Tíminn - 06.08.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.08.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. ágúst 1987 Tíminn 5 Landsvirkjun í skærum við bændur á af rétti Veiðivörður við Köldukvísl á Holtamannaafrétti hefur kært þrjá starfsmenn Landsvirkjunar fyrir veiðiþjófnað í ánni. Kom veiðivörður- inn að meintum veiðiþjófum við veiðar í fyrradag. Þegar veiðimennirnir urðu varir mannaferða tóku þeir upp færi sín og óku greitt í burtu. Hrólfur Ölvisson veiðivörður sagði í samtali við Tímann að hann hefði ekki verið á þeim buxunum að láta mennina komast undan og því elt þá á bíl sínum. Eftir langan og erfiðan eltingaleik, yfir vegleys- ur og stórgrýttar torfærur náði Hrólfur mönnunum upp við svo- kallaðan Efri-Fosshyl, þar sem þeir voru að gera sig reiðubúna til áframhaldandi veiða. Um þetta leyti var kominn annar jeppi til liðs við Hrólf í eltingaleiknum. Þjófar með nafnspjald Starfsmenn Landsvirkjunar voru á bíl merktum fyrirtækinu, og er um að ræða nokkurskonar neyð- arbíl, sem þjónustar Hrauneyja- foss- og Sigölduvirkjun. Er bíllinn útbúinn sérstökum fjarskiptabún- aði svo auðveldar sé að ná til hans, bregði eitthvað út af. Grunur hefur leikið á um að veiði hafi verið stunduð í óleyfi í Köldukvísl, án þess að takist hafi að færa sönnur á það. Fundist hafa netasteinar í Efri-Fosshyl og veiði- staðnum Röski, sem ereinn gjöful- asti staðurinn í ánni. Ýmislegt bendir til þess að stórfelldur ádrátt- ur hafi verið stundaður í Efri- Fosshyl, en hann má heita fisklaus nú undir það síðasta. Mikil aðsókn hefur verið í Köldukvísl, eftir að Tímamenn fóru þangað til veiða og greindu frá skemmtilegum nýjum veiðimögu- leika. Þó virðist svo sem veiði hafi farið heldur minnkandi síðustu daga, eftir að möguleikar Köldu- kvíslar voru gerðir heyrinkunnir. Kenna menn um ádrætti í hyljum, sem þó hefur ekki tekist að færa sönnur á. „Veiðileyfi á bændur" Þegar Hrólfur kom að veiði- mönnunum segir hann þá hafa veist að sér með svívirðingum á borð við „það ætti að selja veiði- leyfi á þessa bændur og láta skjóta þá alla“. Upphófst mikið þref, sem íauk með því að Hrólfur fékk rétt nafn tveggja'veiðimannanna en sá þriðji laug til um nafn. Með þessa vitneskju hélt Hrólfur til lögreglu á Hvolsvelli og kærði mennina fyrir veiðiþjófnað. Þjófar um nótt Ekki aðeins hafa starfsmenn Landsvirkjunar stolist í ána, heldur spillt næturfriði veiðivarðar og veiðimanna sem gista veiðihúsið. Hafa þeir tryllt á jeppum hringinn í kringum húsið að næturlagi og með fullum ljósum og af einhverj- um sökum skráð niður bílnúmer ökutækja við húsið. Starsfmenn Landsvirkjunar hafa verið ósparir á notkun fyrirtækisbíla og notað þá við næturiðju sína. Um leið og vart hefur orðið mannaferða hafa þeir flýtt sér á brott, sem siður var útilegumanna á hálendinu til forna. Virðist sem um stigmagnandi erjur sé að ræða, að mati kunnugra og eiga dýpri rætur en óvild í garð veiðimanna. Mun þetta vera liður í stríði Landsvirkjunarstarfsmanna vegna lónanna sem deilt hefur verið um veiðirétt í. Hrólfur segir að starfsmenn Landsvirkjunar hafi aldrei leitað eftir því við sig að fá veiðirétt í ánni og ekki gert tilraun til koma á sáttum eða samningum með friðsamlegum hætti. Hóta tortímingu Þó svo Tíminn hafi ekki fengið það staðfest, segir sagan að starfs- menn Landsvirkjunar hafi haft það í flimtingum að réttast væri að hleypa vatni úr Þórisvatni í Köldu- kvísl. Myndi slík aðgerð eyðileggja stangaveiði í Köldukvísl í allt spm- ar og væri þar með mikið starf unnið fyrir gýg. Fyrrum var sam- gangur milli Köldukvíslar og Þór- isvatns en sá samgangur var tekinn af rétt eftir 1970. Verðir eru aldrei vinsælir Hrólfur Ölvisson sneri sér til lögreglunnar á Hvolsvelli með kæru vegna veiðiþjófnaðar starfsmanna Landsvirkjunar. Lög- reglan sagði í samtali við Tímann að starfsmenn Landsvirkjunar teldu sig eiga rétt á veiði í Köldu- kvísl, enda fyrirtækið greitt fyrir það land, sem það hefur þurft að veita vatni yfir og grætt upp annað eins og jafnvel meira en það. Hins vegar mun Kaldakvísl hafa verið undanskilin í þeim samningi