Tíminn - 13.11.1987, Side 12
12 Tíminn
Föstudagur 13. nóvember 1987
FRÉTTAYFIRLIT
COLOMBÓ - Þingið á Sri
Lanka samþykkti tvær um-
deildar tillögur í gær sem veita
minnihlutahóp tamíla takmark-
að heimastjórnarvald í einum
þriðja hluta landsins. Jayewar-
dene forseti og flokkur hans
komu þessum tillögum í gegn-|
um þingið þrátt fyrir andstöðu j
harðlínumanna úr hópi singha- j
lesa.
NIKÓSÍA - Leiðtogar Ar-I
abaríkjanna, sem fordæmdu
íran á fundi sínum í Amman,
voru sagðir hafa gert slíkt að
undirlagi Bandaríkjanna. Þetta
kom fram í tilkynningu frá ír-
anska utanríkisráðuneytinu
sem birt var í gær og þar var
ennfremur sagt að (ranar
myndu berjast þangað til búið
væri að refsa hinni árásar-
gjörnu harðstjórn í írak.
JÓHANNESARBORG-
Herinn í Suður-Afríku sagði að j
fjórir sinna manna hefðu verið
felldir í átökum við Kúbana og
aðra kommúnistaheri í suður-
hluta Angólu. Þetta var fyrsta
staðfestingin á mannfalli í her,
Suður-Afríkumanna síðan,
sagt var frá þvi að herinn hefði
komið skæruliðum undir stjórn'
Jónasar Savimbi til aðstoðar í
Suður-Angólu.
LUNDÚNIR - Vestrænir
stjórnarerindrekar staðfestu að:
ágreiningur hefði komið uppi
milli risaveldanna í viðræðunv
er snúast um að leggja loka-j
hönd á afvopnunarsamkomu-
lagið um eyðingu allra meðal-
drægra og skammdrægari i
kjarnaflauga. Stjórnarerindrek- í
arnir sögðu að þessi ágreining-
ur gæti orðið til þess að fresta
fyrirhuguðum leiðtogafundij
þeirra Mikhail Gorbatsjovs og
Rónalds Reagans í Washing-
ton þ.e.a.s. ef engin lausn
fyndist.
PARÍS - Hrunið á verðbréfa-
mörkuðunum hefur neytt,
frönsk stjórnvöld til að fresta'
sölu á hlut ríkisins í stærsta1
tryggingafyrirtæki landsins.j
Union Des Assurances De
Paris (UAP).
LUNDÚNIR - Atvinnuleys-
ið í Bretlandi minnkaði í sið-
asta mánuði og var þetta sex- ’
tándi mánuðurinn í röð sem
það gerist. Atvinnuleysi í okt-
óber var minna en 10% í fyrsta
skipti í fimm ár. Atvinnumála-
ráðherra landsins Norman
Fowler sagði að atvinnuá-
standið væri gott þrátt fyrir
verðbréfahrun og það myndi
halda áfram að minnka. í
STOKKHÓLMUR
Sænsk stjórnvöld tífölduðu í
gær fjárupphæð fyrir upplýs-
ingar er gætu leitt til handtöku j
morðingja Olofs Palme. Verð-
launin eru nú fimmtíu milljónir
króna eða rúmlega þrjú hundr-
uð milljónir íslenskra króna. >
ÚTLÖND
Brottvikning Boris Yeltsin sýnir styrk harðlínuaflanna:
Slagsíða á glasnost
Brottvikning Boris Yeltsin úr
starfi sínu sem leiðtogi
Moskvudeildar sovéska
kommúnistaflokksins sýnir að
harðlínumenn í flokknum hafa
enn veruleg völd á æðstu
stöðum. Þetta var samdóma álit
erlendra sérfræðinga um
málefni Sovétríkjanna í gær.
Hinn 56 ára gamli Yeltsin hefur
fylgt hvað harðast glasnost eða opn-
unarstefnu Mikhail Gorbatsjovs
Sovétleiðtoga er miðar að því að
hraða framförum í efnahagslífinu og
koma á lýðræðislegum umbótum.
Brottrekstur Yeltsin sýnir að Gor-
batsjov hefur orðið að taka tillit til
harðlínuaflanna til að viðhalda ein-
ingu innan flokksins.
Yeltsin var rekinn úr embætti á
miðvikudagskvöldið eftir að hafa
sakað ráðamenn í flokknum um að
reyna að hægia á framgangi umbóta-
stefnunnar. 1 opinberri tilkynningu
sem lesin var í sovésku sjónvarpi var
sagt að hann hefði gert sig sekan um
pólitísk mistök og ekki haft stjórn á
flokksdeildinni í Moskvu.
Stjórnarerindrekar í Moskvu
sögðu í gær að brottreksturinn væri
vitanlega bakslag fyrir umbótastefnu
Gorbatsjovs en svo virtist sem staða
Sovétleiðtogans sjálfs myndi síður
en svo veikjast í kjölfar þessa.
Boris Yeltsin, fremstur til hægri: Glasnostsinni án embættis
Viðskiptaheimurinn:
Betri hallatölur
stöðva dalalægð
Bandaríkjadalur
hækkaði nokkuð
gagnvart öðrum
helstu gjaldmiðlum
heims á
peningamörkuðum í
gær og hlutabréf á
mörkuðum í VVall
Street hækkuðu
einnig í verði.
Ástæðan var
tilkynning
bandarískra yflrvalda
í gærmorgun um
minni viðskiptahalla.
