Tíminn - 13.11.1987, Side 9
Föstudagur 13. nóvember 1987
Tíminn 9
VETTVANGUR
!!!! I i I i
Níels Árni Lund, starfsmaöur landbúnaðarráðuneytisins:
MIKILSVERT STARF
í fyrri grein um fiskeldi og landbúnað, var fjallað um
tengsl fiskeldis við hin ýmsu ráðuneyti og rök að því
leidd að eðlilegt sé að landbúnaðarráðuneytið hafi yfir-
umsjón með fískeldismálum. í þessari síðari grein verður
Ieitast við að segja frá starfí sem unnið er á vegum þeirra
stofnana sem hvað mest fjalla um fískeldismál af hálfu
landbúnaðarráðuneytisins.
Veiðimálastofnun,
- Laxeldisstöð ríkisins
Veiðimálastofnun heyrir undir
landbúnaðarráðuneytið og hlut-
verk hennar í fiskeldi og fiskirækt
er ótvírætt.
Fyrst má nefna að hún hefur
með leyfisveitingar að gera. Sam-
kvæmt lögunum ( Lög nr. 76/1970
um lax og silungsveiði) verður
hver sá sem ætlar að stunda fisk-
eldi að gera veiðimálastjóra grein
fyrir áformum sínum, skýra frá
eðli og umfangi eldisins, leggja
fram teikningar af fyrirhuguðum
mannvirkjum og sýna skilríki sem
staðfesta rétt til vatnsafnota.
Veiðimálastofnun fær síðan álit
ýmissa annarra stofnana, m.a.
Hollustuverndar ríkisins, Nátt-
úruverndarráðs, Siglingamála-
stofnunar og dýralæknis fisksjúk-
dóma og á grundvelli þeirra upp-
lýsinga gefur veiðimálastjóri síðan
út viðurkenningu handa eldisstöð-
inni, ef öllum skilyrðum hefur
verið fullnægt.
Ljóst er því að lagabreytingar
þarf við ef breyta á núverandi
skipulagi hvað leyfisveitingar
varðar.
Veiðimálastofnun stjórnar
veiðimálum sem tengjast laxi og
silungi. Jafnframt er hún rann-
sóknarstofnun í fiskrækt og fisk-
eldi og fer hlutverk hennar í því
sambandi vaxandi. Þá veitir stofn-
unin fræðslu og ráðgjöf í sam-
bandi við fiskeldismál og gefur út
fræðslurit og rannsóknarskýrslur,
þar sem m.a. eru birtar fram-
leiðslutölur fiskeldisfyrirtækja.
Þótt aðalstöðvar Veiðimála-
stofnunar séu f Reykjavík er hún
einnig með starfsemi víðar á land-
inu. Eitt meginverkefni Veiði-
málastofnunar í fiskeldismálum er
tilraunastarf í laxeldisstöð ríkisins
í Kollafirði en sú stöð hóf starf-
semi 1961. Allt frá þeim tíma hef-
ur þar farið fram mikilvægt til-
raunastarf á sviði seiðaeldis og
hafbeitar sem hefur aukist með
vaxandi áhuga á fiskeldi hér á
landi. Þá er Veiðimálastofnun
með deildir í Borgarnesi, Hólum
í Hjaltadal, Egilsstöðum og Sel-
fossi sem flytur starfsemi stofnun-
arinnar út í dreifbýlið enda eðli-
legt að þeir menn sem eru að fást
við fiskeldismál séu í sem nánust-
um tenglsum við verkefnið.
Þá er Veiðimálastofnun með
rannsóknir í ám og vötnum bæði
grunnrannsóknir og þjónustu-
rannsóknir svo og ýmiss konar
rannsóknir í fiskeldi. Þetta starf
nýtist síðan í ráðgjöf í fiskeldi og
fiskrækt, hvort heldur er í sam-
bandi við ræktun í ám og vötnum,
seiðaeldi eða hafbeit.
