Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 20. nóvember 1987 Seltirningar Aöalfundur Framsóknarfélags Seltjarnarness verður haldinn mánu- daginn 23. nóvember kl. 20.30 í Félagsheimili Seltjamarness (efri sal) Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 29. nóv. 3. Framnesið. 4. Stjórnmálaumræður, Jóhann Einvarðsson þingmaður, Níels Árni Lund varaþingmaður. Félagar fjölmennið. Nýir félagar velkomnir Stjórnin. Framsóknarkonur í Reykjavík Hittumst í Skipholti 21, (Hótel Hof' laugardaginn 21. nóv. kl. 13.00 oc bökum okkar vinsæla laufabrauð fyrii basarinn. Hafið með ykkur áhöld Mætið vel. Stjórnin. Kjördæmisþing í Reykjanesi Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður hald- ið sunnudaginn 29. nóv. 1987 kl. 10 að Garðaholti í Garðabæ. Stjórnin. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjaneskjör- dæmi er opin að Hamraborg 5, Kópavogi kl. 17-19 alla virka daga og kl. 17-21 á þriðjudögum. Sími 43222. Stjórnin. Hvað lögregluþjónar nota sjaldan bílbelti sjálfir var meðal þess sem vakti athygli þessara 12 ára „umferðarrannsókn- armanna“ úr Hvassaleitis-, Laugarnes- og Melaskóla sem ásamt forsvarsmönnum Umferðarráðs kynntu niðurstöður umferðarkönnunar á blaðamannafundi. En þar kom m.a. fram að stór hluti ökumanna virðast vera unga fólkinu léleg fyrirmynd í umferðinni. Tímamynd brein Könnun grunnskólanema á hlýðni ökumanna í Reykjavík við umferðarreglur: Um 7. hver yfir á rauðu Ijósi Ákveðið „neeeei" kvað við sem einróma svar frá rúmlega tuttugu 12 ára ungmennum, við spurningu um hvort ökumenn í Reykjavík fari almennt eftir umferðarreglum. Þann 28. október s.l., skipti þessi hópur sér niður á 6 gatnamót í borginni og skráði, með aðstoð kennara og lög- reglu, fjölda bíla sem um þau fóru á einum klukkutíma, kl. 10-11, og hve margir ökumenn þeirra brytu ein- hverjar af 5 umferðarreglum. Niður- stöðurnar voru m.a. þær að ung- mennin töldu samtals um 740 brot á umferðarreglum hjá þeim tæplega 1.900 ökumönnum sem könnunin náði til. í samsvarandi könnun ná- kvæmlega ári áður töldust 580 brot hjá heldur fleiri ökumönnum. Upp- lýsingar þessar komu fram á blaða- mannafundi á vegum Umferðarráðs. Auk brotanna sem hinir ungu „umferðarrannsóknarmenn" skráðu vakti það athygli þeirra hve margir ökumenn voru talandi í bílasíma á leið sinni yfir gatnamótin sem hér um ræðir. Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, telur þarna um vaxandi vandamál að ræða. T.d. komi það æ oftar fram í slysaskýrslum lögreglunnar að aðilar að umferðarslysum hafi verið að tala í bílasíma þegar slysið átti sér stað. Af brotunum sem fram komu í framangreindri könnun má nefna að á þeim þrem gatnamótum þar sem umferðarljós eru fóru samtals 35 ökumenn yfir á rauðu ljósi á þessum eina klukkutíma, sem var 20% fjölg- un frá samsvarandi könnun fyrir ári. Hlutfallslega flest voru slík brot á gatnamótum Bústaðavegar og Háa- leitisbrautar þar sem 15 af alls 106 ökumönnum sem könnunin náði til fóru yfir á rauðu. Rétt er að taka fram, að ekki var skráð brot nema að ekið væri yfir stöðvunarlínu á rauðu ljósi. Algengasta brotið var að stefnu- ljós var ekki notað. Um 265 öku- menn slepptu því alveg (fjölgun úr 174 í fyrra) og 130 gáfu stefnuljós of seint. Þá voru nær 60 ökumenn sem ekki virtu stöðvunarskyldu. Og loks skal nefnt að af ökumönnum sem staðnæmdust við gatnamót voru 250 sem námu staðar of framarlega við stöðvunarlínu, sem var 55% fjölgun slíkra brota frá samsvarandi könnun í fyrra. Þessi 740 brot á umferðarreglum voru sem áður segir talin á aðeins einum klukkutíma á milli kl. 10 og 11 á miðvikudagsmorgni á aðeins 6 gatnamótum í Reykjavík á nákvæm- lega sama tíma, degi og stöðum og í fyrra. Gatnamótin eru: Hofsvalla- gata/Hringbraut, Furumelur/Haga- melur, Bústaðavegur/Háaleitis- braut, Réttarholtsvegur/Sogavegur, Borgartún/Kringlumýrarbaut og Nóatún/Hátún. Athyglivert er að bílafjöldinn sem könnunin náði til var nær sá sami bæði árin, þrátt fyrir stórfjölgun bíla í borginni. - HEI Byrjendanámskeið - Takið eftir! Viö bjóðum nú aftur uppá hin vinsælu 5 kvölda námskeið í sjálfsstyrkingu, fundarsköpum og ræðumennsku auk framkomu í sjónvarpi. Þrír reyndir leiðbeinendur sjá um leiðsögnina. