Tíminn - 15.09.1987, Qupperneq 6

Tíminn - 15.09.1987, Qupperneq 6
6 Tíminn Þriðjudagur 15. september 1987 Borgarráö í dag: Rætt um ráðhúsið Það verða tvö stórmál á dagskrá borgarráðs í dag. Annars vegar verð- ur á dagskrá reglugerð um opnunar- tíma verslana í Reykjavík og hins vegar tekin ákvörðun um hvort ráð- ist verður í byggingu ráðhúss við Tjörnina. Fyrir liggur tillaga um að gefa opnunartíma verslana í Reykjavík frjálsan. Tillaga þessi hefur velkst á milli borgarstjórnar og borgarráðs, en endanleg afgreiðsla frá borgar- Kvikmyndahátíð 1987 verður haldin í Laugarásbíói dagana 19. til 27. september. Um þrjátíu myndir frá 171öndum verðasýndarásamtals um 100 sýningum. Þær myndir sem sýndar verða á hátíðinni eru yfirleitt ekki meðal þeirra mynda sem ganga í sölu- hringjum kvikmyndahúsa, sjón- varpsstöðva eða videóleiga. Gestir á kvikmyndahátíð að þessu sinni verða fimm. ítalski lcikstjórinn Ettero Scola verður viðstaddur opn- un hátíðarinnar og fyrsta mynd hátíðarinnar verður þá sýnd en það er mynd hans, Maccheroni með Jack Lcmmon og Mastroianni í aðalhlut- verkum. Þessi mynd cr frá árinu 1985 en á síðustu kvikmyndahátíð sem haldin var í hitteðfyrra var mynd Scola, Le Bal mjög vinsæl. Pólski leikstjórinn Krzysztof Zan- ussi er einn gesta Kvikmyndahátíðar en mynd hans Ár hinnar kyrru sólar verður sýnd á hátíðinni. Myndin er frá árinu 1984 og ár sólarinnar er árið 1946 þegar loks tók að rofa til eftir hörmungar stríðsins. Franski rithöfundurinn og leikstjórinn Alan Robbe- Grillet er einn gestanna en mynd hans á hátíðinni er Fönguð fegurð. Finnsku leikstjórarnir og bræð- urnir Aki og Mika Kaurismaki verða einnig gestir hátíðarinnar. Mynd Aki heitir Skuggar í Paradís sem er frá árinu 1987 og mynd Mika heitir Rosso en hún er frá árinu 1985. Eina barnamynd Kvikmyndahát- íðar er finnsk og heitir Snædrott- ningin. Myndin er gerð eftir ævintýri H.C. Andersen en leikstjóri hennar er Paivi Hartzell. Hún er ein þriggja kvenna sem eiga myndir á Kvik- myndahátíð að þessu sinni. Af öðr- um myndum á hátíðinni má nefna nýjustu mynd Lárusar Ýmis Óskars- sonar, Frosni hlébarðinn en mynd hans kemur frá Svíþjóð, Ginger og Fred eftir Fellini þar sem Fellini lýsir áliti sínu á sjónvarpi og skemmtana- iðnaðinum sem hann er sjálfur þátt- takandi í. Einnig verður til sýninga kínverska myndin Stúlka af góðu fólki í leikstjórn Huang Jianzhong sem segir frá lífi 18 ára gamallar stúlku eftir að henni er komið í hjónaband með 9 ára gömlum dreng. Elem Klimov á sovésku myndina Komið og sjáið sem ku vera einhver magnaðasta lýsing á stríði sem gerð hefur verið, jafnvel svo að amerískar stríðsmyndir eins og Platoon verða að sápuóperu við samanburö. Sögu- hetja myndarinnar er ungur drengur en sögusviðið er síðari heimsstyrj- öldin þegar nasistar flæða yfir Rúss- land og heilu þorpin eru lögð í eyði. Á hátíðinni cr einnig að finna, myndir frá Egyptalandi, Taiwan, Japan, Indlandi og fleiri löndum. Önnur egypska myndin á hátíðinni fékk önnur verðlaun á kvikrhýnd- ahátíðinnií Locárno nu í ágúst . Hun ráði mun að líkindum fást í dag. Hagsmunaaðilar hafa fengið tillög- una til umsagnar. Verslunarmanna- félag Reykjavíkur hefur lagst gegn frjálsum opnunartíma, en neytenda- samtökin og kaupmannasamtökin leggja til að frjáls opnunartími verði tekinn upp til reynslu í eitt ár. Bæði þessi samtök leggja áherslu á að vöruverð hækki ekki í kjölfarið. Líkur eru á að borgarstjóri muni leggja fram breytingartiilögu þar heitir