Tíminn - 29.10.1987, Síða 6
'6 Tíminn
Fimmtudagur 29. október 1987
í fyrrakvöld fóru fram á Alþingi
umræður um stefnuræðu Þorsteins
Pálssonar forsætisráðherra. Hér er
stiklaðámjög stóru í umræðunum.
Svavar Gestsson (Abl.Rv.)
sagði að fram-
farahugann
vantaði í ræðu
Þorsteins Páls-
sonar forsætis-
ráðherra, sem
aðeins hefði
hvesst sig þegai
hann veittist að
utanríkisráð-
herra eigin ríkisstjórnar og kallaði
stefnu hans sýndarmennsku. Spáði
Svavar stjórninni skammlífi ef
gengi fram sem horfði. Síðan réðst
Svavar harkalega á Alþýðuflokk-
inn og ásakaði hann um svik við
jafnaðarstefnuna, en þó benti
Svavar á að bryddað væri upp á
nýjum leiðum í utanríkismálum.
Margrét Frímannsdóttir (Abl. Su.)
gagnrýndi
skattastefnu
ríkisstjórnar-
innar og sagði
ekkert réttlæti
að leita sí og æ
í ráðstöfunar-
tekjur heimil-
anna á meðan
þjónusta væri
skert. Hafði hún litla trú á tilfærslu
verkefna til sveitarfélaga, sem
hefðu orðið að þola skerðingu á
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Fjár-
magnið sem til tilfærslunnar væri
ætlað væri of lítið.
Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðhcrra sagði fjárlaga-
frumvarpið og tengd frumvörp
koma á varanlegum umbótum í
stjórnkerfinu. Sem dæmi um þetta
nefndi hann heildarendurskoðun
skattakerfisins og verkefnaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga. Vitnaði
hann í því sambandi í skattsvika-
skýrsluna, sem að stóð m.a. Þröst-
ur Ólafsson Alþýðubandalagi, en
þar var eindföldun skattakerfisins
og fækkun söluskattsundanþága
meginráðið gegn skattsvikum. Ætl-
ar stjórnarandstaðan að verja úrelt
og götótt skattakerfi spurði Jón
Baldvin. Um næstu áramót yrði
m.a. undanþágum enn fækkað,
söluskattsprósentan lækkuð og
þeim verst settu bættur sinn hlutur
með hærri skattfrelsismörkum.
Varði hann skerðinguna á framlög-
um til íþróttamála og sagði lottóið
hafa gjörbreytt stöðunni, ekki
skipti máli hvaðan peningarnir
kæmu.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra ræddi húsnæðismál-
in og gagnrýndi þá sem gagnrýnt
hefðu frumvarp hennar, sem mið-
aði að því að færa takmarkað
fjármagn frá þeim sem ættu stórar
eignir til hinna verr settu. Sagði
hún að 700 umsóknir frá efnafólki
tækju til sín einn milljarð króna í
lán, samsvarandi upphæð og fé-
lagslega kerfið fær. Aðalatriðið
væri að þeir sem byggja í fyrsta
sinn og þeir sem eru að stækka við
sig vegna fjöldskylduaðstæðna fái
fyrirgreiðslu. Síðan ræddi Jóhanna
kaupleiguíbúðirnar, en könnun
meðal félagasamtaka og sveitar-
átjórna bentu til að 2000 kaupleig-
uíbúðir vantaði næstu 3 árin.
Guðmundur Ágústsson (B.Rv.)
bar ríkisstjórnina saman við ónýt-
an bíl sem nýlega hefði verið
prangað inn á hann. Þá væri óljóst
hvert stjórnin stefndi og hversu
hratt skal farið.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
(B.Rv.) gagnrýndi skattastefnu
ríkisstjórnarinnar og sagði skatt-
heimtuna ómanneskjulega. Bar
hún saman stjórn hinna vinnandi
stétta frá 1934 - 1937, sem kom á
alþýðutryggingum og sagði núver-
andi ráðherra fölna í samanburði
við þáverandi ráðherra krata, Har-
ald Guðmundsson, með frjáls-
hyggju sinni.
Ingi Björn Albertsson (B.VI.)
gagnrýndi
stjórnina fyrir
skattpíningast-
efnu þar sem
lævíslega væri
ráðist að lágl-
uunafólki og
vitnaði í um-
mæli kratans
Kjartans Jó-
hannssonar þegar hann var í stjórn-
arandstöðu. Gagnrýndi hann ein-
nig skerðingu á framlaginu til
íþróttahreyfingarinnar.
