Tíminn - 06.08.1987, Blaðsíða 3
Tíminn 3
Fimmtudagur 6. ágúst 1987
Dómprófasturinn og vígslubiskupinn Ólafur Skúlason, sóknarprestur í Bústaðasókn. Ólafur er eini prófastur landsins
sem þurft hefur að láta reyna verulega á nýju prestskosningalögin í framkvæmd við nýlega afstaðnar kosningar í
Hjalla- og Hólabrekkuprestakalli. Tímamynd Pjeiur.
„Löggjöfin er meingölluð og það
er alveg bráðnauðsynlegt að hún
verði tekin til endurskoðunar hið
fyrsta," sagði sr. Ólafur Skúlason
dómprófastur og vígslubiskup þegar
Tíminn spurði hann hvernig nýju
lögin um veitingu prestakalla hefðu
reynst í framkvæmd nú á dögunum.
„Það er t.d. ekki gert ráð fyrir því
í lögunum að sett verði reglugerð
um framkvæmd laganna og það
skapar mikil vandræði.
Eg held að þetta sé aðeins skref í
átt að því að kosningar verði alveg
lagðar niður. Mér finnst allt benda
til þess að þróunin verði sú að biskup
komi til með að taka meiri þátt í vali
á sóknarprestum. Trúlega verður
það ofan á að biskup gefi sóknar-
nefnd betri upplýsingar á faglegum
grunni og taki meiri ábyrgð á vali
prestsins en til þessa. Það yrði þá um
algjöran trúnað að ræða og í raun
myndi þá biskup velja sóknunum
presta. Til þess að svo gæti orðið,
yrði að koma upp stöðuvalsnefnd til
aðstoðar biskupi."
Helstu gallar
Helstu galla nýja fyrirkomulagsins
taldi Ólafur vera að ekkert er sagt
fyrir um kynningu á umsækjendum.
Hvorki er um að ræða leiðbeiningar
fyrir umsækjendur né kjörmenn.
Ekkert segi til um það hversu
mikið umsækjendur megi hafa sig í
frammi við kynningu á sjálfum sér
eða stuðningsmenn þeirra.
Ólafur tók annað dæmi. Fjöldi
kjörmanna væri núna jöfn tala og
væri það vegna þess að á Alþingi var
lögunum breytt lítillega. Frá hendi
kirkjuþings var frá því gengið að
kjörmenn væru aðeins safnaðar-
nefndarmenn, en það er í öllum
tilfellum oddatala. Hér í þéttbýlinu
væri oftast um að ræða sjö eða níu
menn. Á Alþingi var þessu þannig
breytt að varamenn, sem eru jafn-
margir aðalmönnum, voru teknir
með sem kjörmenn.
„Vandamálið við að hafa jafna
tölu kjörmanna er augljóst," sagði
Ólafur, „þó að ég sé ekki mótfallinn
því að varamenn hafi jafnan rétt og
aðalmenn. Að vísu er gert ráð fyrir
því að kosning verði endurtekin ef
enginn umsækjandi fær meirihluta
greiddra atkvæða, en lögfræðinga
greinir á um hvort endurtaka eigi
atkvæðagreiðsluna ítrekað eða aðe-
ins í þetta eina sinn.“
Sé sú leið farin að aðeins verði
kosið tvisvar gæti það leitt til þess að
sóknarnefndin yrði að skila málinu
frá sér án þess að afgreiða kosning-
una frekar.
Leiðréttingar
„Við vorum að þreifa okkur áfram
núna og þess vegna er ekki óeðlilegt
að upp hafi komið vandamál. Við
höfum hins vegar leitað eins og
kostur er eftir áliti lögfróðra manna
og reynt að standa sem best við
máttum að þessuni nýlega afstöðnu
kosningum," sagði Ólafur að lokum.
Hann vildi einnig leiðrétta það sem
honum hefur fundist bera á að ekki
hafi verið rétt að málum staðið í
nýlega afstöðnum kosningum.
Fundirnir, þar sem sóknarnefnd
var kosin, voru löglega og rækilega
boðaðir og vel auglýstir af
dómprófastsembættinu að mati
Ólafs. Þar hafi greinilega verið tekið
fram að eitt af fyrstu verkum nýrrar
sóknarnefndar yrði að kjósa sóknar-
prest. Hann sagðist þó hafa furðað
sig á litlum áhuga safnaðarins í
báðum sóknunum þar sem aðeins
um 40-50 manns hafi verið á stofn-
fundunum í vor.
KB
Bílstuldur á Akureyri
Slökkvibíll
ogökumað-
ur á hvolfi
Rétt fyrir klukkan hálf átta í
gærmorgun fékk lögreglan á Ak-
ureyri tilkynningu um að á horni
Glerárgötu og Strandgötu lægi
slökkvibíll á hvolfi mikið
skemmdur og hefði þar að auki
brotið umferðarljós í snúningn-
um.
Lögreglan handtók í framhaldi
af þessum atburði innanbæjar-
mann sem grunaður er um ver-
knaðinn. Hann reyndist allölvað-
ur.
