Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.11.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 20. nóvember 1987 Að skreppa frá börnunum Fyrir sumum er slíkt aðeins draumur, sem jafnvel veldur sektarkennd, en reynslan sýnir að aöskilnaður öðru hvoru, gerir bæði börnum og foreldrum gott Allir vita að það er engin hvíld eða afslöppun fólgin í sumarleyfi, þar sem litlu börnin eru með í för. Á hinn bóginn finnst sumum foreldr- um rangt að taka sér frí án barnanna. Þó heilbrigð skynsemi og reynsla þeirra sem hafa látið verða af, sanni að jafnvel mjög ungum börnum líður prýðilega í tímabundinni gæslu hjá einhverjum sem þau þekkja og treysta, vilja allt of fáir foreldrar hugsa um að skilja börn sín eftir, hvað þá meira. Sú staðreynd, að slíkt frí væri mun betra fyrir foreldr- ana, gerir bara illt verra. Komið út í öfgar Ástæðurnar eru svo sem skiljan- legar. Það er mun erfiðara og meira streituvaldandi að vera foreldri nú á dögum en nokkru sinni fyrr. Fólk er forritað með þeirri skoðun, að börn- in eigi að vera miðdepill lífsins og að skilyrðislaust eigi að helga sig þeim algjörlega. Nær syndsamlegt sé að yfirgefa afkvæmi sín - jafnvel í stuttan tíma - hvað sem þeim kann að líða vel á meðan, ef foreldrarnir gera það bara sjálfra sín vegna. Þannig hefur það ekki alltaf verið, en nú orðið er eins og foreldrar beinlínis festi tilfinningar sínar í börnunum - ef til vill að hluta vegna þess að nú er hægt að ráða hvenær þau fæðast, þau koma ekki af sjálfs- dáðum, án tilstillis foreldranna og að hluta af því foreldrum er sagt að hamingja og velferð barnanna sé eingöngu í höndum þeirra. Foreldrar eru manneskjur Aðeins fyrir einni kynslóð horfði málið öðruvísi við: í bókum um barnauppeldi var ef til vill hálf síða um þroskaferil barns, en afgangur- inn fjallaði um hagnýta hluti, svo sem hvemig fljótlegast væri að venja börn af bleium, til að þurfa ekki stöðugt að vera með stóran pott af taubleium á eldavélinni. Nú orðið mótmælir engin skynsöm manneskja því að hollt sé að skilja þau ýmsu skeið, sem þroskaferill barnsins skiptist í og þekkja tilfinn- ingar þess, en á hinn bóginn er ekki útilokað að of langt sé gengið í þeim efnum. Uppeldisfræðin eru nú orðin svo flókin og margslungin, að foreldrar fá minnimáttarkennd yfir að geta þetta ekki allt eða kunna til hlítar. Þetta gæti virst útúrdúr frá því að skreppa burt frá börnunum, en skýr- ir samt sumar ástæður foreldra fyrir að fortaka slíkt með öllu. Hér er þörf á vissri hugarfars- breytingu, þar sem foreldri segir sem svo: - Ég hef mína kosti og hæfileika og haldi ég sjálfstæði mínu, verður það barninu til góða, því það vex upp með þá tilfinningu, að ég sé meira en bara manneskja sem er hér til að þjóna því. Öll fjölskyldan nýtur góðs af þvf að foreldrarnir taka sér frí án barn- anna og fari að heiman, þegar þeim sýnist, án þess að börnin séu í eftirdragi. Vilja ekki flestir eiga börn sem eru sjálfstæð og sjálf- bjarga? Þau verða það ekki, ef þau læra aldrei að umgangast annað fólk en foreldra sína við allar aðstæður. Það er mikilvægur hluti uppeldis að sýna barninu fram á að því getur liðið prýðilega í félagsskap ókunn- ugra. Sé þar farið rétt að, býr það barnið undir framtíðina. Hvernig förum við að? Sektarkennd óþarfi Þegar til umræðu kemur að fara í leyfi án barnanna, er það oftar móðirin sem leggst gegn því. Ástæð- an er stundum sektarkennd, stund- um ofmetið mikilvægi móðurhlut- verksins. Sumar mæður eru vissar um að enginn geti komið í stað þeirra. Vissulega er það rétt - en helgiogjafnvel vikutími án mömmu, veldur bami engu tjóni, gæti meira að segja orðið til mikils gagns. Alltaf er hægt að leysa dagleg vandamál og engin móðir ætti að skilja börn sín eftir hjá manneskju, sem ekki getur tekist á við óvæntan vanda. Ekki