Tíminn - 20.11.1987, Side 14
14 Tíminn
Föstudagur 20. nóvember 1987
BÓKMENNTIR
lllllllllllllllllllllll!
Óður til sjómennsku
Birgir Svan Símonarson: Stormfuglar,
Ijóð 1987, gefið út á kostnað höfundar,
Hafnarfirði 1987.
Þessi nýja ljóðabók Birgis Svan
Símonarsonar skiptist í tvo hluta. Sá
fyrri og lengri nefnist Stormfuglar,
og í honum eru ljóð sem öll tengjast
á einn eða annan hátt sjósókn og
sjómennsku. Sá síðari heitir Fylgi-
fiskar og í honum eru nokkur sund-
urlaus ljóð um ýmis yrkisefni.
Með öðrum orðum fer það ekki
milli mála að sjómennskuljóðin eru
uppistaða þessarar bókar. Og það er
ástæðulaust að skafa utan af því að
í þeim sýnist mér að höfundi hafi
tekist býsna forvitnilega. Vitaskuld
hefur mikið verið ort um sjó og
sjómennsku hér í aldanna rás, en því
fer þó fjarri að í þessari bók sé hann
einungis að yrkja upp löngu lúð efni.
Formið hér er óbundið og nútíma-
legt, heldur knappt og sparsamlega
haldið á orðum, en býsna miklu
komið að innan þröngra marka.
Og þegar betur er lesið kemur svo
í Ijós að samhengið innan fyrri
hlutans er töluvert. Þar er fyrst lýst
sjómanni sem kemur í land og því
sem mætir honum og augum hans
heima. Síðan er haldið áfram og
rifjað upp það sem gerst hefur á
sjónum, og áberandi er að þeirri
aðferð sé beitt að bregða upp snögg-
um svipmyndum, sem í samanþjöpp-
uðu formi sínu segja oft heilmikla
sögu. Meðal annars koma þar fram
glöggar myndir af skipum á veiðum,
skipum á siglingu í stórsjó, að ekki
sé gleymt sjómönnunum og tilfinn-
ingum þeirra af ýmsum toga, sem
allt fær þarna í rauninni töluverða
umfjöllun.
Sannast sagna er að samhengið á
milli Ijóðanna í fyrri hlutanum er
það sterkt að vera má að höfundi og
verki sé lítill greiði gerður með því
að draga þar út sýnishorn. Ljóðin
vísa þar hvert til annars í þeim mæli
að þau skiljast tæplega að fullu nema
hvert í annars ljósi. En með fyrirvara
um þetta tek ég hér upp lítið ljóð
sem heitir Bakborðsmenn, þar sem
orðaleikur með tilkynningarskyldu
íslenskra skipa er smekklega notað-
ur til að sýna líkt og í hnotskurn
harða skel sjómannsins og mýktina
sem þrátt fyrir allt býr undir:
vanrækja
tilfinníngaskylduna
harkan sex
á norðlægum breiddum
orð þeirra
köld og hörð
lábarðir hnullúngar
þeir vanrækja
tilfinn íngaskylduna
bráðna hægt
einsog borgarís
strandaðir í konufaðmi
Hér þykir mér vel ort og af
næmleika sem aðrir mættu taka til
fyrirmyndar. Og þessu líkt er staðið
að mun víðar í þessum hluta bók-
arinnar.
Fylgifiskarnir í seinni hluta bók-
arinnar eru hins vegar töluvert sund-
urlausari, og trúlega er það skortur-
inn á sama samhenginu þar og í fyrri
hlutanum sem veldur því að þar
Birgir Svan Símonarson.
getur ekki talist að höfundi takist
eins vel til. Þó er þar ýmislegt vel
gert, en einkenni á ljóðunum þarna
má þykja að þau eru mörg hver
spakmælakennd og gjarnan byggð
utan um eina hnyttna hugmynd. En
yrkisefnin eru meira á víð og dreif
þarna en í fyrri hlutanum, meðal
annars er þarna ástarljóð (Kona),
eins konar ættjarðarljóð (Hver á
ísland), Ijóð með friðarboðskap
(Friður), beinskeytt ádeiluljóð
(Forherðing) og fleira og allt gott.
