Tíminn - 06.08.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 6. ágúst 1987
Timinn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir'686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-
Lært til drykkjuskapar
Hátíöarhöld og útiskemmtanir um verslunarm-
annahelgina hafa löngum þótt tíðindum sæta,
einkum vegna þess að þá safnast töluverður
mannfjöldi saman til að „skemmta sér“, eins og
það er kallað og velur til þess ákveðna staði, sem
auglýstir hafa verið sem mikil „stuðpláss“, að
tilhlutan þeirra sem efna til hátíðarhalds til að
græða á því. Mismunandi mikið kapp er lagt á að
auglýsa, en þegar um það er að ræða að hljómsveit-
ir efni til hátíðarhalds virðast því engin takmörk
sett hvaða tíma útvarpsstöðvar gelgjuskeiðsins
fórna til að lýsa ágæti væntanlegrar hátíðar. Svo
rignir kannski oní allt saman.
Mannamót þau sem lengi hafa verið haldin í
Galta lækjarskógi um verslunarmannahelgina hafa
undantekningarlaust verið til fyrirmyndar. Nú
kynni einhverjum að leika forvitni á að vita hvað
gert hefur skemmtanir í Galtalækjarskógi svo
frábrugðnar öðrum útiskemmtunum um þessa
helgi. Því er til að svara að til þeirra er ekki efnt í
gróðaskyni einvörðungu og þar er bannað að
drekka brennivín. Unglingar á þeirri hátíð komast
sem sagt hjálparlaust ferða sinna, og þar þarf ekki
að mæta með sex brennivínsflöskur til leiks til,
strax um sextán ára aldurinn, að vera talinn maður
með mönnum.
Mikill drykkjuskapur er og verður hvarvetna til
vandræða og ætíð fer illa á honum í mannfagnaði.
Þó er drykkjuskapur hvergi eins óbærilegur og á
meðal unglinga. Það mikla frjálsræði sem ríkir í
uppeldismálum telur auðvitað brennivín leyfilegt
eins og annað. Unglingar, sumir hverjir, eru
óðfúsir að afla sér brennivínsreynslu, en eiga ekki
gott um vik þrátt fyrir fjölda skemmtistaða.
Útihátíðir þykja því kjörinn vettvangur til að læra
til drykkjuskapar, enda sýna mýmörg dæmi, að þá
fyrst er gripið föstu taki til flöskunnar þegar komið
er út undir bert loft á einhverjum þeim stað sem
ætlaður hefur verið undir námskeið í mannlegri
niðurlægingu í nafni unglingatónlistar og fyrir
atbeina útvarpsstöðva gelgjuskeiðsins.
íslendingar gera mikið fyrir börn. Þeir veita
þeim allt sem þeir mega. Þjóðhátíðirnar á 17. júní
eru fyrir löngu orðnar að barnahátíðum. Og
yfirleitt eru flest tilefni notuð til að skemmta
börnum. Þetta er fagur siður, sem sýnir réttmæta
umhyggju fyrir ungviðinu og ást á því. En um leið
og börnin vaxa upp og komast á gelgjuskeiðið
þykir alveg sjálfsagt að þau séu sjálfráð hvernig
þau skemmta sér. Það er jafnvel stefnt að því
vitandi vits að þau skemmti sér á ákveðinn hátt,
sem sýnir litla virðingu fyrir æskunni. Þetta er gert
í gróðaskyni. Það þykir eðlilegt að börn sem léku
sér nokkrum árum áður að blöðrum eða borðuðu
ís og sváfu síðan í fangi foreldra sinna þreytt og
sæl á þjóðhátíðardegi liggi brennivínsdauð á
víðavangi á hinum sjálfsögðu og árvissu útihátíð-
um, þar sem lært er til drykkjuskapar.