þarf nema að brúða gleymist - sú sem barnið getur alls ekki sofið án. Þá þarf að hafa ráð undir hverju rifi. Sektarkenndin rýkur venjulega út í bláinn um leið og lagt er í ferðalag- ið. Móðirin nýtur þess að borða máltfð, sem hún hefur ekki þurft að elda, að sofa heila nótt í einum dúr og uppgötva að hægt er að ræða við eiginmanninn. Þetta stuðlar að nýju jafnvægi í sálinni. Nú eni þeir dagar liðnir, að báðar ömmurnar voru reiðubúnar að koma og taka að sér heimilið, ef þannig stóð á. Vissulega er amma besti kosturinn, en aðrir ættingjar og vinir geta hlaupið undir bagga, ef til vill með því skilyrði að sams konar greiði komi fyrir seinna. Hver sem verður fyrir valinu, verður það að vera einhver sem barnið þekkir og treystir. Útlegðin ævintýri Þegar börnin eru komin á skóla- aldur, verða hlutirnir mun auðveld- ari. Þeim finnst gaman að sofa mörg saman í herbergi og hreinasta ævin- týri að sofa annars staðar en heima hjá sér. Æskilegt er þó að hægt sé að hringja til þeirra öðru hvoru. Auðvitað er ekki æskilegt að fara frá öllum börnum, eða undir hvaða kringumstæðum sem er, bara til að j fá frið. Móðir með barn á brjósti fer ekki langt, en sé bam á pela, er ekkert því til fyrirstöðu að móðirin bregði sér burt ef hana langar til. Flestar mæður kjósa þó að bíða þar til barnið er farið að sofa nóttina á j enda. Venjulega er ekki vandamál að skreppa frá yngra bami en sex i mánaða eða svo, en flest börn verða óskaplega hænd að móður sinni um átta mánaða aldurinn og helgarleyfi gæti farið í vaskinn þegar heim kæmi, vegna viðbragða barnsins. Talsverðu máli skiptir líka, hve- nær fyrst er farið frá börnunum. ; Móðir sem aldrei hefur farið hænufet, án þess að hafa barnið með sér, getur búist við að þriggja ára gamalt sé barnið feimið, ófélagslynt og svo eigingjarnt á hana, að hún hafi ekki einu sinni frið til að spjalla við kunningjakonu yfir kaffibolla fyrir suði. Böm, sem skroppið er frá strax fárra mánaða, verða gjarnan and- . stæðan, en vissulega er ekki hægt að alhæfa um þetta. Flestir foreldrar vilja byrja með að vera að heiman eina nótt og sjá hvernig til tekst. Að fara á laugar- dagsmorgni og koma aftur um miðj- an sunnudaginn, veitir barninu næg- an tíma til að jafna sig fyrir svefninn. Söknuður er eðlilegur Seinna mætti reyna heila helgi, fara á föstudagskvöldi og koma síð- degis á sunnudag. Heil vika er líklega það lengsta, sem venjulegt fólk ræður við eða þolir í byrjun. Flestir foreldrar fara að sakna litlu anganna ákaft eftir fjóra til fimm daga. Börn á skólaaldri sætta sig auð- veldlega við að foreldrarnir komi og fari, þó þau þurfi kannske örlítið meiri atlot en venjulega, eftir á. Það þýðir ekki að þú hefðir átt að vera heima, heldur að bamið elski þig. Yngri böm grípa gjarnan dauðahaldi í móður sína, þegar hún kemur aftur og vilja helst ekki sleppa takinu fyrir nokkurn mun. Slíkt er ósköp eðlilegt og besta ráðið er að gæla eins mikið við barnið og það vill. Það hefur nú lært að þó móðirin fari burt, kemur hún aftur og elskar angann sinn alveg jafn mikið og áður. Þess vegna er óráðlegt fyrir for- eldra að vísa algjörlega á bug þeirri hugmynd að skreppa frá börnunum. Það gæti einmitt haft mjög jákvæð áhrif, bæði fyrir börnin og ekki síður fyrir foreldrana. Börnin uppgötva þá staðreynd, að móðirin er ekki bara móðir þeirra, matselja, snýtir, bílstjóri og nætur- þjónn, heldur manneskja með eigin langanir og skoðanir og ætti að vera jafnmikill hluti fjölskyldunnar og þau sjálf. Foreldramir fá stundir til að vera þeir sjálfir og hugsa örlítið út fyrir veggi heimilisins. Það er óneitanlega erfitt í amstri dagsins að meta að verðleikum hversu mjög börnin auðga lífið og smátími fjarri þeim getur hjálpað til að minna á það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.