Við tilraunastarfið í Kollafirði
hefur ýmislegt áunnist. Þar hefur
eins og áður greinir fyrst og
fremst verið unnið að seiðaeldi og
hafbeit enda býður aðstaðan upp
á það. Stöðin hefur verið brautr-
yðjandi í ýmsum þáttum varðandi
framleiðslu á góðum gönguseið-
um og hafbeit á laxi. Þróaður hef-
ur verið upp hafbeitarstofn sem
hentar vel á vestanverðu landinu
og verður væntanlega undirstaða
slíkrar starfsemi á því svæði. Þá
hafa verið gerðar tilraunir með
ýmsar tegundir þurrfóðurs í sam-
vinnu við Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins og Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins. I gangi
eru tilraunir með hraðeldi laxas-
eiða upp í fimm hundruð grömm
með það í huga að ala þau síðan
áfram í sjó í fullvaxinn lax á mun
styttri tíma en þekkist í nágranna-
löndum. Þá eru tilraunir með
notkun súrefnis til að auka fram-
leiðslugetu og fleira mætti nefna.
Það er ljóst að Veiðimálastofn-
un og Laxeldisstöð ríkisins í
Kollafirði búa yfir reynslu og
þekkingu á sviði seiðaeldis og
hafbeitar sem nauðsynlegt er að
nýta við framgang fiskeldis. Áætl-
að er að efla fiskeldisráðgjöf,
einkum í deildum stofnunarinnar
úti á landi. Framundan er mikið
tilraunastarf sem lögð hefur verið
áhersla á að hrinda í framkvæmd,
m.a. langtímatilraunir sem ekki
verður raunhæft að ætla að einka-
aðilar geti sinnt.
Ljóst er á þessu að hlutverk
Veiðimálastofnunar er mikið og
verður ekki séð að annar aðili sé
betur í stakk búinn til að sinna
því svo vel fari.
Dýralæknir
fisksjúkdóma,
- fisksjúkdómavarnir
Landbúnaðarráðherra fer með
yfirstjórn fisksjúkdómamála og
honum til aðstoðar er fisksjúk-
dómanefnd. Hún er skipuð yfir-
dýralækni, forstöðumanni tilraun-
astofnunarinnar á Keldum og
veiðimálastjóra. Með skipun
nefndarinnar er leitast við að
tengja saman þekkingu á sviði
sjúkdómagreiningar, sjúkdóma-
rannsókna og fiskeldis.
Hlutverk nefndarinnar er að
marka heildarstefnu í því hvernig
verjast skuli fisksjúkdómum segja
til um sýnatöku, hve oft hún skuli
fara fram, hvaða sýni eigi að taka
og hvernig eigi að vinna úr þeim
sýnum og þá er henni ætlað að
ráðleggja ráðherra hvernig breg-
aðst skuli við þegar upp koma
skæðir sjúkdómar.
Fisksjúkdómanefnd hefur
einnig með ráðleggingar til ráð-
herra að gera varðandi innflutn-
ing á hrognum til landsins og
hvernig með þau skuli farið.
Fisksjúkdómanefnd hefur tvo
ráðunauta, annars vegar dýra-
lækni fisksjúkdóma og hins vegar
deildarstjóra
rannsóknarstofnunarinnar á
Keldum. Þessir aðilar eru fulltrú-
ar þeirra tveggja arma sem nauð-
synlegir eru í hverju og einu fisk-
sjúkdómakerfi. Annars vegar á
landsvísu þar sem hægt er að hafa
eftirlit með stöðunum og bregaðst
við þegar upp á koma vandamái
og hins vegar styrkri rannsóknar-
stofnun sem getur framkvæmt
nákvæmar rannsóknir og verið
þeim sem að sjúkdómsgreiningu
standa styrkur bakhjarl.
Fisksjúkdómastarfinu má skipta
niður í þrjá þætti:
Vottun á heilbrigði fiska sem er
mjög nauðsynlegt í sambandi við
alla verslun sem fer fram á lifandi
og slátruðum fiski. Ákvörðun um
hvernig bregðast skuli við sjúk-
dómum í fiski, sem þarf að gerast
mjög fljótt ef ekki á illa að fara
og síðast en ekki síst að stunda
rannsóknir sem horfa til lengri
jafnt sem skemmri tíma.
