Tíminn - 06.08.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.08.1987, Blaðsíða 20
PÉTUR Ormslev er nú marka- hæstur í 1. deildarkeppninni í knatt- spyrnu. Hann skoraöi tvívegis í gær- kvöldi þegar Fram burstaði Völsung 6-0 á Laugardalsvelli. Pétur hefur skoraö sjö mörk í deildinni og reynd- ar verið einn besti leikmaöurinn hér á landi það sem af er sumri. Sjá nánar um leik Fram og Völsungs á íþróttasíðumTímansábls. 10og 11. 17. MARS Tíminn Reykvíska æskan mun skokka í Grímsnesinu Fyrirhuguð íþróttamiðstöð íþróttabandaiags Reykjavíkur í Grímsnesinu, sem verið hefur í byggingu í 7 ár. Ef að líkum lætur mun reykvísk íþróttaæska dvelja hér í æfingabúðum við gott yfirlæti i franitíðinni. Tímamynd Pjetur. verja það steypuskemindum auk þess sem Iögð hefur verið drenlögn í kringum húsið. Júlíus Hafstein formaður fþrótt- abandalags Reykjavíkur sagðist ekki geta sagt til um hver framtíð þessa svæðis yrði á þessu stigi málsins. Fjallað hafi verið um framtíð svæðisins á síðasta þingi Iþróttabandalags Reykjavíkur, en málinu þá slegið á frest. Júlíus Grímsneshrossin hafa þegar tekið fyrstu hæð íþróttamiðstöðvarinar í notkun, en þar má sjá hrossatað vítt og breitt uni gólfín. Tímamynd Pjelur. sagðist þó gera ráð fyrir því að ákvörðun um framtíð landareign- arinnar og byggingarinnar yrði tek- in á næsta íþróttabandalagsþingi. Hann sagði það ekkert launungar- mál að einstaklingar og féiagasam- tök hafi sýnt þessu svæði og eign- inni töluverðan áhuga. Málið biði aðeins þcss að íþróttafélögin í Reykjavík taki ákvörðun um hvað þau vilja með svæðið, það væri þeirra eign. Ef þau ákvæðu að þarna yrði gcrð íþróttamu stöð þá yrði að öllum líkindum settur kraft- ur í uppbygginguna, ef ákveðið yrði að fara aðrar leiðir þá kæmi það bara í ljós. -HM Ýmislegt bendir til þess að íþróttafólk í Reykjavík eigi eftir að eignast fullkomna íþróttamið- stöð austur í Grímsnesi á næstu árum. Þó það hafi ekki farið hátt hefur íþróttabandalag Reykjavík- ur átt 325 hektara landssvæði í landi Reykjaness í Grímsnesi undanfarin 15 ár. Á þessu svæði var á sínum tíma fyrirhugað að byggja íþróttamið- stöð með það fyrir augum að koma þar á fót íþrótta- og unglingabúð- um fyrir reykvíska æsku. Fyrir sjö árum var hafin þar bygging á 1400 fermetra tvílyftu húsi og var stefnt að að í því húsi yrði gisting, mataraðstaða, fundaraðstaða og annað sem tilheyrir unglingabúð- um. Að því loknu átti að útbúa íþróttavelli sem fyrirhugaðir voru í slakkanum fyrir neðan húsið, en þar hefur landið verið þurrkað upp að stórum hluta. Á undanförnum þremur árum hefur lítið verið framkvæmt í bygg- ingu hússins sem nú má heita fokhelt. Þó hefur verið gengið frá þaki og húsið sílanhúðað til að Farsóttaskýrsla borgarlæknis: Hóstandi um sumar Farsóttaskýrsla borgarlæknis gef- ur til kynna, að þrátt fyrir ljómandi gott veður í júnímánuði hafi 747 manns fengið kvef, hálsbólgu, lung- nakvef og slíka kvilla í Reykjavíkur- umdæmi. Tíu fengu flensu og hvorki fleiri né færri en 44 lungnabólgu. Enn fremur var iðrakvef í hálfu hundraði manna. Byggt er á upplýs- ingum frá sex reykvískum læknum og Læknavaktinni hf. Streptokokkahálsbólgu og skarlats- sótt tóku 7, en enginn virðist hafa tekið einkirningasótt. Þrír fengu hlaupabóluna, en enginn mislinga eða rauða hunda. Hins vegar fengu 6 kíghósta og heilir 33 hettusótt. Alltaf finnast einhver tilfelli maurakláða (scabies) og lúsasmits (þ.m.t. flatlús). Samtals heimsóttu þessir vágestir 12 manns í Reykjavík í þessum mánuði. Lekanda gengur seint að útrýma en hann fengu sjö á þessum tíma en heilir 58 áttu bágt vegna þvagrásarbólgu, þar með tal- inni clamydiae. þj Toppveiði i Breiðdalsá Veiðin í Breiðdalsá hefur verið mjög góð í sumar og ekkert í líkingu við það sem hefur vérið síðustu ár. Þegar staðið var upp frá veiðum eftir júlímánuð voru komnir á land 105 laxar, miðað við 58 laxa í fyrra. Ágústmánuður tók vel á móti veiðimönnum og vatn- asvæði Breiðdalsár gaf af sér tíu laxa fyrstu tvo dagana og hafa því verið skráðir 115 laxar í veiðibækur Breiðdalsár. Ekki er hægt að segja það sama um allar ár síðustu daga. Sólskinið og hin mikla birta hefur slæm áhrif á fiskinn sem leitar skugga og leggst fyrir er og ekki í tökustuði. Laxveiðimenn syðra munu áfram búa við birtu, en helst að veiði- menn norðan heiða geti haft heppnina með sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.