Standa vörð um
nýjar atvinnugreinar
Ólafur Þ. Þórðarson (F.Vf.)
sagði að stjórn-
armyndunar-
viðræðurnar
hefðu sannað
að án Fram-
sóknarflokks-
ins hefði ekki
verið hægt að
mynda ríkis-
stjórn. Fiskeld-
ið og loðdýraræktin væru veikir
græðlingar í íslensku atvinnulífi,
sem ættu eftir að færa þjóðfélaginu
mikinn auð, og að þeim yrði að
hlúa ef ætti að tala um nýsköpun.
Brýndi hann Alþingi til að standa
vörð um framlög til vísinda- og
rannsóknarstarfsemi, sem væri
trygging þróunar nýrra atvinnu-
greina, hvað sem svo stæði í fjár-
lagafrumvarpinu. Þá efaðist Ólafur
um að hægt væri að standa á
fastgengisstefnunni, þar væri ríkis-
stjórnin ekki einráð um, þar kæmu
aðrir þættir til utan valdsviðs ráð-
herra. Benti hann félagsmálaráð-
herra að snúa sér til þeirra sem
vaxtamálum réðu, flokksbræðra
sinna í fjármálaráðuneytinu og við-
skiptaráðuneytinu, til að leita úr-
lausnar á erfiðleikum hús-
byggjenda. Vextirværu alltofháir.
Krístínu Einarsdóttur (Kvl.Rv.)
þótti lítið til
koma fyrirheita
forsætisráð-
herra um að-
gerðir í jafn-
réttismálum,
einnefndinenn
skilaði engu.
Dagheimilin
hefðu gleymst
og matarskattur lagður á. Skattur
á hátekjur, stóreignir og eignatekj-
ur væri leiðin sem Kvennalisti hefði
bent á. Kjarabætur hefðu skipst
misjafnt og það konum í óhag.
Ræddi hún síðan utanríkismál og
lýsti ánægju með áherslur utanrík-
isráðherra, nema hvað varðar
varnarliðið.
Annar ræðumaður Kvennalista í
fyrstu umferð var Danfríður Skarp-
héðinsdóttir (Kvl.Vl.) og taldi hún
prjónaskap kvenna ásamt öðruí
hafa gefið konum þá yfirsýn serr|
þyrfti til að búa til mynstur í
landsstjórnuninni, þar sem allir
yrðu metnir að verðleikum. Þá
gagnrýndi hún yfirborganir í ríkis-
kerfinu og hvatti fjármálaráðherra
til að taka til hendinni. Efaðist hún
um jákvætt viðhorf stjórnarinnar
til landsbyggðarinnar og gagnrýndi
skerðingu framlaga til ýmissa mála-
flokka sem snertu hana.
Stefán Valgeirsson (SJF.N.e.)
sagði að misréttið í landinu færi
vaxandi. Ekkert bólaði á aðgerð-
um til að efla jafnrétti í landinu.
Fjármagnið streymdi suður og
Iandsbyggðin bæri skarðan hlut.
Eitt mesta byggðamálið í dag væri
að bæta kjör fiskvinnslufólksins.
Loks gagnrýndi Stefán matarskatt-
inn og áhrif hans á launafólk og
vaxtaþróunina.
Verðbólgan óvinur
okkra allra
Friðrik Sophusson iðnaðarráð-
herra þakkaði
efnahagsbat-
ann öðru frem-
ur frjálsræðinu
og stöðug-
leikanum í
efnahagslífinu.
Ekki mætti bú-
ast við bættari
hag og núþyrfti
að verja það sem náðst hefur. Það
þurfa allir að berjast gegn verð-
bólgunni og það er hlutverk fleiri
en ríkisstjórnarinnar, s.s. stjórnar-
andstöðu, verkalýðshreyfingar og
atvinnurekenda. Genginu verður
ekki breytt til að mæta innlendum
kostnaðarhækkunum.
Ragnar Arnalds (Abl.N.v.)
gagnrýndi stjórnina fyrir sölu-
skattshækkunina og skattlagningu
á Iistir og menningu. Sagði hann að
fækkun undanþága frá söluskatti
mundi auka skattsvik, ekki minnka
þau. Þúsundir fyrirtækja skiluðu
nú arði og þangað ætti ríkisstjórnin
að sækja tekjur sínar. Taldi hann
erlent fjármagn og erlenda meiri-
hluta eignaraðild stofna sjálfstæði
þjóðarinnar í hættu.
Eiður Guðnason (A.VI.)
gagnrýndi
málflutning
stjórnarand-
stöðunnar og
sagði að Al-
þýðubandalag-
ið hefði átt þátt
í að kynda
mesta verð-
bólgubál ís-
landssögunnar þegar hann var í
stjórn, enda væru ábendingar um
úrræði nú engar. Taldi hann ekkert
óeðlilegt að skoðanamunur væri í
svo stórum þingmeirihluta sem að
þessarUjríkisstjórn stæði. Ríkis-
stjórnin mundi beita sér fyrir bætt-
um hag landsbyggðarinnar, sem
hefði orðið útundan á þessum þen-
slutín)^- og mætti þar nefna átak í
vegamálum.
