Tíminn - 06.08.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 6. ágúst 1987
Semja um skuldir og
leita fyrirgreiðslu
Fjárnumskröfur og veðrcttarskrá
Hótel Arkar í Hveragerði fylla sex
blaðsíður og skuldatölur hækka
hratt í samræmi við vísitöluna. Nú
sem stendur liggja sautján fjárnáms-
kröfur inni á borði hjá sýslumannin-
um á Selfossi og bíða þar afgreiðslu.
Þær elstu eru frá því fyrir áramót og
því verður ekki öllu lengur hjá því
komist að auglýsa uppboð og ganga
að skuldaranum. Fjárnámskröfurn-
ar nema mörgum milljónum sam-
kvæmt heimildum Tímans.
Sem stendur eru Byggðasjóður,
Framkvæmdasjóður, Ferðamála-
sjóður, Landsbankinn og Búnaðar-
bankinn að ræða saman um mögu-
legar leiðir til að bjarga þessu fallega
hóteli frá gjaldþroti því sem við
blasir. Það er þegar orðið alveg ljóst
að þótt allir þessir aðilar legðu
saman í eitt tækist ekki að afmá
skuldahalann með venjulegum
lánum. Því hefur verið talað um
sérstök hagstæð lán til lengri tíma.
Enginn þessara sjóða hefur þó bol-
magn til að leggja út fyrir þeirri
upphæð sem nauðsynlega þyrfti að
koma til ef bjarga ætti hótelinu.
Eins og Tíminn greindi frá í gær
hafa eigandinn og lögmaður hans
veriö að ræða þá leið að óska eftir
greiðslustöðvun til að fá næði til að
leysa úr vanda sínum. Að sögn
lögmanna hefur Pétur Pór Sigurðs-
son, lögmaður Helga Þórs Jónsson-
ar, verið ótrúlega duglegur við að
bjarga málum fyrir horn á síðustu
stundu. Taldi cinn viðmælenda að
svo yrði einnig núna og að hann
veðjaði á Helga Þór í þessu máli.
Þessi viðmælandi Tímans gekk
nýverið að Helga Þór með allháar
kröfur sem voru afgreiddar þannig
að sumir reikningarnir voru greiddir
en allar aðrar skuldir fengu sam-
þykkta tryggingu í fasteignum hó-
telsins. Var hér um aö ræða ógreidda
reikninga fyrir vinnu og hráefni, þ.e.
rekstrarreikninga.
Að sögn Snorra Tómassonar hjá
Framkvæmdasjóði ríkisins er ein
meginástæða erfiðleikanna sú að of
stór hluti fjárfestingalánanna var
fenginn í gegnum bankakerfið til
frekar skamms tíma. Lengstu af-
borganir fjárfestingalánanna væru
lán úr Byggðasjóði og Framkvæmda-
sjóði en þau væru aðeins til 15 ára.
Fannst honum eðlilegt að slík lán
væru veitt til 30-40 ára þar sem hótel
af þessari gerð ætti eftir að standa
mjög lengi. Erlendis væri gjarnan
talað um 100 ára fyrirbæri í sam-
bandi við þessa hluti og því væri
eðlilegt að miða fjárfestingalán við
mun lengri tíma en hér hefði verið
gert.
„Við erum að skoða þetta mál
núna og það er greinilegt að það þarf
eitthvað að koma til fljótlega," sagði
Snorri. „Þessu verður hugsanlega
deilt á nokkra aðila og ýmsir koma
til greina."
Nefndi hann að Landsbankinn
væri stór í þessu máli og Ferðamála-
sjóður hafi þegar lánað honum fé og
því væri eðlilegt að hann tæki þátt í
þessu. Búnaðarbankinn er einnig
inni í myndinni þar sem hann hefur
lánað honum talsvert fé.
Samkvæmt upplýsingum frá Sel-
fossi er talið að fíjótlega verði af
uppboði hjá sýslumannsembættinu.
Fjárnámskröfurnar sem þar liggja
eru sumar orðnar full gamlar og
gjöld til embættisins eru í vanskilum.
Opinber gjöld starfsmanna sem at-
vinnurekandinn á eftir að greiða
teljast nú í háum tölum. Eru þess
dæmi að launatengd gjöld séu
ógreidd allt frá síðasta ári og jafnvel
frá upphafi. Sýslumannsembættið
hefur nú til meðferðar slík tilfelli og
verður ekki mikið lengur hjá því
komist að láta til skarar skríða eins
og einn starfsmaðurinn orðaði það.
Það hafi reyndar verið látið bíða um
hríð vegna sumarleyfa hjá embætt-
inu, en innan skamms verði gengið í
málið. KB
Allt sýningarsvæði upppantað:
Landbúnaðarsýningin Bú ’87 hefst föstudaginn 14. ágúst í Keiöhöllinni
í Víðidal.
Aðstandendur sýningarinnar gátu hafið undirbúning fyrir alvöru eftir
verslunarmannahelgi og er þar nú unnið hörðum höndum að koma upp
sýningarbásum og öðru því sem þarf til sýningarinnar.
Það eru landbúnaðarráðuneytið,
Stéttarsamband bænda, Markaðs-
nefnd landbúnaðarins, Búnaðar-
félag íslands og Framlciðsluráð
landbúnaðarins sem standa að sýn-
ingunni en sýningaraðilar verða
alls um 100 talsins, bæði inni í
Reiðhöllinni og á útisvæðum í
kringum höllina.
