Tíminn - 30.07.1987, Page 19

Tíminn - 30.07.1987, Page 19
Fimmtudagur 30. júlí 1987 Tíminn 19 MINNING ■■Illll lllllllll Gunnar Guðmundsson raftæknir KUABÆNDUR ATHUGIÐ Fæddur 9. apríl 1947 Dáinn 23. júlí 1987 Úr djúpum geimsins er dagurinn risinn og slær dýrlegum roða á óttuhimininn bláan - og lof sé þér, blessaða líf, og þér, himneska sól, og lofsé þér, elskaða jörð, að ég fékk að sjá hann. (Guðmundur Böðvarsson) Fimmtudaginn 23. júlí sl. barst okkur sú sorgarfregn að mágur okk- ar Gunnar Guðmundsson hefði far- ist í flugslysi við Blönduós fyrr um daginn, ásamt þremur öðrum. Mann setur hijóðan við slíka helfregn og hugurinn leitar til baka. Gunnar var fæddur og uppalinn í Reykjavfk, sonur hjónanna Guð- mundur Þ. Björnssonar, málara og Sigurveigar Stellu Konráðsdóttur. Hann lauk raftækninámi frá Tækni- skóla íslands um áramótin 1978-’79. Stofnuðu þeir Friðrik Dungal fyrirtækið Rafmótun s/f á árinu 1984 og ráku það í sameiningu til dauða- dags. Gunnar var kvæntur Kolbrúnu Jónsdóttur og áttu þau saman eina dóttur Ásu Dagnýju fædda 1975. Gunnar átti einn dreng fyrir, Stein fæddan 1970. Gunnar var félagslyndur rnaður, virkur og starfsamur, þó ekki léti hann mikið á sér bera. Ungur fékk hann brennandi áhuga á knattspyrnu og gekk í knattspyrnu- félagið Fram og keppti og starfaði dyggilega fyrir það féiag alla tíð síðan. Einnig tók Gunnar virkan þátt í starfi Álafosskórsins. Eftir að fundum okkar bar saman kom fljótt í Ijós, að hann var ávallt boðinn og búinn að veita alla þá aðstoð sem hann gat, er til hans var leitað. Gunnar var skapgóður og jafn- lyndur, ávallt hress og viðræðuþýður en þó mikill baráttumaður í starfi og leik. Erfitt er að lýsa tilfinningum okk- ar á þessari stundu, en minningin um Gunnar mun lifa, minning um góðan dreng. Eiginkonu hans Kolbrúnu, börnum Steini og Ásu Dagnýju, foreldrum og systkinum vottum við okkar dýpstu samúð. Ásmundur, Eyjólfur, Torfí Mig langar að minnast bróður míns með fáeinum orðum. Gunnar Guðmundsson var fæddur 9. apríl 1947 og því nýlega orðinn fertugur að aldri þegar kallið kom með svo hörmulegum hætti. Maður verður svo vanmáttugur og skortir orð. En myndir og minningar koma upp, svo ótal margar. Góðar, hlýjar og jafn- vel broslegar, það gefur styrk. Ég er lítið eitt eldri og því man ég þegar hann kom sem sólargeisli inn í líf mitt. Ég man fyrstu sporin, hlaupin og hláturinn, matrósafötin með flautunni og fyrstu jakkafötin því þá var maður orðinn fullorðinn. Umhverfið var frjálslegt og börn gátu leikið sér nánast allsstaðar. En ábyrgð stórusystur var mikil að mér fannst. Það var stundum brosað kankvís- lega til mömmu þegar hún hafði þennan litla snáða með í strætó. Það mátti rétt greina fallegu augun og brosið frá plástrum og skeinunt. Ég átti líka einlæga aðdáun hans þegar ég lærði að hjóla á stóra hjólinu hans pabba, auðvitað undir stöng. Hann var ekki gamall þegar aðal- áhugamálið var alveg Ijóst, það var knattspyrnan. Framfélagið og allir þeir góðu félagar sem hann eignaðist þar. Síðasta ferðin var farin til að hvetja og horfa á félagana í leik á Ólafsfirði. Fjörutíu ár eru ekki langur tími á mannsævi. Gunnar átti góð ár og oft viðburðarík. Hann eignaðist góðan lífsförunaut, Kolbrúnu Jónsdóttur og með henni eina dóttur, Ásu Dagnýju. Fyrir hjónaband eignaðist hann einn son, Stein. Bæði Steinn og Ása Dagný minna mig um margt á föður sinn, ekki síst íþróttaáhuginn. Guð blessi þau og styrki. Kolla og Gunnar áttu margar góðar stundir og um margt lík. Tóku virkan þátt í áhugamálum hvorl annars. Þá bættist söngurinn við. Þau voru meðlimir Álafosskórsins. Þar eignuðust þau góða vini og minningar. Ég sakna þín elsku bróðir minn, sakna þín úr eldhúsinu þegar þú skaust inn og fékkst bita áður en farið var á æfingu með gömlu fé- lögunum. Báðar fjölskyldurnar eiga góðar minningar frá 17. júní síðast- liðnum og góðri kvöldstund fyrir stuttu. Þá gat ég stolt sýnt þér fyrsta barnabarnið mitt. Til eru þeir sem gefa og þekkja hvorki þjáningu þess né gleði og eru sér ekki meðvitaðir um dyggð sína. Þeir gefa eins og blómið í garðinum, sem andar ilmi sínum út í loftið. Guð blessi ykkur öll. Traustur vinur og bróðir er genginn, hvíli hann í friði. Sirrý systir Sýklamælarnir komnir. Til afgreiðslu strax íslenskur leiðarvísir fylgir Verð kr. 9.000.