GARRI
Samkomuhald á villigötum
Garri hefur engan metnaö til
þess aö vera siðapredikari. Hann
kann vel að meta fjölbreytni mann-
lifsins, m.a. aö nauðsynlcgt sé að
menn geti lyft sér upp úr amstri
dægranna, látið brauðstritið að
baki, leitað sér tilbreytingar, kast-
að fram af sér beislinu og látið sér
fátt um rmnst alla meðalhegðun, ef
svo ber undir.
Skipulögð fjöidaærsl
Hins vegar er Garri nokkuð á
báöuin áttum um það, hvort það
fyrirbirgði á lifnaðarháttum íslend-
inga sem kallast verslunarnianna-
helgi sé a'skilegasta formið fyrir þá
aftöppun leiðindanna og þá and-
legu ketilbreinsun, scm mann-
skcpnunni kann að vera nauðsyn-
leg. Það getur varla talist skaplegt
að leggja allt þjóðfélagið undir í
einu til þess að fullnægja dulinni
fýsn einstaklinga til þess að slíta af
sér hömlur hversdagsins og öðlast
einhvers konar algleyini i dansi og
drykkjuskap þrjá til fjóra daga á
ári. Garri er tiibúinn að taka vægt
á því þótt einstaklingur eða kunn-
ingjahópur skemmti sér með ærsl-
um cndrum og cins. En er ekki í
hclst til mikið ráðist að stofna
mörg stórfyrirtæki úti uni allt land
til þess að skipuleggja fjöldaærsl
og fylliríssamkomur sem standa
skulu þrjú til fjögur dægur svo til
stanslaust?
Jörvagleði æskunnar
Garri getur reyndar ekki leynt
þcirri skoðun sinni að útsamkom-
urnar um verslunarmannahelgina
eru yfírleitt fjarri því að vera
mcnningarsamkoinur. Satt að
scgja líta þær flestar út fyrir að
vera Ijárplógsstarfsemi á lægsta
þrcpi skemmtanalífsins, þar sem
afþreyingarþörf æskufólks er höfð
að féþúfu og stofnað til félagshátta
þar sem ekkerf getur dafnaö ncma
drykkjuskapur. Og þetta eru sam-
koinur sem ætlaðar eru unglingum
niilli tcktar og tvítugs. Þótt her
manns geri allt sem verða má til
þess að leyna fjöldadrykkju ung-
lingannn á þessum samkomum, þá
vita allir landsmenn, þ.á.ni. for-
eldrar, aö ölviman er æðsta tak-
mark þessarar Jörvagleði æskunn-
ar.
Garri treystir sér að vísu ekki til
þess að slást í hóp þeirra sem vilja
útrýma áfengisneyslu með öllu í
landinu. Það er cngan veginn raun-
hæft. En er ekki kominn timi til
þess að menn láti á milli vera um
það hvort fullorðið fólk hefur
áfengi um hönd nokkum veginn
eftir settum reglum, eða livort
börnum og unglinguni er snialað
saman svo þúsundum nentur og
leyft að svolgra í sig áfengi á
samkomustööunum, ef þau hyrja
þá ekki drykkjuna um leið og þau
stíga upp í rútuhílana scm flytja
þau á þcssa stað? Fyrir sanngirnis-
sakir er nauðsynlegt að geta þess
að sumar þær útisamkomur sem
haldnar cru um vcrslunarmanna-
helgi eru ekki drykkjusamkomur
af því tagi sem hér Itcfur verið gert
að uniræðuefni. En þaö breytir
engu um aðalefni þessa máls, ncma
að þvi leyti að áfcngislausu útisam-
komurnar H'ttu að vera hin al-
menna fyrirmynd, - sem þær eru
ekki.
