Tíminn - 06.08.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.08.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 6. ágúst 1987 FRÉTTAYFIRLIT LUNDÚNIR - Stjórnvöld í Iran sögðu að eldflaugum flota síns yrði miðað áóvini landsins en ekki notaðar nema íranar væru áreittir. Flotaæfingar standa nú yfir hjá írönum. COLOMBÓ - Skæruliðar tamíla á Sri Lanka hófu að láta af hendi vopn sín í gær og þar með var formlega bundinn endir á þjóðflokkastríö það sem staðið hefur yfir síðustu fjögur árin með þeim afleiðing- um að meira en sex þúsund manns hafa misst lífið. LUNDÚNIR Breska flugfélagið British Airways, sem nýlega var gert að einka- fyrirtæki, tilkynnti að hagnaður félagsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefði tvöfaldast miö- að við sama tímabil í fyrra. JERÚSALEM - ísraelskur saksóknari sagði John Demj- anjuk vera lygara og enpinn vafi léki á að hann væri „Ivan hræðilegi", fangabúðavörður sem drap hundruð þúsunda gyðinga í útrýmingarbúðum nasista í Treblinka í Póllandi. LUNDÚNIR - Hussein Jór- daníukonungur og stjórn hans eiga nú í samningaviðræðum við Sovétmenn um kaup á Mig-29 orustuþotum eftir að hafa verið neitað um leyfi til að kaupa bandarískar F-16 og F-20 þotur. Það var hermála- blaðið Jane's Defence sem skýrði frá þessu í gær. RÓM - Ríkisstjórnin á Ítalíu, sú 47 í röðinni fra síðari heims- styrjöldinni, tryggði sér traust þingsins í gær en stjórnmála- skýrendur telja að þessi sam- steypustjórn fimm flokka muni sundrast innan árs. HÖFÐABORG - Stjórn P.W. Botha forseta Suður-Afr- íku hótaði að skera niður styrki til háskóla landsins nema þeir kæmu í veg fyrir mótmælaað- gerðir á skólalóðunum gegn aðskilnaðarstefnu ríkisstjórn- arinnar. LUNDÚNIR - Verð á Bandaríkjadal og gulli lækkaði á mörkuðum í Evrópu í gær þrátt fyrir aukna spennu í Persaflóanum. Verð á olíu lækkaði einnig dálítið. ÚTLÖND Eduard Shevardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna kom til Genfar í gær: Stutt í land? Genf - Keuter Bandaríkin og Sovétríkin eiga stutt í land með að ná samkomulagi um að eyða öllum meðaldrægum kjarnaflaugum. Það varEduardShe- vardnadze utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna sem lét hafa þetta eftir sér í gær. Shevardnadze sagði þetta við komu sína til Genfar í Sviss þar sem hann mun eiga viðræður við helsta samningamann Bandaríkjastjórnar Max Kampelman. Þær viðræður hefjast á morgun. Utanríkisráðherrann sagði við blaðamenn á flugvellinum í Genf að enn væru hindranir í veginum fyrir samkomulagi um eyðingu allra með- aldrægra og skammdrægra kjarna- Shevardnadze ásamt leiðtoga sínum Mikhail Gorbatsjov á leið út úr Höfða. Leiðir Reykjavíkurfundur- inn til samkomulags í afvopnunar- málum síðar á þessu ári? flauga risaveldanna en þær væru yfirstíganlegir. Stórveldin tvö hófu afvopnunar- viðræður í Genf í mars árið 1985 og hefur þar verið fjallað um langdræg- ar kjarnaflaugar, meðal- og skamm- dræg kjarnorkuvopn og geimvopn. Sendinefndir beggja ríkjanna hafa sagt að möguleikar séu á að ná samkomulagi um eyðingu skamm- drægra og meðaldrægra flauga á þessu ári. Shevardnadze og George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna munu eiga fund í Washington 