Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 1. september 1987 Tíminn 7 irrterRent Frá 35. Sambandsþingi UMFÍ á Egilsstöðum um helgina. Formannskjör á Sambandsþingi UMFÍ um helgina: Pálmi einróma endurkjörinn 35. Sambandsþing Ungmennafé- lags íslands var haldið um síðustu helgi á Egilsstöðum. Á þinginu kenndi margra grasa og var m.a. kjörin ný stjórn UMFÍ til tveggja ára, tekin var ákvörðun um hvernig haga skuii útdeilingu lottófjársins til sambandsaðila UMFÍ, en eignar- hlutur Ungmennafélagsins er 13,33%. Einnig voru teknar fyrir tillögur um íþróttamál, félagsmála- fræðslu, leiklistar- og menningar- starfsemi og náttúruvernd. f aðalstjórn UMFÍ voru kosnir: Pálmi Gíslason, formaður, en hann var endurkjörinn einróma. Þórir Jónsson, gjaldkeri, UMSB Þóra Gunnarsdóttir, ÚíA Kristján Ingvarsson, HSÞ, nýr í stjórn. Þórir Haraldsson, varaformaður, HSK, nýr í stjórn. Sigurbjörn Gunnarsson, UMFK, nýr í stjórn. Guðmundur H. Sigurðsson.rit- ari,USAH. í varastjórn: Magndís Alexandersdóttir, HSH Matthías Lýðsson, HSS, nýr ístjórn Sæmundur Runólfsson, USVS Hafsteinn Pálsson, UMSK, nýr í stjórn. Þeir sem hættu í stjórn: Þóroddur Jóhannsson, UMSE, eftir 14 ár í stjórn Bergur Torfason, HVÍ, eftir 12 ár Diðrik Haraldsson, HSK, eftir 12 ár Arnór Benónýsson, UMSK, eftir 2 ár. Lóttómál voru mikið rædd á þinginu. Fráfarandi stjórn lagði til að Lottó- ágóða UMFÍ yrði deilt til sambands- aðila UMFÍ á þann hátt að 10% færi til UMFÍ, 15% til sambandsaðila UMFÍ, 15% til sambandsaðila eftir fjölda félaga, enda skili þau fullnægj- andi starfsskýrslu, 10% jafnt eftir félagafjölda, 15% útdeilist eftir sölu lottómiða á sambandssvæðinu, 10% útdeilist vegna launa starfsmanna. Þessir sex fyrstu liðir voru samþykkt- ir óbreyttir. Tillaga stjórnar hljóðaði síðan upp á að 15% rynni í jöfnunarsjóð ferðakostnaðar. Tillaga þess efnis að þessi hluti yrði ekki samþykktur var samþykkt og mun hún komast í gagnið 1. janúar 1989. Þangað til verður unnið að því að semja reikni- reglur til að nota við úthlutun ferð- akostnaðar sem byggð verði á kennsluskýrslum og leggja fyrir fund 1988 til afgreiðslu. Einnig var ákveðið að endurskoða úthlutunarreglur minningarsjóðs Aðalsteins Sigmundssonar, sem átti að fá 2% lottóágóðans. Úthlutun sex fyrstu liðanna var ákveðið að hafa á tveggja mánaða fresti í stað fjórum sinnum á ári. - SÓL Á laugardaginn var haldin lendingarkeppni Flugklúbbs Selfoss og var Pétursbikarinn afhentur við hátíðlega athöfn samkvæmt venju. Handhafi bikarsins síðastliðin tvö ár, Ragnar J. Ragnarsson, varð að láta hann af hendi, og nýkrýndur lendingarmeistari heitir Jóhannes Örn Jóhannesson. Jóhannes hlaut aðeins 53 refsistig, en Ragnar lenti í þriðja sæti með 82 refsistig. Ragnar er til vinstri og Jóhannes til hægri. Mynd: Eggert Eg^Staða listráðunauts " i/ á Kjarvalsstöðum Staöa listráðunauts, sem jafnframt verður aðstoð- arforstöðumaður Kjarvalsstaða, er laus til umsókn- ar. Ráðið verður í stöðuna til 4ra ára. Umsækjend- ur skulu vera listfræðingar að mennt eða hafa víðtæka þekkingu á myndlistarmálum og öðrum greinum, er snerta starfsemi Kjarvalsstaða. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum. Um- sóknum, er greini menntun og starfsferil, sé skilað til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar á eyðu- blöðum, sem þar fást, fyrir 1. október n.k. Upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofum borgarstjóra, Austurstræti 16, sími 18800. Borgarstjórinn í Reykjavík 31. ágúst 1987 Laus staða Staða ritara í Sjávarútvegsráðuneytinu er laus til umsóknar. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi góða ís- lenskukunnáttu svo og kunnáttu í ritvinnslu/vélrit- un. Einhver reynsla í almennun skrifstofustörfum er æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist Sjávarútvegsráðuneytinu, Lindargötu 9, 101 Reykjavík fyrir 10. september nk. Sjávarútvegsráðuneytið, 1. september 1987. Laxveiði - Laxveiði Laxveiði við nýtt veiðisvæði. „Norðlingafljót Borgarfirði" Nógur lax, falleg veiðiá og fagurt umhverfi. Örfá óseld veiðileyfi verða seld næstu daga hjá eftirtöldum aðilum. 1. Sveinn Jónsson, s. 84230-673737 2. Þorgeir Jónsson, s. 685582 3. Fljótstunga Hvítársíðu, s. 93-51198 Verð veiðileyfa kr. 5000 pr. stöng pr. dagur Áslaug Guðmundsdóttir ekkja séra Þorgríms V. Sigurðssonar Vesturgötu 70, Akranesi verður jarðsungin frá Akraneskirkju kl. 11.30 fimmtudaginn 3. september. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameins- félag Islands. Ásdís Þorgrímsdóttir Soffía Þorgrímsdóttir Guðmundur Þorgrímsson Heiðar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Þráinn Þorvaldsson Leifur Halldorsson Jónína Rafnar Bjarkey Magnúsdóttir BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 B0RGARNES:............ 93-7618 BLÖNDUOS:........ 95-4350/4568 SAUÐARKROKUR: ... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489 HUSAVÍK:....... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ... 97-3145/3121 FASKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.