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 25. nóv. kl. 8-11 að Nóatúni 21, Reykjavík og stendur svo yfir dagana 30. nóv., 2. des., 7. des. og lýkur 9. des. kl. 8-11 á sama stað. Upplýsingar og skráning í síma 24480 f.h. Verði stillt í hóf. LFK og SUF. Vesturland Skrifstofa kjördæmissambandsins Brákarbraut 1, Borgarnesi verður opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.00-17.00. Sími 71633 og sími utan skrifstofutíma 51275. Stjórnin Happdrætti Suðurlandi Dregið hefur verið í skyndihappdrætti kjördæmissambands framsókn- arfélaganna á Suðurlandi. Vinningurinn Opel Corsa bifreið kom á miða 2322 og var hann seldur í Vestur-Skaftafellssýslu. Nánari upplýsingar í síma 99-6388. Kjördæmisþing framisóknarmanna í Norðuriandskjördæmi vestra verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi dagana 28.-29. nóv. n.k. Þingið hefst á laugardag kl. 13. Dagskrá auglýst síðar. Akranes - bæjarmálafundur Fundur um bæjarmálefnin verður haldinn laugadagsmorguninn 21. nóv. frá kl. 10.30.-12.00 í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Bæjarfulltrúarnir Ingibjörg, Steinunn og Andrés. Endurskinsmerki barnaleg? „Konurnar virðast samviskusam- ari í umferðinni og leggja meiri áherslu á öryggisatriðin, ef marka má svörin í könnuninni - enda er það þekkt að hlutfallslega mun fleiri karlar á öllum aldri slasast í umferð- inni,“ sagði Óli H. Þórðarson fram- kvæmdastj. Umferðarráðs við kynn- ingu á niðurstöðum í skoðanakönn- un Hagvangs varðandi ýmiss örygg- isatriði í umferðinni. í könnuninni var fólk spurt um meginástæðu umferðarslysa, notkun bílbelta, neglda/óneglda hjólbarða og litla notkun fullorðinna á endur- skinsmerkjum. Of mikill hraði var af flestum nefndur sem helsta ástæða umferðr- slysa í skoðanakönnun meðal 18-67 ára íslendinga. Spurning Hagvangs var opin, þ.e. fólk var spurt hverja það teldi meginástæðuna fyrir þeim umferðarslysum sem eiga sér stað í umferðinni. Hátt í helmingur kvenna og um þriðjungur karla nefndi hraðann sem meginorsök. Rúmlega fjórðungur karlanna og rúmlega fimmtungur kvennanna taldi meginorsökina almennt ein- beitingarleysi en um 6. hluti svar- enda af báðum kynjum nefndi al- mennt tillitsleysi. Tæplega fjórðung- ur svarenda nefndi ýmiss önnur atriði. Athyglivert er að þeir eldri í hópnum nefndu mun oftar hraðann og tillitsleysið en þeir yngri. Yngsti hópurinn nefndi hins vegar einbeit- ingarleysið tvöfalt oftar en sá elsti (29% á móti 15%). Hvað varðar endurskinsmerkin taldi hátt í helmingur fólks litla notkun fullorðinna stafa af almennu hugsunarleysi. En athyglivert er að vel yfir fjórðungur yngsta fólksins (fleiri konur en karlar) og yfir 5. hver þáttakandi í könnuninni telur meginástæðuna þá að það sé “barna- legt“ að ganga með slík „öryggis- merki". Þessi tvö atriði skáru sig úr í svörum fólks þótt fjölmörg önnur væru til nefnd. Miðað við álíka kannanir 1986 og 1985 fer bílbeltanotkun vaxandi ár frá ári. Miðað við vettvangskönnun Umferðarráðs fyrr á þessu ári telur Hagvangur að vísu að fólk hafi nokkuð „fegrað" bílbeltanotkun sína í könnuninni. Verulegur munur kom fram milli kynjanna og sömuleiðis milli borgar og landsbyggðar. Aðeins rúmlega helmingur karlanna kvaðst jafnan nota beltin og nær fjórðungur aldrei, aðrir stundum. Nær68% kvennanna sögðust jafnan nota beltin og aðeins 13% aldrei, en 20% stundum. Um 65% svarenda á höfuðborgarsvæð- inu kvaðust jafnan nota beltin, en aðeins rúmlega helmingur lands- byggðarmanna. Hins vegar varengin notkun álíka mikil í báðum hópum eða um 18%. Hvað varðar hjólbarðana þá kvaðst um helmingur höfuðborgar- búa kjósa að aka á negldum hjól- börðum í vetrarumferðinni en um þriðjungur á ónegldum. Aðrir voru hlutlausir eða aka ekki bíl. Á lands- byggðinni kjósa hins vegar 75% neglda hjólbarða en um 15% óneglda. Hlutfallslega tvöfalt fleiri karlar en konur kjósa óneglda barða. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.