Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.09.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 1. september 1987 Hllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR : :!i:lilllllil!IIIIIIIIB|:!,| 1 : 1' Ii:|.|;liiilllllllllll|l!i|:|:l lllllllllll!lJ. :'lilllllllllliH" !illllllllllÞl' :,l;llllllllll;lli'• ■ iilllllllllM'i ,iilillllllllll^'•.,i:lillllll!li|!!1-: .;;lillllll!l!l!i' ............................................................................................III..........................[1111......................................1...................II...............I................................ Bikarinn ■ höndum Framara. Pétur Ormslev hampar bikarnum góða og aðrir Framarar hafa uppi siguróp og flaut. Tímamynd - Pjetur Úrslitaleikur Mjólkurbikarkeppninnar í knattspyrnu var leikinn á Laugardalsvelli á sunnudaginn: Frábærir Framarar! „Fyrsta markið sló okkur algjör- lega út af laginu og Framarar leyfðu okkur aldrei að komast inn í leikinn eftir það,“ sagði Guðjón Guð- mundsson, sorgbitinn fyriiliði Víðis úr Garði eftir að Framarar höfðu leikið sér að þeim eins og köttur að mús og sigrað 5-0 í úrslitaleik Mjólk- urbikarkeppninnar í knattspyrnu. Framarar fóru á kostum í leikn- um, börðust af krafti án boltans og léku af snilld þegar liöið hafði knöttinn. Reykjavíkurliðið komst strax inn í leikinn og byggði upp sóknir sem sköpuðu hættu. Fyrsta markið, sem kom á 17. mínútu, var þó af ódýrari geröinni. Pétur Orm- slev losnaði þá úr gæslunni, óð upp og gaf á Kristinn Jónsson sem fram- lengdi á Kristján Jónsson. Kristján skaut í Víðismann, boltinn fór upp í loftið og Guðmundur Steinsson var snöggur ;lð hugsa, stökk upp og skallaði krtöttinn í bláhornið. Fjórir varnarmenn Víðis voru á staðnum en voru seinni til en Guðmundur sem þarna færði Frömurum mikil- vægt mark. „Við vorum ákveðnir að svara þeim í baráttu og hörku, það þarf hins vegar varla að segja þcssum strákum að spila," sagði Ásgeir Elíasson þjálfari Framara eftir leik- inn. Það var einmitt barátta Framara sem virtist koma Víðismönnum á óvarf, þeir fengu aldrei tíma. Fram- arar voru yfirleitt með boltann og þegar þeir misstu hann voru þeir fljótir til og Víðismenn scndu allt annað en til samherja sinna, yfirleitt til Framara og stundum útaf. Víðis- menn voru hreinlega ekki með í leiknum og ljóst var hvert stefndi. Annað markið kom á 23. mínútu. Pétur Ormslev tók horn, Viðar Þorkelsson náði að skalla á Ragnar Margeirsson sem afgreiddi boltann - Reykjavíkurliðið sigraði Víðismenn úr Garði með fimm mörkum gegn engu með góðu skoti í bláhornið eftir nokkuð þóf inn í vítateig. Ragnar var líka í aðalhlutverki í þriðja markinu sem kom aðeins þremur mínútum síðar. Hann komst þá upp að endamörkum og gaf fallega sendingu fyrir er lenti beint á höfðinu á Guðmundi Steinssyni. Guðmundur afgreiddi boltann með hörkuskalla í bláhornið, óverjandi fyrir Jón Örvar í marki Víðismanna. Staðan 3-0 og Guðmundur hafði skorað tvö skallamörk, vel að verki staðið hjá þessum litla og snaggara- lega leikmanni. Nú hafði aftakan farið fram, spurningin var hversu illa Víðismenn myndu fara út úr þessum merkileg- asta leik í sögu félagsins. Heldur sóttu þeir í sig veðrið, Vilberg Por- valdsson komst í ágætt skotfæri á 35. mínútu eftir að hafa fengið stungu- sendingu frá Guðjóni Guðmunds- syni. Skotið mistókst, þetta ætlaði grcinilega ekki að vera dagur Suður- nesjamannanna. Framarar skoruðu tvívegis á fyrstu sjö mínútum síðari hálfleiks og áttu þá sinn besta kafla af mörgum góð- um í leiknum. Pétur Arnþórsson æddi upp miðjuna á 49. mínútu, skaut þrumuskoti af 25 metra færi sem Jón Örvar markvörður náði að verja í slána og út. Par var Viðar Þorkelsson varnarmaður, náði bolt- anum eftir barning inn í teig og skoraði. 4-0. Ormar Örlygsson var á ferðinni þremur mínútum síðar, fékk þá stungusendingu frá Ragnari Mar- geirssyni og komst í gegn. Jón Örvar varði vel skot Ormars en þetta var dagur Framara, Ormar fylgdi vel á eftir, skaut aftur og skoraði. Eftir þetta höfðu Framarar leikinn í hendi sér, léku oft með einni snertingu sín á milli og samvinna og leikskilningur til fyrirmyndar þótt árásargirnin hefði farið minnkandi. Allir leikmenn Fram léku vel í þessum leik. „Þetta var í heildina einn af okkar betri leikjum til þessa“, sagði Ormar Örlygsson sem var af öðrum ólöstuðum bestur í liði Fram. Orrnar vann gífurlega vel á hægri vængnum, skapaði ótal vand- amál fyrir vörn Víðismanna: „Liðið var gott og þá er auðveldara að vera góður,“ sagði Ormar. Mikið rétt, liðið var gott og reyndar mjög gott. Friðrik Friðriksson markvörður átti rólegan dag. f vörninni léku Viðar Þorkelsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Jón Sveinsson af öryggi og byggðu upp spil. Tengiliðalínan var skipuð þeim Ormari, Pétri Arnþórssyni og nafna hans Ormslev, Kristni Jóns- syni og Kristjáni Jónssyni. Frammi voru svo Ragnar Margeirsson og Guðmundur Steinsson, skæðasti framherjadúett landsins. Víðismenn áttu afleitan dag, léku einn sinn versta leik í langan tíma. Allt gekk þeim í óhag. Sendingar rötuðu ekki rétta leið, hreyfing án bolta var lítil og meira segja i baráttu og grimmd fundu þeir jaf- noka sína f líki Framara. Jón Örvar var í markinu, átti ekki stórleik en hefði komið til þess hefði hann kannski geta komið í veg fyrir eitt til tvö mörk. Vörnin fékk yfirsighverja holskefluna á fætur annarri og réði ekkert við neitt, ekki einu sinni þeirra sterkasti leikmaður Daníel Einarsson. Á miðjunni var sömu sögu að segja og skæðustu sóknar- mennirnir Vilberg Þorvaldsson og Grétar Einarsson náðu aldrei að sýna tilþrif í þau fáu skipti sem þeir fengu tækifæri til þess. Það var okkar reyndasti dómari, Guömundur Haraldsson, sem dæmdi og stóð hann sig vel, lét leikinn ganga til ánægju fyrir hina 3784 áhorfendur sem borguðu sinn inn á Laugardalsvöll. hb Bikarmeistarar Fram fagna sigri. Liðið lagði ÍR, Leiftur frá Ólafsfirði, Þór og að lokum Víði í bikarkeppninni og þar með var björninn unninn. Tímamynd - Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.