15-17 september og þar gætu mál verið undirbúin fyrir hugsanlegan leið- togafund síðar á árinu er fæli í sér undirskrift einhvers konar afvopn- unarsamkomulags. Málefni Miö-Ameríku: Bandaríkjaforseti í friðarhugleiðingum Washington - Rcutcr Bandaríkjastjórnar er miðar að því Reagan Bandaríkjaforseti til- að binda enda á stríðið í Nicaragua. kynnti í gær um nýja friðaráætlun Áætlunin verður borin undir leið- Dóttir Mandela með mynd af föður sínum sem setið hefur í fangelsi síðustu 25 árin. Suður-Afríka: MANDELA HEFUR SETIÐINNI í 0 ALDARFJORDUNG Jóhannesarborg - Reuter Gærdagurinn var að mörgu leyti merkilegur fyrir Nelson Mandela, þekktasta baráttumanninn fyrir rétt- indum blökkumanna í Suður-Afr- íku. Þá hafði hann nefnilega setið í fangelsi í heil 25 ár. Þrátt fyrir langa fangelsisvist sagði ein vinkona hans að Mandela léti engan bilbug á sér finna. Mandela var handtekinn árið 1962 ásamt öðrum leiðtogum Afríska þjóðarráðsins (ANC), helstu skæru- liðasamtaka blökkumanna sem berj- ast gegn stjórn hvíta minnihlutans í landinu. Þeir voru dæmdir í lífstíð- arfangelsi fyrir landráð tveimur árum síðar. Albertina Sisulu, kona Walter Si- sulu, er fékk sama dóm og Mandela, sagði að mennirnir tveir og fimm félagar þeirra væru enn jafn ákveðn- ir í afstöðu sinni og áður. P.W. Botha forseti Suður-Afríku bauðst til að leysa Mandela úr haldi í janúar árið 1985 með því skilyrði að blökkumaðurinn frægi fordæmdi ofbeldi. Þessu neitaði Mandela og sagði að hann og félagar hann væru ekki ofbeldismenn. Mandela er nú 69 ára gamall, hann sat fyrst í fangelsi á Robben eyju utan við Höfðaborg en var árið 1982 færður í Pollsmoor fangelsið rétt hjá borginni. Kannanir hafa sýnt að hvítir Suð- ur-Afríkubúar skiptast mjög í hópa í afstöðu sinni um hvort leysa eigi Mandela úr haldi. Um 40% hvítra íbúa landsins telja að Mandela eigi ekki lengur að sitja í fangelsi. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði nýlega að fangelsun Mandela væri vandræðamál fyrir stjórnvöld, þó mætti ekki leysa hann úr haldi þar sem miklar óeirðir gætu fylgt í kjölfarið. toga ríkja Mið-Ameríku er hittast í Guatemala í dag. Forsetinn las upp stutta tilkynn- ingu í Hvíta húsinu og sagðist þar hafa komist að samkomulagi við ráðamenn repúblikana og demó- krata á þingi um að reyna að nýju að leita sátta í Mið-Ameríku. Reagan hvatti aðrar þjóðir til að styðja friðartilraunir stjórnar sinnar sem styður Contra skæruliðana í stríði þeirra gegn hinni vinstrisinn- uðu stjórn Daniels Ortega forseta í Nicaragua. Ekki gaf forsetinn upp neitt um friðaráætlunina og neitaði reyndar að svara spurningum fréttamanna þar að lútandi. Jim Wright forseti fulltrúadeildar þingsins sagði aftur á móti að áætlunin væri byggð á friðar- tillögum Oscars Ariasar, forseta Costa Rica, og myndi hefjast með vopnahléi milli skæruliðanna og stjórnarhersins í Nicaragua. Stjórnvöld í Nicaragua sögðu síð- degis í gær að friðaráætlun þessi væri ekkert annað en bragð sem ætlað væri að koma í veg fyrir að ríki Mið-Ameríku gætu sjálf samið um frið á svæðinu. George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna svaraði spurningum blaðamanna í Hvíta húsinu í gær og sagði að samkvæmt áætluninni