Á útisvæðum verða allar tegund-
ir búfjár. Verið er að byggja lítið
Ioðdýrahús með 12 til 14 minkum
og 7 refum og mjaltafjós þar sem á
hverjum degi á meðan sýningin
stendur verða sýndar mjaltir.
Pelsa- og skinnasýning verður inni
í Reiðhöllinni svo og fatnaður úr
kanínufiðu. Á útisvæði verður
einnig fiskeldi, ferðaþjónusta
bænda, Landgræðsla ríkisins,
skógrækt og jarðrækt. Verið er að
athuga hvort hægt verður að búa til
eldfjall úr einum hólnum fyrir utan
Reiðhöllina, svo það er eitt og
annað sem verið er að vinna að
fyrir sýninguna.
Inni í höllinni verða héraðsvök-
ur, tískusýningar og ýmis konar
uppákomur á hverjum degi auk
þess sem fjöldi sýningarbása er
þar. Á ýmsum stöðum á útisvæðinu
verða búfjársýningar, fjárhunda-
sýningar, grillveislur og hægt verð-
ur að komast á hestbak. Veitingar
verða í Félagsheimili Fáks og í
kaffistofu í Reiðhöllinni en fram-
tíðarveitingastofan í Reiðhöllinni
verður ekki tilbúin fyrir sýninguna.
Uppboðsmarkaður á hrossum
verður í fyrsta sinn haldinn í Reið-
höllinni en vonir standa til að hún
geti í framtíðinni orðið vettvangur
hrossakynninga og sýninga af ýmsu
tagi. Það er félag hrossabænda sem
sér um þennan hestamarkað. Hver
landshlutadeild félagsins sendir tvö
hross á markaðinn og eru seljendur
skuldbundnir til þes að taka einu
tilboði af þremur hæstu tilboðum.
Tilboðum á að skila í sérstakan
kassa í höllinni og verða þau síðan
opnuð síðasta dag sýningarinnar,
sunnudaginn 23. ágúst kl. 21:30.
Félagar úr hestamannafélögum
á höfuðborgarsvæðinu munu vera
með „Hestinn og söguna“ á úti-
umsjón með kynningu á úrvalsrétt-
um alla daga sýningarinnar, sauð-
fjárbændur ætla að standa fyrir
„grillveislu aldarinnar" og svína-
bændur ætla að grilla í „grísa-
veislu" einni mikilli en þær veislur
verða haldnar sinn daginn hvor.
Sér kjötvinnsludeild verður á sýn-
ingunni þar sem í fyrsta sinn verður
sýnd úrbeining og aðrar kjöt-
vinnsluaðferðir. Þar og í sýningar-
básum mjólkuriðnaðarins verður
m.a. hægt að kaupa vörur á kynn-
ingarverði.
Á sýningunni verður þess minnst
að 150 ár eru liðin frá stofnun
búnaðarsamtaka hér á landi og
verður haldin sögusýning í anddyri
Reiðhallarinnar af því tilefni. Það
er Gunnar Bjarnason hönnuður
sýningarinnar sem sér um sögusýn-
ingu. Á útisvæðum má sennilega
líka fræðast um sögu íslensks land-
búnaðar því þar mun gefa á að líta
dráttarvél á járnhjólum frá þriðja
áratugnum, beltadráttarvél frá
1936, tékkneska snúningsvél sem
sparkaði aftur fyrir sig og fleiri
fornar búvélar og bíla.
Á sýninguna mætir líka Kalli
refur. Fyrir þá sem ekki vita hver
hann er, má segja að hann er sonur
Hófíar silfurrefslæðu en Álfheiður
“loðdýrahirðir ríkisins" á Hólum
hefur tamið. Kalli er platínurefur
gæfur sem gæludýr. Hann hefur þó
fylgdarmann og öryggisvörð sem,
er Edda Þorvaldsdóttir starfsmað-
ur SÍL og Hagfelds. ABS
Hér er verið að útbúa sýningarhás þar sem sýnd verða ýms hlunnindi á bújörðum svo sem silungur, bjargfugl.
æðarvarp rekaviður og fleira. Við hlið þessa báss verður síðan sögusýning íslenskra búnaðarsamtaka í 150 ár.
Tímamyndir:Pjetur
Á Búi ’87 verða allar tegundir búfjár í útihúsum í kringum Reiðhöllina. Verið er að byggja loðdýrahús þar sem
verða refir og minkar og einnig mjaltafjós þar sem sýndar verða mjaltir á hverjum degi.
svæði og sýna þarfasta þjóninn að
verki eins og tíðkast hefur í gegn-
um tíðina. Sem dæmi um það má
nefna heybandslest, kerrudrátt,
kirkjureið og póstferð. Sigurbjörn
Bárðarson mun hafa umsjón með
sýningu þeirri. Á Bú ’87 kemur
úrvals kynbótahrossið Sörli frá
Sauðárkróki sem er nú orðinn 24
vetra. Hann var sýndur fyrir tæpum
20 árum á landbúnaðarsýningu og
mætir nú í fjórða sinn sökum kosta
sinna.
Matreiðslumeistarar ýmissa
veitingahúsa skiptast á um að hafa
Undirbúningur
að Búi ’87 á fullu