Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 16
Landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið að Varmahlíð, Skagafirði 4.-6. september 1987. IngÍDjörg Launajöfnuður Þrúður Framboðsmál Þórdís Ferðamála- stefna Unnur Starf og stefna LFK Magdalena Umhverfismál Ragnheiður Stjórnmálaályktun Inga Þyrí Hollustustefna neyslustefna Ólafía Atvinnumál Jafnréttismál Dagskrá landsþingsins Föstudagur 4. september 1987. Kl. 14.00 Rútuferð frá Reykjavík Kl. 22.00 Komið í Varmahlíð Kl. 23.00 Kynning „þjófstart“. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík. Laugardagur 5. september 1987 Kl. 07.00 Sund. Kl. 08.00 Morgunverður Kl. 09.30 Setning Landsþings Kl. 09.40 Ávörp gesta Kl. 10.15 Kaffi Kl. 10.30 Skýrslastjórnar Kl. 11.30 Erlendir gestafyrirlesarar Kl. 12.30 Matarhlé - matvælakynning. Kl. 14.00 Mál lögð fyrir þingið - lagabreyting - umræður - afgreiðsla Kl. 15.15 Kaffi Kl. 15.45 Umræðuhópar Kl. 18.00 Skokk-sund-gönguferðir- hestaleiga - gufubað Kl. 20.00 Kvöldverður f boði Kaupfélags Skagfirðinga Kvöldvaka í umsjá kvenna á Norðurlandi vestra Sunnudagur 6. september 1987 Kl. 08.00 Morgunsund Kl. 08.30 Morgunverður Kl. 09.30 Stjórnarkjör Kl. 10.00 Umræðuhóparskilaáliti-umræður Kl. 12.30 Matarhlé - Hádegisverður í boði Framsóknarfélaganna á Siglufirði Kl. 14.00 Umræðum framhaldið og afgreiðslamála Kl. 15.00 Þingslit. Stjórnin Slvs gera ekki boð á undan sér! - mIUMFERCMA _ v*' VRM) OKUM UNt oo mknni Látum fara vel um barnið, og aukum öryggi þess um leið! tfXF FERÐAR Þriðjudagur 1. september 1987 Tónleikar ungra einleikara í Norræna húsinu 1 kvöld, þriöjud. 1. septemberkl. 20:30 fara fram í Norræna húsinu síðari tónlcikarnir í annarri um- ferð í keppni ungra einleikara á Norður- löndum. Þessi umferð fer fram sem tónleikar og er öllum heimill aðgangur. Þetta er íslenski hluti keppninnar og að henni lokinni mun einn eða fleiri íslenskir einleikarar verða valdir til að koma fram á samnorrænu hátíðinni, sem haldin er annað hvert ár. Næsta hátíð verður haldin í Reykjavík haustið 1988. Tveir einleikarar koma fram á þessum tónleikum: Pétur Jónasson gítarleikari og Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari. Guðríður S. Sigurðardóttir leikur undir á píanó. Pétur Jónasson leikur verk eftir Manuel Maria Ponce, Kjartan Ólafsson og Heitor Villa-Lobos. Auður Hafsteinsdóttir Ieik- ur verk eftir Brahms, Karólínu Eiríks- dóttur og H. Wieniawski. Nýr klæðskerameistari opnar saumastofu í Garðastræti 2 „Nú er ekki nauðsyniegt að fara til Savile Row í London til þess að verða sér út um klæðskerasaumuð föt,“ segir í fréttatilkynningu þar sem kynntur er nýútskrifaður klæðskerameistari, Karl Jóhann Lilliendahl. sem opnað hcfur saumastofu að Garðastræti 2 í Reykjavík. Mikið úrval fatnaðar er á boðstólum, svo sem stakir jakkar jakkaföt með vesti og vetrarfrakkar. Vetrarfrakkarnir fást bæði tilbúnir og eftir máli. Karl saumar aðallega úr Dormeuil efnum, en það er fyrirtæki, sem enn er fjölskyldufyrirtæki og var stofnað í Frakklandi 1842, en Dormeuil- fyrirtækið hefur einnig útibú í Bretlandi og þaðan fær Karl Karl Jóhann Lilliendahl. Hallgrímsksirkja Starf aldraðra Fyrirhuguð er ferð til Þingvalla næst- komandi fimmtudag, 3. sept. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 13:00 kl. 1) Farið verður um Grafning og Mosfellsheiði heim. Nánari upplýsingar gefur Dómhildur Jónsdóttir í kirkjunni í dag milli klukk- an 11: 00 og 16:00. Síminn er 10745 og heima í síma 39965. AA og AL-AN0N -á Egilsstöðum Samtökin á Egilsstöðum hafa símsvara allan sólarhringinn. Síminn er 97-11972 Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Sími 52502. Söngnámskeið í íslensku óperunni í septembermánuði halda óperusöngv- ararnir Helene Karusso og Kostas Paskal- is námskeið í raddbeitingu og söngtúlkun á vegum íslcnsku óperunnar. Þau Karusso og Pascalis eru íslending- um að góðu kunn. Karusso er prófessor við Tónlistarháskólann í Vínarborg og hefur kennt mörgum íslenskum söngnem- endum þar, auk þess sem hún hefur þrívegis áður komið til íslands og leið- beint