Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. nóvember 1987 Tíminn 7 Um þessar mundir á Ung- mennafélag íslands 80 ára af- mæli. A þessum tímamótum í sögu UMFÍ þótti forsvars- mönnum Ungmennafélags- hreyfingarinnar eðlilegt að staldra við og velta fyrir sér hlutverki hreyfingarinnar og verkefni hennar á komandi árum. Því mun UMFÍ halda opna ráðstefnu í Norræna hús- inu á morgun laugardag og ber hún yfirskriftina „Ræktun Iýðs og lands“. Af þessu tilefni var Pálmi Gíslason formaður UMFÍ tekinn tali um starfsemi Ungmennafélagshreyfingarinn- ar. Er einhver munur á ungmennafé- lagshreyfingunni núna og fyrir 80 árum og hefur hlutverk hennar breyst? Hlutverk ungmennafélagshreyf- ingarinnar hefur í sjálfu sér ekki breyst því við erum enn að vinna að æskulýðsmálum og samskiptum fólks. Áherslupunktarnir eru þó dálítið aðrir í dag. í byrjun var sjálfstæðisbaráttan ( brennidepli og tengdist ungmennafélagshreyfingin henni sterkum böndum. Þá var ver- ið að móta talsvert nýja stefnu í æskulýðsmálum á íslandi. En þörfin fyrir ungmennafélögin er jafn mikil nú og fyrir 80 árum. Hreyfingin hefur alla tíð fylgst með því sem verið hefur að gerast hverju sinni og þróast í takt við tímann. Hefur starf Ungmennahreyfingar- innar þessi 80 ár þá alltaf verið dans á rósum eða hefur skipst á skin og skúrir? Það hafa verið ákveðin blóm- askeið og ákveðnar lægðir í starfi UMFÍ. Það var mikið blómaskeið í upphafi. En þegar fullveldi var fengið 1918 fannst mörgum að hlut- verk ungmennafélagshreyfingarinn- ar væri lokið og það dró úr starf- seminni um tíma. Síðan hafa orðið sveiflur, bæði upp á við og niður, en fyrir svona tuttugu árum varð veruleg uppsveifla sem haldist hef- ur stöðug síðan og virðist ekkert lát á henni. En þrátt fyrir sveiflur hafa á öll- um tímum verið mjög öflug og sterk félög og héraðssamtök sem unnið hafa geysilega mikið starf. Ein styrkasta stoð hreyfingarinn- ar og það sem haldið hefur henni einna best saman eru landsmótin og vinnan í kringum þau. Það starf hefur verið lífæð hreyfingarinnar. Hverjir eru þá meginþættir starfs- ins í dag? Það er óhætt að segja að íþrótt- irnar eru auðvitað stærsti þáttur- inn. En það er fjölmargt annað sem þar fer fram. Ungmennafélög- in vinna mjög víðtækt menningar- starf. Má þar nefna leiklist, skógrækt, náttúruvernd, rekstur félagsheimila og alls kyns samkom- uhald. Þegar þess er gætt að ung- mennafélögin eru í sumum tilfell- um, sérstaklega í minni sveitarfé- lögum, í raun eini aðilinn sem sér um menningarmálin innan sveitar- innar þá vinnur ungmenna- hreyfingin þar ómetanlegt starf. Hvað er hreyfingin fjölmenn? Félagarnir voru um síðustu ára- mót alls 29.600. Það má segja að árlega fjölgar um þúsund manns í hreyfingunni. Þetta er byggt upp með 19 héraðssamböndum auk 7 félaga sem eru með beina aðild að UMFl, en sérstök ungmennafélög eru nú 226 og hefur þeim verið að fölga mjög að undanförnu. Bæði hafa verið að bætast við allskyns sérfélög eins og golfklúbbar auk þess sem gömul félög hafa verið endurvakin. Það er þáttur í okkar útbreiðslustarfsemi um allt land að endurvekja félög sem hafa lognast út af. Það er alltaf svo að einhvers- staðar koma upp veikir blettir á landinu. Það dofnar oft yfir ák- veðnum svæðum og þá þarf utan- aðkomandi hjálp til að endurlífga starfsemina. Hvernig er ungmennafélagshreyf- ingin fjármögnuð? Heildarsamtökin hafa á undan- förnum árum nær eingöngu lifað á ríkisstyrk og af tekjum af getraun- um. Við höfum ekki farið út í fjá- röflun í samkeppni við félögin og héraðsamböndin sem við höfum verið að vinna fyrir, svo þetta hafa verið þessir tveir þættir. Um þessar mundir hafa getraunirnar dregist saman og starfsemi þeirra hefur dofnað mjög. Þó við vonumst til þess að það lifni eitthvað yfir þeim aftur þá gerum við ekki ráð fyrir að tekjur heildarhreyfingarinnar auk- ist í náinni framtíð, Hins vegar hefur lottóið vakið nrikla athygli og þaðan kcmur tals- vert fé til hreyfingarinnar. Það gæti orðið 27 til 30 milljónir á þessu ári. Ungmennafélögin og héraðssam- böndin út um allt land hafa verið í miklu fjársvelti. Starfsemi þeirra hefur verið haldið uppi með betli. Því var það þegar lottóið kom til sögunnar voru allir sammála um það að lottófénu ætti að dreifa út um land í félagsstarfið heima í hér- aði. Kostnaðurinn við að reka svona starf út um allt land er geysi- lega mikill. Ef ungt fólk út um land vill taka þátt í íþróttastarfi eða fé- lagsstarfi þá þarf það oft að fara talsverðar vegalengdir