Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. nóvember 1987 Tíminn 5 Jón Baldvin um „strandviðræður“ vinnuveitenda og Verkamannasambandsins: Ríkissjóður borgar ekki þjóðarsáttina Þá hefur samningaviðræðum Verkamannasambandsins, Vinnu- veitendasambandsins og Vinnum- álasambandsins verið siglt í strand. Verkamannasambandsmenn stöldruðu stutt við á samningafundi í gær, þeir töldu sýnt að frekari viðræður væru gagnslausar. Ástæð- ur eru einfaldar segja þeir; vilji vinnuveitenda til samninga nú er enginn. Stóra spurningin í stöðunni nú er hvað sé framundan. Ef ,til vill baktjaldaþreifingar viðræðuaðila eða inngrip ríkisvaldsins í málin? Endurgreiðsla söluskatts Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði í gær í samtali við Tímann að ekkert hefði verið um það rætt að ríkisvaldið gripi inn í atburðarásina, t.d. hefði ekki kom- ið til tals að endurgreiða uppsafn- aðan söluskatt til fiskvinnslunnar, en á máli vinnuveitenda hefur mátt skilja að sú leið sé líklegust af hálfu ríkisvaldsins til að greiða fyrir samningum. Jón Baldvin Hanni- balsson fjármálaráðherra sagði að í óformlegum viðræðum hafi verið rætt um þennan möguleika til að liðka fyrir samningum. „Ég hef þó sagt að leiðin út úr þessum vanda sé ekki sú að breyta rekstrarvanda einhverra greina í atvinnulífinu yfir í ríkisfjárlagavanda. Pað hafa menn reynt áður árangurslaust. Ef þetta þýðir tekjutap ríkissjóðs verður að mæta því með einhverj- um öðrum hætti,“ sagði Jón Bald- vin Hannibalsson. Óraunhæft dæmi Þórarinn V. Þórarinsson sagði að líklegast hefði verið farið í sameiginlegar viðræður vinnuveit- enda og Verkamannasambandsins við ríkisvaldið um endurgreiðslu á söluskatti ef samningaviðræðunum hefði orðið lengri lífdaga auðið. „Við vinnuveitendur höfum rætt þessi mál við talsmenn ríkisstjórn- arinnar og munum örugglega halda því áfram. Það eru uppi áform um að endurgreiða ekki söluskatt á næsta ári og sömuleiðis um að taka upp launaskatt á næsta ári. Að okkar mati eru menn hér að tala um 800 milljóna skattheimtu á útflutnings- og samkeppnisgreinar. Það er dæmi sem einfaldlega geng- ur ekki upp,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Lok og læs hjá vinnuveitendum Forsvarsmönnum Verkamanna- sambandsins var mikið niðri fyrir á blaðamannafundi sem þeir boðuðu til í gær eftir að upp úr slitnaði í viðræðum þeirra við vinnuveitend- ur. Þeir sögðust ekki hafa fengið jákvæðar undirtektir vinnuveit- enda við einu eða neinu sem þeir hafi borið á borð í samningavið- ræðunum, allar hugmyndir vinnu- veitenda hafi gengið í skerðingar- átt. Vinslit Það var greinilega kurr í mönn- um vegna nýrrar þjóðhagsspár sem Vinnuveitendasambandið hefur látið vinna. Karvel Pálmason vara- formaður Verkamannasambands- ins sagði að það væri gamla sagan að þegar ræða ætti um laun þeirra sem að verst væru staddir, þá pöntuðu menn skýrslur héðan og þaðan sem væru þeim hagstæðar. „Þessi vinslit verða kannski til þess að skerpa línur í samningamálum í framtíðinni ef hafa skal þennan hátt á af hálfu Vinnuveitenda og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna. Hér er nánast um vinslit að ræða eins og málum er háttað í dag en trúlega sjá menn að sér,“ sagði Karvel Pálmason. Hvað svo? Það kom fram í máli Verka- mannasambandsmanna að samn- ingar væru ekki lausir fyrr en um áramót og sú staðreynd hafi reynst nokkur hemill í viðræðum við vinnuveitendur. Margt bendir því til að viðræðuaðilar setjist ekki að samningaborði fyrr en upp úr ára- mótum. Þangað til nota menn tímann til viðræðna á báða bóga og margt bendir til sérkjarasamninga- gerðar víða um land. Þess má geta að á Vestfjörðum sitja menn enn við samningaborðið. Sprungið hjá vinnuveitendum? Þröstur Ólafsson framkvæmda- Ábúðarmiklir forsvarsmenn Verkamannasambandsins skýra stöðu máia á fundi með frétta- mönnum í gær. Talið frá vinstri: Guðríður Elías- dóttir, Þórir Daníelsson, Guð- mundur J. Guðmundsson, Karvel Pálmason, Þröstur Ólafsson og Björn Grétar Sveinsson. Tímamynd BREIN stjóri Dagsbrúnar lét þá skoðun í ljós á fundinum í gær að sundrung- ar væri tekið að gæta í röðum vinnuveitenda því ýmsir úr þeirra röðum út um land hafi lýst ákveðn- um vilja til sérkjarasamningagerð- ar. Um þetta sagði Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ; „Vinnuveitendasambandiðer ekki að springa. Við stöndum nú í viðræðum með okkar félagsmönn- um á Vestfjörðum þar sem í athug- un er breyting á bónuskerfi. Við munum jafnt verða í sambandi við okkar félagsmenn út