Tíminn - 09.08.1987, Síða 11

Tíminn - 09.08.1987, Síða 11
Sunnudagur 9. ágúst 1987 Tíminn 11 XMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL aði Roemer, starfsbróðir hans. - Líklega fara þeir varlega í þetta á sjúkrahúsinu til að forðast hneyksli. A ég að skreppa þangað og athuga, um hvað málið snýst? - Já, svaraði Kreider. - En ég kem með þér. Við fáum ekki svona lagað alltof oft. Skammt var til sjúkrahússins, svo þeir fóru gangandi, þó mjög kalt væri í veðri. Fyrst var þeim vfsað til yfirlæknis lyfjadeildar og síðan til stjórnarformannsins. Báðir fullyrtu að ekki gæti verið um bláköld morð að ræða, hér hlytu að hafa orðið mistök, sem því miður hefðu haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir suma sjúklingana. Skýrsla hafði verið tekin af Albert Fissler og Dieter Heldenberg og nú fengu verðir laganna hana í hendur. Þeir spurðu hvar Michaela Roeder væri og var tjáð að hún væri að líkindum í herbergi sínu. Hún hefði verið leyst frá störfum eftir dauða frú Horch. Vildu þeirræðaviðhana? Kreider ákvað að bíða eilítið með það, en vildi fá að vita, hvernig lyfjagjafir væru skráðar á deildinni. Honum var tjáð, að þar sem Micha- ela væri yfir vaktinni, kæmi í hennar hlut að færa allt slíkt á skýrslur. en þegar Kreidcr spurði, hver færi yfir skýrsiur hennar og bæri saman lyfja- birgðir við notkun, kom næstum fát á hina háttsettu herramenn. Stjórn- arformaðurinn hikaði. en sagðist síðan gera ráð fyrir að yfirlæknir deildarinnar sæi um slíkt. Kreider hitti hann að ntáli og þá kom fram, að enginn hafði um nokkra hríð boriö saman skrár um lyfjagjafir og birgðir af lyfjum. Krei- der lagði hald á skýrslur Michaelu Roeder fyrir allt seinasta árið og þeir félagar fóru aftur til stöðvarinnar. - Hvernig líst þér á? spurði Ro- emer og fékk sér vel heitt kaffi. - Hvað heldurðu. að sé um að vera þarna? - Veit ekki, en yfirmenn vilja fyrir hvern mun forðast hneyksli, svo mikið er víst, svaraöi Kreider. - Þeir segja ekki, það sem þeir halda. Ég veit ekki, hvort stúlkan hefur verið að kála sjúklingunt eða ekki, en þeir halda það vissulega. - Yrði ekki erfitt að sanna það? vildi Roemer vita. - Hún ætti að kunna að fela sporin. - Auðvitað, samsinnti Kreider. - Hún virðist þó hafa verið kærulaus í meira lagi. Báðir hjúkrunar- mennirnir segjast hafa séð hana gefa sjúklingi óskráða sprautu oftar en einu sinni. og þeir sjúklingar létust ' óvænt eftir á. - Gæti verið um persónulega and- úð að ræða? stakk Roemer upp á. - Er hugsanlegt að hjúkrunar- mennirnir séu að reyna að koma henni í vandræði. Sennilega er öf- undsýki jafn algeng á sjúkrahúsum og í öðrum starfsgreinum. - Tökum það með í reikninginn, svaraði Kreider. - Við byrjum á að yfirheyra Fissler og Heldenberg. At- hugaðu, hvenær þeir eru á vakt og biddu þá að koma hingað í viðtal. Það er best að fara sem varlegast í þessu öllu til að byrja með. Fissler og Heldenberg komu og endurtóku það sem stóð í skýrslu þeirra og viðurkenndu, að eiga bágt með að trúa morðum upp á Micha- elu, en fyndu þó enga rökrétta skýringu á gerðum hennar. Auk þess neituðu heir að taka á sig ábyrgð að þegja lengur yfir hlutun- um. Kreider hafði séð í skýrslunni, að blóðsýni var