Reglubundið eftirlit er í hönd-
um dýralæknis fisksjúkdóma og
héraðsdýralækna. Annars vegar
þeirra sem eru heima í héraði og
þekkja aðstæður þar best og hins
vegar þess aðila sem tengir lands-
kerfið við rannsóknarstofuna á
Keldum. Úrvinnsla á sýnum fer
fram á rannsóknardeildinni og í
framhaldi af því útgáfa heilbrið-
isvottorða. Slátrun á sjúkum fisk-
um fer fram undir eftirliti héraðs-
dýralækna sem eru fulltrúar fisk-
sjúkdómanefndar heima í héraði.
Forvarnarstarf í fiskeldismálum
fer fram á sama tíma og hið regl-
ubundna eftirlit með fiskeldis-
stöðvunum. Á undanförnum
árum hefur tekist að taka sýni úr
öllum klakfiskum, bæði villtum
og í hafbeit og hluta þeirra fiska
sem notaðir hafa verið til undan-
eldis í búrum og sjókvíum.
Samsvarandi starf og þetta hef-
ur hvergi annarsstaðar verið unn-
ið og það er sjálfsagt aðalástæða
þess að íslendingum hefur m.a.
tekist fram til þessa að varna því
Síðari grein:
að nýrnaveiki ylli verulegum
áföllum.
Fisksjúkdómakerfið hefur ekki
orðið til allt í einu heldur er hér
um 17 ára þróun að ræða. Það
hefur verið í stöðugri endurskoð-
un og er það mat manna bæði hér
á landi og erlendis að það sé gott.
Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins
Hjá Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins, (RALA) er nú unnið
að tveimur kynbótaverkefnum á
hafbeitarlaxi í samvinnu við
Veiðimálastofnun og Laxeldisstöð
ríkisins í Kollafirði.
Fyrra verkefnið sem hófst
haustið 1986 felst í eldi á seiðum
undan 17 hrygnum, sérmerking-
um á þeim og rannsóknum á
vexti, þroska og lífsþrótti þar til
þeim verður sleppt í hafbeit.
Þetta verkefni er forvarnarverk-
efni að stærra kynbótarverkefni
og styrkt af Rannsóknarráði ríkis-
ins.
Síðara verkefnið er mjög um-
fangsmikið kynbótaverkefni á
hafbeitarlaxi. Það hefst í haust
með kreistingu á 150 - 200 hrygn-
um og verður hrognum frá hverrri
hrygnu haldið sér við frjóvgun,
klak og eldi á síðari stigum þar til
hægt verður að merkja seiðin
undan hverri hrygnu. Þegar seiðin
hafa náð sjógöngustærð verður
þeim sleppt í hafbeit. Þetta verk-
efni er samnorrænt verkefni og er
styrkt af Norrænu ráðherranefnd-
inni og Norræna iðnþróunar-
sjóðnum.
Árið 1985 hófst samvinna
RALA við Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins, Laxeldisstöð ríkis-
ins og Mjólkurfélag Reykjavíkur
um rannsóknir á framleiðslu og
notkun á fiskafóðri. Tilgangur
þeirra er að athuga hvort nota
megi innlent hráefni, loðnumjöl
og lýsi sem uppistöðu í þurrfóður
fyrir eldisfisk. Markmiðið er að
ákveða hvaða gæði þurfa að vera
á hráefninu svo hægt sé að setja
reglur um val á því.
Tilraunir hófust á síðasta ári og
eru þær styrktar af Rannsóknar-
áði ríkisins og framkvæmdar í
Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði.
Á fæðudeild RALA er hafin
uppbygging til að vinna að vöru-
þróun og gæðamati á eldisfiski.
Með vaxandi fiskeldi í landinu
verður æ brýnna að ná tökum á
öllum stigum gæðamats á eldi-
sfiski til þess að vernda íslenska
framleiðslu gegn áföllum á erl-
endum mörkuðum.
