Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 1. september 1987 FRETTAYFIRLIT MANILA — Skæruliöar kommúnista hótuöu hefndar- aðgeröum gegn stjórnarhern- um á Filippseyjum þar sem sundrung ríkir eftir ao nokkrir liðsforingjar geröu uppreisn gegn stjórn Corazonar Aquino í síöustu viku. Sögur voru á kreiki í Maniluborg í gær aö liðsforingjarnir sem uppreisn- ina geröu og sluppu eftir aö hún mistókst heföu sett á lagg- irnar uppreisnarstjórn. BAHREIN — Iranskir bylt- ingaveröir skutu úr vélbyssum á flutningaskip frá Kúvait og virtist sem „tankskipastríðið“ væri hafiö að nýju. Árás ír- önsku byltingavarðanna fylgdi í kjölfar loftárása Iraka á olíu- stöövar Irana. WELKOM, Suður-Afríka - Sprenging varð í gullnámu í Suður-Afríku og áttatíu og níu manns var saknað. Sprenging- in varö aöeins sólarhring eftir að svartir námuverkamenn afléttu verkfalli sínu. PEKING — Norodom Siha- nouk prins sagði að skæruliða- samtökin í Kambódíu myndu halda áfram að starfa samein- uð og Zhao Ziang forsætisráð- herra Kína sagði að herir Víet- namstjórnar yrðu að hverfa á brott frá Kambódíu áður en viðræður um framtíð landsins gætu farið fram. Þetta kom fram f frétt fréttastofunnar Nýja Kína sem skýrði frá viðræðum Zhao og leiðtoga skæruliða- samtakanna en þrír hópar standa að þeim samtökum. OSLÓ — Rannsóknarlög- reglan í Noregi, sem nú rann- sakar mál vopnafyrirtækis þar í landi sem seldi framleiðslu sína til Sovétríkjanna, hefur komist að því að fyrirtækið braut miklu fleiri reglur um útflutning til Sovétríkjanna á mikilvægri tækni heldur en hafði verið talið. SEOUL — Gífurlegt regn fylgdi með hvirfilvindinum Din- ah sem fór yfir Suður-Kóreu um helgina og voru sjötíu og fimm Suður-Kóreubúar taldir af. LUNDUNIR - Verð á olíu hækkaði um 50 cent hver tunna í kjölfar aukinna átaka írana og Iraka í Persaflóanum um helgina. BUDAPEST — Lubomir Strougal forsætisráðherra Tékkóslóvakíu kom í opinbera heimsókn til Unaverjalands í gær og átti viðræour við starfs- félaga sinn Karoly Grosz. ÚTLÖND Bretland: Jafnaðarmenn til frjálslyndra Portsmoulh - Keuter Breski jafnaðarmannaflokkurinn samþykkti í gær að sameinast Frjáls- lynda flokknum og er þar með sex ára sjálfstæðri tilvcru flokksins lokið. Þessi örlög höfðu reyndar verið scð fyrir og engin átök urðu þegar flokksmenn samþykktu á öðrum degi ráðstefnu sinnar í Portsmouth á suðurströnd Englands að ganga til liðs við frjálslynda. Jafnaðarmenn biðu mikið afhroð í kosningunum í Bretlandi í júní- mánuði og þá kom fram hugmyndin að sameinast Frjálslynda flokknum. Þessir tveir flokkar höfðu haldið við sjálfstæða tilveru sína en samcinast einungis í kosningabandalagi. Ekki voru allir á því að ganga til liðs við frjálslynda og leggja niður Jafnaðarmannaflokkinn. David Owen formaður flokksins var til að mynda á móti slíkuin áformum og sagði endanlega skilið við flokkinn eftir harða ræðu sem hann flutti í fyrradag. Owen hcfur vcrið einn af helstu stjórnmálamönnum landsins síðustu tíu árin og í ræðu hans kom vel fram að hann var bæði sár og reiður flokksmönnum sínum vegna ákvörð- unar þeirra. Robcrt MacLennan, lítið þekktur skoskur þingmaður flokksins, tók við leiðtogastöðunni af Owen og mun hann ávarpa þing jafnaðar- manna í dag. Bretland: David Steel formaður Frjálslynda flokksins og David Owen formaður Jafnaðarmannaflokksins (sitjandi); Steel fær jafnaðarmenn til liðs við sig, ekki þó Owen. Sovétríkin: Foreldrar Rust biðja um réttlátan dóm Foreldrar Mathiasar Rust og yngri bróðir: Komin til Moskvu. Japanskir framkvæmdastjórar tauga- veiklaðir úr hófi fram: Hláturinn lengir lífið - segir doktor Arikawa og ráðleggur virkara kynlíf að auki Tokyo - Keuter Doktor Kiyoyasu Arikuwa segist vita hvað eigi að gera til að koma í veg fyrir að stressaðir fram- kvæmdastjórar japanskra fyrir- tækja detti dauðir niður fyrir aldur fram. Ráðin eru einföld, þeir eiga að vinna minna, hlæja meira og stunda kynlíf af auknum krafti. Japanskir framkvæmdastjórar eru taugaveiklaðir um þessar mundir, það gerir hátt gengi jap- anska yensins sem hefur slæm áhrif á útflutning landsmanna, svo og á geðheilsu framkvæmdastjóranna. Þeir hafa enda dáið drottni sínum nokkuð títt, einir tólf framkvæmd- astjórar helstu fyrirækja landsins liafa látist á þessum síðustu og verstu tímum fyrir japanska útflytj- endur. Þessir menn voru á aldrin- um 49 til 69 ára. Nú hefur Arikawa verið fenginn til að útbreiða speki sína hjá félagi japanskra atvinnurekenda. Hann telur