En kannski er lykillinn hér fólginn
í vel gerðu Ijóði sem þarna er og
heitir Að yrkja; þar segir að „það er
enginn vandi/að yrkja svona ljóð,“
því að „allt sem þarf/er blað og
penni/ljós og friöur/yrkisefni". En
þetta snýst þó við þegar Ijóðið er
fullbúið:
þú gefur því allt
stelur að auki
horfir loks
eftir þvi
útí heiminn
það er vandi
Það er kannski löngu útþvæld
klisja að tala um að ljóðabók eins og
þessi eigi sérstakt erindi til sjómanna
og annarra þeirra sem nærri sjónum
standa, en þó hygg ég ekki fjarri lagi
að hún geti átt við hér. f fyrri hluta
þessarar bókar sinnar tekst Birgi
Svan Símonarsyni býsna vel til í
glímunni við einmitt þann vanda
ljóðsins sem hann lýsir manna best
sjálfur þarna og felst hér í því að
draga upp mynd af heimi fiskveið-
anna og sjómennskunnar. Kannski
tekst honum ekki alveg eins upp í
seinni hlutanum, en vel þó. Þetta er
án efa ein af áhugaverðari ljóðabók-
um sem hér hafa sést seinni árin.
-esig.
Svipmynd frá 28. kjördæmisþingi sunnlenskra framsóknarmanna á
Kirkjubæjarklaustri.
Sunnlenskir framsóknarmenn
héldu sitt 28. kjördæmisþing á
Kirkjubæjarklaustri um s.l. Iiclgi.
Mikill kraftur er í starfi þeirra enda
var þingið fjölmcnnt og sátu það
rúmlega 100 manns frá 13 aðildarfé-
lögum.
1 stjómmálaályktun þingsins er lýst
stuðningi við þátttöku Framsóknar-
flokksins í núverandi ríkisstjórn.
Þar segir ennfremur að traust stefna
og ábyrg vinnubrögð forystumanna
Framsóknarflokksins hafi gert hann
að forystuafli íslenskra stjórnmála.
Þá skorar þingið á utanríkisráðherra
að beita sér fyrir því í ríkisstjórninni
að sett verði bann á innflutning á
kjötvörum til varnarliðsins. Einnig
þurfi að efla atvinnuuppbyggingu á
íandsbyggðinni og ná þjóðarsátt í
kjaramálum.
Guðmundur Búason var endur-
kjörinn formaður kjördæmissam-
bandsins og Ólafía Ingólfsdóttir var
sömuleiðis endurkjörinn varafor-
maður þess. Aðrir í stjórn eru Lísa
Thomsen, Guðmundur Elíasson,
Snorri Þorvaldsson, Sigurjón Karls-
son og Svanhildur Guðlaugsdóttir.
Steingrímur Hermannsson utan-
ríkisráðherra ávarpaði þingið og
sagði þá m.a. að þjóðin þyrfti nú
fremur en mörg undanfarin ár á
sterkum og öflugum Framsóknar-
flokki að halda. Steingrímur taldi
einnig að tekist hefði að skapa
flokknum nýja ímynd og t.d. hcfði
hann fengið mikið fylgi frá ungum
kjósendum í síðustu kosningum.
Guðmundur Bjarnason heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra kont
víða við í erindi sínu um heilbrigð-
ismál á þinginu. Guðmundur ræddi
m.a. um nauðsyn þess að styrkja allt
forvarnarstarf með því að móta
heildarstefnu í manneldis- og neyslu-
málum. Þá gerði hann einnig að
umtalsefni háan lyfjakostnað í heil-
brigðiskerfinu.