íslenskum söngvurum hér á landi. Kostas Paskalis er þekktur baritón söngvari og hefur sungið við helstu óperu- hús í heiminum. Hann kom hér fyrir tveimur árum og hélt námskeið á vegurn Óperunnar ásamt prófessor Helen Kar- usso. Undirleikari á námskeiðinu verður Catherine Williams, starfandi „répétite- ur“ hjá íslensku óperunni. Námskeiðið hefst 1. sept. og stendur í 3 vikur. Það verður opið jafnt virkum þátttakendum sem áheyrendum og er innritun hafin hjá íslensku óperunni. Sundlaugarnar i Laugardal og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar mánudaga - föstudaga kl. 7.00-20.30. Laugardaga kl. 7.30-17.30 og sunnudaga kl. 8.00-17.30. Sundlaugar Fb. Breiðholti: Opin mánudaga- föstudaga kl. 7.20-20.30 og laugardaga kl. 7.30- 17.30. Sunnudaga kl. 8.00-17.30. Lokun- artími er miðaðurvið þegarsölu er hætt. Þáhafa gestir 30 mín. til umráða. Varmárlaug i Mosfellssveit: Opin mánudaga - föstudaga kl. 7.00-8.00 og kl. 17.00-19.30. Laugardaga kl. 10.00-17.30. Sunnudaga kl. 10.00-15.30. Sundhöll Keflavíkur er opin mánudaga - fimmtudaga: 7.00-9.00. 12.00-21.00. Föstu- daga kl. 7.00-9.00 og 12.00-19.00. Laugardaga 8.00-10.00 og 13.00-18.00. Sunnudaga 9.00- 12.00. Kvennatímar þriðjudaga og fimmtudaga 19.30- 21.00. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga - föstu- daga kl. 7.00-9.00 og kl. 14.30-19.30. Laugar- daga kl. 8.00-17.00. Sunnudaga kl. 8.00-12.00. Kvennatímar eru þriðjudaga og miðvikudaga kl. 20.00-21.00. Slminn er 41299. Sundlaug Hafnarfjarðar er oþin mánudaga - föstudaga kl. 7.00-21.00. Laugardaga frá kl. 8.00-16.00 og sunnudaga frá kl. 9.00-11.30. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga - föstudaga kl. 7.00-8.00, 12.00-13.00 og 17.00- 21.00. A laugardögum kl. 8.00- 16.00. Sunnu- dögum 8.00-11.00. Sími 23260. Sundlaug Seltjarnarness: Opin mánudaga - föstudaga kl. 7.10-20.30. Laugardaga kl. 7.10- 17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. SÁÁ Samtök áhugafólks um áferig- : isvandamálið, Síðumúla 3-5, sími 82399 kl. 9.00-17.00 Sáluhjálp í viðlögum 81515 (símsvari). Kynningarfundir í Síðumúla , 3-5 fimmtudaga kl. 20.00. Sjúkrast. Vog-1 ur 81615/84443. Hesturinn okkar Tímarit Landssambands hestamanna- félaga, Hesturinn okkar 3. tbl 28. árg. er nýkomið út. Á forsíðu er mynd af efstu unglingunum í yngri flokki. Pétur Jökull skrifar Ritstjórnarspjall. Þá er grein: íþróttamaður ársins 1986 - Sigurbjörn „Gullbjörn" Bárðarson, og fylgja margar myndir. Þá skrifar Jens Einarsson ferðasögu: Stutt ferð til Vestfjarða og eru í greininni margar myndir af hestum og hestamönn- um. Sólveig Ólafsdóttir skrifar grein sem nefnist Hestakyn Evrópu. Jens Einarsson segir frá Fjórðungsmóti norðlenskra hestamanna ð Melgerðismel- um í gamni og alvöru. Ritstjóri er Jens Einarsson. STEFNIR í 2. tölublaöi Stefnis á þessu ári er fyrst Frá ritstjóra. Fjallar Þór Sigfússon þar um efniö: Kemur Þorsteinn Pálsson á virkum alþýöukapitalisma á íslandi? Af öörum greinum má nefna: Einkavæöing- Sala ríkisfyrirtækja, Opinber atvinnu- rekstur í hendur cinkaaðila; hvaöa fyrir- tæki, hvernig ? Viö vorum eins konar jójó í kerfinu, en það er viötal viö Sigurö Daníelsson, framkvæmdastjóra Lands- smiöjunnar hf. Norðurslóðir - Samstarf viö nágrannaþjóöir tryggir öryggi landsins skrifar Eyjólfur Konráö Jónsson alþingis- maöur og margar fleiri greinar eru í ritinu, sem cr um 40 bls. á stærö. Útgefandi er Samband ungra sjálfstæöis- manna. Útivist Ársrit Útivistar 1987 hefst á grein Lýös Björnssonar: Vikiö lil Viðeyjar. Þá segir Hörður Kristinsson frá leiðinni Frá Þjórs- árverum til Kerlingarfjalla. ^ Aðalefni ritsins er skrifað af Einari Kristjánssyni, cn greinin nefnist: Litið við í Dölum. Leiðsögn með sögulegu ívafi um Dalahérað. Verndun íslenskra hraunhella heitir grein eftir Björn Hróarsson. Öllu efni ritsins fylgja margar myndir. en forsíðumyndin er tekin frá Arnarfelli liinu mikla. Útgefandi er Ferðafélagið Útivist, en í ritnefnd eru: Gísli Svanbergsson, Kristj- án M. Baldursson og Páll Ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.