Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Föstudagur 20. nóvember 1987
Af um 270 vörutegundum voru 48% ódýrastar í Fjaröarkaupi en 60% dýrastar í Nýja Bæ:
Alltfrá 7 til 20 þús. kr.
verðmunur á bleijum
Munað getur um 7-8 þús. krónum hvort bréfbleijur af sömu
tegundum, sem áætla má að ungbarn þurfi fyrsta aldursárið, eru
keyptar á lægsta eða hæsta verði sem finnst í stórmörkuðum á
höfuðborgarsvæðinu. Miðað við mismunandi tegundir getur
munurinn jafnvel orðið í kringum 20 þús. kr. á ársskammtinum.
Þetta má m.a. lesa út úr verðkönnun sem Verðlagsstofnun gerði
nýlega á 280 vörutegundum í 11 stórmörkuðum á
höfuðborgarsvæðinu. Miðað við þær 3 tegundir sem þar eru
kannnaðar, gætu t.d. 6-7 bleijur að meðaitali á dag (litlar og
stórar) kostað allt frá um 17-18 þús. og upp í 36-37 þús krónur
yfir árið. Sjálfsagt mætti þó finna enn meiri verðmun á öðrum
tegundum.
Samkvæmt könnuninni er sjald-
gæft að undir 10% munur sé á
hæsta og lægsta verði á sömu
vörutegundum í stórmörkuðum á
höfuðborgarsvæðinu. Algengast er
að munurinn sé einhversstaðar á
bilinu 10-25%. Á sjöttu hverri af
þessum 280 vörutegundum var
verðmunurinn yfir 25% og allt upp
í 67%. Þar var um að ræða frystar
rækjrm sem fundust á allt frá 438
og upp í 730 kr. kílóið.
Af öðrum tegundum má nefna
kílóverð á Holtakjúklingi frá 310-
404 kr., rauðsprettuflök frá 236-
318 kr., Sana-sol frá 177-239 kr.,
High-desert blómafræfla frá 435-
578 kr. að ógleymdum Lotus bréf-
bleyjum (3-6 kg.40 stk.) frá 429-
580 kr., Pampers (4-8 kg. 60 stk.)
frá 839-999 kr. og Bamba (yfir 5
kg. 50 stk.) frá 255-309 kr. Eins og
sjá má á þessum dæmum getur
„aðgát“ í verslunarferðum skipt
verulegu máli varðandi heimilisút-
gjöldin. Miðað við í kringum 20
þús. kr. innkaup á mánuði getur
10-20% verðmunur svarað til 20-40
þús. króna meiri eða minni heimil-
isútgjalda yfir árið (jafnvel þótt
ekkert bleyjubarn sé á heimilinu).
Tveir stórmarkaðir skera sig sér-
staklega úr í þessari könnun. Af
þeim 269 vörutegundum sem fund-
ust í Fjarðarkaupi í Hafnarfirði
voru 127 á lægsta verði, 240 fyrir
neðan meðalverð og aðeins 5 á
Hæsta og lægsta verð
(í þessari töflu sést hve oft hver verslun var meö lægsta og hæsta verð.
Hve oft Hve oft Fjöldl
með með vörutegunda
læqsta verð hæsta verð ikönnun
Fjariarkaup 127 5 269
Garðakaup 10 30 262
Hagkaup Kringlunni 56 9 262
Hagkaup Skeifunni 50 9 264
JL húsið 6 52 246
Kaupfélag Hafnfirðinga Miðvangi 21 14 262
Kaupstaður 10 37 254
Kostakaup 27 20 257
Mikligarður 38 22 269
Nýi bær 9 157 265
Stórmarkaðurinn 22 18 253
Verð fyrir neðan og ofan meðalverð
(í þessari töflu sést hve oft verð í hverri verslun var fyrir ofan og neðan meðalverð hverrar vöru.)
