Tíminn - 20.11.1987, Page 12

Tíminn - 20.11.1987, Page 12
12 Tíminn Föstudagur 20. nóvember 1987 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA — Sovéska frétt- astofan Tass sagði að utanrík- isráðherra Afganistan, Abdul Wakil, væri farinn frá Moskvu eftir að hafa átt tveggja daga viðræður við Eduard Shevar- dnadze utanríkisráðherra Sov- étríkjanna um leiðir til að koma á friði í Afganistan. RABAT — Tilkynnt var um aukna bardaga i Vestur-Sa- hara milli stjórnarhersins í Mar- okkó og skæruliða Polisario- hreyfingarinnar sem berst fyrir sjálfstæði þessa landsvæois. Sendinefnd frá SÞ mun vera væntanleg á þetta svæði innan tíðar til að kanna möguleikana á friði og virðast auknir bardag- ar vera tilkomnir vegna þessa. LUNDÚNIR — Eldurinn sem kviknaði í neðanjarðar- lestarstöðinni við King's Cross í Lundúnum og varð þrjátíu manns að bana breiddist svo hratt út að menn á neyðarvakt gátu ekkert við ráðið. Þetta var haft eftir talsmanni neðanjarð- arbrautarkerfis Lundúna, sem innlendir nefna einfaldleaa „The Tube“, og fjölmargir Is- lendingar hafa sjálfsagt notað á ferðum sinum í Lundúnum. LUNDÚNIR — Bandaríkja- dalur lækkaði í verði gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum heims og hlutabréf á mörkuð- um í Evrópu lækkuðu einnig í verði. Ástæður þessa voru áhyggjur fésýslumanna af að viðræournar í Washington um minnkun fjárlagahallans myndu ekki leiðatil nogu mikils niðurskurðar. VIN — Fólk í Lettlandi fór í kröfugöngur og lenti í átökum við sovéska lögreglu á mið- vikudaginn þegar 69 ár voru liðin frá því Lettland lýsti yfir sjálfstæði. BELGRAD — Ráðamenn í Makedóníu, fátækasta hérað- inu í Júgóslavíu, báðu Branko Mikulic forsætisráðherra að endurskoða launa- og verð- stöðvunina sem komið hefur verið á í landinu eftir mikil fjöldamótmæli verkamanna í Makedóníu. I t BAGHDAD — Herþotur ír- aka gerðu loftárásir á tvö skip í Persaflóa í gær og hittu sprengjur þeirra bæði skot- mörkin, að sögn talsmanns hernaðaryfirvalda í Baghdad. GENF — Lögreglan í Sviss leitaði í gær sex fanga sem sluppu út úr fangelsi í vestur- hluta landsins með því að saga sundur rimla og láta sig síga niður á rafmagnssnúrum. TAIPEI — Búist er við að stjórnvöld í Tæwan muni gefa kínverska flóttamanninum, sem flaug á Mig-19 þotu til landsins í vikunni, gull að and- virði milljóna Bandaríkjadala. Illlllllllllll llllllllll ÚTLÖND Gífurleg verðbólga ogfátækt setur lýðræðislegt stjórnarfar í hættu í Brasilíu: Samey spjallar um stjóm sína í þátíð Jose Sarney forseti Brasilíu: Talaði um stjórn sína í þátíð Jose Sarney forseti Brasilíu var ekki bjartsýnn á framtíð sína og stjórnar sinnar í ræðu sem hann hélt í vikunni. Þar talaði hann um að eng- inn forseti hefði verið j afn þolinmóð- ur og hann og spjallaði um stjórn sína eingöngu í þátíð. Sarney virtist vondaufur enda hafa spjótin beinst mjög að honum og stjórn hans að undanförnu og margir telja að ríkisstjórnin eigi ekki langa lífdaga fyrir höndum. Einn helsti stjórnmálamaður landsins hvatti í gær til þess að for- setakosningar yrðu haldnar fyrr en áætlað væri til að koma í veg fyrir hugsanlega byltingu hersins. Jose Richa öldungardeildarþingmaður sagði í viðtali við blaðið O Estado De Sao Paulo að stjórn Sarneys for- seta væri valdalaus og gæti ekki ráðið við gífurlega verðbólgu og fátækt. Richa minnti á byltingar hersins árið 1945 og 1964 og sagði að þær hefðu verið gerðar á mun friðsælli tímum en nú væri. Hann sagði verð- bólguna vera gífurlega, hún yrði að minnsta kosti 14% í desember og 20% í janúar, og nauðsynlegt væri að gera einhverjar ráðstafanir. Richa er stjórnmálamaður á mið- og vinstrivængnum og nýtur virðing- ar t.d. innan hersins. Hann lýsti þjóðfélagsástandinu í landinu sem „mjög alvarlegu" og hvatti til þess að kosningar færu fram til að reyna að