og því fylgir mikill kostnaður. Árið 1986 þá kostaði það samkvæmt reikningum félaga, héraðssambandanna og heildarsamtakanna 218 milljónir að reka ungmennafélagshreyfinguna. Þetta yfirstandandi ár, landsmótsár er skiljanlega miklu dýrara, þannig að við gerum ráð fyrir því að í ár muni þetta kosta um 300 milljónir. Þetta er þrátt fyrir það gífurlega sjálfboðaliðastarf sem unnið er í ungmennafélagshreyfingunni. Því er það að lottóið mun skila okkur sem samsvarar um 10% af heildarkostnaði. Síðan kemur nokkuð frá ÍSl. Alls gerum við þvi ráð fyrir að hreyfingin fái á bil- inu 12%-13% af þeim kostnaði sem hún þarf að leggja út fyrir eftir þessum leiðum. Hvernig er þá bilið brúað? Menn hafa sem betur fer notið vaxandi skilnings og stuðnings sveitarfélaga þó hann sé mjög misjafn. En sem betur fer hafa mörg sveitarfélög áttað sig á því hve mikilvægt æskulýðsstarf þarna er verið að vinna og í rauninni ódýrt, því vinnan er mestöll unnin í sjálfboðavinnu. Héraðssamböndin eru oftast með einn starfsmann en í kringum hann er gífurlegur hópur fólks sem starfar í sjálfboðavinnu. Að öðru leyti er eilíft pening- abetl, það er verið að snapa pen- inga frá fyrirtækjum og einstakling- um. Þá er farið af stað með alls- kyns skemmtanir. Stundum hafa því miður orðið slys í þessu og tap orðið. Það er ekki ætlunin að leggja niður fjáröflunina þó það komi að- eins aukið fé inn í gegnum lottóið, heldur er stefnan að auka starfið. í hverju felst byggðarstefna sú sem er einn hornsteinn UMFÍ? Við lítum svo á að innan ung- mennahreyfingarinnar sé unnin mjög mikilvæg byggðarstefna vegna þess að ungt fólk sem hefur áhuga á íþróttum eða félagsmálum og fær ekki aðstöðu heima fyrir að stunda sína íþrótt, það flytur bara í burtu. Fyrir þessu eru fjöldamörg dæmi. Oft er það besta og kraftmesta fólkið sem þannig hverfur úr hér- aði. Við erum að reyna að sporna við þessu með því að skapa fólki mögulcika að stunda sína íþrótt heima fyrir og fengið þar bæði að- stöðu og möguleika á að taka þátt í keppnum, keppa fyrir sitt hérað- ssamband eða félag. En þetta er allt kostnaður og erf- itt fyrir fjárvana félög að halda slíku starfi uppi. Því teljum við stuðning við þetta starf vera mjög mikilvægan þátt í okkar starfi. Hvað nteð útgáfu- og fræðslustarf- semi? Við höfum gefið út tímarit okkar Skinfaxa frá þvi árið 1909. Þetta var geysilega þekkt blað á sínum tíma og hafði mikil áhrif, enda hef- ur oft verið vitnað til frægra greina í þessu blaði. í öllum þeim blaða- fjölda sem nú er þá hefur Skinfaxi orðið meira félagsblað ungmennaf- élagshreyfingarinnar. En Skinfaxi er þó vandað og gott blað og fjallar bæði um íþróttir og annað það sem hreyfingin er að vinna að hverju sinni. Við rekum félagsmálaskóla í námskeiðum sem við höldum út um allt land. Það eru haldin mjög mörg námskeið á hverju ári þar sem fólki er kennt að tjá sig, koma upp og tala, en ekki síður það að starfa í félögum. Síðan erum við með alls kyns sérhæfð námskeið, fyrir gjaldkera, ritara, um útgáfumál og fleira. Hér er því um mjög fjölþætt námskeið að ræða. Hvað með þingið sem verður nú um helgina? Sú ráðstefna sem verða haldin nú, um helgina heitir „Ræktun lýðs og, lands, hlutverk ungmennafélaganna í nútíð og framtíð". Þetta verður mjög skemmtileg ráðstefna get ég fullyrt. Það verða þarna margir góðir fyrirlesarar og þátttaka góð. Við tökum þarna átta mismunandi efni og fjalla reyndir fyrirlesarar um hvern þáttinn fyrir sig. Þetta sýnir kannske hvað okkar starf er fjölþætt. Það er ljóst að á ráðstefnunni verða erindi sem munu vekja mikla at- hygli. Að lokum, hvernig líst þér á framtíð- ina? Ég held það sé vaxandi þörf fyrir svona hreyfingar. Það er alveg ljóst að við þurfum að halda áfram þessari baráttu fyrir að halda uppi íþrótta og félagsstarfi. Það er nauðsyn á vax- andi fyrirbyggjandi starfi í ávana- og fíkniefnamálum og í heilsugæslu almennt. Það er nauðsyn á byggða- stefnu og fyrir allskyns náttúru- vernd. Ég tel að það sé vaxandi þörf fyrir að sameina fjölskylduna og bæta fjölskyldutengsl. Eitt af því sem við vinnum að er að að skapa fjölskyldunni vettvang til að að vinna sameiginlegt starf innan ungmenna- félagshreyfingarinnar. Ungmennafélagshreyfingin hefur undanfarna tvo áratugi stefnt upp á . við og mér sýnist allt benda til að svo verði áfram. -HM '9P ixtatKNXtrii.u ist.wns Ungmennafélag í 80 ár Spjallað við Pálma Gíslason í tilefni af 80 ára afmæli Ungmennafélags fslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.