Mógúlar poppheimsins
Svo vill til aö ungnienna- og
íþróttafélög bera í mörgum tilfell-
um ábvrgð á útisainkomum
þessum. Fyrir því er viss söguleg
liefð, og upphaflega var annar
bragur á útisamkomum íþrótta- og
unginénnafélaganna en nú er
orðinn. Þær hafa að sjálfsögðu
alltaf verið haldnar í ijáröflunar-
skyni, en dagskrá samkomanna og
afþreyingarcfni þeirra var áður í
anda íþrótta- og ungmennafélag-
anna, en eru það ckki lengur. Það
er sjaldnast að keppt sé í íþróttum
á þessum samkomum og það eru
ekki oddvitar ungmennafélags-
hrcyfíngarinnar, sem láta í sér
heyra á ræðupöllum eða leiksvið-
um. Það eru mógúlar poppheims-
ins sem þar hafa völdin. Jafnvel
þjóðhátíðin í Vestamannaeyjum
er orðin að einhverju æðislcgu
karnivali utanaðkomandi fólks og
upptrekktra poppara sem margir
Vestmannaeyingar vilja ekki koma
nærri.
Nauðsyn nýrra leiða
Það er æskilegt og tímabært að
þeirri þörf fólks að koma saman úti
í náttúrunni, skcmnita sér í fögru
umhverfí og njóta þar sumardaga
og sumarkvölda, verði fullnægt á
annan hátt en með þessum skyndi-
samkomum um verslunarmanna-
helgi. Hvers vegna er ekki komiö
upp hér og þar um landið sumar-
skemmtistöðum, sem starfa um
hverja helgi, þar sem fólk getur
notið eins konar Tívolístemmning-
ar þótt ekki sé miklu til kostað?
Það þarf ekki að rcisa hallir yfír
slíka starfsemi. Gott samkomu-
tjald eða tjaldbúðir geta dugað og
gerl sitt gagn eins og alsiða er um
öll lönd. t þvi santbandi mætti
mikiö læra af hringleikaflokkum,
sirkusum, og reyna að aðlaga ís-
lcnskum aðstæðum.
Garri væntir góðra undirtekta
við hugleiðingar sinar um ófrentd-
arástandið um verslunarmanna-
helgar ár hvert. Það er koininn
tími til að afnema útisanikomur af
þvi tagi sem nú tíðkast og fínna
nýjar leiðir í þeim efnum.
VÍTTOG BREITT
Ilil
IIIIIH
Morgunblaðið og
úrkynjuð blaðamennska
Staksteinn Morgunblaðsins gerir
í gær enn einu sinni að umtalsefni
fréttaflutning Tímans. Trúr sínu
þema og eðlislægri öfundsýki yfir
góðri fréttamennsku, pirrar það
Stakstein að Tíminn skuli segja frá
hlutum sem eru að gerast þegar
þeir gerast.
Staksteinn segir: „Tíminn getur
stundum verið skemmtileg lesning.
Hver man til dæmis ekki eftir frétt
blaðsins fyrir skömmu um að bíla-
sölum hefði verið úthlutað lóðum
uppi á höfða löngu áður en ákvörð-
un um slíkt var tekin í borgarráði?“
Ekki er þessi frásögn Staksteins í
öllum atriðum rétt, því Tíminn
skýrði frá þessu áður en endanleg
ákvörðun hafði verið tekin. Hitt
má gjarnan hafa í huga að frétt
Tímans var rétt að sjálfsögðu og er
þar trúlega komin ástæðan fyrir
aumkunarverðu ergelsi Staksteins.