um allt land sem hér í Reykjavík þannig að það er ekki um að ræða neinn samslátt í okkar röðum,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. óþh Húsbóndinn í Garðastræti, Þórarinn V. Þórarinsson laumast síðastur inn á uppslitafund Verkamannasambandsins og vinnuveitenda í gær. Tímamynd Pjetur JAFNRÆDII ÞORSKIGILDUM Sá liður sem vakti hvað mestar deilur á Fiskiþingi í gær, voru tillög- ur Sjávarútvegsnefndar um stjórn fiskveiða. Miklar umræður spunnust um tillögurnar sem voru í 10 liðum og sýndist sitt hverjum. Tillaga nefndarinnar náði þó, flestum á óvart, fram að ganga nær óbreytt, því aðeins var bætt inn í hana þremur viðaukum og þrjú orð voru felld út. Tillögurnar voru: í fyrsta lagi, að afli sem fluttur er óunninn á erlendan markað verði áfram reiknaður með allt að 10% álagi, þegar metið er hversu miklu af aflamarki eða aflahámarki skips er náð hverju sinni. Til að leitast við að draga úr útflutningi á ferskum fiski verði sóknardögum í útgerðarflokki 1 fækkað um 10 á þriðja tímabili (maí til ágúst) og verði þessir dagar fluttir á 1. og 4. tímabil. Þetta var samþykkt en tveimur viðaukum bætt við. Annars vegar að fyrri liðurinn eigi líka við um loðnu sem landað er erlendis og hins vegar að við seinni liðinn bætist að fjölgað verði sóknardögum vertíðarbáta á vetrarvertíð og samskonar fækkun færist á önnur tímabil. í öðru lagi, að sóknarmarksskip fái að flytja til sín afla með óbreytt- um sóknarmarksdögum án þess að það hafi áhrif á eigin aflareynslu, eða aukningu á heildarafla. Þetta er nýmæli og var samþykkt með þorra atkvæða. I þriðja lagi, að heimilt verði að flytja allt að 20% af aflamarki hverr- ar botnfisktegundar og 20% af afla- hámarki frá einu ári yfir á næsta ár á eftir, en heimild þessi fellur niður, nýtist hún ekki á því ári. Hér er sú breyting gerð á gildandi lögum að prósentin eru ekki upp- safnanleg milli ára. Þetta var sam- þykkt samhljóða. í fjórða lagi, að heimilt verði að veiða 7% umfram úthlutað aflamark af tiltekinni fisktegund af heildar- verðmæti aflaúthlutunar, enda skerðist aflamark á öðrum tegund- um hlutfallslega. Breytingin hér er sú að í gildandi lögum er heimilt að veiða 10%, tillögur sjávarútvegsráðuneytis hljóða upp á 5%, en hér er gert ráð fyrir 7%. f fimmta lagi, að takmarka rækju- veiðar, og telur Fiskiþing eðlilegt að við stjórn rækjuveiða verði settur kvóti á hvert veiðiskip, þar sem mið verði tekið af aflareynslu einstakra skipa síðastliðin þrjú ár. Framsal verði leyft á rækjuaflamarki. Þetta var samþykkt með eftirfarandi viðauka: Leita á til sjávarútvegsráðuneytis að samræma veiðar og vinnslu. í sjötta lagi, að taka ber sérstakt tillit til mikillar rýrnunar tekna af loðnuveiðum hjá loðnuskipum síðan veiðibanni var aflétt af loðnu haustið 1983, við ákvörðun nú í haust. Þetta var samþykkt eftir að þrjú orð voru tekin úr greininni. f sjöunda lagi, að Fiskiþing fer fram á það að framsal á aflamarki verði ekki háð því að skipin hafi samskonar veiðileyfi. Þetta var sam- þykkt með öllum greiddum atkvæð- um. Jafnframt var samþykkt að heimilt verði að flytja aflareynslu sóknar- marksskipa milli skipa innan sama útgerðarstaðar. Þetta er nýmæli og var samþykkt með meginþorra atkvæða. í áttunda lagi, og um þennan lið var mest þjarkað og þrasað, að við ákvörðun aflahámarks þorsks og karfa sóknarmarkstogara skuli þess gætt að jafnræði sé í þorskígildum milli svæða. Hér er sem sagt tekið á norður- suður skiptingunni og reynt að finna málamiðlun sem allir gætu sætt sig við. Tvær breytingatillögur litu dags- ins ljós og voru felldar, en umræður sem tóku nokkrar stundir, snerust að mestu um þennan lið. í níunda lagi, var samþykkt að um veiðar báta undir 10 brl giltu eftirfar- andi reglur: Að nýir bátar fái ekki veiðileyfi nema sambærilegir hverfi úr rekstri og miðast þessi takmörkun við 1. janúar 1988. Að bátar sem stunda netaveiðar skuli velja sér aflamark eða meðal- aflamark sem miðast við aflareynslu hóps og hvers báts frá 1. nóv. ’84 til 1. nóv. ’87 Að bátar sem stunda línu og hand- færaveiðar sæti almennum sóknar- takmörkunum. Þessi tillaga var samþykkt með sam- hljóða atkvæðum. Og í tíunda og síðasta lagi, að lög um stjórn fiskveiða gildi fyrir árin 1988-1991 með ákvæði um endur- skoðun eftir tvö ár. Tillagan samþykkt með þorra grei- ddra atkvæða. Með þessum breytingum, sam- þykkti 46. Fiskiþing frumvarp sjáv- arútvegsráðherra um stjórn fisk- veiða. Fiskiþingi lýkursvo í dag. -SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.