Landsvirkjunar við landeigendur. Þetta finnst starfsmönnum fyrir- tækisins nú súrt í broti og hafa reynt að gera veiðiverði lífið leitt með ýmsu móti. Lögreglan sagði að hvort sem maður væri laganna vörður eða veiðivörður yrði maður að sætta sig við að vera ckki ofarlega á vinsældalista sumra manna. Rannsókn lögreglunnar á þessu máli er skammt á veg komin, en sýslumanni er kunnugt um deilurn- ar. Blaðamenn Tímans gerðu ár- angurslausar tilraunir til að ná í yfirmenn Landsvirkjunar og stöðv- arstjóra á Holtamannaafrétti í all- an gærdag. - ES/ÞJ Millisvæðamótið í Szirák: Jóhann með jafntefli og spennan í hámarki iafntpfli F.llpfll Ipikir “ lrnm Rpliavclru á nvart í oa*r mfA hví Stutt jafntefli. Ellefu leikir,“ sagði Elvar Guðmundsson aðstoðar- maður Jóhanns Hjartarsonar á milli- svæðamótinu í Szirák þegar hann var inntur eftir úrslitum í skák Jóhanns við Benjamín í gær. „Benjamín var með hvítt og bauð jafntefli eftir aðeins ellefu leiki sem Jóhann þáði.“ Jóhann er enn efstur með 10W vinning og er spennan nú að komast í hámark á mótinu því nú eru fimm menn að berjast upp á líf og dauða um þrjú sæti og eiga þeir eftir að tefla nokkuð innbyrðis. Staðan á mótinu er nú þannig að Jóhann er efstur eins og áður sagði með lO'/i vinning og á hæla honum kemur Salov með 10 vinninga. Nunn er með 9V2 vinning og er með jafnteflislega skák gegn Allan, Port- isch er með 9'/z vinning, en hann kom Beljavsky á óvart í gær með því að tefla Benónývörn sem hann hefur aldrei teflt áður og vann í skemmti- legri skák. Beljavsky er nú í fimmta sæti með 8 vinninga en á þó smá möguleika ef hann vinnur þær skákir sem eftir eru. Að sögn Elvars var þetta stutta jafntefli vel þegið af Jóhanni því á morgun mun hann tefla eina af hinum æsispennandi úrslitaskákum mótsins. Þá stýrir hann hvítu mönnunum á móti Nunn. Á laugar- dag teflir hann síðan við Allan og í lokaumferðinni á Jóhann við Beljav- sky að glíma. Á morgun verður önnur úrslita- skák en þá munu Beljavsky og Nunn leiða saman hesta sína. Nunn á einnig eftir skák við Portisch. Eins og sjá má er því ómögulegt að segja til um úrslit þessa móts á þessu stigi. -HMÞ Aðafundur Stéttar- sambands bænda: Fulltrúa- kosningar eru langt komnar Kosningar fulltrúa á aðalfund Stéttarsambands bænda á Eiðum 31. ágúst til 2. september eru langt komnar. Eftir er að kjósa fulltrúa í Rangárvallasýslu, Vest- ur-Skaftafellssýslu og Kjósar- sýslu og einnig eiga nokkur búg- reinafélögin eftir að kjósa sinn fulltrúa, en þau eru nú ellefu talsins. Fulltrúar á aðalfundinn eru alls á milli 60 og 70 talsins. Nýir fulltrúar eru í Austur- Barðastrandasýslu, Vestur-ísa- fjarðarsýslu, Áustur-Húnavatns- sýslu, Eyjafirði, Norður-Þingeyj- arsýslu, báðum Múlasýslum, Austur-Skaftafellssýslu, Snæfell- snessýslu og Dalasýslu. Einstök heppni Lánið leikur við suma. Hann var sammála því húsbyggjandinn sem var að gera upp húsið sitt í Hafnar- firði um helgina. Var hann að umbylta herbergjaskipan í tvílyftu timburhúsi. Meðal þess sem gera þurfti var að rífa vegg í herbergi þar sem ættmóð»rin heitna hafði búið. Þegar langt var komið við að rífa vegginn rakst kúbeinið í eitt- hvað málmkennt. Við nánari at- hugun reyndist þar vera um skrín gömlu konunnar að ræða. Var það kyrfilega læst og vel með farið utan hvað raki hafði sett sitt mark á það. Skrínið var þungt. Rak húsbyggjandann og konu hans minni til að ættmóðirin hafði kvartað yfir því að hafa týnt skrín- inu fyrir rúmum áratug eða svo. Gleymdist það síðan. Ekki var vitað um innihald þess. Lásasmiður var fenginn til þess að opna skrínið, þar sem fjölskyld- an vildi ekki skemma það á nokk- urn hátt. Lásasmiðurinn vann sitt verk samviskulega og opnaði kassann. Fyrsta sem við blasti var sendibréf stimplað 16. júlí fyrir nákvæmlega tólf árum. Þar með var vitað hvenær uin það bil gamla konan hefur glatað skríninu. En það sem skipti máli fyrir fjölskyld- una í fjárhagskröggum var safn skartgripa ættarinnar, sem reynd- ust hátt metnir þegar farið var með þá flesta til gullsmiðs. -ES Jóhann, enn efstur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.