í gær gerir hann síðan að umtals-
efni tvær fréttir, eina úr Mogga og
hina úr Tíma. Fréttin sem tekin er
úr Tínia er margra vikna gömul og
fjallar um afstöðu hagsmunaaðila
til opnunartíma verslana í
Reykjavík. í Tímafréttinni er haft
eftirformönnum Neytendasamtak-
anna, Kaupmannasamtakanna, og
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur að þeir séu ekki hlynntir alfrjáls-
um opnunartíma verslana í
Reykjavík. Það er ekki hægt að
sakast við Tímann né raunar þessa
formenn þó endanlegt svar sam-
taka þeirra hafi haft aðrar áherslur
en þær sem fram komu fyrir mán-
uði um það hvort opnunartími
verslana eigi að vera alfrjáls, frjáls-
ari en nú er eða óbreyttur. Hins
vegar má Staksteinn vita, hvort
heldur hann er sumarafleysinga-
maður á Mogganum eða hreinlega
einhver sem á erlitt með að skilja
um hvað dagblaðamennska snýst,
að íslenskt samfélag er ekki lengur
kyrrstöðusamfélag þar sem breyt-
ingar eru undantekning. Þvert á
móti breytast hlutirnir dag frá degi,
og það er m.a. hlutverk dagblaða
að gera lesendum sínum grein fyrir
þessum breytingum. Því er það
ágæt og sjálfsögð regla að heyra í
mönnum varðandi mál sem þeim
koma við á meðan málin eru í
umræðunni. Þannigerþaðsjálfsagt
og rétt, þegar verið er að skrifa
frétt um að borgarráð ætli að leita
eftir umsögnum hagsmunaaðila um
frjálsan opnunartíma verslana í
Reykjavík, að blaðamaður hringi í
viðkomandi hagsmunaaðila og at-
hugi hvort þeir eru tilbúnir til að
tjá sig um málið. Það gerðu Tíma-
menn fyrir mörgum vikum.
Staksteinn vitnar í gær til fréttar
Mogga frá því á föstudaginn þar
sem sagt er frá formlegu svari
Kaupmannasamtakanna, Neyt-
endasamtakanna, og Verslunar-
mannafélagsins. Þessi svör koma
eðli málsins samkvæmt nokkrum
vikum eftir að þetta mál var í
almennri umræðu. Það er vissulega
frétt að segja frá þessum svörum.
En það lýsir ótrúlegum barnaskap
og aulahætti að fullyrða að eitthvað
hafi verið bogið við að heyra í
formönnum samtaka hagsmunaað-
ila þegar umræðan um frjálsan
opnunartíma verslana var í fullum
gangi.
Það er þó með öllu óskiljanlegt
hvernig garmurinn hann Stak-
steinn kemst að þeirri óforbetran-
legu niðurstöðu að ummæli for-
manna samtaka hagsmunaaðila í
viðtali við Tímann og skrif blaðsins
þar að lútandi séu helber ósann-
indi. En Staksteinn segir urn þetta
framtak blaðamanns Tímans:
„Þetta er svo sem virðingarvert en
vissulega felst í þessu sú hætta að
ef uppspunanum í blaðinu fer ekki
að linna verði frekar litið á blaðið
sem skemmtilega lygasögu en
fréttablað."
Þessi umræddu skrif voru á blað
fest þegar umræðan var fersk.
Enginn viðmælenda Tímans úr
hagsmunasamtökunum leitaði
leiðréttinga á einu eða neinu í
fréttinni.
Þessi hrokagikksháttur og
ómerkilegar ávæningar dálka-
höfundar Morgunblaðsins á hend-
ur blaðamanni Tímans um upp-
spuna, er óhugnanlega siðlaus. Að
vísu þykjumst við á Tímanum vera
fullmeðvitaðir um þá tilhneigingu
Morgunblaðsins að telja sig hina
einu og sönnu samvisku þjóðarinn-
ar, að sjálfsögðu án þess að þjóðin
hafi óskað eftir því.
Tíminn frábiður sér allar
ómerkilegar ásakanir misviturs
Staksteinahöfundar um að blaða-
menn sínir iðki það að semja
upplognar fréttir. Þarna gerir
Morgunblaðið sig sekt um að beita
nákvæmlega sömu óþverra aðferð-
unum og félagar þess á einokunar-
dagblöðum austan járntjalds.
Enda verður aumingjaskapurinn
þarna alger, og sú spurning hlýtur
að vakna hvers konar fréttablað
Mogginn vill vera. -BG