- BOÐI hf KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800 Hallmar Freyr Bjarnason falin trúnaðarstörf. Hann var kosinn í knattspyrnuráð félagsins 1952 og í aðalstjórn Í.F. Völsungs var hann kosinn á aðalfundi 6. október 1954 og var síðan stjórnarmaður samfellt allt til æfiloka. Hann gegndi þannig stjórnarstörfum í félagi sínu í 35 ár og var formaður þess frá árinu 1978. í þann tíma, er Hallmar Freyr var að alast upp á Húsavík, þá var flest fólk á íslandi fátækt af veraldarauði. Fólk á Húsavík fór ekki varhluta af þeirri fátækt. Samt sem áður kemur fram í nýlegu blaðaviðtali við Frey, að honum var Húsavík mjög fallegur heimur á æskuárunum. Þann fallega heim vildi Freyr varðveita með æskufólki á Húsavík og að því vann hann með starfi sínu í íþróttafélag- inu Völsungi næstum alla starfsæfi sína. Hallmar Freyr Bjarnason er horf- inn af vettvangi, en íþróttafélagið Völsungur hefur notið verka hans og mun enn njóta þeirra um langa framtíð. j.F. Völsungur Afmæíis- og UTSYIM1 Fagurs útsýnis get- ur ökumaöur ekki notið ööruvisi en aö stööva bilinn þar sem hann stofnarekki öörum vegfarendum í hættu (eöa tefur aöra umferö). UX™0" minnmgargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Freyr Bjarnason er látinn Hann lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 21. júlí sl. Hann fæddist 21. nóvember 1931 og var því aðeins á 56. aldursári, þegar kallið kom. Það eru ekki ýkja mörg æfiár, en á þeim árum skap- aði hann mjög lifandi sögu í huga okkar, sem þekktum hann. Hann lét til sín taka og varð þekktur maður fyrir störf að félags- og æskulýðsmál- um. Hann var fæddur og uppalinn á Húsavík og á Húsavík átti hann heima alla sína æfi. Hann unni sinni heimabyggð og Húsavík og æsku hennar vann hann það sem hann vann. Hann var knúinn til starfa sinna af mjög heitum huga og því var hjarta hans mikið bæði í fögnuði og mótbyr. Hann giaddist innilega, þeg- ar Völsungum vegnaði vel og tók nærri sér, þegar miður gekk. Hallmar Freyr varð félagsmaður í íþróttafélaginu Völsungi árið 1947 og í félaginu voru horium snemma Verid velkomin í 6 DAGA FJALLAFERÐIR okkar í sumar um Borgarfjörð, Kaldadal, Landmanna- laugar, Eldgjá, Skaftafell og Þórsmörk. Brottför alla mánudaga fram til 17. ágúst. VERÐ AÐEINS KR. 13.200,- Inniffalið: Allur matur, tjöld, dýnur og leiðsögn. Börn fá 50% afslátt. ^^^lJL^A^ACOBSEN^eröaskrifstofa Austurstræti 9 - Simar 13499 & 13491 Vinna erlendis Hjá okkur getur þú fengið bók, sem er full af upplýsingum um störf um allan heim, til lengri eða skemmri tíma. Um er að ræða stöður í: Málmiðnaði, olíuiðnaði, kennslu, útivinnu, sjómennsku, hótel og veitingastörfum, au-pair, ferðaieiðsögn, ávaxtatínslu í Frakklandi og U.S.A. snyrtistörfum, fyrirsætustörfum, vinnu á búgörðum og bænda- býlum eða á skemmtiferðaskipum o.m.fl. Bókinni fylgja umsóknareyðublöð. Þetta er bók sem þú þarfnast ef þú hugar að vinnu erlendis, þú færð upplýsingar um störf, íbúðakost, vinnutíma o.fl. þar að auki heimilisföng c.a. 1000 staða og vinnumiðlana. Þú kaupir þessa bók fyrir kr. 98.- sænskar, innifalið burðargjald og 10 daga skilaréttur. Pantaðu í dag. Skrifaðu til CENTRALHUS Box 48,142 00 Stockholm Ordretelefon: 08-744 1050 P.S. Við ráðum ekki í störf.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.