Hryðjuverkamenn en myndin frá Taiwan heitir Bernskuminningar og gerist í litlu þorpi í grennd við herstöð í suðurhluta Taiwan. Sýningar í Laugarásbíói verða frá kl. 15 til 23 á hverju kvöldi en forsala á miðum verður í söluturninum á Lækjartorgi frá kl. 10 til 17 þar sem miðar fyrir næstu daga verða seldir Þessa vikuna stendur yfir í Reykjavík samnorræn tónlistarhátíð ungs fólks undir merkjum UNM- samtakanna, (Ung Nordisk Musik). UNM-hátíðin, sem er eins konar „ungliðadeild" Norrænna tónlistar- daga, er haldin árlega og skiptast aðildarlöndin fimm á að vera gest- gjafar. Markmið hátíðarinnar er að gefa tónlistarfólki undir þrítugu, hljóðfæraleikurum jafnt sem tón- skáldum, tækifæri til að koma sér og sínum verkum á framfæri. Einnig er það kjörið til að gefa þátttakendum kost á að sækja námskeið og fyrir- lestra hjá viðurkenndum listamönn- um. Ung Nordisk Musikfest ásér langa sögu, eða allt frá lokum fyrri heims- styrjaldar. Það voru Svíarsem fyrstir tóku að sér að halda hátíðina í Stokkhdlmi í október árið 1946. íslendingar tóku ekki virkan þátt í þessu samstarfi fyrr en árið 1974, er hátíðin var haldin í Pitea í Svíþjóð. sem opnunartími verði gefinn frjáls að því undanskildu að lokað verði á sunnudögum. Má búast við að sú tillaga verði samþykkt bæði í borg- arráði og borgarstjórn. í síðustu fjárhagsáætlun voru 60 milljónir teknar til hliðar ef ráðist yrði í byggingu ráðhúss viðTjörnina. Fyrir liggja teikningar að ráðhúsi úr verðlaunasamkeppni sem haldin var. Ákvörðun um byggingu ráðhúss hefur þó ekki verið tekin og er það og á þrjú sýningar sama dag. Ódýr- ara verður í þrjú, fimm og sjö-bíó nema á lengri myndirnar sem sýndar verða í færri skipti. Nýlega rann út skilafrestur í sam- keppni um handrit að stuttum kvik- myndum í tengslum við Kvikmynd- ahátíð Listahátíðar. Tuttugu og sjö handrit bárust. Þrjú af þeim munu fá Það er skemmst frá því að segja að þetta samstarf hefur reynst ís- lensku tónlistarfólki mikil hvatning til dáða, sem marka má til að mynda á því að öll þau tónskáld okkar af yngri kynslóðinni, sem nú eru óðum að vinna sér sess í tónlistarlífi okkar, hófu sinn feril á þeirri hátíð. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin fer fram í Reykjavík, og að þessu sinni hefur hún óopinberan undirtit- il; „Norðanvindurinn". í samræmi við það er mikil áhersla lögð á blástur og hafa m.a. verið fengnir tveir heimskunnir blásarar til að halda námskeið. Það cru flautu- leikarinn og tónskáldið Robert Aitk- en frá Kanada og trompetvirtúósinn György Geiger frá Ungverjalandi. Sérstakt tónskáld hátíðarinnar er Ungverjinn László Dubrovay og frá Finnlandi kemur hljómsveitarstjór- inn Osmo Vánská til að stjórna tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands. Auk fyrrnefndra gesta mún mál á dagskrá fundarins í dag. Ef af verður er líklegt að ráðhúsið rísi á mjög skömmum tíma þar sem mikið jarðrask við og í Tjörninni er óhjá- kvæmilegt á meðan á frantkvæmdum stendur. Meðal annars þarf að grafa langt undir yfirborð Tjarnarinnar, en samkvæmt teikningum verða þrjár hæðir neðanjarðar fyrir bíla- stæði. - HM 850 þúsund króna styrk til fram- leiðslu myndanna sem síðan verða sýndar næsta vor í tengslum við Listahátíð 1988. Dómnefnd skipa Sigurður Sverrir Pálsson formaður undirbúningsnefndar Kvikmynda- hátíðar. Sveinbjörn 1. Baldvinsson rithöfundur og Thor Vilhiálmsson rithöfundur. - ABS Atli Heimir Sveinsson flytja fyrir- lestur, sem ber yfirskriftina „Óperan