taugaveiklun framkvæmdas- tjóranna vera afleiðingu of mikils vinnuálags, of lítils kynlífs og að alvarlegheitin sitji ávallt í fyrir- rúmi. „Hláturinn er góð vörn gegn taugaveiklun," segir Arikawa al- varlegur. Arikawa hefur sjálfur nóg að gera við að útbreiða boðskap sinn. Hann rekur lækningastofu og gcfur þar ráð gegn stressi og einnig þeytist hann um landið og flytur um 200 fyrirlestra á ári hverju. Þegar hann er spurður hvort lífstíll hans stangist ekki á við boðskapinn í lífsspekinni miklu segir hann svo ekki vera: „Ég lít á þetta sem tómstundagaman". Moskva - Kcuter Foreldrar Mathiasar Rust, Vest- ur-Þjóðverjans unga sem flaug á lítilli flugvél sinni frá Helsinki til Moskvu án þess að láta kóng eða prest vita, sögðu í gær að þau vonuðust til að réttarhöldin yfir syni sínum yrðu réttlát og dómurinn yfir honum einnig. Rust mætir fyrir rétt í Moskvu í þessari viku. Monika og Karl-Heinz Rust heita foreldrar Mathiasar, sem lenti meðal annars hér á landi á ævintýraferð sinni sem lauk í grennd við Rauða torgið í Moskvu í lok maímánaðar, og eru þau þegar komin til Moskvu. Foreldrarnir og yngri bróðir Mathiasar, Ingo, hittu sovéskan lög- fræðing í gær sem á að fara með mál flugmannsins unga. Rust er nítján ára gamall og verði hann fundinn sekur um að hafa brotið alþjóðleg loftumferðarlög getur beðið hans tíu ára fangelsi. Hann er einnig sakaður um að hafa komið ólöglega inn í Sovétríkin og um að hafa framið óhæfuverk með flugi sínu þann 28. maí. Otti við IRA hefndir leiðir til handtöku Chippenham • Reuter Lögreglan í Englandi sagðist í gær hafa handtekið tvo menn og eina konu nálægt heimili ráðherrans Tom King sem fer með málefni Norður- írlands. Handtökurnar í fyrrakvöld fylgja í kjölfar sögusagna bæði á Norður- írlandi og í Englandi um að frski lýðveldisherinn (IRA) hyggi á stór- felldar hefndaraðgerðir á næstunni. Lögreglan sagði að handtökurnar væru „þjóðaröryggismál". Maður og kona voru handtekin við heimili Kings í grennd við Chipp- enham í Wiltsskíri og skömmu síðar var maður handtekinn á tjaldvagn- astæði ekki langt undan. Tom King nýtur mestrar verndar allra ráðherra í ríkisstjórn Margrétar Thatchers og hafa yfirvöld enn aukið gæsluna í kringum hann sfðan í maímánuði. Þá felldu breskir her- menn átta skæruliða IRA í mis- heppnaðri árás þeirra síðarnefndu á lögreglustöð á Norður-írlandi. Pólland: Kröfuganga brotin á bak aftur Gdansk • Keuter Pólsk lögregla í fullum her- klæðnaði leysti upp kröfugöngu fimm þúsund stuðningsmanna hinna bönnuðu verkalýðssam- taka Einingu í Gdansk í gær. Gangan fylgdi í kjölfarið á messu sem haldin var í stærstu kirkju landsins. Göngumennirnir voru búnir að ganga um það bil einn kílómetra þegar lögreglan mætti á staðinn. Gangan leystist upp án þess að til verulegra átaka kæmi. Áður en gangan var farin flutti Tadeusz Goclowski biskup messu í hinni geysistóru kirkju heilagrar Maríu. Þar minntist biskupinn þess að sjö ár væru liðin frá samkomulaginu er fæddi af sér Einingu, fyrstu sjálfstæðu verka- lýðssamtökin austantjalds. Efir messuna héldu göngu- menn áleiðis til minningarmerkis- ins um þá sem féllu í átökum við lögreglu fyrir utan Lenín skipa- smíðastöðvarnar í borginni. Þeir höfðu uppi hróp og báru borða en komust hins vegar eins og áður sagði aðeins skamman spöl. Tæland: Flugvél í sjóinn Bangkok • Reuter Flugvél frá tælenska flugfélaginu hrapaði í sjóinn í gær skömmu fyrir lendingu á ferðamannaeyjunni Phuket og ekki var talið að neinn hefði lifað slysið af. Flugvélin var á innanlandsflugi og voru 74 farþegar um borð auk sjö manna áhafnar. Lögreglan í Tælandi sagði að flug- vélin, Boeing 737, hefði brotnað í sundur þegar hún lenti í hafinu u.þ.b. tólf kílómetra frá eynni sem cr vestur af strönd Tælands. Phuket ereinn af vinsælustu ferða- mannaeyjum Tælands og þangað koma fjölmargir erlendir ferðamenn ár hvert. í vélinni voru aðallega Tælendingar en einnig Japanar og Kínverjar. Síðasta alvarlega flugslysið í Tæ- landi varð einnig á Phuket. Það varð í apríl árið 1985 er Boeing 737 brotlenti illa og kviknaði í vélinni. Þá létust fjórir farþegar og sjö áhafn- armeðlimir. Árið 1976 varð mjög alvarlegt flugslys í Bangkok, höfuðborg landsins. Þá brotlenti flugvél frá Egyptalandi á vefnaðarverksmiðju í grennd við alþjóðlega flugvöllinn í Bangkok og létust 52 manns um borð og 29 starfsmenn verksmiðj- unnar. ÚTLÖND UMSJÓN: Heimir Bergsson BLAÐAMAÐUR í..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.