Tíminn - 06.08.1987, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 6. ágúst 1987
Tíminn 19
Nú er uppi fótur og fit í Hollywood, því að
„sápuóperu-mógúlarnir“ keppast um að ná í
einkarétt til að gera sjónvarpsþætti um fallegu
og ríku stúlkuna, Nabilu Khashoggi, dóttur
hins umtalaða milljarðamærings Adnans
Khashoggi.
OGUÞRÁÐ-
URINN í sjónvarpsþáttunum er á
þá leið, að ung og fögur dollara-
prinsessa óhlýðnast föður sínum
og lætur innrita sig í leiklistarskóla.
Henni gengur vel í skólanum, er
vinsæl og dáð af skólasystkinum
sínum og vinum og það þykir
fyrirsjáanlegt að hún verði leik-
kona í sérflokki. En einmitt þegar
hinir stóru og valdamiklu í kvik-
myndaheiminum eru að fá augun
upp fyrir því, að þarna sé stór-
stjarna á ferðinni þá kemur brestur
í fjármálaheim föður hennar og nú
verður unga stúlkan að velja: Á
hún að halda áfram á framabraut
sinni, - eða snúa sér að því að
bjarga fjármálunum hjá pabba
sínum? en öllum kemur saman um
að stúlkan er fjármálasnillingur.
Þetta er afar spennandi byrjun á
sjónvarpsþáttum, - en það athygl-
isverðasta er að söguþráðurinn er
sannur! Petta er sagan um Nabilu
Khashoggi fram til dagsins í dag.
MóðirNabilu, Soraya, varfyrsta
eiginkona Khashoggis milljarða-
mærings. Hún er mjög fögur kona
og Nabila þykir líkjast henni
Ætlar Nabila að koma
föður sínum til hjálpar ?
Adnan Khashoggi hefur flækst
inn í íran-vopnasölumálið og verið
óheppinn í viðskiptum að undan-
förnu, t.d. tók furstinn af Brunei
hina frægu skemmtisnekkju hans
„Nabila" upp í skuld nýlega. Atriði
í Bond-myndinni „Never Say Ne-
ver Again“ voru tekin upp í snekkj-
unni, en hún er virt á 90 milljónir
dollara.
Sagt er að Khashoggi hafi nú
beðið dóttur sína að snúa sér aftur
að fjármálunum og hætta í leik-
skólanum í Los Angeles, þar sem
hún hefur unnið sér hið besta orð.
Nabila er þekkt fyrir fjármálavit
sitt, og hún hefur t.d. sett á fót og
rekur mjög öflugt tölvufyrirtæki.
Sagt er að þeir í DYNASTY séu
ólmir að ná í Nabilu til að leika í
þáttunum, en hún sá fljótt að
ætlunin var að gera hana að sögu-
persónu þáttanna frekar en leik-
konu í þeim, og dró sig í hié. Síðan
hefur Lorimar-fyrirtækið gengið á
eftir henni með grasið í skónum
(Lorimar er með DALLAS, Knots
Landing, Lalcon Crest o.fl.) og
einn framlciðandinn sagði: „Mér
er alveg saman hvort hún er góð
leikkona eða ekki, - það besta sem
hún gæti gert væri að leika sjálfa
sig.“
Nabila
Khashoggi
hefurstaðið sig
vel I leikskólan-
um, og henni
standaallardyr
opnar til frama
3tó-.
DALLAS í hættu fyrir nýju sjónvarpsþáttunum um
Nabilu Khashoggi
lillllll UMSTRÆTI OGTORG ..", - # I.r I Á -f ;r Kristinn Snæland: ||
HUNDASKÍTUR
því í skap og spurði frúna með
Sjálfsagt er það óþarfa smá-
munasemi að vera að amast við
njólanum sem óáreittur fær að
vaxa upp úr gangstéttinni við
Lönguhlíð eða tjöru og sandhaug-
unum í rennusteinum og á gang-
brautum við gatnamót. Ég get þó
ekki látið það vera, ekki síst þar
sem vélsóparnir sem eru látnir
hamast á þessu, (rennusteinadrull-
unni) virðast engan veginn ráða við
verkefnið, þrátt fyrir jafnvel 4 til 5
umferðir. Hitt er þó enn verra, en
svo virðist að ekki sé einu sinni
reynt að hreinsa gangbrautir yfir
gatnamót árunt saman. Aðeins
þessa vegna eru mörg annars
þokkaleg gatnamót, óhrjáleg og
sóðaleg. Ég verð að játa að ég hitti
fólk sem finnst Reykjavík afar
hrein og falleg borg. Ég get tekið
undir það, að í heild er borgin
falleg þó slys hafi h'ent svo sern
nýlega með byggingu hinna tveggja
forljótu húsa í Sigtúnsreitnum
svonefnda en þau munu standa við
götu sem heitir Engjateigur. Þó
ótrúlegt sé mun Verkfræðingafélag
fslands bera ábyrgð á öðrum
óskapnaðinum. Sé hinsvegar litið
til nýlega verðlaunaðrar bragga-
byggingar sem húsa á ráðamenn
borgarinnar, þá verður manni víst
að skiljast að einkenni nútíma
byggingarlistar í Reykjavík sé
bragga og skúralagið. Við þetta er
svo aðeins því að bæta að lítið er
það frumlegt að hverfa til fortíðar-
innar í bröggum og skúrum fyrir nú
utan það, að til skamms tíma hélt
ég að stefna borgarinnar væri sú að
útrýma skúrum og bröggum.
