Tíminn - 06.08.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn
Miðvikudagur 5. ágúst 1987
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins:
7.-12. ágúst (6 dagar): Landmannalaugar
- Þórsmörk.
Gengið á fjórum dögum frá Landmanna-
laugum til Þórsmerkur. Gist í sæluhúsum
F.í.
7.-16. ágúst (10 dagar): Hálendið norðan
Vatnajökuls.
Gist í sæluhúsum. Ekið norður Sprengi-
sand um Gæsavatnaleið í Herðubreiðar-
lindir, þar næst í Kverkfjöll yfir nýju
brúna við Upptyppinga og í leiðinni
komið við í Oskju. I Kverkfjöllum er
dvalið í þrjá daga síðan farið að Snæfelli
og dvalið í tvo daga.
9.-16. ágúst (8 dagar): Hrafnsfjörður -
Norðurfjörður.
Gengið með viðleguútbúnað um Skorar-
heiði í Furufjörð og áfram suður til
Norðurfjarðar, þar sem ferðinni lýkur og
áætlunarbíll tekur hópinn til Reykjavík-
ur.
11. -16. ágúst (6 dagar); Þingeyjarsýslu.
Á fjórum dögum verða skoðaðir mark- i
verðir staðir í Þingeyjarsýslum. Gist í
svefnpokaplássi.
12. -16. ágúst (5 dagar): Þórsmörk -
Landmannalaugar.
Ekið til Þórsmerkur að morgni miðviku-
dags og samdægurs gengið í Emstrur,
síðan áfram milli gönguhúsa uns komið er
til Landmannalauga á laugardegi.
14.-19. ágúst (6 dagar): Landmannalaug-
ar - Þórsmörk
Gist í sæluhúsum.
19.23. ágúst (5 dagar): Landmannalaugar
- Þórsmörk. Aukaferð.
Þessari ferð er bætt við áður skipulagða
ferðaáætlun vegna mikillar aðsóknar.
21.-26. ágúst (6 dagar): Landmannalaug-
ar - Þórsmörk.
ATH.: Síðasta skipulagða gönguferðin í
sumar frá Landmannalaugum til Þórs-
merkur.
Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu
F.I., Öldugötu 3. Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins eru ódýrastar. Kynnið
ykkur verð og tilhögun ferðanna.
Ferðafélag Íslands.
Útivistarferðir
Fjölskylduhelgi í Þórsmörk
7.-9. ágúst. Brottför er á föstudag kl.
20:00 og laugardag kl. 08:00. Góð gisti-
aðstaða í Básum, skálum Útivistar, og í
tjöldum.
Dagskrá: Gönguferðir, ratleikur, varð-
eldur, kvöldvaka, pylsugrill. Farmiðar á
skrifstofu (kr. 2500). Böm 10-15 ára greiða
hálft gjald, en börn yngri en 10 ára fá frftt
í fylgd fullorðinna. Góð fararstjórn.
Einsdagsferð í Þórsmörk sunnud. 9. ágúst
kl 08:00.
Útivist
Sumarleyfisferðir
Útivistar
1. Tröllaskagi 9.-15. ágúst: Barkárdalur
Tungnahryggur - Hólar (3 d.) - Siglufjörð-
ur - Héðinsfjörður - Ólafsfjörður (3 d.)
Bæði bakpokaferð og dvöl á sama stað.
Hús og tjöld.
2.1ngjaldssandur 18.-23. ágúst. Kynnist
áhugaverðum stöðum á Vestfjörðum, á
skaganum milli Önundarfjarðar og Dýra-
fjarðar. Létt ferð, enginn burður. Gott
berjaland. Gist í húsi.
3. Berjaferð í ísafjarðardjúp 20.-23.
ágúst. Skoðunar- og berjaferð. Æðey -
Kaldalón - Snæfjallaströnd - Króksfjörð-
ur.
4.Núpsstaðarskógar 27.-30. ágúst. 4
dagar. Gist í tjöldum. Upplýsingar og
farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1,
símar: 14606 og 23732.
Útivist
Listasafn Alþýðusambands
íslands:
Meistarar
I Listasafni ASÍ verða dagana 8.-23.
ágúst til sýnis ýmsar af perlum safnsins.
Þar ber hæst nokkur listaverka þeirra
eftir eldri meistara íslenskrar myndlistar,
sem voru í stofngjöf Ragnars Jónssonar í
í Smára til safnsins, en einnig önnur verk.
Sýningin verður opin virka daga kl.
16-20, en um helgar kl. 14-22.
Opið hús fyrir erlenda ferða-
menn í Norræna húsinu
Fyrirlestur um Snorra Sturluson í Opnu
húsi.
Næst á dagskrá í Opnu húsi í Norræna
húsinu, fímmtudaginn 6. ágúst kl. 20.30
er fyrirlestur sem dr. Finnbogi Guð-
mundsson, landsbókavörður flytur á
norsku og nefnir. „Snorri Sturlusons
skildring av dei nordiske folk“.
Að loknu kaffihléi verður sýnd kvikmynd
Osvalds Knudsens „Surtur fer sunnan"
og er hún með dönsku tali.
Kaffistofan býður uppá ljúffengar veiting-
ar og bókasafnið er opið en þar liggja
frammi bækur um Island og íslenskar
hljómplötur.
Laus staða
Staða skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu,
greiðslu og eignasviði, er laus til umsóknar. Áskilin
er viðskiptafræði-, hagfræði- og/eða lögfræði-
menntun.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf,
sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 20. ágúst 1987.
Fjármálaráðuneytið, 31. júlí 1987
Sumarferð ’87
Sumarferð framsóknarfélaganna verður farin 8. ágúst. Farin verður
Fjallabaksleið syðri. Skráning í síma 24480.
Framsóknarfélögin í Reykjavík.
Kjördæmisþing
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vestfjörðum verður halidð 23. til
24. ágúst n.k. að Núpi, Dýrafirði.
Nánar auglýst síðar.
Stjórn K.F.V.
Framsóknarkonur
Landssamband framsóknarkvenna heldur landsþing sitt að Varma-
hlíð í Skagafirði dagana4.-6. sept. n.k. Allar framsóknarkonur hvattar
til að mæta og taka með sér gesti.
Þeir sem vilja láta skrá sig á þingið hafi samband við framkvæmda-
stjóra L.F.K., Guðrúnu Kristjánsdóttur á skrifstofu flokksins, Nóatúni
21 í síma 91-24480.
Nánari upplýsingar síðar.
Sæktu hann!
Og svo eru þeir hissa á að við séum með höfuðverk á kvöldin
Þú ert bara að handtaka mig af því ég er kona, karlrembusvinið þitt!
Georg?