tekið úr líki Mariu Kloepping og spurði um niðurstöður rannsóknar þess. Hann varð hissa, þegar Fissler svaraði, að engin rann- sókn hefði farið fram, sýnið væri enn í kæliskápnum hjá sér. Roerner fór þegar í stað með honum að sækja sýnið og það var sent rakleiðis á rannsóknarstofu lög- reglunnar. - Þvt næst sneri Kreider sér að vaktaskýrslum Michaelu Roeder og þótti athyglisverð lesning. Ekki var hægt að segja, að skýrslurnar væru fagmannlega gerðar. Til dæmis stóð um vaktina, sem Maria Kloepping hafði látist á: Púlsinn ræfilslegur, annars róleg vakt. Helgin góð, lítil vinna. Undir þetta skrifaði hún Micha, sem telst fremur óformlegt af yfirhjúkrunarkonu, en það var bara í samræmi við annað, málfarið var ruddalegt götumál á stundum. Seinna mátti lesa skýrslu rithand- arsérfræðings: - Öll skriftin ber vott um neikvæðan persónuleika. Konan er hégómleg, eigingjörn, undirförul og með ranghugmyndir um eigin ábyrgð. Hún nær illa sambandi við aðra og er svo gjörsneydd samúð, að hún ætti síst af öllu að starfa við hjúkrun. Raunar hafði ekki þurft þessa umsögn til að komast að þeirri niðurstöðu, að Michaela Roeder væri vægast sagt sérstök hjúkrunar- kona. - Furðulegt.aðekkertskyldihafa verið gert fyrr, sagði Kreider við Roemer. - Hún var meira að segja kölluð „Engill dauðans" á sjúkra- húsinu. af því það dóu svo margir í hennar umsjá. Þegar niðurstöður rannsóknar á blóðsýninu úr líki frú Kloepper komu, sýndu þær að gamla konan hafði ekki látist af hjartaáfalli, held- ur inspýtingu af ekki aðeins catapr- esan, heldur einnig potassium chlor- ide, sem er enn banvænna, en eyðist fljótt í líki. - Nú er bara spurningin, hvað hún drap marga, sagði Kreider. - Af skýrslunum má ráða, að þeir hafi verið að minnsta kosti þrír. Enn hafði Michaela Roeder ekki verið handtekin eða ákærð og hafði tilkynnt veikindaforföll um miðjan febrúar og farið til Sviss á skíði með vinkonu sinni. Samkvæmt reglum átti hún leyfi til góða, sótti um það og fékk, þar sem engin ástæða var til að neita. Nú var farið rækilega yfir allar skýrslur og niðurstaðan varð sú, að undanfarna þrettán mánuði hafði 31 sjúklingur látist á gjörgæsludeild- inni, þar af 23 á vakt Michaelu Roeder. Vissulega hlutu einhver dauðsfallanna að vera eðlileg. en Kreider tók ákvörðun um að rann- saka til hlítar þau sent unnt væri. - Það er best að hafa samband við ættingja. Við þurfum 23 leyfi til að láta grafa upp lík og rannsaka, sagði hann. Dögum santan var kirkjugarður- inn í Wuppcrtal-Garmcn, þar sem flest líkin voru grafin, undirlagðuraf grafandi mönnum. Ltk eftir lík kom upp á yfirborðið og var flutt til rannsóknar. Auðvitað var ekki hægt að dylja slíkt fyrir fjölmiðlunt og þar af leiðandi ekki að komast hjá stórhneyksli, sem olli brottrekstri fjölda yfirmanna sjúkrahússins. Michaela Roeder var kölluð til að gefa yfirlýsingu og kom af fúsum vilja á stöðina, þar sem fólk fékk að heyra orðbragð hennar óþvegið. - Reynið ekki að negla mig fyrir neitt morð, hvæsti hún. - Það sem er um að ræða, er lögleg hjálp til að deyja. Aðspurð, hvort hún hefði veitt slíka aðstoð, fór hún undan í flæmingi. - Hjálp við að deyja, varð Krei- der að orði, þegar hún var farin. - Ég hef aldrei