Eiður sagði að fara yrði með gát
í að koma málum landbúnaðarins
í lag, þar mætti ekki beita reglu-
strikuaðferðinni því hér væri verið
að fjalla um líf fólks. Kvótamálin
væru eitt stórmálið og þar vildu
kratar skýr skil milli skipa og
fiskveiðikvóta.
Óli Þ. Guðbjartsson (B.Su.)
gagnrýndi niðurskurð til íþrótta-
mála og afnám söluskattsundan-
þáganna. Þorsteinn Pálsson nefndi
nú ekkert um það að hann og
flokkur hans væri á réttri leið eins
og í kosningabaráttunni. Allt of
seint hefði verið gripið til aðgerða
og þær því harðari en ella og
vitnaði í ummæli núverandi fjár-
málaráðherra máli sínu til
stuðnings. Óli sagði að Borgara-
flokkurinn væri kominn til að vera
og mundi gagnrýna kjötkatla-
pólitík ríkisstjórnarinnar.
Enginn niðurskurður í
félags- og
heilbrigðismálum
Guðmundur Bjarnason heilbrigð-
is- og trygging-
amálaráðherra
sagði að fram-
sóknarmenn
myndu vinna
að því að fram-
kvæma stjóm-
arsáttmálann af
fullumheimild-
um, enda væri
þar kveðið á um að auka jafnrétti,
vinna að valddreifingu og félags-
legum umbótum og treysta
atvinnuöryggi allra landsmanna.
Meginatriðið nú væri að tryggja
það jafnvægi sem náðst hefði í
efnahagsmálum í tíð síðustu ríkis-
stjórnar. Hallalaus fjárlög væru
þar mikilvægt atriði, en þess yrði
þó að gæta að niðurskurður bitni
ekki á þeirri félagslegu uppbygg-
ingu og þjónustu, sem ætlast er til
að þjóðfélagið veiti þegnum
sínum. í fjárlagafrumvarpinu eru
framlög til menntamála, félags-
mála og heilbrigðismála hækkuð
hlutfallslega meira en almenn út-
gjöld ríkisins, enginn niðurskurður
farið fram. Úgjöld til vega- og
flugmála hefðu verið aukin og í
fjárlagafrumvarpinu væri aukning-
ia til hafnarmála 180 m.kr. frá því
sem nú væri, úr 70 m.kr. í 250
m.kr. Ræddi hann fiskveiðistefn-
una og varaði hann við róttækum
breytingum sem gætu leitt til átaka
á milli byggðarlaga og starfsgreina,
því stefnumótun sjávarútvegsráð-
herra hefði reynst farsæl. Það gæti
haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
Þá yrði að nota svigrúm það sem
búvörulögin hefðu gefið til að
endurskipuleggja landbúnaþinn og
efla nýjar búgreinar. Fljótfærnis-
legar aðgerðir og upphlaup gætu
stefnt þeim vandmeðförnu málum
í voða.
Guðmundur sagði að ekki gengi
upp að allir, án tillits til efnahags,
ættu rétt á húsnæðislánum með
niðurgreiddum vöxtum. Sá er
•minnkar við sig og fær háa milli-
greiðslu á ekki að geta fengið
niðurgreitt lán og fjárfest mismun-
inn í skuldabréfum. Hins vegar
yrði að gæta þess að samráð yrði
haft við aðila vinnumarkaðarins.
Síðan ræddi ráðherrann sinn
málaflokk og sagði að auðvitað
yrði litið til heilbrigðis- og tryg-
gingarmála um sparnaðarleiðir,
enda rynnu þangað rúmlega 40%
útgjalda ríkisins. Leiða til sparnað-
ar og aðhalds mætti leita í rekstri
sjúkratrygginga og rekstri ein-
stakra stofnana, þó aldrei með
skerðingu þjónustu, en verulegur
hluti útgjaldanna væru hinar lög-
bundnu lífeyristryggingar, ellilíf-
eyrir og örorkubætur. Guðmundur
drap síðan á ýmsa málaflokka í
hans ráðuneyti og fyrirhugaðar að-
gerðir á þeim sviðum, s.s. málefni
aldraðra, eyðni og forvarnir.
Lokaræðuna í umræðunni hélt
Þórhildur Þorleifsdóttir (KvI.Rv.)
og mótmælti hún aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmálum,
taldi leiðir síns flokks koma þar
betur að notum. Þingmaðurinn fór
síðan mörgum varnaðarorðum um
stöðu menningar í landinu, hana
þyrfti að efla ásamt almennri
menntun. Ofuráhersla væri lögð á
hagnýta menntun og því yrði að
breyta.
ÞÆÓ