Hve oft Hveoft Fjöldi
fyrir neðan fyrirofan vörutegunda
meðalverð meðalverð í könnun
Fjarðarkaup 240 29 269
Garðakaup 83 179 262
Hagkaup Kringlunni 220 41 262
Hagkaup Skeifunni 217 46 264
JL húsið 56 190 246
Kaupfélag Hafnfirðinga Miðvangi 102 160 262
Kaupstaður 57 196 254
Kostakaup 140 117 257
Mikligarður 165 104 269
Nýi bær 31 234 265
Stórmarkaðurinn 141 112 253
hæsta verði. f Nýja Bæ má segja að
hlutirnir hafi snúist við. Þar var 157
sinnum að finna hæsta verð, 234
sinnum verð yfir meðaltali og að-
eins 9 vörur á lægsta verði. Rétt er
að taka fram að Hagkaupsbúðirnar
voru hátt í eins oft undir meðal-
verði og Fjarðarkaup en hins vegar
miklu sjaldnar með lægsta verð.
Verðkönnunina, með hæsta-,
lægsta- og meðalverði 280 algengra
vörutegunda, getur fólk fengið á
skrifstofu Verðlagsstofnunar.
Notadrjúgt gæti verið að taka hana
með t.d. í helgarinnkaupaferðir til
að átta sig betur á hvort verð
einstakra vörutegunda í viðkom-
andi markaði er í hærri eða lægri
kantinum. Því algengt er að versl-
anir selji sumar vörur á háu eða
hæsta verði en aðrar á lágu lægsta
verði - og flestum reynist sjálfsagt
erfitt að leggja verð þeirra hundr-
aða vörutegunda sem hvert heimili
kaupir á minnið.
Sem lítið dæmi um mikinn
verðmun verslana hefur blaðamað-
ur Tímans í þessari viku séð ná-
kvæmlega sömu tegund af litlum
jóladúk á 78 kr. í einni verslun og
146 kr. í annarri, en það er 87%
munur. - HEI
Aðalfundur Samvinnusjóðs Islands:-
50 miljón
króna hluta-
fjárútboð
Á nýafstöðnum aöalfundi Samvinnusjóðs íslands var stjórn
sjóösins heimilað að gefa út ný hlutabréf að heildarfjárhæð 50
miljónir króna og selja þau á almennum markaði. Bætist þessi
upphæð þá við núverandi hlutafé í sjóðnum sem orðið er rúmar 223
miljónir króna.
Samvinnusjóðurinn var stofnaður
á afmælisári samvinnuhreyfing-
arinnar 1982, og þá skuldbundu
aðildarfélög hans sig til að greiða til
hans sem stofnfé eitt pró mill af veltu
sinni í fimm ár. Aðild að sjóðnum
eiga kaupfélögin, Samband ísl. sam-
vinnufélaga og samstarfsfyrirtæki
þessara aðila.
Á síðasta reikningsári sjóðsins
lauk þessu fimm ára tímabili, og
samkvæmt reikningum hans var
hlutafé hans þar með orðið 202,3
miljónir króna. Á fundinum var
samþykkt að gefa út jöfnunarhluta-
bréf að fjárhæð 21,7 miljónir, og
samsvarar sú upphæð nokkurn veg-
inn þeirri aukningu sem orðið hefur
á eigin fé sjóðsins. Hagnaður af
rekstri sjóðsins á síðasta reikningsári
var 1,4 miljónir.
Bein aðild félagsmanna
Þá var ákveðið að gefa félags-
mönnum í samvinnufélögunum og
almenningi í landinu kost á að
eignast beina aðild að sjóðnum með
hlutabréfakaupum. í samræmi við
það var samþykkt heimildin fyrir
stjórn sjóðsins til að gefa út ný
hlutabréf fyrir allt að 50 miljónir
króna, og einnig voru gerðar tölu-
verðar breytingar í sama skyni á
samþykktum sjóðsins á fundinum.
Meðal annars var þar ákveðið að
hlutafé sjóðsins skuli skiptast í
10.000, 100.000 og 1.000.000 króna
hluti, og einnig var samþykkt að
hlutaféð skiptist í tvo flokka, A-
flokk og B-flokk, og verða hlutir
stofnaðilanna í A-flokki. Þá var
samþykkt sérstaklega að aðrir en
þeir, sem eiga hluti í A-flokki, skuli
eiga forkaupsrétt að hinu nýja hluta-
fjárútboði.