heyrt annað eins. Allt þetta fólk hefði lifað áfram og engin ástæða var til neinnar aðstoðar. Nei, þetta voru morð og þó við fáum ekki frekari sannanir en við höfum nú þegar, er þetta umfangsmesta mál sinnar tegundar í Wuppertal. Raunar var það eitt mesta mál í öllu Þýskalandi. Rannsóknir á líkun- um sýndu, að að minnsta kosti níu manns höfðu látist af catapresan, potassium choride eða hvoru tveggja og í sjö tilfellum til viðbótar var blóðið óeðlilegt. Michaela Roeder var handtekin og gerði hvorki að játa né neita ákærum um morð, en stóð fast á að engin morð hefðu verið framin. Þetta fólk hefði verið gamalt og sjúkt og betur komið dáið en lifandi. Kreider sagði, að það væri ekki í hennar valdi að taka ákvörðun um slíkt og var svo ósveigjanlegur, að loks brotnaði Michaela niður og játaði sex morðanna, að því við- bættu, að það hlyti að nægja til að gera hann ánægðan. Það nægði. Því fleiri sem fórnar- lömbin reyndust, þeim mun meiri yrðu líkurnar á að Michaela Roeder teldist ósakhæf sökum geðveiki. Sex morð er feikinóg og Michaela er nú undir eftirliti sálfræðinga og sætir meðferð, sem taka mun mjög langan tíma. Ólíklegt er að hún komi nokk- urn tíma fyrir rétt. NOTAÐAR BÚVÉLAR TIL SÖLU Universal 550 dráttarvél 50 ha. árg. 1983 Torub votheysvagn m/hliðarsturtu árg. 1974 URSUS C 362 65 ha. árg. 1981 ZETOR 7011 70 ha. árg. 1981 MF 35 m/ám.tækjum árg. 1959 MF35 árg. 1963 ZTR 567 DV 4WD. 65 ha. árg. 1986 BELARUS 520 4WD. 70 ha. árg. 1980 ZTR 165 sláttuvél Góðir greiðsluskilmálar Vélaborg Bútækni hf. Simi 686655/686680 Bylting í rafgirðingum! Spennar meö innbyggðu aövörunarkerfi ^^ P©n^?r^©RJ kraftmlkllr og geta haldlö uppl spennu á fjögurra strengja giröingu allt aö 25 km langri, án teljandl spennufalls. Vlövörunarkerfi sýnir meö 2 aövörun- arljosum þegar spennufall veröur af völdum ónógs Jarösambands eöa bilunar í glröina- unm sjálfri, þetta auöveldar mjög allt eftirlit og bilanaleit. Allir eftirtaldir spennar frá PEL eru samþykktir af Rafmagnseftirlltl ríkislns. Meöalsterkur spennlr, i heldur uppi spennu á 50 km. löngum vlr eöa 12,5 km. langrl fjögurra strengja glrölngu. Spenna vlö 500 OHM mótstööu 5000 V. Tengdur vlö 220 V veiturafmagn. PEL fyrlrtœklö hefur elnnlg hannaö lltla og handhœga spenna fyrlr randbelt og hesta.þelr ganga fyrlr venjulegum vasaljósrafhlööum. Spennlrlnn er meö rafhlööum og fer vel I hnakktösku á feröa- lögum. Ennfremur hefur Globus hf. á boöstólum hina þekktu AZOBE rafglrölngarstaura, þanvír (high tenslon), strekkjara, hllöhandföng, elnangrara og allt annaö sem þarf tll rafglrö- Inga. öflugastl spennirinn á markaöinum, held- ur uppi spennu á 100 km. löngum vír eöa 25 km. langri fjögurra strengja glrölngu. Spenna vlö 500 OHM PEL 25 mótstööu 5500 V. Tengdur vlö 220V velturafmagn. Rafgeymaspennir er heldur uppi spennu á 16 km. löngum vír eöa 4 km. fjögurra strengja glrölngu. Spenna vlö 500 OHM mótstööu er 3900 V 100 amperstunda geymir endist I 5—8 vikur. Hagstœð verð og greiðslukjör Hafið samband við söiumenn Globusn LÁGMÚLI 5 • 108 REYKJAVÍK SÍM16815 55 Slys gera ekki boð á undan sér! m|UMFB«AR vv _________ WRAO ÖKUM EMS OO MENNI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.