Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 20
Þjónusta í þína þágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Borgarstjóri og ráðhús Reykjavíkur: INNKAUP EKKI UM INNKAUPASTOFNUN Sigrún Magnúsdóttir, borgar - fulltrúi Framsóknarflokksins, telur sjálfstæðismenn vera komna inn á hættulega braut með því að láta útboð og innkaup vegna byggingar ráðhúss ekki fara í gegnum Inn- kaupastofnun Reykjavíkurborgar. Með því sé komið fordæmi fyrir því að borgarstofnanir leggi ekki útboð og innkaup sín fyrir Inn- kaupstofnun eins og lög gera ráð fyrir. Þetta var rætt á borgarstjórn- arfundi í gær varðandi skipun verk- efnisstjórnar við ráðhúsið. Sigrún sagðist telja Innkaupa- stofnun nauðsynlega til að veita borgarstofnunum aðhald í inn- kaupum og tryggja þannig hag- kvæmari innkaup og útboð hjá Reykjavíkurborg. Hún benti á að í þau fjögur ár sem hún hafði setið í Innkaupastofnun hafi ýmsar borgarstofnanir, sérstaklega veit- ustofnanirnar, þrýst á að fá að gera innkaup sín fram hjá Innkaupa- stofnun. Sigrún benti á að innkaup myndu ekki tefjast að ráði þó að Innkaupastofnun sæi um innkaup og útboð aðfanga í ráðhúsið. Sigr- ún sagðist að öðru leyti samþykk skipun verkefnastjórnar við ráðhús. Davt'ð Oddsson taldi BRBMHHi hins vegar énga hættu á ferðum, þó aðföng í ráðhúsið færu ekki í gegnum Innkaupastofnun. Hann sagði samþykkt um verkefnastjórn lúta aðeins að ráðhúsinu. Gagnvart öðrum stofnunum borgarinnar færu sem hingað til útboð og inn- kaup'í1 gegnum Innkaupastofnun. HM iiniMiiiiiwi iimpmiiJiii'iMiiiiii' il 1 i’arpa*Ti7rTii"ii;iTgg|9g*5gBHB"|BM,M|1^ Samband íslenskra rafveitna: Jóni B. send köld kveðja Jón Baldvin Hannibalson fjár- málaráðherra fékk í gær snarpa orðsendingu frá Sambandi íslenskra rafveitna vegna ummæla sinna um yfirtöku ríkissjóðs á fjárhagsskuld- bindingum raforkugeirans á árunum 1983-1987. Einkum pirruðu ummæli ráðherr- ans menn í raforkugeiranum þegar hann sagði að væri „orkugeiranum afhent skuldasúpan“ þyrfti að hækka gjaldskrá almennrar raforkunotkun- ar um 20%. f orðsendingu sinni segir Samband íslenskra rafveitna að frá sjónarhóli raforkufyrirtækja séu um- mæli Jóns „ófullnægjandi, raunar villandi fyrir fólkið í landinu." Hið rétta í málinu segja raforkumenn vera að ríkið sjálft hafi tekið allar þessar kostnaðarsömu ákvarðanir, s.s. Kröfluvirkjun, rannsóknir á Norður- og Austurlandi og byggða- línur, en ekki raforkufyrirtækin sjálf. Auk þess benda þeir á að Landsvirkjun hafi keypt þessi mann- virki með því að yfirtaka skuldbind- ingar, sem á núvirði nema um 5,4 milljörðum króna. Fjármagns- og rekstarkostnað af þessum mann- virkjum sé þegar búið að taka inn í útreikninga á gjaldskrárverði. Hins vegar standi eftir um 5,2 milljarðar á núvirði af fjárhagsskuldbindingum hjá ríkissjóði, en í orðsendingunni er rækilega á það bent að til þessara skulda hafi upphaflega verið stofnað af ríkinu en ekki raforkugeiranum og því síður raforkufyrirtækjunum sjálfum. í lok orðsendingarinnar draga raforkumenn saman niður- stöður sínar og segja: „Raforkufyrir- tæki (Landsvirkjun) yfirtóku 5,4 milljarða af ríkinu gegn afhendingu tiltekinna verðmæta. Ríkið yfirtók ekki 8 milljarða af raforkufyrirtækj- um, heldur fyrst og fremst skuldir sem það hafði sjálft stofnað til.“ Uritan-slys í Húsafelli Menn frá vinnueftirliti ríkisins voru í allan gærdag að rannsaka aðstæður í sumarbústað einum við Húsafell, vegna slyss er hlaust af því er úritan-brúsi sprakk í höndum sumarbústaðareiganda. Hann liggur enn á sjúkrahúsinu á Akranesi en hann fótbrotnaði í slysinu. Slysið vildi þannig til að brúsi með úritanfyllingu, sem er vinsælt þétti- efni í húsbyggingar,hafði staðið full nálægt ofni í bústaðnum, en slíkt efni þolir ekki meiri hita en 50 gráður samkvæmt varnaðartexta. Þegar maðurinn tók brúsann sér í hendur og hugðist vinna með efninu, sprakk hann I tætlur. Botnstykkið skaust niður og braut fótlegg hans en efnið dreifðist um allan bústað. Það mun hafa bjargað andliti mannsins frá enn alvarlegra slysi að hann gekk með gleraugu og var auk þess al- skeggjaður. Bústaðurinn er allur útataður í úritan út í hvert horn, enda er mikill þrýstingur á efninu. KB Bjargvættimar og tikin Týra, meðan eldurinn var slökktur að Frostaskjóli. (Tímínn: Pjetur) Týra ein heima þegar kviknaði í kjailaranum Iðnaðarbankinn: Má byggja Hið fræga veggjakrot íbúa við Safamýri gegn byggingu Iðnaðar- banka á horni Safamýrar, Háa- leitisbrautar og Miklubrautar hafði ekkert að segja í borgar- stjórn í gær frekar en efasemdir skipulagssérfræðinga Reykjavík- urborgar um réttmæti byggingar á þessum stað. Byggingarleyfið var sérstak- lega borið undir atkvæði og vakti athygli að Katrín Fjeldsted, einn borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði með byggingar- leyfi en fulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn leyfinu. Tíkin Týra varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu síðdegis í gær, þegar reykur tók að berast inn á heimili hennar að Frostaskjóli. Eldur kviknaði í kjallara og sótsvart- ur mökkur barst upp á efri hæð þar sem Týra var ein heima. Komu reykkafara slökkviliðs og lögreglu var því ákaflega fagnað og var Týra leidd út til að anda að sér fersku lofti. Eldurinn var jafn skjótt kveðinn niður og hann kom upp og tjón varð ekki mikið. En tíkin tók ekki almennilega gleði sína fyrr en heimilisfólk kom heim og í gærkvöld færði hún sig ekki fet frá húsráðendum. Nóg kom- ið af ævintýrum á einum degi.þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.