frá Monteverdi til Sveinssonar". Dag hvern eru tónleikar með verkum eftir og í flutningi þátttak- anda. Alls verða flutt verk eftir fjörutíu og tvö norræn tónskáld undir þrítugu, þar af ellefu íslensk, en heildarfjöldi þátttakenda er hátt á annað hundrað. Hátíðinni lýkur með tónleikum í Skálholtskirkju laugardaginn 19. september, þar sem gestir vikunnar munu koma fram. M.a. mun György Geiger og samnorræn strengjasveit undir stjórn Mark Reedman flytja Konsert nr. 3 fyrir trompet og strengi eftir Dubrovay. Að lokum má geta þess að á tónleikunum í kvöld í Langholts- kirkju verða meðal annars flutt verk eftir Eirík Örn Pálsson og Hauk Tómasson. - RD. Venjuleg ölvun í miöbænum: Lögga bitin og rúður brotnar Hefðbundin ölvun var í miðbæ Reykjavíkur um helgina, og var hún ekki óvenjuleg að neinu leyti, ef undanskilin eru tvö atvik. Hið fyrra var að lögreglumaður var bitinn á laugardagskvöldið og var hann fluttur á slysadeild í kjölfar þessa atviks. Hann reynd- ist þó heill á húfi og í fullu fjöri. Hið seinna óvenjulega atvik, var að aðeins voru brotnar 3 rúður í verslunum í Austurstræt- inu. Leiðinlegt veður setti strik í reikningin hjá krökkunum og fóru þeir flestir heim með síðasta strætó, og skýrir það kannski óvenjuleika helgarinnar. - SÓL Spenntir heilir —óspenntirekki Bíll valt við Stokkseyri á laug- ardagsmorguninn, með þeim af- leiðingum að þrennt slasaðist. Fimm ungmenni voru í bílnum og var bíllinn á mikilli ferð, þegar ökumaður missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann ■ fór út af veginum og valt. Grunur leikur á að ökumaður hafi haft áfengi um hönd. Af fimmmenningunum voru tvö í bílbeltum; farþegi í framsæti og farþegi í aftursæti, og sluppu þau bæði ómeidd. Þremenning- arnir sem eftir voru, og óspennt, slösuðust öll, þ.á m. öll viðbeins- brotin og var tvennt flutt á slysa- deild í Reykjavík, en einn er á sjúkrahúsinu á Selfossi. Þá var einnig nokkuð mikið um drykkju á Suðurlandi um helgina, og virtist sem Sunnlend- ingar ættu nóg af peningum til að eyða. - SÓL Féll ofan af húsþaki Lögreglan í Kópavogi fékk til- kynningu rétt fyrir tvö í gær að slys hefði orðið við Reynigrund í Kópavoginum. Þar hafði maður farið upp á þak tveggja hæða húss til að mála, en féll niður. Var hann strax fluttur á slysadeild. Hann var með fullri meðvitund, en nokkuð blæddi úr honum, þar á meðal úr höfði. - SÓL Ekið á hest Um tíu leytið á sunnudags- kvöld var ekið á hest við Gunn- arshólma. Ökumaður bifreiðar- innar fór til lögreglunnar í Árbæ og tilkynnti um atburðinn. Þurfti að aflífa hrossið, en bíllinn er eitthvað skemmdur. Lögreglan þurfti annars að kljást við lítið annað en fjúkandi tunnur og drasl um helgina, nema hvað ekið var utan í stúlku í Ártúnsholti aðfaranótt sunnu- dagsins, en stúlkan reyndist ómeidd þegar upp var staðið. ________________- SÓL Harkalegur árekstur Lögreglunni í Reykjavík var í gærmorgun tilkynnt um harkaleg- an árekstur og bílveltu á gatna- mótunum Stakkahlíð - Bólstað- arhlíð. Þegar lögreglan kom á staðinn örskömmu sfðar, kom í ljós að annar bíllinn hafði oltið og öku- maður hans var þá fluttur á slysadeild. Bílamir eru nokkuð skemmdir. -SÓL Kvikmyndahátíð 1987 í Laugarásbíói 19. til 27. september: HÁTÍÐIN OPNUD MED MYND EFTIR SCOLA Jón Þórarinsson, Sigurður Sverrir Pálsson og Kristín Jóhannesdóttir eru ásamt fleirum í undirbúningsnefnd Kvikmyndahátíðar. Tímamynd: Cunnar Tónlistarhátíð UNM

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.