Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 20
HMPBnWSHM FRAM sigraöi Víði úr Garði með fimm mörkum gegn engu í úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ sem fram fór á Laugardalsvelli á sunnudaginn. Víðir hafði unnið mikið afrek með því að komast alla leið í úrslitin en ekkert gekk hjá liðinu í viðureigninni við Framara. Sjá nánar um bikarleikinn og aðra íþróttaviðburði á íþróttasíðum Tímans í dag bls. 10,11,12 og 13. Áflogin enduðu með ósköpum: 26 ára karl- maður stung inn til bana Tuttugu og þriggja ára gamall karlmaður, sem búsettur er í ver- búð í Innri-Njarðvík var handtek- inn á laugardagskvöld, eftir að hann lagði hnífi í vinstra brjóst tuttugu og sex ára gamals félaga síns, þegar þeir lentu í ryskingum á heimili hins fyrrnefnda. Þeir áttu báðir lögheimili í Hafn- arfirði en sá handtekni hefur unnið í Innri-Njarðvík í nokkurn tíma. Að sögn Rannsóknarlögregl- unnar hcfur sá handtekni játað á sig glæpinn og verið úrskurðaður í níutíu daga gæsluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn. Lögreglunni í Keflavík barst beiðni um aðstoð í verbúðina klukkan 19.17 á laugardagskvöld- ið, þar sem Ijóst var að mikil átök áttu sér stað og hnífi væri beitt. Þegar lögreglan kom á staðinn skömmu síðar lá hinn látni á gólf- inu með sár á vinstra brjósti og var féiagi hans handtekinn á staðnum, grunaður um morðið. Mennirnir voru báðir nokkuð mikið ölvaðir. Þeir voru aðeins tveir á staðnum þegar voðaverkið átti sér stað. - SÓL Tíminn Formannaslagir í Alþýðubandalagi: Svavar ekki með Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í flokknum. Endur- nýjunarregla er í flokkslögum sem kveður á um að gera þurfi sérstaka undantekningu ef sami maður eigi að gegna formennsku lengur en átta ár. Svavar hefur verið formaður síðan 1980. Svavar hefur áður lýst því yfir að innanflokksátök í flokknum hafi staðið gengi hans fyrir þrifum og að þeir sem „markaðir eru af þessum átökum" ættu að víkja úr þeim trúnaðarsætum sem þeir sitji í. Þessu segist Svavar nú vilja vera trúr. Enginn augljós eftirmaður Sva- vars er fyrir hendi og ef aðrir úr forystusveit flokksins hyggjast vera trúir þeim vilja formannsins að þeir “mörkuðu" víkji úr trúnaðarstörf- um, er Ijóst að valið getur orðið mjög vandasamt. Útvegsbankamálið: Viðræður í gangi Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hitti í gær Val Arnþórsson stjórnar- formann Sambandsins og Kristján Ragnarsson talsmarin 33 einkaaðila sem gert hafa tilboð í hlutabréf ríkisins í Útvegsbankanum. Eftir þann fund sagði Jón Sigurðsson að framundan væru samræður milli allra aðila um lausn á Útvegsbanka- málinu svokallaða. „Við myndum fyrst og fremst reyna að finna leiðir til að gera Útvegsbankann og þá sem við hann starfa að öflugri þjónustu- stofnun í þágu sinna viðskiptamanna og allra atvinnuvega,“ sagði Jón Sigurðsson. Ráðherrann hefur jafn- framt rætt við Skúla Ólafs, fulltrúa viðskiptamanna og starfsmanna bankans, en meðal þeirra er nú verið að kanna hug manna ti' þess að leggja fram þriðja tilboðið í bankann. Að slíku tilboði myndu um 1000 aðilar standa en enn hefur engin niðurstaða fengist í það hvort áhugi reynist nægjanlegur fyrir slíku tilboði. - BG SJALFSA FGfíEIÐSLA Allan sólarhringinn, - alla daga! í nœsla Hraðbanka getur þú: allt að tíu þúsund krónum á dag. t.d. orkureikninga og símareikninga, með peningum eða millifarslu af eigin reikningi. og millifcert af sparireikningi á tékkareikning eða öfugt. um stöðu tékkareiknings og sparireiknings. Opið allan sólarhringinn! M ff V ff eð bankakort í hendi ertu kominn með lyklavöldin að hvaða afgreiðslustað Hraðbankans sem er. Hraðbankinn er sjálfsafgreiðslubanki þar sem þú sinnir algengustu bankaerindum þínum á þeim tíma sólarhringsins sem hent- ar þér best. Þú borgar ekkert aukalega því nú hefur færslugjaldið verið fellt niður. - þegar þér hentar best! J 4 ÍÉɧͣ| w Afgreiðslustaðir Hraðbankans: Landsbankinn: Hótel Loftleiðum, Borgarspítala, Breiðholti, Akureyri. Búnaðarbankinn: Austurstræti, Landspítala, Hlemmi, Kringlunni. Sparisjóðurinn í Keflavík, Sparisjóður vélstjóra, Borgartúni. Samvinnubankinn, Háaleitisbraut. Útvegsbankinn, Hafnarfirði. SPRON, Skólavörðustíg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.