Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 1. september 1987 Tíminn 11 lllllllllllilllllliiiiiilll ÍÞRÓTTIR Svipmyndir úr bikarviðureigninni. Viðar Þorkelsson skorar fyrir Fram. Guðmundur Steinsson skorar annað mark sitt. Víðismenn hvíla lúin bein eftir úrslitaleikinn. Tímamyndir- Pjetur Heimsmeistaramótiö í frjálsum íþróttum í Róm: Heimsmetið féll í hundrað metrunum Ben Johnson velti Karli Lewis úr stóli sem hcimsins fljótasti hlaupari um helgina á heimsmeistaramótinu í Róm. Johnson vann Lewis í frábæru úrslitahlaupi í hundrað metrunum og setti heimsmet í leiðinni, hljóp á 9,83 sekúndum. „Fyrstu fimmtíu metrarnir voru ofsalegir", sagði Johnson eftir eftir þennan gífurlega sprctt. Lewis varð í öðru sæti á frábærum tíma einnig, 9,93 sem er jafnt fyrra heimsmetinu er Bandaríkjamaðurinn Calvin Smith átti. Um sjötfu þúsund áhorfendur sáu úrslitahlaupið í hundrað metrunum og þeir vissu að eitthvað myndi gerast strax þegar hinn 25 ára gamli Kanadamaður hreinlega skaust frá startblokkinni. Johnson var of fljót- ur fyrir Karl Lewis sem, þrátt fyrir að draga á Kanadamanninn á síðari hlutanum, varð að sjá að baki heims- meistaratitli sínum. Það eru fleiri í góðu formi þessa dagana en Johnson og Lewis. Búlg- arska hástökkskonan Stefka Kost- adinova setti einnig heimsmet í sinni grein, reyndar á svipuðum tíma og úrslitin í hundrað metrunum fóru fram á sunnudaginn. Kostandinova stökk 2,09 metra og bætti sitt fyrra heimsmet um einn sentimetra. Fyrra heimsmet sitt setti hún fyrir rúmu ári síðan. íslensku keppendurnir á heims- meistaramótinu hafa ekki náð sínu besta fram. Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einarsson kepptu í undan- keppni spjótkastsins á laugardag. Einar kastaði 77,46 og Sigurður 75,52 og komust hvorugir í úrslit þótt litlu hafi munað enda þessir bestu spjótkastarar heims mjög jafnir. Einar átti reyndar við meiðsli að stríða, meiddist í baki á æfingu hér á Laugardalsvelli skömrnu áður en hann hélt út. Þá keppti Helga Halldórsdóttir í undanrásum 400 metra grindarhlaups í gærkvöldi. Hún hljóp á 57,82 sekúndum, varð fimmta í sfnum riðli en konist ekki í undanúrslitin. Það var Seppo Raty sem bar sigur úr býtum í úrslitakeppni spjótkasts- ins sem fram fór á sunnudaginn. Hann kastaði spjótinu 83,54 og tók þar með Norðurlandametið af Einari Vilhjálmssyni. Viktor Yevsyukov frá Sovétríkjunum varð annar með kast upp á 82,52 metra og heimsmet- hafinn Jan Zelezny frá Tékkóslóva- kíu var þriðji með 82,20 metra. Fjórði varð svo sjálfur Tom Petra- noff frá Bandaríkjunum, kastaði 81,28 metra. Þórdís Gísladóttir keppti í há- stökki á laugardag. Hún stökk 1, 80 metraen komst ekki áfram á mótinu. Silke Gladish sigraði í úrslita- hlaupinu í 100 metra hlaupi kvenna. Þessi austur-þýska stúlka hljóp á 10,90 sekúndum en önnur varð landa hennar Heike Drechsler sem hljóp á 11,00 sek. Þriðja varð svo Merlene Ottey frá Jamaíka á 11.04 sekúnd- um. Olga Bryzgyna frá Sovétríkjunum sigraði í úrsíitunum í 400 metra hlaupi kvenna í gærkvöldi. Hún hljóp á 49,38 sek. cn næst kom Petra Múller á 49,94 sek. Þriðja var önnur austur-þýsk stúlka, Kirsten Emmelmann á 50,20 sek. Sigrún Wodars frá Austur-Þýska- landi sigraði aftur á móti í úrslitum 800 metra hlaups kvenna. Sigrún hljóp á 1:55,26 og önnur var Kristín Wachtel, einnig frá Austur-Þýska- landi, er hljóp á 1:55,32 sek. Heimsmeistarmótið hófst á föstu- daginn og fyrst til að næla sér í gullverðlaun voru Rosa Mota frá Portúgal sem sigraði í maraþon- hlaupi kvenna og kúluvarparinn Werner Guenthoer frá Sviss sem hafði sigur í einvígi við Alessandro Andrei hcimsmethafa frá Ítalíu. Keppni verður framhaldið næstu daga og tveir íslenskir keppendur eiga eftirað spreyta sig. Það eru þau íris Gröndfeldt, sem keppir í spjót- kasti, og Vésteinn Hafsteinsson sem keppir í kringlu. £ 1. september 1987 hækkar tékka- ábyrgðin úr 3.000 krónum í 10.000 krónur á hvern tékka, - gegn framvísun banka- korts. Á bankakortinu eru tvö öryggisatriði sem þurfa nauðsynlega að koma heim og saman þegar tékki er innleystur, til þess að við- komandi banki eða sparisjóður ábyrgist hann: 1115 0000 0003 3081 _ - — r«w»acxiu«>>«n 7I7S 9955-2006 121053-519 JÓNiKA JÓHAHNSDÓTTIR ucosiOr Ot/89 Meiri ábyrgð með bankakorti - því máttu treysta! < C/5 Alþýðubankinn, Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Samvinnubankinn, Útvegsbankinn, Verzlunarbankinn og Sparisjóðirnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.