Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. nóvember 1987 Tíminn 3 Þröstur Ólafsson, framkvstj. Dagsbrúnar: Verkamenn þurfa aukinn styrk í löggjafarvaldinu r I ■ r* ^Sggg 1 iif 0 fl IfBlP 1 •1 U . í ' : r ' ^ frJb 1 llflly í ÉM f '-Æmm X{ U „Verkalýðshreyfingin hefur á undanfömum árum fundið til þess að hafa ekki nógu mikinn pólitísk- an stuöning," sagði Þröstur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Verkalýðs- félagsins Dagsbrúnar. „Við þekkj- um það víða erlendis að náið sam- band hefur verið á milli verkalýðs- hreyfinga og pólitískra flokka, sem hafa reynt að hrinda í framkvæmd ákveðnum hugsjónum verkalýðs- hreyfingarinnar. í'eir hafa reynt að vinna þannig á pólitísku sviði að réttinda og kjara vinnandi fólks væri gætt með þessum hætti af lög- gjafarvaldinu. Verkalýðshreyfingin hefur oft fundið til þess að þessir svokölluðu verkalýðsflokkar væru of veikir, eða forsvarsmenn þeirra hefðu bókstaflega aðrar skoðanir heldur en um er að ræða í verkalýðshreyf- ingunni. Ég geri ráð fyrir því að þessar vangaveltur séu tengdar ein- hverju slíku.“ Sagði Þröstur jafn- framt að menn hefðu rætt þessi mál talsvert. Sagði hann að það stafaði af því að það væri mikið bil á milli hreyfinga og flokka. Sagði hann að ekki væri tíma- bært að álykta neitt um samband á milli stofnunar slíks flokks og vær- inga innan Alþýðubandalagsins. Ekki væri rétt að tengja það út af Guðríður Elíasdóttir varaforseti ASÍ segir ekki óeðiilegt ef verkamenn fyrirsigogaðsjálfsagtværiaðleyfa stofnuðu sinn eigin llokk. Tímamynd: Pjctur nýrrj forystu að sýna hvað í henni býr. Við verðum að reyna að vinna heiðarlega með henni, en ef það reynist ekki mögulegt þá verðum við að taka afleiðingum af því þeg- ar að því kemur,“ sagði Þröstur Ólafsson að lokum. Skarparandstæður í þjóðfélaginu „Ég held að það hafi aidrei verið annar eins launamismunur á rnilli fólks í landinu eins og núna,“ sagði Guðríður Elíasdóttir, varaforseti ASÍ. Aðspurð um hvort hún væri tilbúin til að starfa í Verkamanna- flokknum, ef af stofnun hans yrði, svaraði hún: „Af hverju ekki.“ Kvað hún andstæður hafa skerpst í þjóðfélaginu og ekki væri óeðlilegt að verkamenn stofnuðu eigin flokk- Sagði hún að mikill kurr væri í konum kvennafélaganna og innan verkalýðsfélaganna. Veit ekki hvarégdey „Ég get ekki svarað þessum tíð- indum öðruvísi en þannig að verka- mannaflokkur er til staðar. Það er Alþýðuflokkurinn," sagði Karvel Pálmason, varaformaður Verka- mannasambands íslands, er Tím- inn leitaði eftir viðbrögðum hans í málinu. „Svo fremi hann kann að spila úr sínum spilum á þessari stundu, þá er hann verkamannaf- lokkur og þannig verður það.“ Ekki kannaðist hann við að hafa heyrt um að stofnun Verkamanna- flokks stæði fyrir dyrum. En hvort hann myndi skipta yfir? „Ég er í Alþýðuflokknum og ég segi ekkert um það fyrirfram hvort ég dey þarna eða á þessum stað. Það er allt annað mál.“ Ekki með Guðmundi Jaka „Mér finnst hugmyndin fádæma vitlaus, ef Guðmundur Jaki ætlar að fara að gcra þetta,“ sagði Jón Karlsson, formaður verkalýðsfé- lagsins Fram á Sauðárkróki, er Tíminn hafði samband norður. Sagði hann samt að hugmyndin að stofnun verkamannaflokks gæti mjög vel komið til skoðunar. „En það sem mér kom fyrst í huga var, að ef það eru þessir toppar í verka- lýðshreyfingunni sem ætla að gera þetta, þá er ekkert ólíklegt að upp komi vangavcltur um það hvernig þessum mönnum hefur tekist að leiða verkalýðshreyfinguna. Er þá líklegt að þeim gangi eitthvað bet- ur að leiða stjórnmálaflokk?" KB/óhþ Skólastefna Kennarasambandsins á prent: Sjálfstæði skóla við stefnumörkun Atkvæöagreiöslur á Fiskiþingi: Umbun í kvóta fyrir betri „Mennt er máttur. Menntunin er leið mannsins til að virkja afl huga og handa til verndar og vaxtar öllu lífi. Framfarir og umbætur verða fyrir mannlegan tilverknað. Fors- enda þeirra er menntun sem aflað er á heimilum, almennum vinnustöð- um og eigi síst í skólum vegna sífelldra breytinga á öllum sviðum þjóðlífsins. Því verður hlutverk skóla í samfélaginu aldrei of hátt metið“. Svo eru upphafsorð 50 síðna plaggs sem nefnist Skólastefna og Kennarasamband íslands hefur gef- ið út. Skólastefna K.