leysa úr stjórnarkreppunni. Sarney forseti hefur átt í sífeildum deilum við þingið sem er nú að leggja drög að nýrri stjórnarskrá. Nefnd innan þingsins ákvað um síðustu helgi að ganga þvert á óskir forsetans og láta kjósa til embættis- ins á fjögurra ára fresti í stað sex ára eins og venja hefur verið. Þessi ákvörðun þýðir að kosningar á að halda eftir ár en fleiri og fleiri Brasil- íumenn, þar á meðal Richa, hafa dregið í efa að stjórn Sarneys muni halda velli út þetta tímabil. Sarney tók við embætti forseta í apríl árið 1985 eftir dauða Tancredo Neves sem varð fyrsti kjörni leiðtogi landsins eftir 21 árs herstjórn. hb/Reuter Eru sættir að takast með Assad oa Hussein? Assad Sýrlandsforseti ofar og Sadd- am Hussein forseti fraks: Stjórn- málasamskipti tekin upp? Dagblað eitt í Kúvait skýrði frá því í gærað utanríkisráðherrar fraks og Sýrlands myndu innan tíðar eiga fund í Amman, höfuðborg Jórdaníu, til að undirbúa viðræður milli leið- toga sinna. írakar og Sýrlendingar hafa eldað grátt silfur saman á síðustu árum en betri samskipti þeirra á milli gætu komið miklu áleiðis í þeirri viðleitni að binda enda á Persaflóastríðið. Blaðið Al-Qabas sagði að leið- togafundur þeirra Assad Sýrlands- forseta og Saddam Hussein forseta íraks myndi verða til þess að löndin tvö tækju að nýju upp stjórnmála- samband sem slitið var árið 1982. Sýrlendingar hafa stutt frana í stríði þeirra gegn írökum. Því telja Jórdanar og stjórnvöld annarra ríkja við Persaflóann að sættir milli Sýr- lands og fraks geti orðið til þess að þrýsta á írana til að semja frið við íraka. Stríð þjóðanna tveggja hefur staðið yfir síðustu sjö árin. Al-Qabas hafði eftir áreiðanleg- Finnsk stjórnvöld: Ætla að vernda Rúdolf og vini Tíminn skýrði frá því i gær að hreindýrabændur á Lapplandi ætl- uðu sér að selja ferðamönnum hreindýraveiðitúra yfir jólin. í gærdag barst síðan frétt þess efnis að finnska ríkisstjórnin væri að búa til ný lög sem eiga að banna sportveiðar á hreindýrum. Rúdolf rauðnefjaði og félagar hans sjá því fram á friðsæla daga á Lapplandi um þessi jól, þökk sé finnskum stjórnvöldum sem vilja ólm auglýsa landið sem heima- land jólasveinsins og rauönefjaða hreindýrsins Rúdolfs. hb um heimíldum í Amman að Assad Sýrlandsforseti hefði lofað Hussein Jórdaníukonungi að leggja fram til- lögu um dagsetningu á utanríkisráð- herrafundinum innan viku. Saddam Hussein forseti íraks hef- ur sagt að hann muni senda utanrík- isráðherra sinn til viðræðna hvenær sem óskað yrði. Assad og Hussein tókust í hendur og spjölluðu saman á ráðstefnu Ar- abaríkjanna sem haldin var í Amm- an nú á dögunum og töldu sumir að þessi atburður táknaði upphafið á leið til eðlilegra samskipta. Reuter/hb Bandaríkin: Reagan kallar hrun aðlögun Rónald Reagan Bandaríkjaforseti flutti ræðu í gær í viðskiptaráði landsins og kallaði þar hrunið á verð- bréfamörkuðunum í síðasta mánuði þátt í aðlögun sem lengi hefði verið beðið eftir. „Ég sé enga ástæðu til að halda að verðfallið á mörkuðunum núna muni kalla á kreppu í landinu vegna þess að aðlögunin skilur eftir sig tvisvar sinnum stærri markað en þegar efna- hagsútþensla okkar byrjaði," sagði Reagan. Reagan sagði að engin ástæða væri til að örvænta þótt allrar varúðar skyldi gætt. Hann tók fram að varast þyrfti innflutningshöft og taka yrði á fjárlagahallanum. Forsetinn sagði að tími væri kom- inn til að taka lokaákvarðanir í við- ræðunum um að draga úr fjárlaga- hallanum. Samningamenn Reagan- stjórnarinnar og þingsins hafa undanfarnar vikur rætt um leiðir til að minnka fjárlagahallann og var fastlega búist við að samkomulag næðist fyrir daginn í dag og tilkynnt yrði um skerðingu útgjalda og ein- hverjar skattahækkanir. Reuter/hb ÚTLÖND UMSJÓN: Heimir Berqsson BLAÐAMAÐURV

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.