Meðal annarra gesta sem fluttu
ávörp voru Gissur Pétursson for-
maður SUF, Guðrún Jóhannsdóttir
frá LFK og Sigurður Geirdal
framkv.stjóri Framsóknarflokksins.
Þingfulltrúar létu heldur ekki sitt
eftir liggja í ræðuflutningi og m.a.
hélt Einar Þorsteinsson ráðunautur
skörulega ræðu þar sem hann gagn-
rýndi forystu tlokksins fyrir að sinna
byggðastefnunni ekki nægilega vel.
Sex nefndir störfuðu á þinginu og
sendu þær frá sér hinar margvísleg-
ustu tillögur og ályktanir. Auk kosn-
inga í stjórn og nefndir kjördæmis-
sambandsins voru einnig átta manns
kjörnir í miðstjórn og hlutu eftirtald-
ir kosningu: Guðbjörg Sigurgeirs-
dóttir, Snorri Þorvaldsson, Einar
Þorsteinsson, Garðar Hannesson,
María Hauksdóttir, Ásdís
Ágústsdóttir, Karl Gunnlaugsson og
Hjörtur B. Jónsson.
sh
Stjórnmálaályktun
Kjördæmissambands Framsóknar-
félaganna á Suðurlandi dagana 7.-8.
nóvember 1987
Kjördæmisþing framsóknar-
manna á Suðurlandi lýsir yfir ánægju
sinni með þann mikla árangur sem
rfkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar náði á síðasta kjörtímabili.
Undir forystu Framsóknarflokks-
ins í þeirri ríkisstjórn tókst að koma
stjórn á efnahagsmál þjóðarinnar.
Verulegur árangur náðist í barátt-
unni gegn verðbólgunni, viðskipta-
jöfnuður náðist við útlönd, kaup-
máttur launa var því farinn að skila
sér út í þjóðfélagið í lok stjórnar-
tímabilsins og kjör þeirra lægst laun-
uðu voru bætt.
Mörkuð var framtíðarstefna í
málefnum landbúnaðarins, með það
að markmiði að treysta íslenskan
landbúnað í sessi og tryggja afkomu
bænda. Þá var mörkuð stefna í
sjávarútvegsmálum sem reynst hefur
farsæl. Verulegur árangur náðist í
málefnum húsbyggjenda, og sömu-
leiðis í málefnum fatlaðra og aldr-
aðra.
Háskólatónleikarnir halda áfram
af fullum krafti - tónleikar í Norræna
húsinu á hverjum miðvikudegi í
hádeginu. I fyrri viku spilaði David
Tutt, ungur, kanadískur píanóleik-
ari, þrjú verk eftir Franz Liszt, sem
öll voru tilbrigði við stef annarra
tónskálda: Bach, Wagners og Goun-
od. Tónskáldið Liszt (1811-1886)
hefur verið í endurskoðun síðustu
áratugina, því það stóð jafnan í
skugga stórpíanistans Liszt, sem var
Þessir málaflokkar voru undir
stjórn Framsóknarflokksins.
Málefnastaða Framsóknarflokks-
ins var því góð er gengið var til
kosninga s.l. vor. Kosningaúrslitin
sýndu að þjóðin mat að verðleikum
stjórnarforystu Steingríms Her-
mannssonar og vildi áframhaldandi
aðild Framsóknarflokksins að ríkis-
stjórn landsins.
Kjördæmisþing Framsóknar-
flokksins á Suðurlandi lýsir yfir
stuðningi sínum við þátttöku Fram-
sóknarflokksins í núverandi ríkis-
stjórn.
Nú um stutt skeið hefur Fram-
sóknarflokkurinn ekki forystu ríkis-
stjórnarinnar en áfram hefur hann
með höndum mikilvæg ráðuneyti og
mun áfram sinna lýkilhlutverki í
stjórnun landsmála.
