Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 1. september 1987 Vegaframkvæmdir á Austurlandi: Mölburður, styrkingar og nokkrar klæðningar Þegar fyrsta hluta yfirlits yfir vegaframkvæmdir á Austurlandi er lokið, er rökrétt að fylgja fast á eftir með annan hlutann. Þessi röð gerir það að verkum að auðveldara er að fara skipulega yfir hlutina. í fyrsta hluta yfiríits yfir vega- framkvæmdir vegagerðarinnar á Austurlandi, fórum við yfir svæðið um Hof, Hjaltastaðaveg, komum við á Fellabæ, um Eyvindará og Mýnes, um Neðri Staf og Gufufoss. 1 dag hins vegar förum við um Hallormsstað, á Múlaveg, en á þessum stöðum er um að ræða nýbyggingu, yfir Neðstubrú og Hryggsel, um Hólmaháls, ofan Eskifjarðar og endum við Höfða- hús og Brimnes. Að auki er unnið í viðhaldsverk- um, svo sem styrkingum og möl- burði víðs vegar um umdæmiö. Sveinn Sveinsson, á sem fyrri dag- inn heiðurinn af framkvæmd korts- ins og á hann skilið ferfalt húrra! - SÓL Um Hólmaháls, Nýbygging 1,8 km. flCnAKnca Skrúður fe*“ ^ SKRÚÐS- Höfðahús-Brimnes, Klæðing 3,2 km. Fararheill ’87: Slysamánuðir fara í hönd Það er reynslan frá undanförn- um árum að á haustin eykst umferð til mikilla muna. Septembermán- uður hefur oft reynst vera mikill slysamánuður í umferðinni og er því sérstök ástæða til að hvetja alla til aðgæslu, segir í fréttatilkynn- ingu frá Fararheill ’87. Á næstunni ætlar lögreglan í samráði við Um- ferðarráð og Fararhcill '87 að gera mikið átak til aukins öryggis í umferðinni. Leitast verður við að auka eftirlit og fylgjast með því að grundvallarreglum í umferðinni verði framfylgt. Kvikmyndahúsa- eigendur hafa jafnframt ákveðið að leggja sitt að mörkunt til um- ferðaröryggismála með því að sýna án endurgjalds stuttar aðvörunar- ntyndir, sem Fararheill ’87 hefur látið gera. Þá hefur Fararheill ’87 látið gera sjónvarpsþátt um af- leiðingar umferðarslysa, sem sýnd- ur var í Ríkissjónvarpinu í síðasta mánuði. Þátturinn hefur verið sett- ur á myndband og geta allir öku- skólar og ökukennarar sem áhuga hafa á fengið cintak af þættinum. Á hverj u ári gerir slysarannsókn- ardeild Lögreglunnar í Reykjavík yfirlit yfir helstu orsakir umferðars- lysa í borginni. Á síðasta ári reynd- ust algengustu orsakir slysanna vera að umferðarréttur var ekki virtur, aðalbrautaréttur var ekki virtur eða of stutt var á milli bíla. Flest slys í umferðinni verða frá klukkan 12 á hádegi til klukkan 19 og er tíminn milli klukkan 16 og 17 langverstur. 68 bátar undir 10 tonnum í smíðum: Víðast hvar lélegur afli hjá smábátum Smábátar víðast hvar á landinu hafa ekki aflað vel, en þrátt fyrir það var afli smábátanna orðinn 25% meiri fyrstu sex mánuði þessa árs heldur en á sama tíma í fyrra. Afli smábátanna fyrstu sex mánuði síð- asta árs var 14.845 tonn, á móti 18.521 tonni í ár. Þetta þýðir samt ekki að smábátarnir græði meira í ár en í fyrra, því fjölgun á bátunum hefur verið með mesta móti í ár. Þessar upplýsingar koma m.a. fram í nýútkomnu tölublaði Fiskifrétta. Utlit er fyrir að 68 smábátar undir 10 tonnum bætist við flotann á þessu ári. Fyrir tæpum tveimur mánuðum var búið að skrá 31 nýjan bát, 10 höfðu verið mældir og 27 voru ómældir í smíðum. Þetta er mikil aukning frá síðustu árunt, sem sést á því að árið 1984 voru 4 nýir bátar skráðir, 1985 voru þeir 5 og í fyrra 11. - SÓL Epal hf. í glæ- nýtt versl- unarhúsnæði Epal hf. er nú flutt í glænýtt hús í Faxafeni 7 og hefur þannig þrefaldað verslunarrými sitt. Hin nýja verslun er. mjög vel til þess fallin að sýna húsgögn og annað er lýtur að hús- búnaði, en arkitekt hússins var Man- freð Vilhjálmsson. Epal fékk danska innanhússarkitektin Erik Ole Jörg- ensen til að hanna allt innandyra. Við opnun verslunarhússins sýndi Epal í fyrsta skipti hér á landi nýjan sófa sem framleiddur er hér á landi af fyrirtækinu. Hönnuður sófans er einn kunnasti hönnuður Dana, Ole Kortzau og var hann viðstaddur opnunina. Sófinn hefur verið kynnt- ur erlendis meðal annars í lllums 'Bolighus og í hinu þekkta norræna tímariti Design of Scandinavia. Framkvæmdastjóri Epals hf. er Eyjólfur Pálsson, en stjórnarfor- ntaður er Pétur Már Jónsson. Hjá fyrirtækinu vinna 14 manns. Erik Oie Jörgensen innunhússarki- tekt Epalshússins, Pétur Már Jóns- son stjórnarformaöur Epal hf. og Ole Kortzau einn kunnasti hús- gagnahönnuöur Dana láta fara vel um sig í sófanum sem sá síðastnefndi hannaði fyrir Epal hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.