Tíminn - 30.07.1987, Page 24

Tíminn - 30.07.1987, Page 24
KR-INGAR og Framarar eigast viö í 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld og getursá leikur oröiö til að línur skýrist á toppi deildarinnar. Valsmenn sigruöu KA í gær, Þórsarar geröu jafntefli en Skaga- menn unnu. Nýliöarnir í 2. deildinni eru í tveimur efstu sætunum eftir leiki gærkvöldsins. Sjá íþróttir bls. 10-11. KÆTA 1917 /VJ 1987 Á n a I / . IVI/AIXO Tíminn Átök í Alþýöubandalagi: Guðmundur J. segir sig úr flokknum Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands ís- lands og Dagsbrúnar og fyrrverandi alþingismaður hefur sagt sig úr Al- þýðubandalaginu. Að sögn Guð- mundar er langt síðan hann tók þessa ákvörðun, en beið með að framkvæma hana þar til eftir kosn- ingar og ríkisstjórnarmyndun af til- litssemi „við marga góða vini“ innan flokksins sem áttu sæti á framboðslistum. Ástæðuna fyrir úr- sögn sinni segir Guðmundur vera frávik flokksins frá fyrri hugsjónum, starfshætti innan flokksins og að hann vilji ekki lúta flokksaga þegar um er að ræða stefnumótun sem kemur frá ákveðnum forystumönn- um flokksins. Guðmundur hefur starfað í Al- þýðubandalaginu frá stofnun þess og áður í Sameiningarflokki alþýðu- Sósíalistaflokknum. -BG Árni Ingason, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Stefáni Thorarensen með eina af hinum vinsælu einnota stólpípum. Tímamynd Pjetur . ðlð í stólpípum Sala á stólpípum hefur fjörutíu og fimm faldast síðustu vikuna og skiptir tala seldra pfpa hundruðum að sögn Árna Ingasonar fram- kvæmdastjóra markaðssviðs, hjá heildversluninni Stefán Thorarens- en hf. í Síðumúlanum. Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um föstur til grenningar og að ýmissa sögn til að hreinsa eiturefni úr líkamanum. Læknar telja þó að ýmis líffæri gegni því hlutverki að losa líkamann við óæskileg auka- efni og geri það í flestum tilvikum með sóma. Því hafi fösturnar og notkun sólpípna í þessum tilgangi ekki góð áhrif. Ofnotkun ástólpíp- um, samfara löngum föstum getur hins vegar beinlínis verið hættuleg slímhúðinni í þörmunum. Hinar umdeildu föstur virka þannig að fólk drekkur ávaxta- og grænmetivökva sem og jurtate dög- um saman án þess að neyta nokk- urrar annarrar fæðu. Stólpípan er svo notuð kvölds og morgna til að hreinsa þarmana. Á þennan hátt minnkar næringarupptaka úr þörmunum svo fólk léttist. Bæði eru til einnota stólpípur sem kosta u.þ.b. 200 krónur svo og margnota á 500 kr. Að sögn Árna Ingasonar seldust stólpípur lítið sem ekkert hjá fyrirtækinu árum saman. Nú hins vegar eru ódýrar einnota stólpípur uppseldar hjá fyrirtækinu og sala á töluvert mikið dýrari settum hefur aukist til muna. IDS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.