skyldu friðarviðræður hefjast hið fyrsta og ætti að verða lokið fyrir 30. september. Hann neitaði ásökunum að um bragð væri að ræða af hálfu Bandaríkjastjórnar. Contra skæruliðarnir fá nú styrk frá Bandaríkjastjórn upp á hundrað milljónir dollara en hann fellur ein- mitt úr gildi þann 30. september. Stjórnvöld í Washington hafa hótað að biðja þingið um 150 milljónir, dollara í styrk til Contra skærulið- anna gangi viðræðurnar ekki upp. ÚTLÖND UMSJÓN: Heimir Bergsson BLAÐAMAÐUR^ Grikkland: Ný hita- bylgja Aþena - Reuter Veðurfræðingar í Grikklandi spáðu því í gær að ný hitabylgja myndi leggjast yfir landið um helgina og stjórnvöld gáfu fólki góð ráð til að koma í veg fyrir hörmungar eins og í síðasta mán- uði. Þá létu meira en þúsund manns lífið af völdum mikilla hita er stóðu yfir í tíu daga. Veðurstofan gríska sagði að hiti myndi verða um fjörutíu Celsíusgráður um helgina og sums staðar jafnvel meiri. Ekki er þó talið að hitabylgja þessi muni verða eins langlíf og sú í júlímánuði, þessari er aðeins spáð þriggja daga lífi. George Alexander Magakis heilbrigðismálaráðherra átti í gær viðræður við yfirmenn á sjúkra- húsum en þar urðu þó nokkur dauðsföll í síðasta mánuði. Ástæðan var léleg loftræsting á ríkisreknu sjúkrahúsunum og of mikill fjöldi sjúklinga. Heilbrigðismálaráðuneytið gaf einnig út leiðbeiningar til al- mennings í gær til að hjálpa fólki að lifa af hitann. Eitt ráðanna var að drekka vatn, bæði mikið og oft. Einnig á fólk að taka inn salt með matnum, fara í köld böð, vera í skugga á heitasta tíma dagsins, forðast líkamlegar æfingar nema sund og skilja ekki eldri fjöl- skyldumeðlimi eftir eina síns liðs í langan tíma. Gamalt og veikt fólk var ein- mitt meirihluti fórnarlamba hit- abylgjunnar í síðasta mánuði. England og Wales: Bjórkrár bráðlega opnar all- an daginn Lundúnir - Reutcr Breska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að innan árs yrðu bjórkrár í Englandi og Wales opnaðar allan daginn. Lokun kráa kom fyrst til í fyrri heimsstyrjöldinni. Þá var farið að loka um eftirmiðdaginn til að koma í veg fyrir að starfsmenn við vopnaframleiðslu drykkju sig fulla. Þessum lokunartíma var aflétt í Skotlandi fyrir rúmum tíu árum og hefur aldrei verið við lýði í Norður-írlandi. Douglas Hurd innanríkisráð- herra sagði á blaðamannafundi að eigendur bjórkráa myndu fá að hafa opið frá klukkan ellefu að morgni til ellefu að kvöldi, alla daga nema sunnudaga. Hurd sagðist ekki sjá neina skynsemi í því að loka bjórkrám um eftirmiðdaginn og bætti við að hann tryði því ekki að drykkja myndi aukast er nýju lögin taka gildi, líklegast í júlímánuði á næsta ári. Bjórkráaeigendur og samtök hótel- og veitingastaða fögnuðu í gær tilkynningu Hurds en samtök er láta sig ofneyslu áfengis varða vöruðu fólk við og sögðu aukinn opnunartíma leiða til aukinnar drykkju. Það komu fleiri fréttir frá Bretlandi í gær. Lftið bruggfyrir- tæki, The Pitfield Brewery er aðsetur hefur í Austur-Lundún- um, vann til vcrðlauna á mikilli bjórhátíð í borginni Brighton á suðurströnd Englands. Verð- launin fékk fyrirtækið fyrir Stjörnubjór sinn er kjörinn var ..besti bjórinn á Bretlandi".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.