í. er afsprengi samþykktar á fulltrúaþingi sam- bandsins í júní sl. um heildarstefnu í menntamálum, en unnið hefur verið að henni á vegum Kennara- sambandsins og skólamálaráðs Kí sl. þrjú ár. Kennarasamband íslands boðaði í gær til blaðamannafundar vegna útkomu nefnds skólastefnubæklings. Þar var Birgi ísleifi menntamálaráð- herra og Jóni Baldvin fjármálaráð- herra formlega afhent hvorum sitt eintakið af „Skólastefnunni". í máli Svanhildar Kaaber formanns KÍ við þetta tækifæri kom fram að með þessari útgáfu kæmist í fyrsta skipti á prent heildstæð stefna þar sem tekið væri á öllum meginþáttum skólastarfsins. Svanhildur sagði að skólastefnan væri mjög í anda grunn- skólalaga og lög og reglugerðir varð- andi skólastarf hefðu verið hafðar til hliðsjónar við mótun hennar. Svan- hildur sagði ennfremur að í skóla- stefnunni birtist framtíðarsýn kennara á skólastarfið í landinu og um leið vilji þeirra til að vinna að nýtingu afla Ráðherrum stillt upp við vegg. Svanhildur Kaaber formaður KÍ afhendir Birgi ísleifi og Jóni Baldvin fyrstu eintökin af „Skólastefnunni“. Tímamynd: BREIN þeim umbótum í skólastarfi sem gætu hrint skólastefnu í framkvæmd. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra óskaði Kenn- arasambandinu til hamingju með útkomu „Skólastefnunnar" og bætti við að í megindráttum færi hún saman við sínar skoðanir um skóla- stefnu. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagði að mótun skóla- stefnu væri stórt mál sem krefðist mikillar umræðu. Hann sagðist ekki vera sammála öllu sem fram kemur í „Skólastefnunni", t.d. að ríkið ætti að kosta alla skóla. Jón Baldvin sagðist þvert á móti vera því hlynnt- ur að skólarnir fái aukið sjálfstæði og dregið verði þannig úr miðstýr- ingunni í skólamálum. Hann bætti því við að þetta atriði hefði m.a. komið til tals í umræðum um breyt- ingu á verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga. Áætlað er að í þessum mánuði hittist grunnskólakennarar um allt land og ræði skólastefnuna, en upp úr áramótum er ætlunin að kynna hana fyrir foreldrum landsins. óþh Næst síðasti dagur Fiskiþings var í gær og skiluðu þá starfsnefndir af sér tillögum. Málalyktir þeirra urðu hinar margvíslegustu, en þó náðu flestar fram að ganga. Þrennt stóð þó upp úr á þinginu í gær. í fyrsta lagi var samþykkt breyting á lögum félagsins þar sem tvenn ný samtök voru tekin inn í félagið. Það voru Landssamband smábátaeigenda og Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda, sem eftir nokkurn biðtíma, fengu loksins fullgildan félagsrétt, en þau höfðu aðeins verið með málfrelsi og til- lögurétt fram að þessu. Tillagan var samþykkt samhljóða af fund- armönnum og var nýju meðlimun- um fagnað með lófataki. Þessi til- laga kom frá Laga- og félagsmála- nefnd. Hinar tvær tillögurnar sem vöktu verulega athygli voru frá Sjávarút- vegsnefnd. Hin fyrri var svohljóð- andi: „46. Fiskiþing leggur til að at- hugaðir verði möguleikar á að skip- um verði umbunað í kvóta ef þau bæta nýtingu sína og færa að landi meiri verðmæti, svo sem hrogn, lif- ur og meltu." Tillagan kom upp- haflega frá Jóni Ólafssyni, frá fisk- mjölsframleiðendum, en hann benti á að allt að 60% aflans væri hent og sjómenn væru yfirleitt óf- áanlegir til að hirða meira. Þessi tillaga gæti snúið þróuninni við. -SÓL Sambönd Veitu- stofnana þinga Skipulag raforkudreifingar annarsvegar og áhrif fyrirhugaðr- ar gjaldskrárbreytingar Lands- virkjunar á rekstur og markað hitaveitna hins vegar munu að öllum líkindum verða aðalmál árlegs vetrarfundar Sambands ís- lenskra hitaveitna og Sambands íslenskra rafveitna sem hefst í dag. Á fundinum í dag er verða fyririestrar á sameiginlegri dagskrá, en á morgun mun fund- urinn skiptast í tvo hluta, hita- veituhluta og rafveituhluta. Má þá búast við fjörugum umræðum á hvoru sviði fyrir sig. Framtíðar- skipulag raforkudreifingar verð- ur aðalmál rafveituhlutans, en gjaldskrárbreytingin aðalmál hitaveituhlutans auk þess sem orkuöflun Fjarhitunar Vest- mannaeyja verður að líkindum ofarlega á baugi. -HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.