Traust stefna og ábyrg vinnubrögð
forystumanna hans, ráðherra og
þingmanna hefur leitt til þess að
Framsóknarflokkurinn er í hugum
landsmanna forystuafl íslenskra
stjórnmála. Því trausti má ekki
glata.
Þingið skorar á ráðherra og þing-
menn Framsóknarflokksins að
standa vörð um þann árangur sem
náðist í efnahagsmálum á síðasta
kjörtímabili. Það bendir á að Fram-
sóknarflokkurinn fer ekki með
stjórn efnahagsmála í núverandi
svo ægilegur spilari að sumir héldu
að hann hefði selt sig djöflinum. En
nú sjá menn í Liszt merkan tíma- •
mótamann í tónsköpun, eins og
segir í tónleikaskránni: „Hann var
meðal merkustu tónskálda rómant-
íska tímabilsins og þar að auki mesti
píanósnillingur síns tíma. Með snilli-
gáfu sinni bryddaði hann upp á
nýjungum, bæði í tækni og tónmáli,
og hafði þannig bein og óbein áhrif
á Wagner og framúrstefnutónskáld
ríkisstjórn og varar því við að of
langt verði gengið til móts við öfga-
kenndar skoðanir frjálshyggju-
manna eða annarra í þeim efnum,
sem gætu reynst þjóðinni dýrkeypt.
Þingið hvetur til að áfram verði
leitað þjóðarsáttar á sviði atvinnu-
og kjaramála. Sú leið reyndist farsæl
en gerir þær kröfur að skoðanir og
hugmyndir atvinnulífsins séu virtar
og að við samninga sé staðið.
Þingið skorar á ríkisstjórnina að
leggja af fyrirætlanir um söluskatt á
þær matvörur sem hafa verið undan-
þegnar söluskatti til þessa. Slík
skattlagning samrýmist ekki boðaðri
manneldis og neyslustefnu ríkis-
stjórnarinnar.
Þingið skorar á utanríkisráðherra
að beita sér fyrir því í ríkisstjórninni
að sett verði bann á innflutning á
kjötvörum til varnarliðsins. Enn-
fremur verði núgildandi heimild af-
numin, sem leyfir erlendum ferða-
mönnum að taka með sér matvæli
inn í landið.
Þingið treystir á ráðherra og þing-
menn Framsóknarflokksins að
standa vörð um atvinnulíf allra
landsmanna og varar við frekari
röskun á því byggðamynstri sem nú
er í landinu. Forsenda búsetu er næg
atvinna og traust atvinnustarfsemi.
Efla þarf atvinnuuppbyggingu lands-
byggðarinnar svo meira jafnvægi
skapist í búsetu í landinu. Því ber að
veita fjármagn til rannsókna, þróun-
ar og leiðbeininga á þeim vettvangi,
jafnt í þéttbýli sem í dreifbýli.
Þingið áréttar að stefna Fram-
sóknarflokksins nýtur vaxandi fylgis
meðal landsmanna. Því ber ráðherr-
um og þingmönnum flokksins að
framfylgja henni svo vel sem unnt er.
Framsóknarflokkurinn er kjöl-
festa íslenskra stjórnmála, - til hans
horfa landsmenn með von um árang-
ursríkt stjórnarsamstarf og farsæla
framtíð.
20. aldar eins og Barok og
Schönberg."
David Tutt er magnaður píanó-
leikari og flutti þessi verk Franz
Liszt með tilþrifum sem lítið gáfu
eftir sjálfum Martin Berkofsky, okk-
ar helsta Lisztspilara og ólmunar-
manni við píanó. Seinna í mánuðin-
um mun mönnum gefast kostur á að
heyra aðra hlið hins unga lista-
manns, en þá mun hann spila með
fleirum í Kristskirkju. Sig.St.
1 TÓNLIST lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^
Hamrammur píanisti