðrum
sínum á Sri Lanka. Indverska stjórn-
in hefur því mikið að segja í átökun-
um þessum í grannríkinu litla.
Singhalesar eru 73% þeirra 16
milljón manns sem byggja Sri Lanka
en tamílar aðeins 13%.
Mörgum í hópi singhalesa finnst
sáttmálinn, þar sem tamílum eru
gefin takmörkuð sjálfsstjórnarvöld,
ekki vera annað en plagg sem heimili
skiptingu landsins og hafa þeir mót-
fnælt hárkaléga að undanförnu.
Samkvæmt sáttmálanum getur Ja-
ywardene forseti beðið um indversk-
ar öryggissveitir til að halda friðinn
þ.e.a.s. verði hann ekkivirtur.
Geislar
Sony ná
til Austur-
ríkis
Anif, Austurríki-Reuter
Sony fyrirtækið japanska opn-
aði í gær sína fyrstu verksmiðju í
Evrópu er framleiðir geisladiska,
nánar tiltekið í austurríska bæn-
unt Anif sem er nálægt Salzburg
þar sem Mozart sjálfur fæddist.
Fyirtækið nýja á að framleiða
um tvær milljónir geisladiska á
mánuði þegar framleiðslan verð-
ur komin á fullt á miðju næsta ári.
Margt mikilmenna var við opn-
un verksmiðjunnar í gær, þar á
meðal hljómsveitarstjórinn Her-
bert von Karajan og Franz Vran-
itzky kanslari Austurríkis auk
Nirio Ohga æðsta manns Sony
fyrirtækisins.
Hinn 79 ára gamli von Karajan
kom geisladiskatækninni á fram-
færi í samvinnu við forráðamenn
Sony fyrir sjö árum og það var
hann sem fékk japanska fyrirtæk-
ið til að setja upp verksmiðjuna í
Austurríki.
Sony hefur þegar komið upp
geisladiskaverksmiðjum í heima-
landinu Japan og Bandaríkjun-
um.
ÚTLOND
UMSJÓN:
Heimir
Berqsson
"BLAÐAMAÐUR
Perú:
García stefnir að
þjóðnýtingu banka
- Þingmenn ánægðir með tillögu forseta síns -
Perú mun einangrast enn meir segja erlendir bankamenn
Lima-Reutcr
Alan García forseti Perú hóf
þriðja ár sitt í valdastólnum með
því að leggja til að allir bankar og
aðrar fjármálastofnanir yrðu
þjóðnýttar, aðallega til að koma í
veg fyrir fjármagnsflæði út úr land-
inu.
Þingið í Perú fagnaði tillögu
forseta síns í vikunni en erlendir
bankamenn sögðu að ef hún yrði
samþykkt myndi landið einangrast
enn meir frá hinu alþjóðlega
bankakerfi.
Þingið í Perú verður að sam-
þykkja tillögu Garcfa en ólíklegt
þykir annað en það verði gert.
Flokkur forsetans, sem er vinstra
megin við miðju í stjórnmála-
munstrinu, hefur töglin og hagld-
irnar á þingi og fögnuðu þingmenn
þegar García hvatti til þjóðnýting-
ar til að „útdeila að nýju efnahags-
legum völdum og gera framleiðsl-
una lýðræðislegri“.
Þjóðhátíðardagur Pcrúmanna
var á þriðjudaginn og í gær var
einnig frídagur í landinu. Emb-
ættismaður stjórnvalda sagði að
ríkisstjórnin myndi taka yfir stjórn
bankanna, þegar þeir verða opnað-
ir að nýju í dag, þangað til þingið
hefur tekið formlega ákvörðun í
þessu máli.
García sagði ekki í ræðunni
hvort hann teldi sex erlenda banka,
sem hafa útibú í höfuðborg lands-
ins Lima, með í þjóðnýtingaráætl-
un sinni. Heimildarmenn Reuters
fréttastofunnar sögðu þó að bankar
þessir, meðal annarra Tokyobanki
og Chase Manhattan banki, yrðu
ekki undanskildir í ríkisrekstrin-
um.
„Forsetinn er að fara með land
sitt lengra og lengra í burt frá
alþjóðlegum mörkuðum“, sagði
einn bankamaður frá New York er
hann heyrði af ræðu García. Fleiri
bandarískir bankamenn tóku í
sama streng og sögðu að ef tillögur
forsetans yrðu samþykktar myndi
Perú einangrast enn meir frá hinu
alþjóðlega bankakerfi. Stjórnvöld-
um í Perú hefur gengið illa að fá
erlend lán að undanförnu eftir að
hún ákvað að minnka verulega
endurgreiðslur af lánum til er-
lendra lánastofnana s.s. Alþjóða-
bankans og Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins.
Alan García forseti Perú: Vill
þjóðnýta banka og fjármálastofn-
anir í landi sínu
García sagði að þjóðnýtingin
væri nauðsynleg til að koma í veg
fyrir að viðskiptamenn flyttu fjár-
magn út úr landinu í stað þess að
fjárfesta heima fyrir. Ríkisstjórnin
hefur reynt að fá fyrirtæki til að
fjárfesta í atvinnulífinu heima fyrir
t.d. með því að lækka skatta og
vaxtagreiðslur þeirra. Engu að síð-
ur streymir fjármagnið út úr land-
inu og hurfu til að mynda 96
milljónir dollara úr gjaldeyrissjóði
landsins í maímánuði einum.
Efnahagsumsvif í Perú jukust
mjög árið 1986 en það sem af er
þessu ári hafa þau dregist verulega
saman og hafa helstu ástæðurnar
þegar verið nefndar, nefnilega lítil
fjárfesting heima fyrir og fjár-
magnsflæði út úr landinu jafnframt
því sem skortur er á erlendum
lánum.
Erlendar skuldir Perú nema nú
14,7 milljörðum dollara og hafa
stjórnvöld tekið upp harða stefnu
varðandi endurgreiðslur af þessum
lánum. Það hefur aftur á móti þýtt
að bæði Alþjóða gjaldeyrissjóður-
inn og Alþjóðabankinn hafa tekið
fyrir miklar lánveitingar til
landsins.