Það var rifjað upp á fundinum að
Samvinnusjóðurinn var fyrstur til
þess af fyrirtækjum í landinu að
bjóða skuldabréf til sölu á almenn-
um markaði, og gerðist það árið
1984. Líka varð sjóðurinn til þess
árið 1986 að endurvekja kaupleigu
hér á landi, sem síðar leiddi til
stofnunar kaupleigufyrirtækisins
Lindar hf. í því fyrirtæki á Sam-
vinnusjóðurinn 30%, á móti Sam-
Þorsteinn Sveinsson flytur skýrslu stjórnar á aðalfundi Samvinnusjóðs íslands hf. Við borðið sitja Valur Amþórsson,
sem var fundarstjóri, Þorsteinn Ólafsson, Benedikt Sigurðsson, Ólafur Sverrisson og Gunnar V. Sigurðsson.
(Tímamynd BREIN)
vinnubankanum og franska bankan-
um Banque Indosuez.
Á síðasta ári urðu framkvæmda-
stjóraskipti hjá Samvinnusjóðnum.
Þórður Ingvi Guðmundsson lét af
því starfi 1. júlí og tók við starfi
framkvæmdastjóra Lindar hf. í stað
hans var Þorsteinn Ólafsson fráfar-
andi stjórnarformaður ráðinn fram-
kvæmdastjóri, en við starfi stjórnar-
formanns tók Þorsteinn Sveinsson
kaupfélagsstjóri. Þá festi sjóðurinn
kaup á húsnæði undir starfsemi sína
á árinu, er hann keypti hæð í húsinu
Ingólfsstræti 3 í Reykjavík. Hefur
skrifstofa hans nú verið flutt þangað
úr Samvinnubankanum, þar sem
hún var áður til húsa.
Á starfsárinu jók sjóðurinn hluta-
fé sitt í fyrirtækinu Marel hf. uin 7,4
miljónir. Var það talið nauðsynlegt,
bæði vegna þess að fyrirtækið hafði
aldrei verið fjármagnað eðlilega og
eins til að mæta tapi sem varð vegna
samdráttar í sölu rafeindavoga til
Noregs. Einnig keypti sjóðurinn
hlutabréf í Útgerðarfélagi
samvinnumanna.
Lind og lcecon
Tvö fyrirtæki, sem sjóðurinn á
töluverða aðild að, tóku til starfa á
starfsárinu. Annað var Lind hf., sem
hefur gengið vel og horfur eru á að
skili rekstrarhagnaði þegar á fyrsta
ári. Hitt er Icecon, en eigendur þess
eru Samvinnusjóðurinn, Samband-
ið, SÍF og SH. Meginhlutverk þess
fyrirtækis er að flytja út verk- og
tæknikunnáttu aðila f íslenskum
sjávarútvegi. Óhætt er að segja að
það fyrirtæki hafi byrjað vel, því að
það hóf starfsemi með því að taka að
sér verkefni í sambandi við uppbygg-
ingu frystihúss á Grænlandi að fjár-
hæð um 11 miljónir króna, og hefur
síðan samið við grænlenskan aðila
um endurbyggingu á þrem stöðum í
Vestur-Grænlandi og eru þau verk
samtals upp á um 310 miljónir króna.
Þá hefur sjóöurinn átt samstarf
við Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
' ins um tilraunir til að hreinsa fiskalif-
ur með þróun ensýma og sérstakri
hitameðferð. Þeirri tilraun er nú
lokið og verið er að sækja um
einkaleyfi og undirbúa uppsetningu
á framleiðslulínu fyrir þetta starf.
Þrátt fyrir stofnun Lindar hf. mun
Samvinnusjóðurinn halda áfram að
reka kaupleigu líkt og hann hefur
gert til þessa. Til þess að sinna þessu
verkefni hefur hann haldið áfram að
bjóða út skuldabréf á innlendum
markaði.
í stjórn Samvinnusjóðs íslands hf.
sitja þeir Ólafur Sverrisson kaupfé-
lagsstjóri í Borgarnesi, Ómar HI.
Jóhannsson frkvstj. Skipadeildar
Sambandsins, Þorsteinn Sveinsson
kaupfélagsstjóri á Egilsstöðum,
Gunnar V. Sigurðsson kaupfélags-
stjóri á Hvammstanga og Benedikt
Sigurðsson fjármálastjóri Samvinn-
utrygginga. Stjórnarformaður er
Þorsteinn Sveinsson og fram-
kvæmdastjóri er Þorsteinn Ólafsson.
-esig