V erðbréfa vísitalan
í Wall Street eða
Virkisstræti í New
York hækkaði um 63
stig á fyrstu
mínútunum eftir að
opnað var og
dalurinn, sem hefur
lækkað um 50%
gagnvart öðrum
gjaldmiðlum á
síðustu tveimur og
hálfu ári, hækkaði
einnig og var t.d.
seldur á 136,70
japönsk ■ yen í stað
134,85 yena.
Viðskiptamálaráðuneyti Banda-
ríkjanna í Washington sagði í til-
kynningu að viðskiptaójöfnuðurinn
í september hefði verið 14,08 mill-
jarðar/dala í samanburði við 15,68
milljarða dala í ágústmánuði.
Hinar slæmu tölur í ágústmánuði
voru gerðar opinberar þann 14.
október og höfðu þær stn áhrif á
hrunið á verðbréfamörkuðum í Wall
Street. Menn óttuðust þá að dalur-
inn lækkaði og vextir yrðu hækkaðir
til að ná honum upp. Dýrari lán voru
síðan séð sem undanfari kreppu.
Dalurinn lækkaði svo sannarlega
þýska markinu og japanska yeninu
en hann hafði nokkru sinni verið
síðan eftir stríð . Síðan þá hefur
hann verið að hækka, fyrst eftir
tilkynningu Reagans Bandaríkja-
forseta um að dalurinn hefði lækkað
nóg og síðan eftir fréttirnar í gær.
Minni viðskiptahalli Bandaríkj-
anna mun þó tæpast verða til þess að
hækka dalinn verulega og gera hann
stöðugari því fésýslumenn hafa
raunar meiri áhyggur af öðrum halla
þ.e. fjárlagahallanum í Bandaríkj-
unum. Lágir skattar og mikil ríkisút-
gjöld eru álitin vera versta meinið á
efnahag Bandaríkjamanna og hefur
verið beðið frétta um að Reagan-
stjórnin geri eitthvað marktækt til
að draga úr þessum halla.
hb/Reuter
„Það er mögulegt og jafnvel lík-
legt að hann hafi samúð með Yeltsin
en honum er fyrst og fremst umhug-
. að um einingu," sagði einn stjórnar-
erindrekanna um Gorbatsjov.
Þetta er eiginlega þverstæðan í
málinu, staða Gorbatsjovs styrkist
frekar en hitt þegar einn helsti og
þekktasti stuðningsmaður opnunar-
stefnunnar er rekinn. Ástæðan er sú
að gagnrýni Yeltsin hafði vakið upp
deilur og valdið skiptingu innan
flokksins sem hefði getað komið
Sovétleiðtoganum illa.
í sjónvarpsfréttunum á miðviku-
dagskvöldið var sagt að miðstjórn
kommúnistaflokksins hefði sam-
þykkt ávítur á Yeltsin fyrir að gagn-
rýna æðstu stjórnendur flokksins.
Það sýnir að miðstjórnin, sem um
300 manns eiga sæti í, mun ekki þola
gagnrýni er beinist að helstu innvið-
um flokksins.
Það er komin slagsíða á glasnost,
ljóst er að Gorbatsjov verður að fara
sér hægt því enn er mikil andstaða
innan flokksins og í”skrifræðisveld-
inu öllu við breytingar, hverjar sem
þær eru.
Sumir vestrænir sérfræðingar telja
að Gorbatsjov vilji koma á veruleg-
um breytingum en hafi þó pólitískt
raunsæi sem segi honum að leggja
aðaláherslu á einingu innan
flokksins. hb
Skotland:
Stútar undir
stýri komast
í sjónvarpið
Sjónvarpsmenn á Skotlandi hyggj-
ast taka upp óvenjulega herferð
gegn þeim sem teknir eru drukknir
undir stýri, nefnilega að birta nöfn
þeirra í lok vikulegs sjónvarpsþáttar.
Þögn verður á meðan nöfnunum er
rennt yfir skjáinn.
Talsmaður skoska sjónvarpsins
sagði að nöfn þcirra sem dæmdir
væru fyrir að aka drukknir yrðu birt
í lok þrjátíu mínútna þáttar á hverj-
um mánudegi er heitir „Scottish
Action“ eða Skoskar aðgerðir.
Nöfnin verða birt á svörtum lista
ásamt heimilisföngum og þyngd
refsingarinnar.
Um 200 manns látast á ári hverju
Skotlands í slysum sem tengja má
drukknum ökumönnum. Þar að auki
slasast um 2.500 manns í bílslysum
sem rekja má til drykkju.
Reuter/hb
eftir verðbréfahrunið og var í byrjun
þessarar viku lægri gagnvart vestur-
UMSJÓN:
SAMVISKULAUS
M0RDINGISEFUR
í RÉTTARSALNUM
Kona nokkur í Bretlandi, 84 ára
gömul, svaf í hjólastól sínum í
réttarsal í Lundúnum í gær og
virtist hafa litlar áhyggjur af því að
vera kærð fyrir morð.
Ákæruvaldið sagði Dóris Henley
hafa sparkað svo illa í 91 árs gamla
systur sína Flórence að hún lét
lífið. Systurnar höfðu búið síðustu
fimmtíu árin t húsi einu í Suður-
Lundúnum.
Dóris sofnaði undir tölu ákær-
andans og dómarinn Sir David
McNeiI ákvað að hún þvrfti ekki
að mæta fyrir rétti þar sern hún
þjáðist af sjúkdómi scm hcfði áhrif
á heilastarfsemi hennar.
Farið var með Dóris sofandi út
úr réttarsalnum og á sjúkrahús.
Reuter/hb