Þá er í gangi verkefni um nýt-
ingu á vatnasilungi sem er styrkt
af Framleiðnisjóði landbúnaðar-
ins. Á næstunni verður gengið frá
handhægum vinnulýsingum með
stöðluðum aðferðum fyrir þá sem
vilja hefja vinnslu eða bæta eldri
aðferðir. Markmiðið er að bæta
nýtingu og laga afurðirnar að
kröfum markaðarins. Þetta verk-
efni er mikilvægur undirbúningur
undir stærri verkefni sem farið er
að hyggja að varðandi aðra eldi-
sfiska, einkum lax til útflutnings.
Þá eru að hefjast rannsóknir á
lyfjaleifum í eldisfiski. Lyfjanotk-
un er fremur lítil í íslensku fi-
skeldi en afar mikilvægt að fram-
leiðendur geti staðfest þáð á erl-
endum mörkuðum með efna-
greiningarvottorði.
Auk þess sem hér hefur verið
drepið á eru áformaðar rannsókn-
ir .á næringargildi eldisfisks sem
munu nýtast fiskeldisfyrirtækjum
í markaðsstarfi.
Bændaskólinn á Hólum
Við Bændaskólann á Hólum
hefur verið starfrækt sérstök
námsbraut í fiskeldi frá árinu
1984, þar sem nemendur fá bók-
legra og verklega menntun í fi-
skeldi og fiskirækt.
Reynslan sýnir að hana sækja ne-
mendur sem annars vegar hyggja
á vinnu við fiskeldi hjá fiskeldis-
fyrirtækjum og hins vegar þeir
sem ætla sér sjálfir eða í sam-
vinnu við aðra að hefja fiskeldi og
hafa aðstöðu til þeirra hluta á
jörðum sínunt.
Gert er ráð fyrir að nemendur
á fiskeldisbraut hafi unnið a.m.k.
eitt ár við fiskeldi, en þar sem
þessi atvinnugrein er jafn ung og
raun ber vitni hefur ekki verið
unnt að framfylgja því skilyrði
undantekningalaust en þess í stað
metin starfsreynsla úr búskap,
fiskvinnslu og sjávarútvegi sem
vitað er að kemur nemandanum
að gagni.
Verklegi þáttur námsins fer
annars vegar fram á Hólum í fi-
skeldisstöðinni Hólalaxi sem ríkið
á 40% aðild að og hins vegar er
nemendum komið í verknám hjá
fiskeldisfyrirtækjum þar sem þeir
vinna ákveðin verkefni sem skól-
inn setur þeim og er í takt við
starfsemi viðkomandi fyrirtækis.
Þá er í samráði við Veiðimála-
stofnun farið í ár og vötn þar sem
nemendum er kennt að leggja
net, draga á, taka prufur og
kanna ástand og stofnstærðir
fiska. í Hólalaxstöðinni læra ne-
mendur aftur á móti meðferð á
klakfiski, hrognum og seiðum
ásamt fóðrun og umhirðu á
fiskum.
Námið er í stöðugri endurskoð-
un og leitað er eftir skoðunum
fisk-
eldismanna í þeim efnum. Það
hefur tekið miklum breytingum
með örri þróun fiskeldis í land-
inu. Upphaflega var lögð aðal- '
áhersla á seiðaeldi en nú skipar
nám tengt framhaldseldi æ stærri
sess.
Nemendur frá Hólaskóla eru
eftirsóttir til vinnu í laxeldisstöðv-
um um allt land. Mikill meiri
hluti þeirra eða um 75% sern úts-
krifast hafa af fiskeldisbraut eru
starfandi við greinina eða í fram-
haldsnámi erlendis.
Hólaskóli hefur á undanförnum
árum haldið kynningarnámskeið í
fiskeldi og einnig námskeið í sil-
ungsveiðum. í framtíðinni er ætl-
unin að auka þessa starfsemi og
þá jafnvel að bjóða starfsmönn-
um eldisstöðva að sækja tiltekinn
fjölda námskeiða sem myndu
veita einhver réttindi.