Bíllinn er mikið skemmdur, ef
ekki ónýtur.
Hann var geymdur í skýli sínu
úti á Akureyrarflugvelli og þar
hafði ökumaðurinn brotist inn,
fundið lyklana og ákveðið að
bregða sérrúnt íbæinn. Ökuferð-
in endaði þó á annan veg en hann
hafði gert ráð fyrir.
Ekki er vitað til þess að öku-
maðurinn hafi slengt bílnum utan
í aðra hluti á ferð sinni í bæinn,
en fullvíst er að hann keyri lítið
á næstunni.
Slökkvibíllinn var kominn til
ára sinna, en þó í fullri notkun
hjá yfirvöldum á Akureyri.
-SÓL
Innbrotið í KÁ:
M^urhefur
játað aðild
Rannsóknarlögregla ríkisins lét
handtaka tuttuguogtveggja ára
gamlan mann í Reykjavík um miðj-
an dag í gær og hefur hann játað
þátttöku í innbroti í Vöruhús KÁ á
Selfossi. Rannsóknarlögreglan sagði
í gær að margir lausir þræðir væru á
málinu og það ekki upplýst enn.
Dómari tók sér frest þar til í dag
með að úrskurða manninn í gæslu-
varðhald. þj
Um 9% skatf greiðenda með
helming alls tekjuskatts
„Niðurstaðan er gleðiefni fyrir þorra skattgreiðenda en að sama skapi
áhyggjuefni fyrir fjármálaráðherra,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. En
á fundi með fréttamönnum í gær skýrði hann frá því að skattbyrði af
heildartekjum einstaklinga til ríkisins sé áætluð um 3,9% í ár sem er
lækkun úr 4.7% frá því í fyrra. Býst hann við um 300 milljóna króna niinni
tekjum af beinum sköttum til ríkissjóðs cn ráð var fyrir gert við áætlun
fjárlaga fyrir 1987. Endurskoðun er hins vegar áætluð á næstu árum á
ýmsum skatta- og tollalögum. „Auðvitað felst í þessu áætlun um aukna
tekjuöflun að sumu leyti,“ svaraði fjármálaráðherra, spurður hvort þær
breytingar yrðu notaðar til að auka tekjurnar.
Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra og Garðar Valdimarsson
ríkisskattstjóri. Tímamynd BREIN
Skattskyldar tekjur einstaklinga
(tekjuskattsstofn) reyndust 68,2
milljarðar króna og höfðu hækkað
um 33% frá árinu áður sem var
10% meira en nam verðlagshækk-
unurn. Álagður tekjuskattur á
þessar tekjur er 6.564 millj. kr.,
sem er aðeins 11% hækkun milli
ára. Heildarálögur eru 8,7 mill-
jarðar, eða 14% hærri en í fyrra.
Útsvarsálögur til sveitarfélaganna
hækkuðu hins vegar í takt við
tekjuhækkanirnar, eða um 33% og
nema heildarálögurnar um 9,5
milljörðum króna. Til frádrátar
framangreindum gjöldum koma
ónýttur persónuafsláttur oog
barnabætur. um 2,8 milljarðar.
króna, sem er 31% hækkun milli
ára.
Um 15.400, eða innan við 9% af
177 þúsund skattgreiðendum, eiga
að greiða tæplega 57% af öllum
álögðum tekjusköttum í ár. Um
110 þús. skattgreiðendur lenda
hins vegar í lægsta skattþrepinu og
eru nær skattlausir. Um 78% há-
skattamannanna er í hópi giftra
karla.
Um 50 þúsund giftir karlar höfðu
um 48% af heildartekjum 177 þús-
und skattskyldra landsmanna í
fyrra. í þeirra hópi eru rúmlega 12
þúsund af þeim u.þ.b. 15.400 sem
komust í hæsta skattþrep í ár.
Skattskyldar meðaltekjur þessa
hóps voru um 1.170 þús. í fyrra og
tekjuskatturinn að meðaltali um
240 þús. kr. í ár. Þessir 12 þúsund
karlar eiga að borga yfir 44% af
öllum tekjuskattinum í ár, eða
samtals um 2,3 af alls 6,5 milljörð-
um.
Aðeins 530 af konunum þeirra
(um 1%) komust hins vegar. í hóp
hæstu skattgreiðenda. Yfir 81%
eiginkvennanna lenti í lægstaskatt-
þrepinu og höfðu um 190 þús.
króna mcðaltekjur. Hálaunakon-
urnar 530 greiða samtals 112 mill-
jónir samanborið við 47 milljónir
sem 41 þúsund konum í lægsta
þrepinu er gert að greiða samtals.
Aðeins innan við 19% giftra
kvenna höfðu yfir 412 þús. kr.
skattskyldar tekjur í fyrra, en 73%
giftra karla.
Af 77 þús. ógiftum einstakling-
um komust aðeins um 2.900, eða
tæp 4%, í hæsta skattþrepið, sem
miðaðist við 824 þús, kr. skatt-
skyldar tekjur. Yfir 73% þessa
hóps voru á lægsta skattþrepinu.