Reyndar var kosturinn við skúra
og bragga fortíðarinnar sá að þeir
voru byggðir úr lélegu efni. Nú eru
ósköpin sett upp í steinsteypu og
gott ef ekki eir líka.
Ulu heilli var hundahald leyft í
Reykjavík í „tilraunaskyni". 1 stað
þess að framfylgja banninu og
losna þar nteð við hundana, skít
þeirra og hland og auk þess mann
sem mörgum ráðamönnum borgar-
innar virðist hafa verið í nöp við,
þá var gefið eftir og óvinum dýr-
anna, hundahöldurum veitt leyfi til
þess að kvelja þessi grey með
borgardvöl. Svo langt er gengið að
sýnt er með tilþrifum í sjónvarpi
hvernig hundahaldari tínir skítinn
úr dýrinu upp í poka. Eg hefði
gjarnan viljað sjá þá aðferð sem
hundahaldarinn notar við að
hreinsa skítinn, þegar hundurinn
er með steinsmugu eða hitt, hvern-
ig hundahaldarinn þrífur upp frá
hundinum hlandið.
Ég varð fyrir því um daginn
þegar ég var að snyrta lóðina mína,
þeim megin sem að borginni snýr,
það er að segja kantinn utan við
girðinguna, meðfram gangstétt-
inni, að fín og vel klædd frú gekk
hjá með hund sinn. Ég hafði safnað
grasinu í smá hrúgur með girðing-
unni. Við eina hrúguna stansar svo
frúin og lætur hundinn míga í
grasið. Nú átti ég eftir að koma
grasinu frá mér í ruslapoka og hefi
hingað til ekki haft til þess önnur
ráð en nota hendurnar. Mér rann
þjósti. - Hvernig er það, getur þú
ekki látið hundinn míga annars
staðar en þar sem ég á eftir að vera
með hendurnar. Þessi fína frú
ansaði mér engu en virti mig fyrir
sér af ómældri fyrirlitningu og
gekk hnarreist á braut. Ég hef velt
þessu svolítið fyrir mér og hef
komist að þeirri niðurstöðu að
yfirleitt sé hægt að treysta hundum.
Þeir gera ekki annað en eðlilegt má
telja, utan þess að stundum hafa
kvalarar þeirra kennt þeint siði
sem þeim eru óeðlilegir. Ég er nú
fullviss um að ég hafði rétt fyrir
mér þegar bílastöðina mína vant-
aði bíl sem vildi flytja hund og ég
bauð mig og bíl minn fram, og
bætti því við, ég hef nefnilega
aldrei kynnst hundi sem brennir
innréttinguna í bílnum með reyk-
ingum, hellir víni eða öli niður í
sætin eða ælir í bílinn. Mér varð
svona á að segja sem svo, ég þekki
engan hund sem ég mundi ncita að
flytja, en ég þekki slíkt fólk. Það
skyldi þó aldrei vera að það séu
hundahaldararnir sem eru skepnur
en ekki hundarnir?
Ég get ekki lokið þessurn
skemmtilegu skrifum um skít án
þess að geta nýjasta skítsins í
borginni. Við lauslega athugun
virðist mér mál þetta vera þannig.
Ein eða fleiri malbikunarvélar
borgarinnar hafa í sumar tekið upp
á því að skíta, líkt og hross undir
böggum, nema það að þar sem
vélin fer um, leggur hún skítinn til
hliðar. Ég nenni ekki að nefna alla
þá staði þar sem ég hef séð malbik-
unarskítinn að undanförnu, en
meðfram allri Breiöholtsbraut, þar
sem vélin var á ferð fyrir nokkru,
er nú malbikunarskítur með könt-
um götunnar, uppi á því grasi sem
verið er að reyna að skreyta borg-
ina nteð. Mér finnst að malbikun-
armenn ættu að reyna að venja
vélina af því að skíta, eða hitt að
gera eins og hundakvalararnir,
taka skítinn nteð sér heim.
Ég vil loks segja þetta, mér-
finnst borgin, sá hluti hennar sem
borgarstarfsmenn eiga að sjá um
ótrúlega drullug og óhrjáleg og
það þó sumri sé tekið að halla. Það
átti víst enginn afmæli í sumar.