— Bændaskólinn
á Hvanneyri
Við bændadeildina á Hvanneyri
er nám í fiskeldi og fiskirækt val-
grein við skólann og er kennslan
við það miðuð að um nýtingu
auðlinda sé að ræða og að fiskeldi
og fiskrækt sé búgrein.
í bændadeildinni eru nemend-
um kynntir helstu þættir í líffræði
og vistfræði straum- og stöðu-
vatna, og fjallað um lífsferil og
lífsmáta þeirra ferskvatnsfiska
sem finnast hér á landi. Gerð gre-
in fyrir þeim aðferðum sem not-
aðar eru til að meta straum- og
stöðuvötn vistfræðilega. Kennt
um fóður og fóðrun fiska, helstu
sjúkdóma sem hrjá þá og varnir
gegn þeim. Kynnt grundvallaratr-
iði fiskræktar í straum- og stöðu-
vötnum og skipulag fiskræktar-
mála í landinu. Þá eru kynntir
möguleikar á nýtingu vatna til
hafbeitar, matfiskaeldi svo og
aðrar eldisaðferðir og aðstaða til
þeirra hluta.
Tekist hefur samkomulag milli
Bændaskólans á Hvanneyri, bún-
aðarsamtaka Vesturlands og
Veiðimálstofnunar um að ráðinn
verði maður sem jafnframt því að
annast kennslu í fiskeldi við
skólann, sinni ráðgjöf til bænda.
Við búvísindadeild Bændaskól-
ans á Hvanneyri hefur fiskeldi og
fiskrækt verið kennt í 30-35 ár.
Þar fer námið fram með tvennum
hætti, annars vegar sem námskeið
sem byggir á því sem kennt er í
bændadeildinni og hins vegar sem
valgrein. Þá hefur einn nemandi
tekið fiskeldi sem rannsóknar-
verkefni.
Sé litið til okkar nágrannaþjóða
kemur í ljós að misjafnt er hvern-
ig skipulagi fræðslu í fiskeldi er
háttað. Ein reynsla er þó sameig-
inleg; að hvergi hefur það gengið
að þetta nám sé hluti af hinum al-
menna framhaldsskóla. Með það
í huga og að því viðbættu að
stjórnunarform bændaskólanna
hentar þessari fræðslu sýnist full-
komlega eðlilegt að nám í fiskeldi
fari þar fram.
En veigamestu rökin fyrir fisk-
eldisfræðslu við Bændaskólana á
Hólum og á Hvanneyri hljóta þó
að vera að fiskeldi er í eðli sínu
búgrein enda um að ræða um-
hirðu á dýrum og um hana gilda
því sömu lögmál og eiga við aðrar
búgreinar.
Búnaðarfélag íslands
Hjá Búnaðarfélagi íslands
starfar nú sérmenntaður ráðu-
nautur í fiskeldi og veitir hann
ásamt ráðunautum í vatnsvirkjun,
byggingum og bútækni og hag-
fræði, bændum sem nú þegar
stunda fiskeldi eða hafa hug á að
taka það upp, leiðbeiningar varð-
andi fiskeldi. Þannig starfa fjórir
ráðunautar saman að því að
leiðbeina varðandi fiskeldið og
taka að sér að gera hagkvæmnis-
og kostnaðaráætlanir fyrir þá sem
til þeirra leita.
Mikil eftirspurn er þegar komin
í ljós eftir slíkum leiðbeiningum
frá bændum og öðrum aðilum
víða um land.
Af þessu má sjá að þáttur land-
búnaðarráðuneytisins og stofnana
þess er stór og mikilvægur. Verð-
ur ekki séð að æskilegt geti talist
að hann verði slitinn úr tengslum
við fiskeldi í landinu. Jafnframt
er augljóst að ef fiskeldið verður
vistað annars staðar í stjórnkerf-
inu verður að byggja upp frá
grunni samskonar þjónustu og nú
er veitt eða að færa hóp starfsm-
anna sem nú vinna á vegum land-
búnaðarins yfir til annars ráðu-
neytis. Fyrir slíkum breytingum
eru vart sjáanleg rök.