Tíminn - 30.07.1987, Side 20
20 Tíminn
Fimmtudagur 30. júlí 1987
DAGBÓK
Áætlun
Hríseyjarferjunnar
Opið hús
fyrir erlenda ferðamenn
í Norræna húsinu
Fimmtudagskvöldið 30. júlí kl. 20.30
talar Helga Jóhannsdóttir þjóðlagasafnari
um íslensk þjóðlög í Norræna húsinu.
Helga hefur ferðast um landið undanfarin
ár og safnað þjóðlögum og mun hún ræða
þau og leika tóndæmi af snældu. Að
loknu stuttu kaffihléi verður sýnd kvik-
mynd Ósvrdds Knudsens „Sveitin milli
sanda“ með norsku tali.
Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku,
því að þetta er liður í sumardagskrá
hússins, sem er aðallega ætluð norrænum
ferðamönnum. Þessi sumardagskrá,
„Opið hús“, hefur verið á hverju fimmtu-
dagskvöldi í júli og verður áfram í ágúst.
Frá Árskógssandi kl. 9.30 kl. 13.30
kl. 18.30 kl. 22.30
Frá Flrísey kl. 9.00 kl. 13.00
kl. 18.00 kl. 22.00
Föstudaga - sunnudaga
Frá Árskógssandi kl. 16.30
Frá Hrísey kl. 16.00
FERÐAMENN
Bensín,
olíur og gas.
Hamborgarar
Samlokur
Pylsur
ÖL ís og gos
Þykkvabœjarbjúgu
Þykkvabœjar-franskar
Kjötvörur frá Höfn, Selfossi
Veiðileyfi í Rangá og Hóisá
Þeir fiska sem róa
Góða ferð
HELLIRINN
Ægissíðu, Rangárvallasýslu
Sími 99-5104
s.o.s.
3ja herbergja íbúð óskast
Tvær starfsstúlkur Tímans óska
eftir íbúð frá og með 1. sept. nk.
Skilvísum greiðslum, reglu-
semi og mjög góðri umgengni
heitið. Einhver fyrir-
framgreiðsla ef
óskað er. Upplýs-
ingar í síma 18300. c
Sigga og Guðrún
Kaffistofa hússins og bókasafn eru opin
fram eftir þessi kvöld og í bókasafninu
liggja frammi bækur unt ísland og íslensk-
ar hljómplötur.
Aðgangur er ókeypis og allir eru vel-
komnir í Norræna húsið.
Skúlptúrar og málverk
í Hafnargalleríi
Nú stendur yfir sýning í Hafnargalleríi
á verkum þriggja listakvenna. Þær Mar-
grét Magnúsdóttir og Sonja Hákansson
sýna skúlptúra úr stáli, tré og gleri og
Ólöf Ingólfsdóttir sýnir málverk.
Sýningin er opin á verslunartíma og á
laugardögum kl. 9-12. Hún stendur til 5.
ágúst nk.
Hafnargallerí er á loftinu hjá Bóka-
verslun Snæbjarnar í Hafnarstræti.
Útivist
Ferðir um verslunarmannahelgi 31. júlí -
3. ágúst.
1. kl. 20.00 Núpsstaðarskógar. Tjöld.
Einn skoðunarverðasti staður á Suður-
landi.
2. kl. 20.00 Lakagígar - Leiðólfsfell.
Gengið um Lakagíga. Ekið Línuveginn.
Heim um Eldgjá og Laugar. Hús og tjöld.
3. kl. 20.00 Kjölur - Drangey - Skaga-
ijörður. M.a. farið um Laugafell, Vest-
urdal (að Hraunþúfuklaustri), í Skagafj-
örð og ógleymanlega Drangeyjarsiglingu.
Svefnpokagisting.
4. kl. 20.00 Þórsmörk. Ódýr Þórsmerkur-
ferð. Skálagisting í Básum
Laugard. kl. 8.00. Skógar - Fimmvörðu-
háls - Þórsmörk. Og Þórsmörk.
Sumarleyfisferöir.
1. Eldgjá - Strútslaug - Þórsmörk. 27.
júlí - 2. ágúst. Bakpokaferð. Fararstjóri:
Rannveig Ólafsdóttir.
2. Hornstrandir - Hornvík. 31. júlí - 4.
ágúst. Rúta eða flug til ísafjarðar, með
skipi til Hornvíkur og tjaldbækistöð þar.
Fararstjóri: Lovísa Christiansen.
3. Lónsöræfi. 5.-12. ágúst. Tjaldbækistöð
við lllakamb.
4. Hálendishringur. 9.-16. ág. 8 dagar,
stytt ferð. Gæsavatnaleið - Askja —
Kverkfjöll - Mývatn.
5. Tröllaskagi 9.-15. ágúst. Ný ferð. Farin
Tungnahrygg úr Barkardal, að Hólum og
síðan ekið til Siglufjarðar, gengið þaðan
Héðinsfjörð til Ólafsfjarðar. Gist í húsum
og tjöldum. Uppl. og farm. á skrifst.,
Grófinni 1. símar 14606 og 23732.
Sjáumst.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins:
31. júlí-6. ágúst (7 dagar): Arnarfell
hið mikla - Þjórsárver - Kerlingarfjöll.
Gist í Þúfuveri í tjöldum fyrstu
nóttina, farið á bát yfir Þjórsá á laugar-
degi og gengið á Arnarfell hið mikla.
Síðan er gengið um Þjórsárver, Illahraun
og til Kerlingarfjalla. Þetta er gönguferð
með viðleguútbúnað.
31. júlí-3. ágúst (4 dagar): Núpsstaðar-
skógur.
Ekið í tjaldstað við fossinn Þorleif
míganda. Gönguferðir um nágrennið s.s.
Súlutinda, Núpsstaðarskóg, að Núpsá,
Hvítá og víðar.
Pantið tímanlega í sumarleyfisferðirn-
ar. Upplýsingar á skrifstofu F.Í., Öldu-
götu 3. - Ferðafélag íslands.
Hriseyjaríerjan
Farsími: 985-22211
Veitingahúsið
Brekka
Brekka nýtt veitingahús í Hrísey
Úrval sjávarrétta, og
galloway nautasteikur
alltaf á boðstólnum
Opið frá 9-22, og til 23.30 um helgar
Velkomin til Hríseyjar
Borðapantanir í síma 96-61751
FERÐAMENN akiðekki
framhjá Hvolsvelli. Félagsheimilið
Hvoll býður upp á kaffihlaðborð og
heitan mat.
Tökum einnig á móti hópum.
Góð tjaldstæði á staðnum.
Opið kl. 8-22. - Sími 99-8144
FÉL AGSHEIMILIÐ HVOLL
RANGÁRVALLASÝSLU