Tíminn - 13.11.1987, Page 15

Tíminn - 13.11.1987, Page 15
Föstudagur 13. nóvember 1987 Tíminn 15 MINNING llllllllilll llllli geymdi gæðingana hans, gæðingana, sem veittu honum svo mikla ánægju, staðið autt að mestu hulið skógi, en Björgvin hefur yljað sér við minning- arnar um horfna góðvini. Björgvin var aldrei í vandræðum með frístundirnar, hann tók oft í orgelið, eða orti stöku, því hann var vel hagmæltur og hafði yndi af ljóðum og held ég að uppáhalds skáld hans hafi verið Einar Bene- diktsson, enda kunni hann mikið af ljóðum hans. Björgvin fékkst nokkuð við laga- smíð og hafa lög eftir hann verið sungin bæði af kórum og einsöngvur- um. Konu sína missti Björgvin fyrir allmörgum árum eða 16. mars 1971 og síðan hefur hann búið einn í íbúð sinni á Hjallavegi, en alltaf haft eitthvað af afkomendum sínum í húsinu. Það, sem hér hefur verið sagt er ófullkomin lýsing á æviferli Björg- vins Filippussonar, en þá er eftir að lýsa manninum sjálfum eins og hann kom mér fyrir sjónir. Maður í hærra lagi beinvaxinn og fríður sýnum, skapgerðin stórbrotin, viðkvæm, en heilsteypt og sérlega vel tamin, heið- arleiki í öllum viðskiptum, ráðdeild og reglusemi, maður, sem ekki mátti vamm sitt vita, trúði á Guð sinn og mátt, handtakið hlýtt og traustvekj- andi. Björgvin var gott fordæmi afkom- endum sínum og veit ég að þeir hafa margt af honum lært og erft. Björg- vini veittist það, sem fáum er gefið að lifa við fulla reisn til síðustu stundar á eigin heimili og kveðja þennan heim í eigin rúmi. Ég kveð tengdaföður minn að lokinni langri samfylgd með þökk og virðingu. Guðsblessunfylgi honum. Ingólfur Jónsson Hljóðnað er hljóðfærið góða á heimili tónsmiðs og ljóða er brauðstritið blandaði söng. Liðnir þeir fagnaðar fundir er fjölskyldukórinn tók undir svo stofan varð stórum of þröng. Við orgelið undi hann glaður oft, þessi hrifnæmi maður er sönginn í sálinni bar. Um hljómborðið fingurnir fóru og fundvísir jafnan þeir vóru á tærustu tónana þar. Horfinn er hljómur úr ranni, hljóður er vinur og granni, húsbóndinn horfinn á braut. Áður var fákurinn fallinn er fyrrum var kemdur við stallinn og alúðar öldungsins naut. Limið í garðinum grætur góðvin, er huldi þess rætur og veitti því, veikbyggðu, skjól. Gladdist og greikkaði sporið um garðinn, er nálgaðist vorið með hlýrri og hækkandi sól. í Landsveit og Landeyjum áður löngum, sem aðrir, var háður ylnum sem ísana braut. Er vötnin úr viðjunum læddust og vekringar búinu fæddust góðbóndinn gleðinnar naut. Hollt var mér honum að kynnast. Hollvinar gott er að minnast og vita hann vistaðan þar sem grandvörum gott er að búa. - í Guðsriki, megum við trúa, er munað hve mætur hann var. Hljóður er hörpunnar strengur. - Hreinskiptinn, vandaður drengur með reisn hefur runnið sitt skeið. Fagna hans framliðnu vinir en fálátir göngum við hinir ævinnar óvissu leið. Bjarni Helgason Minning afa og langafa. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Gudmundsson) Frá þessu hóteli, sem Tómas orti svo fallega um, kveðjum við afa í dag. Frá mannlífi, sem er svo fullt af fjölbreytni. Töfrar lífsins voru honum jörðin, mannlífið og trúin. Þessir þættir voru honum aðeins einn hljómfagur strengur. En til þess að tónninn verði hreinn, þarf að beita boganum rétt og leita fyrir sér hvar fingur skal styðja. Þá verður til hinn hreini tónn. Þannig er náttúrubarnið. Engu skiptir, hvort lyng grær í Skarðsfjalli eða blóm grær að Bólstað. Ræturnar frá Hellum verða aldrei slitnar upp né heldur minningar frá Bólstað. í huga manns, sem unnir tónlist verð- ur fyrst til tær tónn, sfðan koma fleiri og mynda hljóm, sem er hreinn. Þau stilltu sína strengi afi okkar og amma. Hljómar orgelsins fylla kyrrlátt umhverfi í Kleppsholtinu. Birkigróin lifna. Það hljóðnar. Hann hættir að leika um stund. Á lóðinni er ristur strigi til skjóls. Rótað kringum vanmátta plöntur. Birkið nær fullum þroska. Ómur- inn frá hljóðfærinu fyllir loftið. f dag er sunnudagur. í þessu kyrrláta umhverfí er lítið spilað í dag. Hann á nefnilega sæti í kirkju. Úr þessu sæti hlýðir hann á guð- spjallið og ræðuna prestsins. Trú- ræknin hefur verið aðall afa. Alla tíð hefur honum verið jöfn nauðsyn að rækta sína kirkju og að draga andann. Minningin um höfðinglegan afa sem átti sér svo heiðarlegan lífsferil yljar okkur. Baldur Ingólfsson og fjölskylda. Margt er það, og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Nú er afi á Hjalló dáinn. Þó hafi hafi verið orðinn gamall og hvíldinni sjálfsagt feginn eigum við erfitt með að sætta okkur við að fá ekki að sjá hann aftur í þessu lífi. Við minnumst hans sem góðs afa sem gaman var að vera með. Hann elskaði dýrin og hafði unun af gróðri og kenndi okkur að bera virðingu fyrir öllu því sem lifandi er. Við minnumst þeirra stunda er við kom- um á Hjalló til ömmu og afa og hann fór með okkur í hesthúsið sitt og sýndi okkur stoltur hestana sína og leyfði okkur aðf fara á bak á traust- asta vini sínum. Þegar inn var komið gæddum við okkur á kandís og malti, sem alltaf er til í eldhússkápn- um hjá ömmu og afa. Meðan við gæddum okkur á góðgætinu spilaði afi gjarnan á orgelið sitt. Þá ferðum okkar fækkaði til afa síðustu ár var hugurinn því oftar hjá honum. Við vorum svo heppin að vera með bamaafmæli aðeins viku fyrir andlát hans. Þá var þrek hans farið að minnka, sem sást best á því að hann hafði ekki löngun til að slá í slag, eins og hann vildi alltaf áður. Með þessum orðum kveðjum við elskulegan afa okkar. Þegar æviröðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér hræðstu eigi hel er fortjald hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber Drottinn elskar, drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Anna Jarþrúður, Þóranna, Kristín Brynja, Ásgerður og Björgvin Njáll. Ævi og ástir kvendjöfuls • eftir Fay Weldon í nýrri útgáfu Nýlega kom út hjá Forlaginu skáldsagan Ævi og ástir kvendjöfuls eftir breska rithöfundinn Fay Weldon. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 1985 en hefur nú verið endurútgefin sem ódýr kilja í tilefni af komu höfundarins á Bókmenntahátíð í síðasta mánuði. Bókin er kynnt þannig á kápubaki: „Hvað gerir heiðarleg húsmóðir þegar eiginmaðurinn kallar hana kvendjöful og hleypst á brott með annarri konu? Hvað getur hún gert - ófríðari en amma skrattans - með undurfagra skáldkonu að keppinaut? Köld eru kvennaráð. Söguhetjan — Rut - leitar allra leiða til að ná fram hefndum og sigra andstæðinginn. En til hvers er þessi barátta og hverju fómar Rut?... Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi bókina sem er 235 bls. unnin í Prentstofu G. Benediktssonar. Stjörnur stældar Mál og menning hefur gefið út bókina Stjörnustælar eftir Andrés Indriðason. Þetta er þriðja bók Andrésar um Eyjapeyjann eldhressa Jón Agnar Pétursson, sjálfstætt framhald af metsölubókunum Bara stælar og Enga stæla. Ný hyggst Jón Agnar spreyta sig á leiklistinni. Hann fær hlutverk í kvikmyndinni Hjartagosanum en margt fer öðm vísi en ætlað er. Bjöminn er ekki unninn þó að Barði kvikmyndaleikstjóri haldi því fram að hann sé fæddur leikari. Þó fer gamanið fyrst að káma þegar í ljós ANDeÉS INBSIOASON kemur að hann á ekki að leika hetju í anda Sylvester Stallone heldur ástarhlutverk á móti þessari stelpu frá Akureyri... Fyrirsjáanlegt er að þetta verða ekki góð tíðindi fyrir Ragnhildi, hina einu sönnu. En úr öllum flækjum má greiða með kænsku og smástælum... Stjömustælar er 196 bls. 28. kjördæmisþing framsóknarfélaganna á Vesturlandi veröur haldið í félágsheimilinu í Ólafsvík laugardaginn 14. nóv. og hefst kl. 10. Dagskrá: Kl. 10.00 Þingsetning, Guörún Jóhannsdóttir Kjör starfsmanna: Þingforseta Ritara Kjörbréfanefndar Uppstillingarnefndar Skýrsla stjórnar og reikningar: Guðrún Jóhannsdóttir Reikningar Magna: Gunnar Kristjánsson Umræður og afgreiðsla Kl. 11.15 Framsögumenn um byggða-og atvinnumál Ki. 12.15 Hádegisverður Kl. 13.30 Ávörp: Alexander Stefánsson Steingrímur Hermannsson Fulltrúar SUF og LFK. Almennar umræður. Kl. 16.00 Kaffihlé. Kl. 16.20 Almennar umræður. Kl. 17.00 Nefndarstörf: Stjórnmálanefnd Byggða- og atvinnumálanefnd. Kl. 18.00 Ályktanir: Umræður Afgreiðsla. Kosningar Kl. 19.30 Þingslit - kvöldverður. Rútuferð verður frá framsóknarhúsinu, Akranesi kl. 7 og framsóknar- húsinu Borgaresi kl. 7.30. Stjórnin Vesturland Skrifstofa kjördæmissambandsins Brákarbraut 1, Borgarnesi verður opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.00-17.00. Sími 71633 og sími utan skrifstofutíma 51275. Stjórnin Kjördæmisþing íframsóknarmanna í Noröurlandskjördæmi vestra verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi dagana 28.-29. nóv. n.k. Þingið hefst á laugardag kl. 13. Dagskrá auglýst síðar. Borgarnes - nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu Borgarnesi föstudaginn 13. nóv. kl. 20.30. Fyrsta umferð í þriggja kvölda keppni, góð verðlaun. Framsóknarfélag Borgarness 6§l - vf ^ > l Hl 32. kjördæmisþing framsóknar- félaganna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið í Hrafnagilsskóla Eyjafirði dagana 13. og 14. nóv. n.k. og hefst kl. 20.30 á föstudagskvöld. Sérmál þingsins verða heilbrigð- ismál. Erindi flytja: Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Sigurður Halldórsson, héraðslæknir Kópaskeri. Margrét Tómasdóttir, brautarstjóri viö Háskólann á Akureyri. Regína Sigurðardóttir, fulltrúi sjúkrahúss Húsavíkur. Halldór Halldórsson, yfirlæknir Kristnesspítala. Gestir þingsins: Steingrímur Hermannsson, Sigurður Geirdal, Unnur Stefánsdóttir, Gissur Pétursson. Þinginu lýkur á laugardagskvöld með sameiginlegum kvöldverði og dansleik á Hótel KEA. Formenn eru hvattir til að tilkynna þátttöku til skrifstofu KFNE, sími 21180. Þingið er opið öllu framsóknarfólki. Stjórn KFNE.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.